Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 22
22 Miðvikudagur 23. desember 1981 he/garpósturinn Jón Páll Bjarnason djassgitaristi er nú staddur hér á landi. Hann hefur verið búsettur I SviþjóO I rúman áratug, og vist óhætt aO fullyrOa aO á sinum tima hafi hann lagt á flótta, þvi eins og djössurum og djassaOdáendum er ljóst hefur island aldrei veriö taiiO „paradis djassins”. Jón Páll er þó bjartsýnn á aO hér sé blómaskeiö djassins i upp- sigiingu og ætti hann aö vera dómbær um þaö, búinn aö lifa og hrærast i djassi svo aö segja frá fæöingu, 1938. Það á vel við að hitta Jón Pál á Horninu. Nýja kompani- ið á að spila þar i Djúpinu seinna um kvöldið og ljúfsárir tónar saxans fylla loftið.... Jón Páll tekur brosandi á móti mér og ég spyr fyrst um þá gömlu góðu daga. „Góðir voru þeir kannski, en gamlir eru þeir. Hann hlær. „Það leið ekki það djasskvöld án þess að ég spilaði, en þá voru þau með öðru móti en þau eru nú, bæði fátiðari auk þess sem flestir djassarar voru annað hvort leigubil- stjórar eða likkistusmiðir og höfðu aldrei tima til neins. Égfór þó alltaf þegar hringt var imig a.m.k. i 99% tilvika jafnvel þótt ég vissi að það yrði ekkert sérlega skemmtilegt.” — Hvaða áhrif voru þá i djassinum? „Ætli megi ekki segja main-stream. Það var slæmt hve ísland hafði litil samskipti við sjálft höfuðlandið U.S.A. á þeim tima, þ.e.a.s. menningarleg samskipti. Viö höföum jú hermennina hér en þeir voru nú ekki svo menningarleg- ir.” Jón Páll kimir. „A þessum tima var hörmulegt að hlusta á útvarpið. Ekkert nema „What am I living for”. En ég var svo heppinn að vinkona systur minnar sem er nokkrum árum eldri en ég, var systir ólafs Gauks, Dóra heitir hún og þær fengu sendar frá honum plötur og þar kynntist ég svo að segja djassinum fyrst. Nærri þvi i frumbernsku.” Bara kommar sem hlustuðu á djass — Þú hefur svo farið i tónlistarskóla? „Já, já, ég fór i undirbúningsdeild Tónlistarskólans sem var þá til húsa i Þjóöleikhúsinu, uppá háalofti. Dr. Heinz Edelstein var þá kennari þar; merkur maður. Kennsla hans var ómetanleg og grundvöllurinn aðþvi sem ég veit i músik. Siðan lærði ég á selló i Tónlistarskólanum.” — Það hefur náttúrlega ekki verið kennt á gitar þar þá? „Nei, en þegar ég fór að spila á gitar þá sljákkaöi heldur i sellóinu sem er núna algjörlega hljóðlaust. Ég veit ekki hvort dr. Heinz hefði verið hrifinn af þvi, — og efast um það. Það var allt annar mórall i þá daga. Djass var talinn vera fyrir neðan allar hellur. Það voru bara kommúnistar sem hlustuðu á djass.” En svo kom rokkið! „Siðan tók ég að spila i dansböndum, alveg eins og vit- leysingur. A meðan djass var spilaður á böllum var það i lagi, en i kringum ’57 fór eiginlega allt i vitleysu. Þá var rokkið fundið upp, „Rock around the ciock”. Og siðan þá hefur verið ægilegt vesen að halda uppi þessum djass- kvöldum — þangað til i haust vareins og væri búið að snúa öllu við, — jobs all over the place. Ég er ægilega ánægður með þetta. Þaðer einsog landiðsé að risa. Þetta er dálitið merkilegt, þvi þetta er einsdæmihér á landi. Ég hef sterk- an grun um að F.Í.H. skólinn sé ein af orsökunum. Hér áður fyrr höfðu ungu strákarnir engin tækifæri, það var - rætt við Jón Pál Bjarnason djassgítarleikara bara rokk i kringum þá. Það var t.d. gaman að spila i haustmeðungum bassista, Gunnari Hrafnssyni, hann var þrælgóður. Ég var svo ánægður að heyra I svona ungum manni og enn ánægðari var ég að heyra að hann væri að fara til Boston i meira nám. Ég vona að hann birtist ein- hvern daginn.” Eyðimörkin og frumskógurinn — En svo fórstu til Sviþjóðar? „Já, þangað fór ég '69 og spilaði i leikhúsum og i dans- böndum. —Sama leiðindadjobbið og hér heima. Það er nú svo i Sviþjóð að ef þú ert ekki svartur og ameriskur og heitir ekki Charlie Parker, heldur einhver islenskur labbi, færðu náttúrlega enga vinnu. En með þvi að kenna getur maður haft ofan i sig og á. Ef við viljum ekki spila i ein- hverju bandi er þetta leiðin.” — Hvernig kanntu við kennsluna? „Stundum vel og stundum illa. Það fer eftir nemendun- um. Það er voða gaman þegar eitthvað gerist, en jafnleið- inlegt þegar ekkert gerist. Svo þarf maður að gefa eink- unn og þar er bara gefið frá einum upp i