Helgarpósturinn - 18.12.1981, Síða 9
33
—he/garpÓCrtl trjnn Föstudagur 18. desember 1981
Einn i striöi eftir Evert
Hartmann. Gerist i Hollandi í
seinni heimststyrjöldinni.
Raunsæ, spennandi og upplýs-
andi saga.
Klás, Lena, Nína og.. eftir
Hans Hansen. Þriöja bókin um
Klásog Lenu og vini þeirra, hin-
ar eru Sjáöu sæta naflann minn
og Vertu góöur viö mig. Raunsæ
saga um venjulega og raun-
verulega unglinga og lýsir á
hispurslausan hátt tilfinningum
unglinga.
Handan við harðbrautina eftir
Inger Brattström. 16 ára strák-
ur veröur fyrir óvæntri reynslu.
Enginn kemur aö sækja litaöa
stelpu á barnaheimilið þar sem
hann leysirafog hann situr uppi
með hana. Kynnist nýrri veröld
þeirra verst settu i háhýsa-
hverfi i' Svíþjóö.
begar mér var falið að gera
úttekt á nokkrum „bestu
klassisku hljómplötunum”, sem
borist hefðu mér i hendur, fann
ég strax hvar vandinn lá. Til að
hjálpa lesendum um val, þurfti
ég að vera viss um að viðkom-
andi hljómplata fengist i versl-
unum. Vandinn er nefnilega sá,
að verslanir flytja inn örfá ein-
tök af hverjum erlendum titli,
en titlarnir hafa sennilega
aldrei verið fleiri en nú. Það
þykir mikið, ef 10-1.5 eintök fást
af einni og sömu klassisku plöt-
unni. Stundum berast ekki
nema tvö til þrjú eintök.
Þeir sem velja „bestu jóla-
bækurnar”, eiga ekki við þenn-
an vanda að striða.þvi'titlar eru
miklu færri og gefnir Ut í hundr-
uðum eða þúsundum eintaka.
Að visu er ég betur settur gagn-
vart islenskum hljómplötum.
Um þærgildir hið sama og bæk-
urnar.
Ég hef þvi burgðið á það ráð,
að velja nokkrar hljómplötur
frá helstu erlendu útgafufyrir-
tækjum, til að gefa „sýnishorn”
af verkum og flytjendum, sem
ég mæli með, eða mér þykja
best.
Tvær ólíkar, en góðar.
Frá fyrirtækinu „Decca”, hef
ég valið „ Konsert fyrir hljóm-
sveif'eftir Béla Bartók, i flutn-
ingi sir Georg Solti. Ég valdi
þessa plötu vegna þess, að verk-
ið er eitt hið hugljúfasta, sem
eftir tónskáldið liggur (en
Bartók hefði orðið 100 ára á
þessu ári, hefði honum enst ald-
ur).
Þá spillir ekki, að Solti skuli
halda um tónsprotann, en hann
erungverskur eins og tónskáld-
iðog i röð heimsins bestu stjórn-
enda. Valið var erfitt, þvi flest
verk eftir Bartók eru gulls igildi
og sem stjórnandi er Solti stór-
tækur (má benda á Symfóniur
Mahlers i þvi sambandi).
Hin platan frá Decca, er
„Vorsónatan” op. 24. og
Fiðlusónata op. 23, eftir L. v.
Bccthoven.Hér fara þeir Itzhak
Perlman og Vladimir Ashkenazy
ákostum. Þessi verk eru í hópi
10 fiðlusónata Beethovens og
eigi fólk næga peninga, mæli ég
með heildarútgáfunni, leikinni
af ofangreindum listamönnum.
Að öðrum kosti er hægt að fá
tvær og tvær sónötur saman og
eruþærallar góðar. Reyndar er
óhætt að mæla með flestu sem
þessirtveir listamenn hafa látiö
fara frá sér, að Beethoven
<®leymdum.(dreifing: Fálkinn)
Heillandi útgáfur
Plötufyrirtækið „Philips” er
með sérlega heillandi útgáfur.
