Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 9
9 Jie/garpásturiná_ Föstudagur 18. september 1981 STIKLAÐ í JÓLABÓKAFLÓÐINU Eldgosið á bókasafninu Helgarpósturinn birtir sýnishorn úr smásagna- safninu Flýgur fiskisaga eftir Hrafn Gunnlaugs- son, sem Almenna bókafélagið gefur út Einhver ruddist inn i lestrarsalinn. Hurö skall i vegg og ég hrökk upp úr bók- inni. Abrahamson stóð i gættinni og glennti á mig augun, kringlótt og stækk- andi eins og gárur á lygnu vatni. Kliöur fór um salinn og allra athygli beindist að okkur tveim. Þá hrökk hann i gir og gekk með þytósýnilegra pilsa eftir spegilfægðu gólfinu svo glumdi i hvelfingunni. Hann kom rakleitt til min og herpti munnvikin eins og hann berðist við að missa ekki orðaflaum fram á varirnar. Spékopparnir voru horfnir og i augunum brá fyrir leiftri likt og hjá kettlingi sem eltist við hnoð. Svo slengdi hann Dagens Nyheter á borðið hjá mér og benti á myndina á forsiðunni: „Sérðu húsið sem er að brenna”, blés hann og gekk upp og niður af mæði: „Mörg hús, öll i ljósum logum um hánótt og enginn getur gert neitt.” Myndin á forsiðunni var frá Vestmannaeyjum. Nokkur ibúöarhús stóðu i ljósum logum og glóandi hraun- straumur valt óstöðvandi áfram. Fréttir af gosinu höfðu trónað á forsiðum blaða siðustu daga, svo ég rétti honum það aftur og sagði kurteislega: „Ég er búinn að lesa þetta.” Abrahamson þrýsti blaðinu aftur niður á borðið: „Sérðu hvernig húsin brenna og enginn getur gert neitt”, svo stamaði hann: „Þetta er kaaatastrófa, skilurðu það?” Gamalli lykt, likt og af uppþornuðu kon- fekti og langlegusjúklingum sló fyrir vit min, svo ég jánkaði og bætti við: „Við ræðum þetta i hádeginu.” Fólk á næstu borðum sendi okkur hornauga. Ég vonaði að hann kæmi sér burt, þvi ég veit hve óþægilegt er þegar einbeitt þögnin er rofin með blaðri. En þvi var ekki að heilsa. Hann stóð hreyfingarlaus og hengdi haus. Þegar ég ætlaði að risa á fætur, til að ná honum burt, tók hann blaðið og gekk út. Skömmu siðar var hann kominn i sætið sitt eins og ofanrigningur. Kinkaði vin- gjarnlega kolli. Hann var vanur að svifa inn i lestrar- salinn, án þess ég yrði hans var. Látæðið sem ég hef áður lýst, kom þvi gersamlega flatt upp á mig. Siðustu tvö ár hafði ákveðin mynd fæðst i hugskoti minu og ég gert mér skoðanir á Abrahamson þótt ég þekkti hann harla litið persónulega. Ég eignaði honum feitlagna eiginkonu, svipaða engli á jólakorti, kött og bláa kaffikönnu. Á morgnana setti eiginkonan bláu kaffikönnuna á helluna, blakaði englavængjunum og raulaði i kapp við mal kattarins undir eldavélinni. Abra- hamson náði i blaðið og dinglaði töfflun- um á tánum, meðan þau sötruðu morguntárið og ræddu veðrið. Þau voru mjög samrýmd og i hjónasænginni eins og tveir litlir sláturskeppir sem fallast i faðma. Yfir öllu sveif hijalin hreinlifis og ögn af bænakvaki. Fleira datt mér ekki i hug um Abrahamson, enda var hann alls ekki maður til að láta sér detta neitt sérstakt i hug um. Hann var i laginu eins og fólk sem börn teikna á þriggjaára- aidri: tveir hringir með fjórum beinum strikum. Svipurinn á efri hringnum álika flókinn, ef frá eru skildir spékopparnir sem sátu fastir i háræðaberum kinnum. Hann var einn þeirra manna sem hafa aðgang að sérstökum bókaskáp og borði i fræðimannasalnum á Konunglega bóka- safninu i Stokkhólmi, vann að doktorsrit- gerð um sænskar altaristöflur frá mið- öldum. Ég kynntist honum rétt eftir að mér var úthlutað skáp i salnum. Ég hafði fengið mér bolla á kaffistofunni i kjallar- anum og sat einn við borð, þegar barnsleg rödd spurði hvort hann mætti tylla sér. I fyrstu þótti mér maðurinn forvitnilegur. Tók þvi vel þótt hann vendi komur sinar að borðinu, ekki aðeins i kaffinu, heldur lika i hádegi. En eins og oft vill verða með fræðimenn, þá verður litið eftir af