fimm, enginn millivegur. Annaö hvort bölvun eða blessun.” — Og hvað ráðleggur þú ungum djössurum? „Vaka, vinna og æfa sig rétt. Það er ekki nóg að æfa sig bara eitthvað út i loftið, einbeitnin verður að vera i lagi. Ef þú ætlar að spila og það er alveg sama á hvaða hljóðfæri, er gott að komast yfir eins margar bækur og skóla og hægt er, og þær bækur er helst að fá i Bandarikjunum. Allt er vaxið þaðan. Rafmagnsgitar er t.d. týpiskt ameriskt fyrirbrigði. Þeir sem hafa ráð á að fara til Los Angeles i Guitar Institut of Tecnologi sem er i Hollywood ættu að gera það. 1 gamla daga var djassinn eins og Góbieyði- mörkin, en þegar þú ert búinn að fá bækurnar i hendurnar og ætlar að pæla i gegn um þær, er það eins og að fara i gegn um frumskóg Mið-Afriku.” Jón Páll hlær og bætir við-. „Þaðer annaðhvorti ökkla eðaeyru. Ég ráölegg fólki að kaupa bækur eftir Raymond Ricker og George Russell og svo eru náttúrlega ótal aðrir. Nú, ekki má heldur gleyma samspilinu, það er mikils virði. Það þýöir ekki að sitja einn út i horni. Þá ergottað æfa sig með taktmæli, og svo er það sjálfsaginn! — Á hvaða linu voruð þið? „Við mörlandarnir erum býsna ólikir; ætli við höfum ekki verið á einhverri main-stream linu.” — Voruð þið kannski með eitthvað frumsamið? „Nei, ég er ekki inniá þessari frumsömdu linu. Mér finnst hún einhvern veginn svo asnaleg. Annað hvort eru menn með frumsamin lög af þvi þeir geta ekki spilað lög eftir aðra, eða af þvi þeir vilja fá peninga fyrir höfunda- réttinn. Ég fila ekki þennan stæl nema að það sé búið að spila öll lög sem samin hafa verið áður. — Hvaðá svo aðíara að gera eftir áramót? „Ég verð að spila með big bandi sem ungur básúnuleik- ari stýrir. Það er kannski ekkert spennandi að vera git- aristi i big bandi, sem gengur mest út á ryþmaspil. En svo er ég aðfara aöspila i kvartett lika með Robert Malberg.” Ef allt swingar — Verðurðu aldrei þreyttur á að spila? „Spila!!! Nei, þvi meira þvi betra. A meðan þú ert að spila og allt swingar þá slappar þú svo mikið af að það jafnast á við átta tima svefn. Allir eru að leita eftir kikki i lifinu. Sumir fá það bara undir einum kringumstæðum. Aðrir undir fleiri. — Sumir fá þaðþegar þeir kýla einhvern á kjaftinn og það dettur úr honum tönn, aðrir viö að spila djass. — Siðasta kikkið er alltaf minnisstæðast þótt það komi stundum alls ekki þótt maður reyni. Ef allt rúllar þá færðu þetta kikk eins og ég geri ráð fyrir aö málarar fái þegar þeir ljúka málverki.” Viðskulum loka fyrir samtal okkar Jóns Páls með þess- um orðum, þótt þaóhafiorðið talsvertlengra. Við Jón Páll fórum siðan niður I Djúpið, þar sem Nýja kompaníið var að spila. Jón Páll var mjög hress með strákana og var strax farinn að spila með. Þegar ég yfirgaf svæðið voru þeir í góðum fíling. Ég reyni að innprenta nemendum minum þetta og sum- ir eru ferlega góðir, spila alveg eins og fantar.” Á festivali i Varsjá „Landi okkar, Pétur östlund, sem hefur meira að segja viðurnefnið „Island”, er að kenna við músikháskólann. Áður hét hann konunglega músikakademían, en þar sem allt verður að vera demókratiskt í Sviþjóð skáru þeir allar kórónur af. Kennslan er hans aðaldjobb, svo spilar hann við og viö. En það er ekkert tilað lifa á. Þetta er litið land þó þaðsé 40sinnum fleiri þaren hér. t New York býr fleira fólk en i allri Sviþjóð, svo við tökum nú eitthvað dæmi af .handahófi. En það er fullt af svona búllum eins og Djúpið, þar sem liðtð spilar bara upp á dyrnar. Þú færð kannski fyrir taxanum með draslið fram og til baka. En svo eru náttúrlega djassfestivöl út um alla Evrópu. Spili maður þarfær maður eitthvað fyrirogþarfjafnvel ekki að borga taxann. Við Pétur, Hjörleifur og Dóri Páls spiluðum á festivali i Varsjá i Póllandi ekki alls fyrir löngu, spiluðum i kvintett „íslands” östlunds. Við höfðum ekkert spilað saman fyrr, en gerðum það af þessu tilefni. Það hringdi einhver i Petur og af þvi hann er kallaður „tsland” lá beint við að spila saman. Það var ægilega gaman>þaö var svo mikið lið þarna. Meðal annarra Arild Andersen frá Noregi, Bo Stig, Carla Bley og Biily Cobham nú og margir fleiri.” Ekki á frumsömdu linunni eftir: Jóhönnu Þórhallsdóttur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.