Eftir langa mæðu tókst mér að
velja tvær plötur. „Late Piano
Works” eftir Liszt, í flutningi
Alfreds Brendel. Fyrst og
fremst er Brendel einhver ,,gáf-
aðasti” pianóleikari sem uppi
er. Það hafði hann rækilega
sýnt, með túlkun sinni á pianó-
sónötum Schuberts og heildar-
útgáfu á Sónötum Beethovens.
Ég var þvi fyrirfram fallinn
fyrir plötunni, þegar ég sá hana.
Það sakar ekki að geta þess, að
Brendel skrifar langan formála
og rekur ástæðumar fyrir vali
verkanna og kemur þar fram
næm þekking hans á tónskáld-
inu. Sem aödáandi Liszt, finnst
mér plata þessi stórkostleg. En
um leið geri ég mér grein fyrir
þvi, að mörg þessara seinni
verka Liszt, höfða til þrengri
hóps en fyrri verk tónskáldsins.
Þvi mundi ég fremur velja
Mozart, Beethoven eða Shubert,
með þessum frábæra túlkara, ef
ég hefði aldrei heyrt „siðari
verk Liszts” áður.
Philips gefur Ut, hreint unaðs-
lega seriu,sem kallast „Lifandi
Barok”. Hérmá segja að allt sé
gott. Fyrir valinu varð
„Konsertar op. 9"eftir Tomaso
Albinoni. Flytjendur eru „I
Musici” ásamt hinum snjalla
óbó-leikara, Heinz Holliger.
Plötuna valdi ég vegna þess, aö
ég er alltaf veikur fyrir i'talskri
barok-tónlist og Albinoni kenndi
nú eitt sinn Bach að skrifa
generalbassa. En flestar plötur
i þessari seriu, heilluðu mig.
(Dreifing: Fálkinn)
Frábærir túlkendur
Eftir á að hyggja, valdi ég
hljómplötur frá EMI(HMV),
einkum vegna frábærra
túlkenda. bar setti ég
„Árstiðirnar 4” eftir Antonio
Vivaldi, i túlkun Yehudi
Menuhin og Camerata Lysy
(digital), i efsta sæti. Þessi
plata er hreint stórbrotin.
Auðvitað á þetta einnig við um
verkið sjálft.
Arstiðirnar eru væntanlega
þekktasta verk Vivaldis og jafn-
framt þekktast allra italskra
barok-verka. Ég er ekki f vafa
um, að þessi plata nái Ut fyrir
raðir unnenda klassiskrar tón-
listar, þvi yndislegra verk verð-
ur vart fundið. Snilldarlegt spil
Menuhins og Camerata Lysy,
gerir plötu þessa fyrsta flokks
sem jólatónlist.
Þá er önnur plata frá EMI,
þar sem túlkendur geta varttal-
ist af verri sortinni. Það er
„Tripelkonsert” Beethovens
með Filharmoniu-hljómsveit-
inni i Berlin, undir stjórn
Hcrberts von Karajan.
Einleikarar eru þrir rússneskir
„risar”, David Oistrach (fiðla),
Mstislav Rostropovich (selló)
og Svjatoslav Richter (pianó).
Hæfari þrenning verður vart
fundin. Þó stendur verkið ávallt
fyrir sinu, hvort sem það er
Karajan og rússneska þrenn-
ingin sem túlkar. (Dreifing:
Fálkinn)
Risaverk
Frá „Deutsche
Grammophon”, skellti ég mér á
tvö risaverk. Anriars vegar „9.
Symfóníu” Beethoven, með
Karl Böhmog Filharmóniu-
hljómsveit Vlnarborgar og
Rikisóperukórnum i Vín. Ég
valdi plötuna, vegna þess að hún
er siðasta þrekvirki Böhms,
sem var kannski „klassiskast-
ur” allra stjórnenda, en einnig
vegna söngvaranna, Jessye
Norman, Birgitte Fassbaender,
Placido Domingo og Walter
Berry. Þá er þetta digital-plata.
