Helgarpósturinn - 29.05.1981, Qupperneq 24
Föstudagur 29. maí, 1981
Sölu og þjónustumaður Þjálfaður viðgerðarmaður yfirfer allt gangverk og
Bílaborgar h.f. tekur við bíl öryggisbúnað og lagfærir það sem þörf er á.
til sölumeðferðar.
Bíllinn afhentur kaupanda I
1. flokks ástandi og með 6
mánaða ábyrgð.
Notaðir Mazda bílar með 6 mánaða ábyrgð.
Þeir sem kaupa notaðan Mazda bíl hjá okkur geta verið fullvissir um
að bíllinn sé yfirfarinn, nýstilltur og í fullkomnu lagi og að ef leyndir.
gallar kæmu í Ijós myndi Bílaborg h.f. lagfæra þá að kostnaðarlausu.
Firrið yður óþarfa áhættu í kaupum á notuðum bíl...
Kaupið notaðan Mazda með 6 mánaða ábyrgð.
BÍLABORG HF.
Smiöshöföa 23, /sími 812 99.
• bað vakti mikla athygli ihug-
ulla manna, þegar fréttir bárust
af því að þeir Svavar Gestsson,
félagsmálaráðherra, og Magnús
Magniisson, alþingismaður og
formaður stjórnar Brunabótafé-
lags Islands, hefðu orðið ásáttir
um að óska eftir þvi við Ásgeir
ólafsson, fráfarandi forstjóra
Brunabótar, að hann drægi um-
sókn sína til baka og sæti áfram.
Manna á milii hefur Svavar gefið
þá skýringu á þessu úrræði að
slikt einvalalið, þar á meðal
nokkrir þingmenn, hafi sótt um
stöðuna að hann hafi hreinlega
ekki treyst sér til að fara i mann-
greinarálit. Þessi ákvörðun er þó
undarleg að þvi leyti, að hingað til
hafa kratar ,,átt” Brunabót og
lagt mikið upp úr þvi að halda
stofnuninni, svo að einhver hefði
haldið að þarna væri komið tilval-
ið tækifæri fyrir Svavar að hrifsa
til Alþyðubandalagsins eitt af
höfuðvigjum kratanna...
• Meðal Flugleiðamanna geng-
ur sá orðrómur, að tscargó sé i
hinum mestu erfiðleikum um
þessar mundir. Flugvélar félags-
ins hafi staðið meira og minna
óhreyfðar á Reykjavikurflugvelli
nú um langt skeið, þar sem ekki
hafi tekist að afla þeim flutninga-
verkefna og alls óvist sé hvort fé-
lagið muni yfirhöfuð hafa bol-
magn til að hefja farþegaflug sitt
til Amsterdam, eins og það hefur
leyfi fyrir. Fróðlegt verður þó að
fylgjast með hvort Flugleiðir
muni halda Hollandsferöum sin-
um til streitu ef Iscargó heltist úr
lestinni...
• Þessi heyrðist i sölum þings-
ins I lok þings: Stefán Valgeirsson
alþingismaður var staddur á
nefndarfundi og hringdi fram til
simastúlkunnar til aö biðja hana
að ná i yfirdyralækni. Stúlkan
hringdi inn á fundinn skömmu
siðar til að láta vita að hún næði
hvergi i yfirdyralækni. En aðeins
skömmu siðar hringdi hún aftur
inn á fundinn og spurði: ,,En,
Stefán, nægir þér ekki að tala við
heimilislækninn?....”
• örn og örlygur gaf út fyrir
skömmu ljösmynda plakat eftir
Gunnar V. Andrésson ljósmynd-
ara Visis með býsna skemmti-
legri mynd af graðfola og meri
sem gaddavirsgirðing aðskilur.
Útgáfan ætlaði siðan i kjölfarið að
láta geta útkomu plakatsins i
þætti sjónvarpsins A döfinni en
við heyrum að plakatið hafi ekki
fengið þar inni vegna þess að
sjálft stolt graðfolans hafi verið
einum of áberandi á myndinni...
