Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 15
Ríkisstyrkt, f/okkspó/itfskt útvarp? Mikið er ég (stundum) sammála honum Jóni Viðari. Nú tekur hann af mér ómakið að skrifa um goðsögnina „frjálst útvarp” og gerir það þannig að ég get skrifað undir hvert orð. Ég hef lengi verið að velta þvi fyrir mér hvaða sjónarmið láta um nauðsyn frjáls útvarps. Útvarpsrekstur i okkar fámenna landi verður seint mikil gróðalind að ég held — þó að tækin séu ódýr þarf þó altént að halda uppi starfsliði og ein- hverju húsnæði. Auglýsinga- markaðurinn er ekki það stór að hann sétil skiptanna. Og afnota- Fjölmiðlun eMir Þröst Haraldsson liggja raunverulega að baki fagnaðarerindisins um frjálst útvarp. Ég á nefnilega voðalega bágt með að imynda mér að Sjálfstæðisflokkurinn sé eins gagntekinn þörfinni fyrir að þjóna almenningi — fólkinu i landinu — og ráða mátti af orðum Guðmundar H. Garðars- sonar i Fréttaspegli á dögunum. Það ber þá eitthvað nýtt við. Varla getur það beinlinis verið gróðalöngun sem stýrir málflutningi þeirra sem hæst gjölder ekki hægt að innheimta fyrir frjálst útvarp. Er þörfin fyrir að hafa áhrifa- rikan miðil til að styðja rétt öfl i kosningum og á öðrum mik- ilvægum stundum i lifi þjóðarinnar sem vakir fyrir Guðmundi? Það er sennilega nær lagi. Otþenslumöguleikar Moggans eru tæmdir, siðdegis- ihöldin gengin i eina sæng og timi kominn til landvinninga. Sennilegast þykir mér þó að bakvið allan fagurgalann leyn- ist þau öfl sem halda uppi auglýsingabransanum i land- inu: kaupsýslumenn og -fyrir- tæki. Sem eins og endranær hafa næman skilning á þvi hverjir eru þeirra bestu vinir i pólitikinni. Þess vegna held ég að d r a u m a ú t v a r p ið hans Guðmundar sé létt, neyslu- glæðandi tónlist, sápuóperur, stuttir fréttapistlar meö réttum áherslum, mannlifspistlar i Visisstil — innanum leiknar auglýsingar, þar sem nýjustu aðferðir markaðssálfræðinnar fá notið sin. Og svo er hægt að hleypa Flokknum að þegar mik- ið liggur við. Burt með klassik- ina, Jón Múla, siðastalagfyrir- fréttir og ferðasögur frá Kina. Morgunbænin fær að halda sér, þvi frjálst útvarp er byggt á kristilegu siðgæði eins og grunnskólinn og Sjálfstæðis- flokkurinn. Nú er búið að afnema rikis- einokun á útvarpi i Noregi og verður forvitnilegt að fylgjast með hvort frændur vorir geti haldiðuppi á fjórða tug útvarps- stöðva, en svo margir hafa þegar sótt um leyfi til útvarps- rekstrar. Eru þar kristileg félög og maóistar ásamt ýmsum stór- fyrirtækjum. Ég á frekar von á þvi, að þróunin verði sú að eftir nokkur ár verði einungis eftir örfáar stöðvar, flestar i höndum fjár- sterkra afla sem hafa nógu sterk bein til að standa af sér byrjunarörðugleikana (og kannski ein á vegum kirkjunnar — Noregur er og verður Noreg- ur). Þessa skoðun byggi ég á þvi að fram til þessa hef ég ekki heyrt talsmenn hins frjálsa útvarps ljá máls á þvi að rikið hlaupi undir bagga með stöðvunum eins og það gerir viða þegar blaðaútgáfa á i hlut. Norðmenn hafa gengiö mjög langt inn á þá braut að styöja blaðaútgáfu með rekstrarfram- lögum úr rikissjóði. Það hefur haft þau áhrif að blöð þrifast sem aldrei fyrr, hvort sem er i Osló og öðrum stórbæjum eða á ystu annesjum. I Danmörku er hinn klassiski liberalismi hinsvegar enn svo öflugur að þar má ekki minnast á rikisstyrk —blöðin sjálf ganga harðast fram i að f ordæma slika ihlutun i frjálsa skoðanamynd- un. Það er að segja þau blöð sem enn koma út. Þvi óviða mun blaðadauðinn hafa herjað með jafnmiklum árangri og i Danmörku. Fyrir 2—3 áratugum var það talið sjálfsagt að i hverum meðal- stórum bæ kæmu út 4 dagblöð. Nú þykir það gott ef eitt þeirra lifir. 