En viti menn, þegar ég bregð
henni á fóninn og hlusta, get ég
með engu móti sagt, að hún sé
betri en fyrri útgáfur Deutsche
Grammophon, þ.e. Karajan-Ut-
gáfan og nýleg snilldartúlkun
Leonards Bernstein meö sömu
hljómsveit og Böhm stjórnar
hér. Böhm er eflaust klassiskari
en hinir tveir, en á móti kemur
sérstaða verksins og and-
klassiskur blær. Hefði ég átt að
velja 6. symfóniuna með Böhm
ogBernstein, heföi ég valiöhinn
fyrrnefnda. En ég get ekki gert
upp á milli þessara stjórnenda i
9. symfóniunni. Þar fer Bern-
slein á kostum. Þaö er því verk-
ið sjálft, en ekki túlkunin, sem
hefur yfirhöndina.
„ Alpa-s y m fónia n” eftir
Richard Strauss.var hitt stóra-
stykkið, sem ég valdi frá
Deutsche Grammophon. Ég
valdi þaö vegna þess að það er
siðasta tóna-ljóðiö sem Strauss
samdi og einmitt það, sem ég
þekkti sist. Enhvilikt dúndur, ef
fólk er á eitt borö hrifið af
Strauss er þessi plata hreinasta
snilld i túlkun Karajansog
Filharmóniu-hljómsveit Berlin-
ar. Þó er þetta verk valið með
þeim fyrirvara, aö tóna-ljóð
Strauss eru stórfengleg hvert
fyrir sig og ef ég þekkti ekki
verk eins og „Also sprach
Zarathustra” eða „Ein
Heldenleben” mun betur en
„Alpa-symfóniuna”, hefði ég
ekki veriö eins fljótur aö velja.
bessi plata er digital.
(Dreifing: Fálkinn)
íslenskar plötur
Hér er valið ekki nærri eins
erfitt. Titlar eru sárafáir, en
upplögin stór. Þaö er þvi' litill
vandi aö leiðbeina i' þessum efn-
um.
Ég hef áður minnst á „Endur-
minningar úr óperum” meö
Guðrúnu A. Slmonar og Þuriöi
Pálsdóttur. Ég er alltaf aö sjá
það betur og betur, hve stór-
kostleg þessi plata er. En mikið
hefði verið skemmtilegra að
gefa henni verðuga tveggja-
platna kápu i stað þess að troða
tveimur plötum i umslag fyrir
eina. Það er eins og að troða
tveimur bókum i eina kápu.
Þá er platan „Bach i Skál-
holti”mjög hugljúfog á ég erfitt
með að gera upp á milli þessara
tveggja platna, enda eru þær
ólikar.Þær Manuela Wieslerog
Helga Ingólfsdóttir gera Bach,
ógleymanleg skil.
Að endingu vil ég minnast á
jólaplötu frá „Karlakórnum
Fóstbræðrum”, en platan heitir
„Með helgum hljóm” og er það
kórinn sjálfur sem gefur plöt-
una út. A henni eru jólasálm-
arnir, sem viö þekkjum svo vel,
sungnir við islensk og erlend
lög. Þvi miður vannst mér ekki
timi til að gera þessari plötu
verðug skil, sem henni ber. En
ég er ekki i vafa um, að þetta
verðieinaf jólaplötum ársins og
reyndar ætti svona plata að
vera til á hverju islensku
heimili.
Popp
Lesandi góður
Það verður sífellt erfiðara að
skilgreina popptónlist og flokka I
stefnur. Þróunin er svo ör að
poppspekúlantar hafa ekki undan
við að endurmeta hugtök sin og
flokkanir. Hér á eftir ætlum viö
þó að reyna aö draga fram þær
stefnur sem við teljum helstar i
dag og nokkrar af þeim nýju plöt-
um sem eru markverðir fulltrúar
þeirra. Og þarsem þetta eru jóla-
gjafaleiðbeiningar höfum við
hinn almenna hljómplötumarkað
fyrst og fremst I huga — auðvitað
eru til fleiri stefnur og þær ekki
ómerkilegar, þótt þær verði ekki
nefndar hér.
gs/pp
Ný-rómantík
Þetta þykir okkur skásta heildar-
hugtakið yfir tölvurokk, kulda-
rokk, tiskubylgju, „futurisma”,
blossa-krakka...