• Blindingsleikur heitir nýtt
kvikmyndaverkefni sem nýlega
fékk styrk úr kvikmyndasjóði og
bárus Ýmir óskarsson er skrif-
aður fyrir. Við héldum þvi rang-
' lega fram í frétt á dögunum að
þarna væri komið kvikmynda-
handrit eftir Kjartan Ragnars-
son, sem Lárus Ýmir mun einnig
leikstýra. Blindingsleikur verður
gerð eftir samnefndri sögu Guð-
mundar Danielssonar og við
heyrum að fjármálamaðurinn á
bak við fyrirtækið sé Sverrir
Kristinsson, fasteignasali, fram-
kvæmdastjóri Hins islenska bók-
menntafélags og kostnaðarmaður
viðhafnarútgáfunnar á Skarðs-
bók. Kannski að þar sé annar
Ragnar I Smára i uppsiglingu...
• Aðalfundur Blaðamannafé-
lagsins verður haldinn um helg-
ina og i fyrsta sinn i liðlega 80 ára
sögu félagsins stefnir i að fleiri en
einn veröi í framboði til formanns
félagsins. Vitað er að ómar
Valdimarsson, fréttastjóri Dag-
blaðsins, mun gefa kost á sér i
formannskjörið og einnig Jó-
hanna Kristjónsdóttir á Morgun-
blaðinu og formaður Félags ein-
stæðra foreldra um árabil. Allur
kosningaundirbúningur er þó
mun friðsamlegri innan Blaða-
mannafélagsins en t.d. i Skák-
sambandi tslands, sem einnig
heldur aðalfund um sömu helgi...
• Mikil óánægja er sögö vera i
röðum Iþróttafréttamanna á öll-
um blöðum nema Visi um þessar
mundir. Beinist óánægja íþrótta-
fréttamanna að Ellert B. Schram,
ritstjóra Visis og formanni KSÍ og
liggur hann undir gagnrýni fyrir
að láta blað sit ja fyrir um fréttir
úr knattspyrnuheiminum. Sam-
tök íþróttafréttam anna munu
þegar hafa haldið einn fund um
blaðið, þar sem mættir voru full-
trúar allra blaða nema Visis og
þar komið til athugunar að öll
blöðin settu fréttabann á KSl
nema formaðurinn gæfi trygg-
ingu fyrir þvi að hann hætti allri
mismunun...
• Hinn mikli uppgangur i popp-
lifi landsmanna hefur varla farið
framhjá neinum. Nú mun Fálkinn
hafa i bígerð aö koma út plötu i
Englandi, sem á verður efni frá
fjórum af duglegustu hljómsveit-
unum, Taugadeildinni, Purrk
Pilnikk, Þey og Utangarðsmönn-
um. Er vafalaust ætlunin að
koma drengjunum á framfæri i
poppheiminum breska. Reyndar
hafa Þeyruppi enn frekari áform,
þvi þeir fara utan i haust, og
munu jafnvel leika með Killing
Jokeá hljómleikaferð. Hvort sem
af því verður eða ekki þá fara
Þeyr i' stúdió i júli og taka upp
nýja stóra hljómplötu....
• Við sögðum frá þvi i siðasta
Helgarpósti aö hljómplötuútgáfa
á Islandi stæöi i óvenjulegum
blóma um þessar mundir og
nefndum dæmi um plötur sem eru
i farvatninu. Nú getum við bætt
einni við sem vafalaust mun
vekja hvað mesta athygli. Það er
plata með Böövari Guömunds-
syni skáldi og trúbador...
• Ný þjónusta hélt innreið sina i
vélar Flugleiða núna i vikunni,
sem viðförlir farþegar þekkja úr
vélum margra erlendra flug-
félaga. Þetta er nokkurs konar
einkadiskótek fyrir hvern far-
þega. Geta farþegar valið milli
um átta tegunda tónlistar
gegnum heyrnartól. En vel að
merkja: Þetta gildir aðeins um
farþega meö DC-8 yfir Atlants-
hafið...
• Lesendur Helgarpóstsins
kannast vafalaust við Sigurð
Steinarsson, dreifingarstjóra
blaðsins. Hann hefur fr> upphafi
brugðið sér i margra kvikinda liki
þegar við höfum þurft á að halda,
við uppákomur og myndatökur af
ýmsu tagi. Það hlaut að koma að
þvi að Sigurður hlyti verðskuld-
aðan frama fyrir vikið. Hann
verður meðal þátttakenda i
blönduðum skemmtiþætti i umsjá
Ólafs Ragnarssonar, útgefanda
og Tage Ammendrups sem
væntanlega verður á dagskrá
sjónvarpsins siðasta út-
sendingardag fyrir sumarfri.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum verða þetta atriði með
„falinni myndavél”...
