Helgarpósturinn - 04.09.1981, Síða 14

Helgarpósturinn - 04.09.1981, Síða 14
14 Föstudagur 4. september 1981 ht=>l[]arpnirinn Hannes Hólmsteinn er snyrtilegur ungur maöur, hár og grannur. Hann er foringi frjálshyggjumanna á Isiandi og hefur skrifaö, þýtt og komiö á framfæri miklu magniaf fróöleik um þau efni. Hann er sagnfræöingur og virkar afar öruggur meö sig, minnir i framgöngu og málfiutningi á Milton Friedman. Félag frjálshyggju- manna hefur skrifstofu á annarri hæö i gamla Kók-húsinu á móti Sundlaug Vestur- bæjar. Þar hefur Hannes aöstööu til aö skrifa og lesa. Uppá vegg hanga tvær portrettmyndir, önnur af Jóni Þorlákssyni, fyrsta formanni Sjálfstæöisflokksins og hin af Friedrich Hayek, tekin þegar hann kom hingaö I fyrra. Þarna svifur andi frjálshyggjunnár yfir vötnum. Hannes ÍHólmsteinn er persónugervingur hennar. „Eg clasl aidrei um mitt lílsviöhorr — Hver er Hannes Hólmsteinn Gissurarson? „Ef ég ættiaö skilgreina sjálfan mig, þá mundi ég gera þaö á tvennan hátt. Ég er herskár, hófsemdarmaöur „militant moderate”, heitir þaö á ensku, og hins vegar frjálslyndur ihaldsmaöur. Hvort tveggja getur haft í för með sér rugling. Menn sem eru herskáir eru aö öllu jöfnu öfgamenn. Menn draga þá ályktun af sjálfri baráttugleöinni aö þaö sem veriö er aö berjastfyrir sé einhver öfgaskoöun. En þvi fer stundum fjarri. Ég tel að þær skoöanir sem ég hef á stjórnmálum og mannlifinu séu tiltölulega hófsamlegar skoöanir. Ég hef aldrei séö neinn gagn- rýna minar skoðanir og sýna frammá meö neinum rökum að þær séu einhverjar öfgaskoöanir. Hitt er annað mál að vegna þess að ég er herskár — læt a ð mér kveða, þá draga menn þessa ályktun. Um seinni skilgreininguna er það aö segja að ég held að það fari mjög vel saman aö vera frjálslyndur og ihalds- maöur, þó margir telji þaö andstæöur, vegna þess að þaö sem ég vil halda i er hið fengna frelsi, sem tókst aö tryggja eftir 200 ára frelsisbaráttu á Vesturlöndum:' — Hvaöan hefuröu þessa baráttugleði? ,,Ég get nefnt þrjár bækur, sem mest áhrif hafa haft á mig. Þaö er Gulag-eyja- klasinn eftir Alexander Solshenitsjin. Ég las hana og ég hét þvi að ég berðist fyrir þeim skoðunum og þeim málum, sem áf- stýrðu þvi' aö Gulageyjaklasinn yröi aö heimsriki. I ööru lagi er þaö bókin „The Open Society and its Enemies” eftir Carl Potter, sem er ein skarplegasta gagnrýni sósialismans, sem um getur á 20 öldinni. Sú bók hafði mikil áhrif á mig, og breytti miklu um minar stjórnmálaskoöanir. 1 þriöja lagi er þaö .bókin „Leiöin til ánauðar” eftirFriedrichHayek. Ég trúi á mátt hugmyndanna”. Morgunblaöiö — Hvaöa skoöanir haföiröu áður en þú last þessar bækur? „Ég hef ailtaf veriö mjög pólitiskur. Þaö er i minni ætt. Aö visu eru stjórn- málaskoöanir minnar fjölskyldu ekki beinlinis þær sömu og minar. Ég var Framsóknarmaöur eins og móöir min á bilinu milli átta og tiu ára. Siðan gerist eitt. A minu heimili voru keypt tvö blöö, Þjóðviljinn og Timinn. Og menn geta nú dæmtum þaö hvort þetta hafi veriö mjög mikið frjálshyggjuheimili. Svo