Heaven 17 — Penthouse & Pave-
ment, verð kr. 189
Human League — Dare, verð kr.
169
Orchestral Manoeuvres in the
Dark — Architecture & Morality,
verö kr. 169
Simple Minds — Sons &
Fascination, verð kr. 169
Ultravox — Rage In Eden, verð
kr. 169
Rockabilly
Þessi stefna varð til snemma á
upphafsdögum rokksins þegar
þvi var blandaö saman viö þá teg-
und ameriskrar sveitatónlistar
sem kallast Hillbilly. Flytjendur
taka bæði fyrir lög sem samin
voru á þeim tima og búa til ný i
sama dúr...
Matchbos— Flying Colours, verð
kr. 169
Shakin’Stevens— Shaki, verð kr.
179
Stray Cats—Gonna Ball, verð kr.
189
Þungarokk
Varö til i kringum 1970 meö
hljómsveitir einsog Led Zeppelin
og Deep Purple i broddi fylkingar
og hefur siöan verið i hávegum
höfö meðal yngri aðdáenda
rokksins enda kraftmesta af-
brigði þess...
AC/DC— For Those About Rock,
verð kr. 189
Gillan—Double Trouble, verö kr.
189
Loverboy — Get Lucky, verð kr.
169
Michael Schenker Group —
M.S.G. verð kr. 179
SaxonDenim & Leather, verð kr.
189
Gamlir jaxlar
Hér setjum viö þær hljómsveitir
sem hvað lengst hafa staðið i
fremstu viglinu rokksins og gera
alltaf betur en að standa bara fyr-
ir sfnu...
Kinks — Give the People What
They Want, verð kr. 199
Pink Floyd — Collection of Greas
Dance Songs. verö kr. 189
Rolling Stones — Tattoo You,
verð kr. 169
islenskar plötur
Mikiö hefur komiö út af islensk-
um plötum nú fyrir jólin, svo sem
hefur veriö undanfarin ár. Hins
vegar er útkoman nú fjölbreyttari
og gæðin meiri en oftast áður,
þannig að það ætti aö finnast eitt-
hvaö viö flestra hæfi.
Björgvin Gislason — Glettur kr.
169
Gubmundur Arnason— Mannspil
kr. 169
Grýlurnar kr. 79
Graham Smith — Með töfraboga
kr. 169
Gunnar Þórbarson — Himinn og
Jörö kr. 169
Jóhann Helgason — Tass kr. 169
Mezzoforte — Þvilikt og annað
eins kr. 169
Purkur Pillnikk — Ekki enn kr.
169
Utangarbsmenn — 1 upphafi
skyldi endinn skoða kr. 169
Start— ...en hún snýst nú samt
kr. 169
Þeyr — Mjötviður Mær
Nýbylgjurokk
Við setjum undir hatt þessa út-
jaskaöa orðs allar góðar rokk-
plötur sem við komum ekki
annars staöar fyrir. Þarna er aö
finna allt frá léttasta poppi til
framsækinnar rokktónlistar.
Adam and the Ants — Prince
Charming kr. 179
Blondie— Best of ... kr. 169
Elvis Costello— Almost Blue 189
Joy Division — Still kr. 199
(tvær plötur.
Marianne Faithful —
Dangerous Acuaitances kr. 165.
