Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 23. desember 1981 —he/garpásturinn Hljómsveitarstjórinn, Alexander Maschat, Hiö nýja sviö og hljómsveitargryfjan i Gamla biói — sem óðum tekur á sig svip niðri i gryfjunni — listamenn á sviði. Óperuhúss. Sviösmynd er eftir Gunnar Bjarnason. Sígaunabaróninn að komast á svið ARNAR- HÓLL VERÐUR „ÓPERU- KJALLARI” ,.Við hugsum okkur gott til glóðarinnar núna, þegar óperan tekurtil starfa, enda erum viövel staðsettir”, sagöi Guðbjörn Karl Ólafsson.annar eigenda hins nýja veitingahúss Arnarhóls á horni Ingólfsstrætis og Hvcrfisgötu, er Helgarpústurinn ræddi stuttlcga við hann. ,,Nei — við höfum reyndar ekki hugsað okkur að breyta nafni staðarins, kalla okkur óperucafé — en okkur ersvo sem sama þótt fólk kalli okkur „Óperukjallar- ann”. Við höfum hugsað okkur að hafa sérstakan matseðil til taks þegar frumsýningar verða. Og ó- perugestir geta þá gert hvortsem þeir vilja, aö snæða hjá okkur fyrir sýningu ellegar eftir.” Fyrsti „óperumatseðiilinn” hjá þeim Arnarhólsmönnum saman- stendur af reyktum laxi, rækjum með piparrótarsósu ellegar uxa- halasúpu i forrétt. t aðalrétt verð- ur svo boðiö upp á glasseraða önd og svo sufflé-bollu með vanilluis og mokkakremi á eftir. Auk þess aö bjóða þennan matseðil á lægra verði en annars, fylgir með li'till áletraður postulinsplatti handa gestum að hafa til minja. Nýr og spennandi þáttur bætist í reykvískt menningarlíf með byrjuðu nýju ári. íslenska óperan.sem fengið hefur samastað í Gamla bíói,frumsýnir í fyrsta sinn þann 9. janúar n.k. Sígaunabaróninn. „Nýr" er kannski ekki rétta orðið, þvi óperur hafa verið f luttar hér á landi áður, en óneitanlega mun það þykja nýtt, að við höfum nú eignast okkar óperuhús í hjarta höf uðborgarinnar og sú viðbót mun án efa verða spennandi viðbót við borgarlíf ið. Þessa dagana er unnið af krafti innan veggja Gamla bíós. Annars vegar eru iðn- aðarmenn að störf um við að breyta bióhúsinu að þörf um óperunnar, og hins vegar æfa listamenn á nýju sviði af miklum krafti. Þegar blaðamaður leit inn á æf ingu fyrir helgina, var starf að af krafti í hverjum kima, erlendir sérfræðingar að koma fyrir nýjum Ijós'abúnaði, hljómsveitarstjór- inn, Alexander Maschat ásamt leikstjóranum, Þórhildi Þorleifsdóttur, að æfa söngvarana Onnu Júlíönu Sveinsdóttur, Olöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Garðar Cortes,og létu listamennirnir hamarshögg iðnaðarmanna lítið á sig fá, að því er virtist. Gamla bióhúsiö (byggt 1926) hefur tekið stakkaskiptum. Byggt hefur verið nýtt svið, gólf og hljómsveitargryfja, búningsaðstaða i kjallara og svo geymslur. Arni Eeynisson, framkvæmdastjóri óper- unnar, sagðist reikna með að i framtiðinni þyrfti að auka við geymslurýmið, einkum aö koma upp búningageymslu. „Sem stendur hugsum við bara um að ljúka þessum breytingum sem nú er unnið að”, sagði Arni, „og vinna að þessari fyrstu uppfærslu. Hvaö siðan tekur við, höfum við ekki ákveðiö. Kannski dreymir okkur um að geta sýnt tvær eöa þrjár óperur hér á ári hverju”. Samhliða óperuflutningi mun íslenska óperan svo reka kvikmyndahús, sýna bió- myndir eins og verið hefur, og vafalaust mun bióreksturinn styðja við bak óperunnar fjár- hagslega. Aætlað var aö öllum breytingum á húsinu yrði lokiö fyrir nýársdag, þvi aö þá átti að frumsýna Sígaunabaróninn. Svo fór þó, að fresta þurfti frumsýningardegi fram til ni- unda janúar, vegna þess að á siðustu stundu þurfti aðskipta um leikstjóra. Þórhildur Þor- leifsdóttir tók við af austurrikismanni, sem upphaflega var fenginn til verksins. Bankarog fyrirtæki lána Hinn góöi arfur Sigurliða Kristjánssonar kaupmanns og konu hans varð náttúrJega til þess að Islenska óperan hóf starf, en enn er arfurinn þó óhreyföur. Það sem hingað til hefur verið greitt á vegum óperunnar er lánsfé úr bönkum og krit hjá fyrirtækjum. Þannig var Gamlabió keypt fyrir lánsfé úr banka, en kaupverð þess var 8,5 milljónir króna. Ljósabúnaöurinn,sem nú er verið að setja upp, var sömuleiðis keyptur fyrir láns- fé, en hann koktar um hálfa milljón króna. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri að störfum. „Arfurinn góöi er enn bundinn i steinsteypu út um borgina”, sagði Arni Reynisson,”og kemst ekki i nothæft form fyrr en seinna. En viðhöfum notiö góörar fyrirgreiðslu við söfn- un lausaskulda”. Rikissjóöur styrkti óperuna á yfirstand- andi ári með 150 þús. krónum, en sú upphæö mun um helmingur þess kostnaðar sem fyrsta uppfærslan kostar. Sömuleiðis kom rikið og Reykjavikurborg til hjálpar með þvi að gefa söngvurum i sýningunni fri frá kennslustörfum, svo þeir gætu æft eins og þarf. Arni framkvæmdastjóri sagðist svo reikna með einhverjum rikisstyrk á næsta ári, „en ætli sá styrkur fari i mikiö annað en að greiða tolla og gjöld. Stimpilgjaldið vegna kaupanna á húsinu er t.d. 150 þúsund krónur”. En hvernig sem fjármálum Óperunnar er variö, þá er það ljóst, að Reykvíkingar sem og aðrir laipdsmenn, geta nú fariö að bregða sér i óperu^xap,prúðbúið sig að hætti erlendra óperugesta og æft raddböndin heima áður en haldið er af stað. Kannski eigum við eftir aö upplifa hið dynjandi lófatak og húrrahróp og bravissimó! sem tiðum ætlar að lyfta þökum á óperuhúsum heimsins þegar listamönnum tekst vel upp með háa-c og aðra tóna. Og það er rétt að taka fram, að Óperan á ekki aöeins að verða reykvísk ópera, þvi ís- lenska óperan ætlar að huga að óperuþörfum landsbyggðarinnar ekki siöur og heimsækja landsbyggðina með sýningar sinar, auk þess að auðvelda þeim sem út um landið búa aö koma til Reykjavikur til að bregða sér i Operuna. Það viröist og ljóst, að margir ætla sér að fara i Óperuna á fyrstu lifdögum hennar, þvi að fólk er þegar farið að panta miða. Verð hvers miöa hefur verið ákveðið 145 krónur. — GG eftir: Gunnar Gunnarson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.