þeim, þegar þeirhafa tæmtbrunn visku sinnar. Mér leiddust þvi sögur hans um engla og altaristöflur er frá leið og reyndi að sniöganga hann. Fór i kaffi þegar hann kom úr kaffi. Reyndi að stinga af þegar hann fór á klósettið. Þóttist fara fram i af- greiðslu að ná i nýja bók. En það reyndist siður en svo auðvelt. Hann fór bara aftur i kaffi eða leitaði mig uppi. Siðustu vikurnar, eða frá þvi að eldgos- ið i Heimaey hófst, höfðu þó verið sýnu verstar. Daginn sem gosið byrjaði var eins og bjarma eldsins slægi i augu hans; i þeim kviknaði óþekkt glóð og hann gat naumast haldið aftur af ákefð sinni yfir „hildarleik náttúruaflanna” eins og hann orðaði það, og um leið setti aö honum örlitinn titring sem byrjaði i öxlunum og óx siðan upp i andlitið svo engu var likara en hann berðist við innibirgðan hlátur. Þess á milli varð hann grafalvarlegur, augnpokarnir slöptu og hann velti fyrir sér hvaða tjóni gosið gæti valdið. Það var sama hvað ég greip til bragðs. Alltaf náði röddin mér um siðir: „Hur staar det till med Hemmaön?” Fátt er leiðigjarnara en útlendingar sem vilja ræða um Islendinga. Einfald- lega vegna þess, að mér leiðast tslend- ingar kappnóg, þótt ég fari ekki að rausa um geðvonsku þeirra og heimóttarskap við þá, sem ekkert þekkja til. Ég reyndi samt alltaf að vera kurteis við Abraham- son,en þennan morgun sem hann ruddist eins og brjálæðingur inn i lestrarsalinn, lá viðað ég segði honum aðfara til fjandans, og trúlega hefði ég gert það, ef lyktinni af uppþornaða konfektinu hefði ekki slegiö fyrir vit min. Og nú hafði ég lofað að ræða við hann i hádeginu. Ég dró fram eftir degi að fara i hádegis- mat. Augu Abrahamson hvildu við og við á mér. Hann beið þolinmóður eins og fræðimanni sæmir. Þetta gláp hans haföi hins vegar þau áhrif að ég las með hálfum hug og gat ekki einbeitt mér. En ég þráaðist við og sat sem fastast. Um hálftvö kom einn afgreiðslu- mannanna og hvislaði einhverju að Abra- hamson. Hann kinkaði kolli og fór skömmu siðar fram. Ég greip tækifærið og flýtti mér niður, en þurfti að koma við á klósettinu á leiðinni. Ég stóð yfir einni skálinni léttur i bragði, þegar ég uppgötv- aði að Abrahamson hafði stillt sér upp viö hliðina á mér og einbeitti sér að næstu skál. — HurstaardettillmedHemmaön? dæsti hann. Ég var kominn á fremsta hlunn með að segja, að honum kæmi það fjandann ekkert við, en af einhverjum ástæðum söðlaði ég um og sagði letilega: „Æ, ég held það sé gott á þá”. Og um leiö ákvað ég að ofbjóða honum : „Það er ekk- ert jafn nauösynlegt fyrir þessi hænsn og að verða fyrir almennilegu áfalli. Afallið sameinar og er upphafið að einhverju nýju. Þegar menn hafa orðið fyrir nógu miklu áfalli geta þeir losað sig undan þvi liðna og byrjað upp á nýtt. Sundraðar þjóðir þurfa öðru fremur á katastrófu að halda. Við skulum bara vona að þetta brenni allt upp til ösku og fari til fjandans.” Þegar ég hafði látið siðustu orðin leka út úr mér, leit ég á Abrahamson. Hann stóð stjarfur með aðra hendina á lóknum . án pess að pissa og pirði á mig augun. Samt horfði hann ekki á mig, augu okkar mættust, en hann var óra fjarri og grá slikja sveif yfir tilliti hans eins og hann hefði fengið sólblindu og væri að reyna aö sjá fjall eða ský handan við hafið. Ég fann til óöryggiskenndar gagnvart þessu blinda tilliti og flýtti mér að vask- inum. Hann stóð i sömu sporum þegar ég fór út, en ég var varla kominn fram miðjan gang þegar hann snaraðist út og hljóp mig uppi. Hann greip i öxl mér, svo engu munaöi aö ég missti jafnvægið og hrynti honum burt, en glóöin i blóðhlaupnum augunum hélt aftur af mér. — Ég verð að trúa þér fyrir þvi, ég verð, stamaði hann og kreisti á mér hand- legginn um leið og hann dró mig afsiðis: „Þetta er rétt hjá þér með áfallið, það er upphaf alls.” Allt i einu komu augu hans i fókus og nú