• Risnukostnaðarmál og þá
einkanlega Landsbankans hafa
vakið mikla athygli vegna fyrir-
spurnar Jóhönnu Sigurðardóttur
á Alþingi um þetta efni. Mun
bankaráð Landsbankans hafa
verið sérstaklega kvatt saman til
fundar i gær til að ræða þessa háu
risnu...
• Fréttaannálar i bókarformi
fara að verða býsna stór þáttur i
islenskri bókaútgáfu. Þjóðsaga
hefur um árabil gefið út sinar ár-
bækur og á siðustu vertið hóf örn
og örlygur útgáfu fréttaannáls.
Nú heyrir Helgarpósturinn að
væntanlegur sé nýr flokkur
fréttaannála. Heitir hann
Islenskur annáll og er gefinn út af
samnefndu fyrirtæki tveggja
ungra manna, Ingva Th. Agnars-
sonarog Vilhjálms Eyþórssonar.
Þetta munu vera veglegar bækur,
um 400 blaðsiður i stóru broti og
með um 500 myndum. Sá fyrsti, —
fyrir árið 1979 — mun væntan-
legur á markaðinn seinni part
sumars, og jafnframt er á leiðinni
hjá Islenskum annál sérstök bók
meö fþróttaannál. Fréttaannál-
arnir verða settir upp i dagblaðs-
formi, ekki ósvipað öldunum...
• Nokkur blóðtaka mun verða
hjá Dagblaðinu i haust. Eins og
áður hefur hér komið fram, þá
hættir menningarritstjóri blaðs-
ins, Aðalsteinn Ingólfsson og
hyggur á doktorspróf i grein
sinni, listfræði. Ekki er vitaö hver
tekur við af honum. Þá hættir þar
ungur og friskur fréttahaukur
Atli Rúnar Halldórsson og hann
ætlar að stunda nám við norska
blaöamannaskólann. Annar
reyndur blaðamaður Gunnlaugur
A. Jónsson sem er guðfræöingur
að mennt, mun hann halda til Svi-
þjóðar og taka doktorspróf i
þeirri grein. Við þetta „braind-
rain” Dagblaðsins bætist svo að
tveir af yngri starfsmönnunum,
GisliSvan Einarsson blaðamaður
og Sigurður Þorri, ljósmyndari
eru einnig á förum. En menn
koma i manna stað og nýir kraft-
ar á DB á næstunni verða Eirikur
St. Eiriksson, fyrrum fréttastjóri
á Timanum, Sveinn Agnarsson,
Franzisca Gunnarsdóttir og Lilja
K. Möller...
• Háskólastúdentar eru sagðir
hafa veitt þvi athygli undanfarið
að i kringum valdayfirtöku lista
Umbótasinna og Vöku i stúdenta-
ráði hefur orðið nokkurt stress.
Þannig séu nú fundir stúdenta-
ráðs orðnir lokaðir, búið sé að
skipta um læsingu á skrifstofu
ráðsins og sérstakt leyfi þurfi til
að fá að nota gögn skrifstof-
unnar....
• Ahugahópur um myndlist,
sem sett hefur upp sýningarað-
stöðu i Rauða húsinu á Akureyri
lætur ekki deigan siga i menn-
ingarmálum, og hefur nú ákveðið
að hefja útgáfustarfsemi. Ráð-
gerðar eru fjórar bækur á ári,
þýddar bókmenntir og innlendar,
ljóð og litteratúr....
• Og meira frá Akureyri: Þrátt
fyrir sameiginlega verðlagningu
er alltaf nokkur samkeppni milli
tryggingafélaganna. A Akureyri
flutti Ólafur Stefánsson umboðs-
maður Almennra trygging'a
umboð sitt i húsnæði sem Flug-
leiðir höfðu haft við Ráðhústorg, i
hjarta bæjarins. Staðsetningin er
sögð hafa góö áhrif á viðskiptin,
og nú undirbýr Sigmundur
Björnsson, forstööumaður Sam-
vinnutrygginga á Akureyri flutn-
ing á sinu umboði úr þröngu her-
bergi á annarri hæð skrifstofu-
húss KEA niður á jarðhæð við
Skipagötu, sem gæti oröið eftir-
sótt verslunargata þegar lokið
verður framkvæmd hins nýja
miðbæjarskipulags. Þar viö hlið-
ina hefur reyndar Gunnar
• Haraldsson bilsali nýlega fest
kaup á húsnæði Péturs og Valdi-
mars, vöruflutningastöðvar-
innar, og ætlar ásamt konu sinni
að setja þar upp vefnaðar- og
gjafavöruverslun....