Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 26
26 Föstudagur 18. september 1981 eftir Guðjón Arngrímsson myndir: Jim Smart o.fl. Parna er sjonvarpseinio geymi Segulbandasafn útvarpsins býr við þröngan kost. Útvarps- og sjónvarpsefni: Hvað er geymt og hvað er gleymt? Viö tslendingar erum frægir meöal þjóöa fyrir varöveislu. Viö varöveittum handritin og viö pössuöum þó aö menga ekki tunguna meira en góöu hófi gegndi. En nú er svo komiö aö viö fáum ekki leng- ur viö ráöiö. A tlmum örbylgna og videós eru varöveislumál oröin svo flókin aö óllklegt er aö I framtiöinni veröum viö fræg fyrir varöveislu nútimans. Sagnfræöingar framtiöarinnar munu hafa úr ýmsu aö moöa þegar þeir fara aö velta fyrir sér ástandi mála á íslandi áriö 1981. Nú á dögum er meira prentaö af les- efni en nokkru sinni áöur, og allt er þaö skilvislega geymt inná Landsbókasafni. En útvarp og sjónvarp er annar hand- leggur. Þessir tveir fjölmiölar sem hafa langmesta útbreiöslu, og áhrif I samræmi viö þaö, veröa ekki geymdir eins og gömul dagblöö eöa timarit. Bylgjur I andrúms- lofti geymast illa i Landsbókasafninu. Bæöi útvarp og sjónvarp eiga þó sin söfn. Otvarpiöá segulbandasafniösem oft er vitnaö til, og sjónvarpiö á filmu og myndsegulbandasafn. A þessum söfnum er aö finna ýmislegt af útvarps- og sjón- varpsdagskrám liöinna ára. En ekki nærri þvi allt. Engar skráöarreglur „Þaö eru ekki til neinar skráöar reglur um þaö hvaö á aö geyma af útvarpsdag- skránni og hvaö ekki”, sagöi Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri i samtali viö Helg- arpóstinn. Hver deild fyrir sig ákveöur þaö á ábyrgö viökomandi deildarstjóra. Þaö er þvi aö nokkru leyti mat þeirra sem aö hverju sinni vinna hjá útvarpinu hvaö á aö geyma. Þó held ég aö i stórum drátt- um riki sömu viöhorf hjá deildunum. Hjörtur sagöi aöallega þrennt valda þvi aö efni er geymt. „1 fyrsta lagi geymum viö efni sem ekki er svo timabundiö, aö hægt er hugsanlega aö endurtaka þaö seinna. Þetta á viöum allskonar blandaöa dagskrárþætti — sem þá eru geymdir til endurflutnings. 1 öðru lagi geymum viö efni til aö safna röddum og flutningi ákveöinna manna. Þaö er eiginlega sögulegt varöveislusjón- armiö. Þannig aö ef til dæmis N.N. flytur erindi i útvarp þá gáum viö hvort hann hefur áöur veriö I útvarpi og til á segul- bandi, áöur en viö hendum þvi sem hann flytur. 1 þriöja lagi hefur veriö haft fyrir venju að geyma sýnishorn af öllum föstum út- varpsþáttum. Ef tekiö er dæmi af þættin- um „A vettvangi”, þá er lfklegt aö fyrsti þátturinn hafi veriö geymdur, og jafnvel fleiri þættir, svo aö i framtlöinni veröi hægt aö heyra um hverskonar útvarps- þátt var aö ræöa”. Glatað Hjörtur sagöi framangreint eiga viö dagskrárdeild útvarpsins, en hann taldi tónlistardeildina fara svipaö aö. Leiklistardeildin er sér á parti hvað þetta varöar, þvi öll leikritin eru til á seg- ulbandi. Fréttadeildin hefur auk þess, aö sögn Hjartar, sérstööu aö þvi leyti aö hún horfir til þess hvort efni hafi sögulegt gildi. Þannig eru geymdar fréttir og frá- sagnir af mikilsveröum atburöum á ýms- um sviöum. Um Vestmannaeyjagosiö eru til dæmis góöar heimildir hjá útvarpinu. „Viö höfum rætt þaö hér innanhúss aö um þetta veröi aö setja fastari reglur”, sagöi Hjörtur. „Og ég held aö það veröi gert innan tiöar. En þær reglur veröa áreiöanlega settar meö hliösjón af núver- andi