fannst móður minni aö ég þyrftiaö fara aö vinna fyrirmér á sumrin, við aö bera útblöö. Og hún útvegaði mér, mér til sárrar óánægju, vinnu viö aö bera út Morgun- blaðið. Ég fór aö lesa Morgunblaöið, og það kom iljós aö ég var bara miklu meira sammdla Morgunblaöinu en þeim tveim blööum sem keypt voru heima. Og þaö þráttfyriraö ég hafi lært aö lesa af Kidda kalda sem var framhaldsmyndasaga I Timanum. Siöan hef ég verið Sjálfstæðismaður, og fór að prédika eftir Morgunblaöinu um 11—12 ára aldur. En minar stjórnmálá- skoöanir skerptust ekki og skyröust ekki fyrr en ég las þessi rit sem ég var aö nefna”. — Hvemig bam varstu? , ,Ég var bókaormur. Ég var einn af þeim sem las alveg gegndarlaust og ég lék mér ekki mjög mikiö með öörum krökkum. Ég held aðeinhverjir i hverfinu hafi kallaö mig ofvita. Ég var ekki mikiö I félagslifi. Ég dttaöi mig I raun ekki á þvi fyrren i seinni bekkjunum f m enntaskóla að maöur er m anns gaman og þá fór ég aö bæta einu áhugamáli minu viö megin áhugamáliö, hugmyndir, og það er fólk. Mér finnst óskaplega gaman aö umgang- ast fólk og lifa skemmtilegu samkvæmis- lífi og njóta lífsnautnanna. Ég er sam- mála Jónasi Hallgrimssyni sem kvaö: Hvaö er langlifi?Lifsnautninifrjóya/Alefl- ing andans/ og athöJn: 'þorf. Ég held aö þetta sé einskonar uppskrift aö þvi hvernig eigi að lifa lifinu”. Hitter rétt aö hóf er best i öllu”. Dúxar ölrumlegír — Tókstu góö próf? ,,Já, reyndar. Ég var einn af þeim sem fékk ágætiseinkunn á stúdentsprófi 1972. Slðan hef ég komist að þvi aö þó þaö sé útaf fyrir sig ágætt aö fá góðar einkunnir þá sé það hæpinn mælikvarði á gott skóla- nám. Mér hefur fundist aö dúxar séu heldur ófrumlegir i hugsun. Þaö er fólk sem hefur I sér hæfileika til að soga á skömmum ti'ma inn I sig fróöleik, en ekki alltaf hæfileika til aö gera úr þvi öguö fræöi. Viö Islendingar erum alltof hrifnir af fræðaþulum, sem kunna óteljandi stað- reyndir, en viö kunnum of li'tiö aö meta þá sem skilja hlutina. Viö vitum of mikiö en skiljum of li't»”. — Varstu kominná fullti stjórnmálum i menntaskólanum? „Ég tók nú ekki mikinn þátt i félagslif- inu. En ég skrifaði ádeilugreinar á kommúnista i skólablaöiö. Ég held að ég hafi fyrst orbið til þess aö gera kunnur maöur þegar ég fór aö vera með útvarpsþættina „Oröabelg” 1976. 1 Háskólanum haföi ég starfað meö Vöku og kynntist þar mjög góöu fólki”. scrvisKa — Ég man eftir þér fyrir þann tima. Það var talaö um þig sem fenómen meöal yngra fólks. Hannes Hólmsteinn — þessi brjálaöi frjálshyggjumaöur. „Já, þá komum viö aö þvi sem ég gat um þegar ég varaö skilgreina sjálfan mig áöan. Vegna þess aö ég er herskár og hef fas og framkomu baráttumannsins, þá eru mjög margir sem villast á því og þeim skoðunum sem ég hef. Sfðan er þaö annað mál að við förum ekki allir alfaraleiö. Ef ég held áfram að vitna i skáldskap máli minu til stuðnings mundi ég segja: „Þú sem undan ævi- straumi/ flýtur sofandi að feigðarósi/ lastaðu ei laxinn sem leitar móti /'straumi sterklega og stiklar fossa. Ég