Helgarpósturinn - 18.12.1981, Qupperneq 10
34
Föstudagur 18. desember 1981 hlolrjrRr~l~)ricztl irinr^
Jane Fonda
Jane Fonda og samferöamaöur hennar, Kris Kristofferson, halda til
fundar við arabiska olíufursta.
Kvikmyndir, sem Jane Fonda hefur nýlega leikiö í
og fjalla um Víetnam, kjarnorku og jafnréttismál,
hafa vakiö gifurlega athygli. Veröur nýjasta mynd
hennar, „Rollover", en hún er um olíuauð Araba,
jafnforvitnileg og fyrrnefndar myndir?
bíómyndir með boðskap
Jane Fonda gengur tignarlega
niöur sveigöan barokstigann inn i
rúmgóöan Sjávarlifssal Náttúru-
fræöisafnsins i New York. Hún er
glæsileg þar sem hún gengur
framhjá glerbúrum meö hrökkál-
um. í miöjum salnum eru dúkuö
veisluborö og prúðbúið fólk situr i
gylltum stólum. Statistar stiga
dans viötónlistPeters Duchins og
hljómsveitar hans.
Jane er klædd perlugráum
kvöldkjól. Þetta er fyrsta kvik-
mynd hennar þar sem sjá má að
hún er oröin fertug (hún er reynd-
ar 43ja ára).
Þetta er kvikmyndin „Rollov-
er” sem veriö er aö frumsýna
þessa dagana. Fonda leikur fyrr-
verandi leikkonu, Lee Winters,
sem uppgötvar eftir fráfall eigin-
manns sins aö hún hefur fjár-
málavit. Ástir takast með henni
og bankajöfrinum Hub Smith sem
leikinn er af Kris Kristofferson.
„Rollover” er fjóröa myndin
sem fyrirtæki Jane Fonda, IPC
Films, gerir. Hinar þrjár voru
Heimkoman, Kjarnaleiöslan til
Kina og Niu til fimm. Þessar
þrjár myndir höföu boöskap aö
flytja og þær hlutu allar gifurlega
aösókn.
?mmess
Þaðeralltafhátíð
efEJVÖVIESSístertur
eruábotðum
Tekist var á viö viöfangsefni
myndanna i besta Hollywood-stil,
Vietnam-styrjöldina, hættuna
sem getur stafað af kjarnorku-
verum, og mismunun kynjanna á
vinnustaö.
„Rollover” er peningaþriller og
fjaílar um fjárfestingar Araba i
Bandarikjunum, alþjóðleg fjár-
málaumsvif og hina brigðulu
oliupólitik. Hér er aöaláherslan
ekki lögð a hraðskreiða bila og
gjálift kvenfólk.
Þessar vandamálamyndir IPC
minna aö ýmsu leyti á nokkrar
minnisstæöar myndir af llkum
toga frá fjórða og fimmta ára-
tugnum eins og t.d. Flóttamann-
inn meö Paul Muni, Þrúgur reiö-
innar og „Gentleman’s Agree-
ment”. Þessar myndir eru allar
skemmtilegar jafnframt þvi sem
þær vekja menn til umhugsunar.
Niu til fimm er sú myndin sem
mesta aösókn hefur fengið. Gagn-
rýnendur eru ekki allir jafn-
ánægöir meö myndina og telja
endi hennar til dæmis út i hött.
Jane segir aö viöa hafi skrif-
stofustúlkur bundist samtökum
þar sem myndin hefur veriö sýnd.
Hún þakkar þaö ekki eingöngu
sjálfri sér en segir aö myndin hafi
oröiö kvenfólkinu hvatning.
Nú vinna Jane Fonda og helsti
meöeigandi hennar i IPC, Bruce
Gilbert, aö þvi aö gera sjónvarps-
myndaflokk byggöan á kvik-
myndinni og Jane hefur tekið sér
næstum ársfri frá kvikmyndum
til þess aö vinna aö þessu verki.
Geta myndir eins og Niu til
fimm og Kjarnaleiöslan til Kina
breytt samfélaginu? Fonda er
ekki viss um það. „Gerum okkur
ekki of miklar hugmyndir um
þab,” segir hún. „Kjarnaleiöslan
var frumsýnd tveimur vikum áð-
ur en atvikiö gerðist á Þriggja
milna eyju. Núverandi rlkisstjórn
hyggst fjölga kjarnorkuverum.
Það var fásinna að ætla aö mynd-
in gæti gengiö af kjarnorkuverun-
um dauðum.”
En Fonda samsinnir þvi að
margt smátt gerir eitt stórt.
„Kvikmyndir, skáldsögur og
sjónvarpiö eiga sinn stóra þátt i
þvi aö breyta viðhorfum manna
til sjálfra sin og þjóðfélagsins.
Bardot-eftirlikingin
Fonda og fyrri eiginmaður hennar,
Roger Vadim, I Frakklandi 1965.
I