fyrirkomulagi”. Tækninni hefur fleygt fram á undan- förnum áratugum. Sáralitiö er til af efni útvarpsins frá þvi fyrir 1960. Fram aö þeim tima var hljóöritaö efni sjaldan varöveitt — og ef þaö var gert var notast við plötur, svokallaöa hlemma og stál- þræöi. Segulböndin komu ekki til sögunn- ar fyrr en i kringum 1955, og þá voru þau slik munaöarvara aö ekki þótti hæft aö nota þau aöeins einu sinni. Þessvegna var oftar en ekki tekiö yfir aftur og aftur. Aö sögn Hjartar er oft hringt til útvarpsins og spurst fyrir um gamalt efni, en oft eru svörin á þá leiö að þaö sé glatað. Hinn frægi lestur Helga Hjörvar á Bör Börsson mun til dæmis aldrei heyrast aftur. Segulbandssafn útvarpsins er til húsa i Edduhúsinu ogþar hefur Knútur Skeggja- son verið aö færa gamlar upptökur yfir á ný bönd til að varðveita þau. Hjörtur sagðist telja nauösynlegt að gera slikt meö nokkurra áratuga milli- bili. Ekki vitað Flestir kannast við að litmyndir, teknar á árunum milli 1960 og ’70, sem staðið hafa uppá hillu eða hangið á vegg, eru farnar aö láta veru- lega á sjá. Þær lýsast og fjólublár litur verður áberandi. Þetta eru örlög litmyndanna. En hver örlög myndarinnar á myndsegulbandim þaö veit enginn 1 fyrsta lagi: Myndsegulbönd eru i eðli sinu skammtimafyrirbæri. Þau á aö nota aftur og aftur. Þau eru þvi ekki gerð til aö endast. 1 ööru lagi: Tækin til að leika af myndsegulböndum úreltast fljótt og eyði- leggjast, þannig aö erfiðleikum veröum bundiö aö nota þau eftir fimm til tiu ár. 1 þriöja lagi: Tækninni hefur fleygt fram svo hratt, breytingarnar hafa oröiö svo miklar, aö litiö er vitaö um hvernig fara á meö myndsegulbandsspólur i geymslu. Þaö er ekki vitaö hvort betra er aö geyma spólurnar uppá rönd, eöa á hliö. Ekki er vitaö I hvernig hirslum er best aö hafa þær, né heldur hvaöa hitastig eöa rakastig tryggir bestu varðveislu. Segulböndin eru gerö úr þremur lögum. Innst er grunnur úr polyester eða álika efni og yst er segulmagnaö lag. A milli er svo limefni. Gallar eöa skemmdir I þvi einu geta eyðilagt böndin, þvi þá getur „myndin” hreinlega flagnaö af Gefa sig Aö sögn Fylkis Þórissonar, tæknistjóra sjónvarpsins, veit sjónvarpiö Islenska álika litiö um geymsluna á myndsegul- böndum og aðrir. „Þetta er svo nýtilkom- iöaö menn vita ekkert um geymsluþoliö”, sagöi hann. „Þaö hefur einfaldlega ekki gefist kostur á aö reyna þaö, vegna þess aö ekki er fariö aö sjá á þessum böndum ennþá”. „Þau myndsegulbönd sem viö höfum, eru elst frá 1966, og þaö er ekkert á þeim aö sjá. Annarsstaöar er sömu sögu aö segja. Aö visu komu um þaö boö frá ákveönum framleiöenda aö myndsegul- bönd frá honum væru gölluö. Limiö var ekki nógu gott, þannig aö nú i dag er lim- lagiö á þeim böndum fariö aö gefa sig. Ég vissi aö sænska sjónvarpiö átti nokkuð af böndum frá þessum framleiöanda, og þeir ' gátu kóperaö efniö yfir á nýtt band. En þá var gamla bandiö endanlega ónýtt”. Almennt er taliö aö myndír séu best varðveittar á negatifum filmum, og gildir þaö bæöi um kvikmyndir og ljósmyndir. En ein regla gildir yfir þessar filmur, einkanlega kvikmyndafilmur og hún gild- ir aö þvi er viröist einnig fyrir myndseg- ulböndin: Þaö er ekki hægt aö nota böndin og filmurnar reglulega og geyma þau um leiö. Þaö eyöist sem af er tekiö. Fylkir Þórisson sagöi myndbönd sjón- varpsins geymd viö venjulegar aöstæöur. Þaö eina sem horft