Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 3
3 Guðbrandur Ásmundsson mats- maður hjá SH. gera stórátak? „Við þurfum að herða okkur. Það er aldrei neitt svo vel gert, að ekki megi bæta”, sagði Jóhann Guðmundsson, forstjóri Fram- leiðslueftirlits Sjávarafuröa. Þeim vandvirku refsaö Dugir þá ekki þrefalt eftirlits- kerfi, áður en fiskurinn kemur á erlendan markað, til að koma i veg fyrir galla? Þuriður Einars- dóttir segir frá þeirri hlið málsins af eigin reynslu. „Það kemur glögglega fram á bónusmiöunum, að gallar eða gallaleysi kemur hvergi til frá- dráttar eða greiðslu. En heimild til að endurvinna er aftur á móti notuð ótæpilega. Endurvinnslan er refsiaðferö, sem notuð er til aö draga úr hraða og þar með að lækka bónus hjá þeim sem mikið þurfa að endurvinna. En við þetta er margt aö at- huga. Stööugt eftirlit með fram- leiðslunni fer þannig fram, að teknar eru prufur frá hverri ein- ustu konu, t.d. einn pakki, ef pakkaö er i fimm punda pakkn- ingar. Finnist gallar er látið endurvinna fjórfalt magn, sums- staöar meira, séu gallar stór- vægilegir. En víða, a.m.k. þar sem ég þekki til, er tekiö jafnt frá öllumy þannig að afkastamestu konurnar koma mestu framhjá skoöun. Finnist gallar hjá þeim, sem skila gallalausri vöru, skera og hreinsa alla galla úr, þurfa þær aö endurvinna meira, en hlnar. Til viðbótar við þetta vofir yfir þeirri vandvirku, aö hún hafi of góða nýtingu, sem siðan er dregin frá hraðanum. Þess eru jafnvel dæmi, að endurvinnslufarganið gangi svo langt, að konur sem að jafnaði skila gallalausri vinnu eru látnar endurvinna vegna eins orms sem finnst einu sinni i viku. Það liggur i augum uppi, að eitthvað er athugavert við þaö bónusfyrirkomulag, sem tiðkast hér i frystihúsum. Það krefst fyrst og fremst hraða, sem mér virðist bjóða hroövirkni heim, með auknum fjölda galla. Og það krefst aukinnar nýtingar, lika meö hættu á auknum göllum. Endurvinnsla fyrirbyggir ekki að gallaöur fiskur komist i gegn, vegna þess aö það er ekki skoðaö nema brot af þvi sem fer i gegnum vinnsluna. Ég gæti giskað á aö þaö sé ekki nema um 10%. Ennþá minna er skoðað af eftirlitsmönnum sölusamtakanna og Framleiðslueftirlitsins”. Kunna vel viö bónus 1 stuttri heimsókn i frystihús Isbjarnarins á Grandagarði virt- ust þær, sem við höfðum tal af ekki kunna illa bónusvinnunni. „Þetta er oft erfitt, en ég viidi ekki fara i tímavinnu, nema hun væri jafn vel greidd og bónusinn”, sagöi Sigurlaug Gisla- dóttir, sem vinnur við snyrtingu. Þótt Sigurlaug vildi ekki viöur- kenna, aðstórsvindl ætti sér stað i bónusnum neitaði hún þvi ekki, að oft væri hraðinn á kostnað gæð- anna. „Það kemur nú fyrir, að úr- gangi er ýtt til hliöar”, sagði hún. Verkstjórarnir i salnum, sem við höfðum tal af, samsinntu þvi, að ýmislegt sé gert til að auka hraðann, t.d. beingaröar látnir fylgja meö fiskinum á vigtirnar. „En eftirlitiö hefur verið bætt og endurskipulagt, og viö höfum Föstudagur 18. september 1981 WARTBURG Vonarlandi v Sogaveg' — Símar 33560 & 37710 niöri timakaupinu. En atvinnu- rekendur eru ekki til viötals um hækkun á öðru en afkastahvetj- andi launakerfum”, sagði Bolli Thoroddsen hjá ASl. Ekki eru þó allir atvinnurek- endur á þvi máli. Einn þeirra, sem kaus að halda nafnleynd i samtali viö Helgarpóstinn sagðist ekki hrifinn af bónuskerfinu eins og það er framkvæmt. „Þetta er óeðlileg uppbygging. Það er mögulegt að fá allt aö 60—70% ofan á timakaupið, sem er afskaplega lágt. Ég er ekki að segja, að kaupið eigi að lækka. Þvert á móti á það að hækka, en bónushlutinn að vera lægri t.d. um 30%. — Er reynt aö svindla i bónus- vinnunni? „Það er ekki vafamál, að það er reynt aö svindla. Við höfum strangt eftirlit, en slik mál hafa komið upp. Og það verður aldrei komiðalveg i veg fyrir slikt nema með nógu ströngu eftirliti, sem ekkert lætur fara framhjá sér. önnur áhrif bónusvinnunnar er þetta óskaplega kapp. Þegar fólk- inu eru gefnar pásur eru alltaf einhverjir sem sitja eftir i salnum og halda áfram útaf kaupinu. Þaö er óhugnanlegt”, sagði þessi at- vinnurekandi, semvildi ræöa þessi mál við Helgarpóstinn undir nafnleynd. Bónusinn nauðsynlegur Enöllum sem við ræddum þessi mál við bar saman um, að bónus- vinna i fiski veröi þrátt fyrir allt ekki lögð niður. Verkstjórar og atvinnurekendur segja, að öðru- Sigurður Njálsson yfirverkstjóri I isbirninum. Gengi 7/9 81 verð 54.260.