er kannski ekki að llkja mér við laxinn, enda væri það ósmekklegt. Ég er bara að benda á að sumir fara gegn fjöldanum, sumir taka til máls og mæla fyrir skoðunum sem ekki njóta almannahylli þá stundina. — Gerirðu i þvi aö vera ööruvisi? ,,Nei. En gættu aö þvi að i minni ætt er töluverö sérviska. Björn Pálsson á Löngumýri, afabróöir minn, er sérvitur maður og haföi mjög gaman af þvi að taka þannig til oröa aö kynlegt þætti. Mér finnst það ekkert aöalatriði aö skera sig útúr. Ég held aö þaö komi þá frekar af sjdlfu sér”. Sósíalisminn — Hver er staöa þessara höröu frjáls- hyggjumanna innan Sjálfstæöisflokksin? ,,Ég held aö þaö sé enginn hugmynda - legur ágreiningur með yngri mönnunum I flokknum. Yngra fólkiö i Sjálfstæöis- flokknum er mjög sammála um aö við sé- um komin of langtá braut rikisafskipta og að skattarnir okkar skili ekki þeim árangri sem við bjuggumst við. Ég held aö Sjálfstæðislfokkurinn hafi verið stofnaöur sem flokkur frjálslyndra ihaldsmanna gegn sósialistum, og að frjálshyggjan hafi veriö sú upprunalega hugmynd sem sameinaöiflokkinn. En vit- anlega hefur flokkurinn tekið breytingum meö tímanum. Sósialisminn hefur verið sú hugsjón sem verið hefur hvaö almenn- ust á 20. öldinni. Krafan hefur ekki verið um einstaklingsfrelsi eins og á 19. öldinni, heldur um félagslegt öryggi. Og Sjálf- stæðisflokkurinn sem fjöldaflokkur, sem keppir á markaði stjórnmálanna við aðra flokka um atkvæöi, —hann hlýtur aö laga sig að þessum aðstæöum. Nú er hinsvegar komiö aö veöraskilum í stjórnmálunum. Nú hljóta flokkarnir aö fara að keppast um hver getur heitiö mestum skattalækk- unum, mestu neysluvali og þá auövitaö leitar Sjálfstæöisflokkurinn i sitt forna far. Þaö kostar aö sjálfsögðu átök viö þá valdastétt sem hefur hreiöraö um sig i krafti skömmtunarvalds og aðgangs aö almannafé.” — Þú talar um veðraskipti. Af hverju? ,,Ég held að allstaðar á Vesturlöndum sé aö veröa mjög mikil viðhorfsbreyting. Og þaö er ekki spurning um fylgisaukn- ingu borgaralegra flokka. Það er spurn- ing um viðhorfsbreytingu allra flokka. Engum dettur lengur I hug að hægt sé að 'leysa allan vanda mannlifsins með þvi að reka áætlunarbúskap að sovéskri fyrir- mynd. Sú hugmynd er dauð i hugum vesturlandamanna. Hún er ekki lengur pólitiskur kostur. Það dettur heldur eng- um lengur i hug að mæla með auknum rikisafskiptum. Ég held að það sé rangt að kalla þetta hægri bylgju, þetta er um- fram allt viðhorfsbreyting allra flokka.” Mennlamaður — Hver er þin staða innan Sjálfstæöis- flokksins. Séröu þig sem formannasefni flokksins i framtiðinni? „Ég held að ég skipti i sjálfu sér litlu máli i sambandi við stjórnmdlastefnu og dægurmál flokksins. Ég er fyrst og fremst einstaklingur meö tilteknar skoðanir, til- tölulega skýrar og afmarkaðar aö ég hygg, og ég held að margir séu sammála mér um þær innan Sjálfstæðisflokksins. Ég hef ekki hugsað mér að vera i fram- boöi innan Sjálfstæðisflokksins, eöa leita eftir pólitiskum frama innan hans. Ég styö hann bara sem menntamaður, ef