hefbi veriö i sérstak- lega var aö geyma ekki böndin nálægt rafleiöslum eöa ööru meö sterkt segul- svið. Fleygt Reglur sjónvarpsins um geymslu á efni eru svipaöar og hjá útvarpinu: Þær eru ekki til skrifaöar. Aö sögn Emils Björns- sonar dagskrárstjóra frétta og fræðslu- deildar, hittast þeir mánaðarlega, hann og Hinrik Bjarnason, dagskrárstjóri lista- og skemmdideildar, og Pétur Guðfinns- son, framkvæmdastjóri. Framkvæmda- stjórinn hefur á þessum fundim lista yfir efni mánaöarins og þar er ákveöiö hvaö geymt skal. „Þar ráögumst viö um þrennt. Hvaö á aö setja i safn? Hvaö á aö geyma til bráðabirgða? Hvaö á ab þurrka út?” sagöi Emil. „Þetta er i stórum dráttum það sem gert er viö efni sjónvarpsins eftir aö þaö hefur verið sýnt. Það sem geymt er fer ab sjálfsögöu eftir eöli efnisins. Allar heimildarmyndir, t.d. um náttúrufar og þjóölif eru geymdar. Þættir eins og t.d. Maöur er nefndur eru allir geymdir. Kennsluþættir ýmisskonar, eins og listfræðsluþættir Björns Th. i fyrra eru geymdir, og þá með þaö i huga aö sýna þá aftur. Fræösluþættir ýmiskonar, til dæm- is „Munir og minjar” eru allir til hérna á safni. Þannig má halda áfram. En i stór- um dráttum má segja aö allt sé geymt sem hafiheilmildagildi fyrir þjóðlif, sögu, mannlif og náttúrufar. Sumu verður aö henda, þvi þaö er dýrt aö liggja meö efni á myndsegulböndum. Auk þess er fleygt efni sem eingöngu er fyrir liöandi stund. Umræöuþáttum er hent, iþróttaþáttum er hent, nema ein- staka brotum. Helgistundum er öllum hent, einnig þáttum eins og „Nýjasta tækni og visindi”. Orkar tvimælis Emil sagi svipað hugarfar gilda hjá lista og skemmtideildinni. Þar væru allar dýrari tökur geymdar — öll leikrit og kvikmyndir og brot úr barnatimum og öörum þáttum. Emil tók fram að fréttirnar skæru sig aö nokkru úr hvaö geymsluna varöaði. A fréttastof- unni eru daglega útbúnir geymslu- listar af fréttamönnum, þar sem þeir leggja fram óskir um hvaða efni, innlent og erlent eigi að geyma. Þaö er gert til að eiga t.d. myndir af ákveðnum stöðum eða atburðum sem gott getur verið aö gripa til siöar. En fréttirnar hafa lika sérstöðu að þvi leyti að hvert einasta orð sem þar er sagt, i við- tölum og ööru er skrifað niöur. Emil sagöi hvern einasta frétta- tima sjónvarpsins frá upphafi til I handriti. Emil sagði aö lokum aö það væri vanda- samt verk aö velja og hafna i þessu sam- bandi, en ekki væri um annaö aö ræöa en aö henda sjónvarpsefni, vegna þess hve dýrt væri aö nota segulböndin aöeins einu sinni. „Allt orkar tvimælis þá gert er”, sagöi hann. Sjónvarpiö viröist þvl i svipuðum sporum meö myndsegulböndin og út- varpiövarimeðsegulböndin fyrir 25 til 30 árum. Vonandi kemst það jafn fljótt uppúr þessum sporum og útvarpiö á sinum tima. Gleymt — óskalagaþáttur sjúklinga er ekki geymdur. Þó er áreiöanlega til sýnis- horn af röddum Asu Finnsdóttur og Kristinar Sveinbjörnsdóttur I segul- bandasafninu. Geymt — tekin eru sýnishorn af öllum föstum þáttum útvarps. Hér er Kristján Eldjárn I viðtali viö Morgunpóstinn. Páll Heiöar og Sigmar B. Hauksson voru um- sjónarmenn hans. Gleymt — Atök Vilmundar Gylfasonar og Jóns Sólnes eru ekki lengur til nema i minningunni. (Kröflumál i Kastljósi) Geymt — Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir i „Silfurtunglinu”, sem er til á safni Sjónvarpsins.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.