- fólksbifreið verð 49.500.- rúmgóður byggður á grind framhjóladrifinn afar þýður neyslugrannur Hafið samband við sölumenn okkar Missið ekki af þessu tækifæri til að eignast bíl á greiðslukjörum sem ekki hafa þekkst fyrr Sigurlaug Gfsladóttir verkakona i isbirninum. tekið starfsfólkið á námskeið til að útskýra fyrir þvi kerfið”, sagöi Sigurður Njálsson yfirverkstjóri. Guðbrandur Asmundsson eftir- litsmaður frá SH, sem þarna var staddur i eftirlitsferð sagði, aö þennan daginn væri allt i lagi. „En það er tröppugangur á þessu, annars værum viö ekki aö þessu”, sagði hann. Vilja ekki bónus Við heimsókn i frystihúsið á Kirkjusandi, sem er eina húsið i Reykjavík þar sem bónus er ekki viðhafður, kom annað i ljós. ,,„Við viljum ekki bónus hér, heldur hærra timakaup. Það hef- ur svolitið gengiö i áttina, þvi hér eru allir komnir á tiunda taxta, sem þó er ekki nema 29.06 i dag- vinnu eftir fjögur ár, en áður vor- um við með áttunda taxta”, sagði Jórunn verkstjóri. Konurnar i salnum virtust allar ánægðar með timavinnuna og óska ekki eftir að skipta. „Þaö er ekki vafamál, að bón- usinn veldur þvi, að vinnubrögðin eru ekki eins góð og i tfmavinnu. Mér fyndist, aö i næstu samning- um ætti að semja sér fyrir hús sem ekki eru með bónus — allir samningar hafa hingað til miðast við bónus og viö dregist afturúr”, sagði ein þeirra, sem ekki vill láta nafns sins getið, og Jórunn bætti þvi við, að margir sem hættu hjá þeim og færu i bónus kæmu aftur eftir skamman tima. Allskonar vandamál Auk þess sem þrir aðilar sjá um gæðaeftirlit á framleiðslu frysti- húsanna annast verkalýðsfélögin á hverjum stað eftirlit með þvl að samningar um bónusvinnu séu haldnir. Bolli Thoroddsen deild- arstjóri I hagræðingardeild ASÍ hefur umsjón með þvi eftirliti. „Það kemur upp mjög mikiö af allskonar vandamálum i sam- bandi við bónusinn. Samningar eru brotnir, og það er oft ósam- ræmi i kerfunum. Auk þess er fólk ekki i stakk búið að vinna eftir þessum kerfum, það er ekki hald- iðnógu mikið af námskeiðum fyr- ir það, og þaö skortir verulega á þjálfun. Þá höfum við lika eftirlit með vinnuverndarhliðinni reyn- um að gæta þess aö fólki gangi ekki framaf sér.” — Hvaða áhrif hefur bónus- vinnan á fólk? „Ofthleypir hún illu blóði I fólk. Það verður samkeppni, sem skapar streitu. Þetta smitar út frá sér og bitnar ekki alltaf á þeim duglegustu, heldur þeim sem eru að strekkja við að ná þeim I hraða. Hraðinn hjá fólkinu er allt frá 50 upp i 300, þar sem bónusþak leyfir þaö. Mér finnst það of mik- ið, það ætti að miða viö, að hrað- inn lægi á 120—130”. Litið afkastahvetjandi! — Liggur það á boröinu, aö bón- usinn auki afköstin, þegar á heildina er litiö? „Margir halda þvi fram, aö framleiðniaukningin, sem hefur orðið frá þvi 1960, sé um 90% vegna endurskipulagningar á vinnufyrirkomulagi og betri tækja og búnaðar, aöeins 10% vegna afkastahvetjandi launa- kerfa. Meirihluti verkalýðsfélaganna er á móti bónusvinnunni og þvi er haldið fram, að bónusinn haldi visi en bjóða upp á slik kjör fáist fólk ekki. Hinsvegar eru menn sammála um, að hraðinn sé of mikill, og óvönduö vinnubrögð þessvegna of tið. Það skal þó tekiö fram, að ástandið er misjafnt eftir lands- hlutum. Fiskmatsmaöurinn, sem viö ræddum viö staðfesti það, enda kunnugur um allt land. Einna verst viröist ástandið vera á höfuðborgarsvæðinu, enda tengsl fólks viö sjávarútveginn minnst þar og metnaöurinn til að skila frá sér vandaðri vöru fyrir hönd plássins minni. Bónuskerfið er afskaplega þungt i vöfum og allar breytingar erfiðar, að sögn kunnugra. En Þuriður Einarsdóttir hefur sina skoðun á þvi máli. „Til að fyrirbyggja þetta galla- fargan og svindl á bónus á aö meta gallana, þannig að þeir verði álltaf til frádráttar. Þetta er svonefndur refsibónus, sem sumsstaðar er tiðkaöur en er ákaflega óvinsæll. En hann á tvi- mælalaust að nota, og hann á að vera það strangur, að bónus á jafnvel alveg aö fella niður fari fjöldi galla upp fyrir leyfilegt lág-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.