1 þeirra stað koma hverfa- blöð sem innihalda ekkert nema auglýsingar og sjónvarpsdag- skrána og er dreift ókeypis. Svo er til islenska afbrigðið: rikið styrkir blaðaútgáfu þeirra stjórnmálaflokka sem eiga menn á þingi. Það væri svosem eftir öðru sem frá Islenskum embættis- mönnum hefur komið að þeir fyndu upp nýtt form útvarps- rekstrar: flokkspólitiskt útvarp sem nýtur rikisstyrkja i hlutfalli við þingmannatölu. Eru þeir ekki að endurskoða útvarps- lögin.....? Hver er maðurinn að baki stjórnmáiamannsins? Ölafur Kagnarsson ræðir við Gunnar Thoroddsen. (320 bls.) Vaka 1981. Viðtalsbók Ólafs Ragnars- sonar við dr. Gunnar Thorodd- sen, forsætisráðherra, er afar lipurlega skrifuð og læsileg, en þeir, sem vænta uppljóstrana um hvað gerðist,”bak við tjöld- in”, i samræmi við auglýsingar, verða fyrir vonbrigðum, þvi að fátt kemur á óvart. Bókin er ekki ævisaga Gunnars Thorodd- sen, en fjallað er um ýmsa at- hyglisverðustu atburði hálfrar aldar stjórnmálaferils hans. Tæpur helmingur bókarinnar fjallar um árin eftir heimkomu Gunnars frá Kaupmannahöfn 1969 ög stjórnmálaþátttöku hans frá 1970, einkum myndun rikis- stjórnarinnar 1980. Við lestur viðtalsbóka, sem ekki njóta meiri stuðnings sam- timaheimilda, verður að hafa hugfast takmarkað sagnfræði- gildi þeirra. Þær segja aðeins hvað sá sem talar vill að fram komi andartakið, sem viðtalið er tekið, hvernig hann sér for- tiðina frá sjónarhóli nútimans. Gunnar segir mjög skilmerki- lega frá eins og hans er von og visa. Meðal annars er áhuga- verð lýsing á handritamálinu og lausn þess. Þó er á henni einn galli, sem ómögulegt er að vita hvort er að kenna Gunnari eða Ólafi. Christrup hæstaréttarlög- maður, sem barðist gegn eign- arnámi handrita úr Stofnun Árna Magnússonar i Kaup- mannahöfn fyrir hönd stjórnar hennar taldi, að slikt væri and- stætt dönsku stjórnarskránni og eru rök hans rakin nokkuð. Christrup tapaði málinu. Sigur- vegari var Poul Schmith, fyrir hönd dönsku rikisstjórnarinnar. Lesandi bibur þess með eftir- væntingu hvernig honum tókst að hrekja rök hins slynga and- stæðings sins, en við þvi fæst ’ekkert svar. Svo að vikið sé aftur að heim- ildagildi bókarinnar má benda á, að Gunnar segir það særa sjálfstæðis- og þjóðernisvitund sina, að sagan sé túlkuð á þann hátt, að erlent riki, þ.e. Banda- rikin, hafi ráðið úrslitum um, að lýðveldi var ekki stofnað á is- landi fyrr en 1944. Kveðst hann telja þessa túlkun ranga, en gerir ekki frekari grein fyrir skoðun sinni. Sagnfræðingar geta ekki leyft sér slika tilfinn- ingasemi. Þeir verða að lúta staðreyndum. t heimildum, sem fyrir liggja um lýðveldisstofn- unaráform minnihlutastjórnar Sjálfstæðisflokksins undir for- ystu Ólafs Thors 1942, kemur ekkert fram, sem styður skoðun Gunnars Thoroddsen á áhrifa- leysi Bandarikjanna. Stjórn Ólafs hafði ákveðið að slita sambandinu við Danmörku formlega og samþykkja stjórn- skipunarlög fyrir tsland sem lýöveldi fyrir árslok 1942. Hafði konungi og stjórn Danmerkur verið send tilkynning um þetta 30. júni 1942. 