talaöi hann til min af djúpri einlægni: „Égereinkabarn. Þegarégvar unglingur ólst ég upp með foreldrum minum sem voru i stjórn mjög strangtrú- aðs sértrúarsafnaðar. Ég var orðinn tuttugu og þriggja ára og hafði aldrei fengiö að fara út á kvöldin og skemmta mér. Ég átti enga vini, fékk ekki að hitta jafnaldra mina, hvað þá stelpur. Ég ólst upp i eilifum ótta við djöfulinn, kúgaður, óhamingjusamur og taugaveiklaður. Þá fórum við einu sinni þrjú saman i sumar- bústað sem foreldrar minir höfðu fengið lánaðan i dölunum, og þegar við komum þangað vitraðist mér engill, og þessi eng- ill sagði mér að kveikja i húsinu þegar pabbi og mamma væru sofnuð, þvi djöf- ullinn hefði tekið sér bólíestu i þeim og þau ættu að brenna.” Hann linaði takið á öxl minni, spékopparnir komu aftur i kinnarnar og svo bætti hann við: „Ég brenndi foreldra mina inni þessa nótt. Nú, ég var auðvitað settur beint á hæli, en engillinn hélt verndarhendi yfir mér, þvi á hælinu hitti ég hann aftur og giftist og nú á ég sex börn. Hún var þá bara venjuleg hjúkrunarkona en er nú yfirhjúkrunar- kona. Við eigum einbýlishús út á Lidingö, þú vert velkominn i kaffi hvenær sem er. Við erum mjög hamingjusöm. En það var áfallið sem var upphaf hamingjunnar, brennandi húsið i nóttinni og enginn gat gert neitt.” Hann hafði titrað i framan i upphafi frá- sagnarinnar, en þegar hann lauk máli sinu, féll andlitið i nákvæmlega sama far- veg og ég þekkti áður en fréttir af Vest- mannaeyjagosinu byrjuðu að birtast i blöðunum. Augun breyttust i grunnt vatn og allt i einu skælbrosti munnurinn og spékopparnir lyftu æðaberum kinnum. Barnsleg rödd hans hvislaði afsakandi: „Fyrirgeföu framhleypnina, en mér fannst að ég yrði að segja þér frá þessu.” Svo rölti hann út ganginn eins og hann var vanur og ekkert hefði i skorist, og hann breyttist ekki upp frá þvi og það munaði engu aö ég væri farinn að sjá fyrir mér konuna og bláu kaffikönnúna aftur. Siðast þegar hann settist hjá mér var hann hálfnaður með ritgerðina og bjóst við að verða i þrjú fjögur ár til viöbótar. Við ræddum altaristöflur, en hann minnt- istaldrei oftar á foreldra sina, það var af- greitt mál og reyndar Vestmannaeyja- gosið lika. Hrafn er sjálfur bókasafninu” aðalhiutverki i „Eldgosið á Sögur meö ólíkindabrag Eins og undanfarin haust mun Helgarpósturinn birta kafla úr sumum þeirra bóka sem lit koma á jólamarkað- inum. Riðiö er á vaðið með smásögu úr smásagnasafni Hrafns Gunnlaugssonar, Flýgur fiskisagan. Helgarpósturinn hringdi i Hrafn og spurði hann um söguna. „Þessi saga gerist á Kon- unglega bókasafninu i Stokkhólm i, og er alveg sönn,” sagði hann. ,,Mér hefur alltaf fundist auð- veldara að skrifa um at- burði sem ég hef raun- verulega upplifað, og þess- ar sögur eru um atburði sem ég hef annaðhvort tek- ið þátt i eða fylgst með úr fjarlægð. Þaö er til dæmis ég sem er önnur aöal- persónan i ,,Eldgosið á bókasafninu”.” Að sögn Hrafms eru sög- umar i bókinni frá siðustu þremur til fjórum árum. „Eldri sögumar skrifaði ég upp fyrir þessa útgáfu — skolaði af þeim rykið, og lagaði aðeins til svo hægt væri að steypa þessu öllu sam an ”. Hrafn sagði sögurnar eiga það sameiginlegt að vera meö vissum ólíkinda- brag. „Það er sagt að raun- veruleikinn sé oft ótrúlegri en skáldskapurinn, og ég get alveg tekið undir það. Þessar sögur segja frá at- burðum sem eru ótrúlegir, en ailir eiga þeir einhverja stoð I raunveruleikanum”. „Hugmyndirnar aö sög- unum hafa flestar fæðst sem drög að kvikmynda- handriti,” sagði Hrafn. „En vegna þess að maöur kemst ekki yfir að gera nemasvona eina kvikmynd á ári, þá fer ekki hjá þvi aö verði afgangur. Með þvi að skrifa sögur er ég óbeint að losa mig við hugmyndirn- ar. Ég er ekki frá þvi að sögurnar beri viöa keim af þvi”. —GA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.