New Order — Movement kr. 199
Police — Ghost In The Machine
kr. 169
Tenpole Tudor — Let The Four
Winds Blow kr. 169
Thompson Twins — A Product
of... kr. 169
Tom Tom Club kr. 165
Jólaplötur
Sumstaðar þykir þaö nauðsyn-
legur hluti af jólahaldinu að leika
jólalög af plötum. Fyrir þessi jól
virðist frambobio vera t meira
lagi, þar sem alls konar karlakór-
ar og kirkjukórar gefa nú út plöt-
ur. Neðangreindar plötur eru i
flokki þeirra léttari.
Hurðaskellir og Stúfur— Við jóla-
tréö kr. 169
Haukur Morthens — Jólaboð kr.
169
Ómar Ragnarsson — Skemmti-
legustu lög Gáttaþefs kr. 169
Einnig er um mikið úrval af er-
lendum og eldri Islenskum
jólaplötum að ræða.
Reggae/SKA
Léttar og þægilegar eru þau orð
sem best lýsa neðangreindum
plötum. Black Uhuru er einhver
vandaðasta reggae hljómsveit
sem starfandi er I dag. Madness
þekkja vlst flestir orðiö en UB 40
og Bad Manners standa þeim ekki
langt að baki.
Bad Manners— Gosh It’s kr. 169
Black Uhuru — Red kr. 165
Madness — 7 kr. 169
UB 40 — Present Arms kr. 169
Barnaplötur
Og ekki má gleyma yngstu hlust-
endunum. Orvaliö af barnaplöt-
um er kannski ekki mikið en þó er
það nokkuð fjölbreytt.
Bessi Bjarnason syngur og segir
sögur kr. 169
Björgvin Halldórsson ofl. — Eins
og þú ert kr. 169
Söngævintýrib Eldfærin kr. 169
Katla Maria — Litli mexikaninn
kr. 169
Mini Pops kr. 189
Jazz
Ekkert er jassgeggjaranum
kærara en að fá nýja djassplötu
um jólin og þá fátt nærtækara en
nýja islenska djassplatan önnur
djassbreiöskifa sem gefin er út
með islenskum djassi. JAZZ-
VAKA (Jazzvakning 002), en þar
blása Viðar Alfreösson og Rúnar
Georgsson, Guðmundur Ingólfs-
son er á pianó, nafni hans Stein-
grimsson á trommur og svo er
það rúsinan i pylsuendanum,
bandariski bassaleikarinn Bob
Magnusson.
Ef geggjarinn er búinn að ná
sér i plötuna sem ekki er óliklegt
er um margt aö velja. Þeir sem
vilja söng og sveiflu fá Ellington
söngbókina með meistarasöng-
konunni Söru Vaughan (Pablo
2312 116). Þeir sem vilja halda sig
innan módernsveiflunnar en
kanna samt nýja stigu fá nýju
Arthur Blythe skifuna: Blythe
Spirith (CBS 85194), þeir sem
vilja stiga skrefi framar en
sleppa ekki hendi af heföinni al-
gjörlega velja sér oktettplötu
David Murray: Ming (Black
Saint 0045) Þeir sem eru á kafi i
rafmagninu fá auövitað nýju
plötu meistara Miles Davis sem
lesendur down beat völdu plötu
ársins: The Man With The Horn
(CBS 84708) Þeir sem eru dálitið
poppaðir en vilja samt rafmagns-
sveiflu fúlsa ekki við nýju
Pastorius plötunni með Toot
Thileman: World of Mouth (WB
56 897) og svo má alltaf fá
klassisk verk einsog Roy
Eldridge blásturinn á Montreux
1977 þarsem Peterson
Niels-Henning og Bobby Durham
leika með honum (Pablo 2308 203)
eða Ben Webster i góðum félags-
skap á Coleman Hawking, Roy
Eldridge o.fl. á B.W. Associates
(Verna 2304 221)
Aö lokum Mihetna skifuna sem
undirritaður hefði kosið sem
djassskifu ársins hefði einhver
spurthann: Thin Can Alley (ECM
1-1189) með Special Edition
trommumeistarans Jack
DeJohnette þarsem Chico Free-
• man er á tenorinn, John Purchel
á barrýtóninn og Peter Warren á
bassa.
—VL