1 bók Matthiasar Jóhannessen um ólaf Thors (Almenna bókafélagið 1981) segir ennfremur, að sendifull- trúum Islands i Stokkhólmi og Kaupmannahöfn þeim Vil- hjálmi Finsen og Jóni Krabbe, hafi verið send tilkynningin til konungs og dönsku stjórnarinn- ar um yfirvofandi sambands- slit. Var Vilhjálmur beöinn að afhenda Krabbe bréfið persónu- lega og heimilað að taka eftir- farandi fram til skýringar: „Það er ákveðinn ásetningur, að stofnað verði lýðveldi á Is- landi á þessu ári. (leturbr. S.J.) Þótt mótmæli komi frá konungi og dönsku stjórninni, mundi það engu breyta i þvi efni.” (I, 366). Þegar Bandarikjastjórn fregn- aði þessi áform, óttaðist hún, að Þjóðverjar notfærðu sér slikar aðgerðir til áróðurs gegn Bandarikjunum á Norðurlönd- um, einkum i Danmörku, og fór þess á leit við rikisstjórn ts- lands, að lýðveldisstofnun yrði frestaö. Svar rikisstjórnar Ólafs Thors, þar sem ákvörðunin um lýðveldisstofnun 1942 er rök- studd, er birt sem viöauki i áð- urnefndri bók eftir Matthias Jo- hannessen, ásamt öðrum gögn- um um málið (II, 429 - 435), sem taka af öll tvimæli um áform rikisstjórnar Islands 1942. Bandarikjastjórn vildi ekki fall- ast á rök hennar og fór þess á leit að lýðveldi yrði ekki stofnað fyrr en sambandslagasamning- urinn frá 1918 væri runnin út eft- ir áramót 1943. önnur ástæða til frestunar hefur ekki komið fram. Ekki eykur það traust á heim- ildagildi viðtalsbókarinnar við Gunnar Thoroddsen, að hún var vart komin út, þegar tveir stubningsmanna hans, verk- fræðingarnir Edgar Guðmunds- son og Benedikt Bogason,lýstu þvi yfir i Dagblaöinu og Visi (5. des. s.l.), að minni Gunnars brygðist, þegar hann héldi þvi fram að stjórnarmyndunar- möguleikar af hans hálfu með Framsóknarflokki og Alþýðu- bandalagi hefðu ekki komið til umræðu fyrr en 29. janúar 1980. Edgar Guðmundsson telur, að slikar umræður hafi hafist þeg- ar 23. janúar og segist hafa farið með drög að stjórnarsáttmála (leturbr. S.J.) frá Gunnari til Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubandalagsins, mánudag- inn 28. janúar. Sé þetta rétt er ljóst, að Gunnar lætur margs ógetið. Benedikt Bogason segir: „Þegar Benedikt Gröndal skil- aði umboði sinu til stjórnar- myndunar fór þetta i gang. Benedikt skilaði umboöi sinu mánudaginn 28. janúar en það varorðið ljóst þarna um helgina að honum tækist ekki að mynda stjórn. Þá var það sem þetta fór raunverulega af stað.” Bene- dikt segist ennfremur hafa lýst þeirri skoðun sinni vib Guö- mund G. Þórarinsson 24. jan- úar, að hann telur, að Gunnar væri maðurinn, sem gæti leyst stjórnarkreppuna. Hér standa fullyrðingar gegn fullyrðingu. Gunnari virðist mikið i mun að þaö hafi verið framsóknar- þingmennirnir Tómas Árnason og Guðmundur G. Þórarinsson, sem hafi fyrstir lagt til að hann kannaði stjórnarmyndunar- möguleika. Ólafur Ragnarsson spyr Gunnar álits á eftirfarandi ummælum Steingrims Her- Gunnar Thoroddsen mannssonar, formanns Fram- sóknarflokksins, i Timanum 1. febrúar 1980: „Gunnar Thor- oddsen hafði algerlega sjálfur frumkvæði aö þessum viðræð- um.” og bætir við: „Fer annar hvor ykkar með rangt mál?” Gunnar vikur sér undan að svara beint og segir: „Nei, það má orða sömu atburðarás á ýmsa vegu. Gangur málsins var eins og ég hef lýst. Það má segja, að þingmenn Framsókn- arflokksins, sem töluðu við mig, hafi gefið mér ábendingar, og ég hafi siðan tekið málið i minar hendur. Það má kalla það frum- kvæði um framvindu mála.” (bls. 190 - 191). Gunnar endur- tekur siðan á bls. 197, að samtöl framsóknarmannanna viö