svo má að oröi komast, og tel aö hann sé sá flokkursem komist næst minum hugsjón- um, og ekki sist sá flokkurinn sem berst fyrir því skipulagi atvinnulifsins sem er skilyröi fyrirþvi að viö höldum okkar val- frelsi.” —Ykkur hefur ekki dottiö i hug i alvöru að stofna sérstakan flokk? „Menn hafa rætt um það við okkur. Ég veit að margir sem telja alla flokkana véra orðna of tækifærissinnaða hafa áhuga á þvi að hér veröi stofnaður nýr flokkur. En ég er sammála Vilmundi Gylfasyni i þvi aö menn eiga aö vinna frekar innan flokka en utan þeirra. Mér finnst viö fá þaö góöa áheyrn innan Sjálf- stæðisflokksins að við þurfum ekkert að óttast. Ég telannars að frjálshyggja eigi ekki aö vera nein séreign Sjálfstæöis- . flokksins. Hún á að vera sameign allra triggja borgaraflokkanna. Mér finnst að á þessu sé aö verða umtalsverður skiln- ingur bæði innan Framsóknarflokksins og Alþýöuflokksins, einkum á meöal yngri manna.” Banúingjar aldarandans — ÞU segist ekki hafa beinan pólitískan metnað. Hvert stefniröu? , ,Ég er þeirrar skoöunar aö ef menn ætla raunverulega að breyta stefnu stjórnmálanna, þá veröi þeir fyrst aö breyta stefnu hugmyndanna. Vegna þess að stjórnmálaflokkar eru bandingjar ald- arandans. Þeir veröa alltaf að laga sig aö þeim viðhorfum sem eru algengust á hverjum tima. Stjórnmdlaflokkarnir geta aldrei fariö fram úr fjöldanum. Þeir geta aldrei baristfyrir nýjum og frumleg- um hugmyndum. Þaö þurfa aörir aö gera á undan, og þeir þurfa að breyta hinum almennu hugmyndum bæöi mennta- manna og almennings. Svo breyta stjórn- málamennirnir sinni stefnu. Það sem ég tel að eigi aö vera hlutverk okkar sem berjumst fyrir breytingum, er aö berjast fyrir þvi aö þessi viöhorf verði sem al- mennust i þjóöfélaginu. Berjast hug- myndabaráttu, fremur en stjórnmála- baráttu.” — Hvaöa aöferöum hyggstu beita? ,,Viö þurfum aö miðla hugmyndum, og vinna hugmyndum fylgi. Frjálslyndir lýö- ræðissinnar á Islandi hafa vanrækt aö marka sér hugmyndalega stöðu. Þeir hafa látiö sósialista eina um þetta aö kalla má. Þaö hefur oröiö til sú skoöun, sem er alröng.aðsósialisminn sé fastmótaö hug- myndakerfi, sem menn geti sótt allan fróöleik um stjórnmál i. Hinsvegar sé ekki til neinn annar kostur. Það sem viö erum að gera er aö sækja rök fyrir hinu frjálsa skipulagi bæði i sögu okkar og reynslu og I hin bestu rit útlendra fræöi- manna. Þetta er okkar hlutverk. Ekki aö skapa hugmyndir. Ég held aö viö séum ekki færir um þaö i svona litlu þjóöfélagi. Hér er ekki nægileg sam- keppni hugmynda. Hér er ekki nægilegt aðhald til að það sé hægt. Við erum sölu- menn notaðra hugmynda. Skeikuii — Nú ert þú ungur maður sem færst hefur mikiö i fang, — aö breyta hug- myndaheimi þjóðarinnar. Efastu aldrei um aö þú hafipúöur Iþetta, eða að þú haf- ir rétt fyrir þér? ,,Þaö er nú kjarni frjdlshyggjunnar að enginn maöur hafi rétt fyrir sér i einu og öllu. Þegár Steinn Steinarr hvarf frá kommúnismanum eftir ferð sina til Ráö- , stjórnarrikjanna 1956 þá orti hann kvæöi þar sem hann likti