sig 29. janúar hafi verið kveikjan að stjórnarmy ndunarviðræðunum. önnur atriði orka tvimælis i bókinni, t.d. túlkun Gunnars á afdrifum uppkastsins 1908 og hlut Skúla föðurbróður sins Thoroddsen i þvi að fella það. Virðist Gunnar gleyma þvi, að stjórnmálamenn geta yfirleitt ekki séð fyrir óorðna atburði. Hann fjallar um málið i ljósi sambandslagasamningsins 1918, en ekki ástandsins 1908. Viðvikjandi óeininguna, sem rikti innan Sjálfstæðisflokksins um kjör Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýbveldisins 1944, segir Gunnar, að ýmsir leiðtog- ar Sjálftæðisflokksins, þar á meðal Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson, hafi verið and- snúnir Sveini, m.a. vegna þess, að hann hafði myndað utan- þingsstjórn i desember 1942 i stað þess að fá minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins frá vorinu áður til að sitja áfram. Þótt Gunnar sé andvigur utanþings- stjórnum, telur hann Svein hafa gert rétt 1942. Stjórn Sjálfstæð- isflokksins hefði ekki oröið vært vegna litils fylgis, en aðrir möguleikar á myndun þingræð- isstjórnar hafi verið fullkannað- ir. 1 bók Matthiasar Johannes- sen um Ólaf Thors, sem áður er visað til, er haft eftir Ingólfi Jónssyni, fyrrv. ráðherra, að Ólafur Thors hefði getað mynd- aðstjórn veturinn 1942, „ef' hann hefði fengiðtil þess nokkra daga i viðbót...” (II, 214). Ekki er nánar skýrt hvernig sú stjórn hefði verið saman sett. Um hugsanlega endurvakn- ingu nýsköpunarstjórnar 1946 undir lorsæti Gunnars Thorodd- sen fyrir tilmæli formanns Sjálfstæðisflokksins, Ólafs Thors, segir Gunnar, að þessar tilraunir hafi ekki tekist af þvi að ekki hafi verið málefnalegur grundvöllur fyrir hendi. Af bók Matthiasar Johannessen um Ólaf Thors virðist ágreiningur um menn ekki hafa veriö siður þungur á metunum. Þar kemur fram, að sósialistar gálu aðeins sætt sig við forystu Ólafs Thors og alþýðuflokksmenn hafi hafn- aö Gunnari m.a. af ótta við aö hann væri ekki eins haröur við kommúnista og Ólafur, segjast þeir ekki treysta Gunnari ,,... i þessum stórræðum, þótthann sé efnismaður.” (I, 61). Stjórnarmyndunin 1980 er án efa umdeildasti atburður á stjórnmálaferli Gunnars Thor- oddsen. Spurning vaknar við lestur bókarinnar eins og á meðan atburðirnir voru að ger- ast. Þegar Gunnar kom á þing- flokksfund Sjálfstæðisflokksins 1. febrúar til þess að skýra frá könnuninni, sem farið haföi fram á samstarfsmöguleikum Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins, segist hann hafa tekið fram: „að ekki væri búið að binda neitt ennþá, málið væri enn á umræðustigi.” (bls. 192). Þrátt fyrir þetta virðist ekki hafa verið kannað nánar hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins gæti allur tekið þátt i stjórnar- mynduninni. Af hverju ekki? Að visu kemur fram hjá Gunnari, að þingmenn almennt hafi talið, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið gætu ekki fallist á Geir Hallgrimsson, for- mann Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra. Siðan er talað um, að Geir hafi ekki haft kjark til samstarfs vib Alþýðubanda- lagið vegna andstöðu sumra þingmanna Sjálfstæðisflokksins og persónulegra stuðnings- manna utan þings gegn sliku samstarfi. Er þvi erfitt að átta sig. Vildi Geir ekki Alþýðu- bandalagið eða vildi Alþýðu- bandalagið ekki Geir? Var hér deilt um menn i eins og 1946? Ab 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.