sjálfum sér viö Don Quixote og i þvi kvæöi er visuorö sem seg- ir allt sem þarf aö segja: Meö hálfum sannleika berst ég gegn algerri lygi. Frjálshyggjumennirnir gera sér grein fyrir þvi að sannleikur þeirra er hálfur. En þeir nota þaö örlitla brot sannleikans sem þeir hafa til þess að berjast gegn hinni algjöru lygi. Viö eigum aö efast, en viö eigum ekki að efast um þaö sem er skilyröi fyrir öllum framförum — frelsiö. Hinsvegar held ég að hver einasti maö- ur sé skeikull, bæöi ég og aðrir. Ég er stundum aö velta þvi fyrir mér hvaö sé aö finna aö helstu höfuöspámönnum frjáls- hyggjunnar nú ádögum, einsog Friedrich Hayek og Milton Friedman og me'r viðrist i að þá megi gagnrýna fyrir ýmislegt. Hayekt.d.finnstmérstundum altekinn af einni hugmynd. Sú hugmynd er um þaö að einstaklingarnir ráöi hver um sig yfir ófullkominni þekkingu og eina tækið sem samhæfi þessa þekkingu þeirra sé mark- aöskerfið. Hann leggur þessvegna skil- ' yröislausa áherslu á markaðskerfið. Þessi hugmynd hans er mjög snjöll og I ; meginatriðum rétt, en ég held að lifiö sé annað og meira en ein hugmynd. Karl Marx fékk mjög snjalla hugmynd á 19. öldinni. Hún var sú að mennirnir færu mjög mikiö eftir efnalegum aðstæöum j sinum. Þetta er náttúrlega laukrétt. En þaö er ekki hægt að taka þessa hugmynd og gera úr henni allt mannlifið. Svona get ég svarað þessu. En þaö kemst enginn efi I ■ i minn hug aö i grundvallaratriðum er ( þjóð skipulag vesturlanda miklu betra en þjóöskipulag austantjaldslandanna, og 1 lika hitt, sem er aöalatriði, aö við höfum 1 skilyrði til aö breyta þessu þjóöfélagi, j' vegna málfrelsis. Þess vegna berst ég i /yrir þvi alveg efalaust.” LjOta sielpan — Hvaö veröur þér ágengt aö þinu eigin mati? „Ég held aö nú geri allir sér grein fyrir i- þviaö frjálshyggjan er tækur kostur. Þaö j er aö segja, að til er stjórnmálahugmynd 1 sem heitir frjálshyggja. Þeir sem tiafa fært bestu rökin fyrir henni hérlendis eru mcnn eins og Jónas Haralz og Ólafur Björnsson, prófessor”. Er ekki erfitt að kyngja tjáningarfrels- 1 inu, þegar þaö gefur kommúnistumtæki- færi til áróöurs? | „Aöalatriöiö I tjáningarfrelsi er aö hver j einasti einstaklingur hafi tækifæri til aö 1 láta sinar skoðanir i ljós. Siöan er þaö allt annaö mál aö einhver markaöur sé fyrir þessar skoðanir. Það getur hver sem er gefiö út blaö á Islandi. En þaö eru hins- vegar ekki allir sem geta selt þau, og það á að láta markaðinn skera úr um þaö. Þetta er svipað og ljóta stelpan sem ekki gengur út. Hún getur engum kennt um þetta. Gæöum jaröarinnar er bara mis- skipt. Þetta er ein af hryllilegum stað- reyndum lifsins. Sama er aö segja um 1 einhvern dularfullan sértrúarsöfnuð sem hittist i reykfylltum kjallara á Laugar- veginum og tautar i barminn ókvæðisorö um náungann. Þessi söfnuður getur ekki i ætlast til þess aö aörir hafi áhuga á þess- | um hugrenningum, en hann á að hafa frelsitil að reyna fyrirsérá markaönum. Ég er á móti einokun. En veistu af

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.