Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 8
j-helgac— pósturinn— Blað um þjoðmal, listir og menningarmál. Utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. AAagnússon. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grimsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Gunnar Gunnars- son og Þorgrimur Gestsson. Utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreif ingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8 10. Simar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askrifatarverð á mánuöi kr. 30. Lausasöluverö kr. 10.- lól í skugga bombunnar Umræða um frið og afvopnun hefur mjög sett svip sinn á stjórn- mál Vesturlanda á þvi ári sem nú er að iiða. Þjóðarleiðtogar þessa heimshluta hafa skyndilega stað- ið sig að þvi að hafa meiri áhyggj- ur af vaxandi fylgi friðarhreyf- inga I Evrópu heldur en herská- um strfðsæsingamönnum á við- sjárverðum timum. Þetta er óneitaniega þverstæöukennt, þvi að i oröi kveönu telja allir ieiðtog- ar stórþjóða æðsta takmark sitt vera að viðhalda friöi f heiminum. Krafa friöarsinna I Evrópu um einhliða afvopnun eða takmark- anir k jarnorku vopna f þeim heimshluta og sú umræða sem um þessa kröfu hefur orðiö,hefur hins vegar beint einni grundvall- arspurningu tO fólks: Hvort telur það vænlegra til að viöhalda friði i heiminum að stórveldin vfgbúist hvert f kapp við annaö i þeirri trú aðþau getibætt vigstöðu sina fyr- ir hugsanlegar viðræður um al- hliða afvopnun, eöa aö annar aöil- inn stigi fyrsta skrefiö, og afvopn- ist einhliða i þeirri von að and- stæöingurinn fylgi fordæminu fremur en gripi tækifærið og neyti aflsmunar. Sigurður A. Magnússon túlkar sjónarmiö friðarsinnanna þegar hann segir f nýlegri grein I Helg- arpóstinum: A atómöld hljómar það eins og frumstæð töfraþula aö kristnum mönnum beri skylda til að verja með vopnavaldi heimili sin, f jölskyldur og fööurlönd. Héð- anffrá eru valkostirnir einungis tveir: tortíming menningar og mikils meirihluta mannkyns eða hugarfar friðarsinna sem telja flest eða ailt i sölurnar leggjandi fyrir áframhaldandi lif á jörðinni, vegna þess einfaldlega að fái llfiö að þróast i friði muni það brjóta á bak aftur öll kenningakerfi og önnur helsi sem á það kunna að veröa lögð.” Þótt viöræöur um gagnkvæmar vigbúnaðartakmarkanir stór- veldanna séu á dagskrá, er viðbú- ið að þær verði ekki annaö en málþófið eitt. Vel er þess viröi aö menn iliugi á jólunum, sem I hug- um flestra eru hátiö friöarins, hvort besta framlagið til þessa málstaðar sé ekki almennt og öfl- ugt fylgi við kröfuna um kjarn- orkuvopnalaus svæði i Evrópu. Þar er hoggið á málþófið, tekiö af skariö, stigið fyrsta skrefið, — að visu hættulegt skref, en friður verður aldrei að veruleika, ef enginn þorir að taka áhættu. Moldviöri vegna tiirauna sovéskra njósnara til að notfæra sér þessa friðarhreyfingu má ekki veröa til þess aö menn missi sjónar af málstaönum sjálfum. 1 itarlegu viðtali Helgarpósts- ins I dag við Vigdisi Finnboga- dóttur, forseta islands, leggur hún m.a. áherslu á gildi baráttu friðarhreyfinganna og segir: „Þetta er fólk sem á eitt sameig- inlegt markmiö. Það vill ekki gera lönd sin að vigvelli... Ég sætti mig ekki við aö börnin vaxi upp umlukin ótta okkar fullorð- inna viö stríð”. Iiugleiðum þennan jólaboðskap yfir hátiðarnar. Séð og lifaö Þessa dagana ruðja forlögin Ur sér pislarsögum ilange baner.Efskera ætti úr um hvaða kós bók- menntirnar hefðu tekiðupp á siðkastið,þá verður svar- ið afdráttarlaust pislarbók- menntir. Hver höfundurinn á fætur öörum, fremur hver kúnstnerinn á fætur öðrum,sópar frá sér pislar- sögum; fólk sem aldrei náði lengra en verða svona meðalskussar á mæli- kvarða heimsins, heims- mælikvarðanum svokall- aða, slær nú i gegn með lifsreynslubókum. Höfund- ar sem löngum undu við að ófrægja svonefndar lifs- reynslubókmenntir eins og Eros, Amor, Best og vin- jólunum alveg öfugt við ritúalið, sem gerir ráð fyrir pislarsögum undir páska. Alls konar nöfn gefur fólk þessum sögum, nöfn sem eiga að hef ja þær upp fyrir nafngiftirnar i Séð og lif- að, þar sem nöfn á sögum geta hljóðað: Ég var ótrú með bröður eiginmanns mins,égelskaðiekkidóttur mina, ég hataði systur 'tengdamóður minnar og svo frv. Þetta eru auðvitað hroðalegar nafngiftir og fordæmanlegar. Nöfn eins- og undir klakstjömu og lifstjáning gefa strax til kynna, að þar sé enginn lággróður á ferðinni, enda eru þetta ómstriðar bók- menntirsem gera kröfu til Vestf jardapóstur frá Finnbogai Hermannssyni sælast og Séð og lifað, hafa nú einmitt tekið sér þessa bókmenntagrein til fyrir- myndar og tjakkað hana upp á eitthvert æðra plan og telja sig vera að skrifa sig frá einhverju. Og al- menningur borgar þetta fólk út með glöðu geöi, þvi hver porsjón af fráskrift þessara höfunda kostar um þrjúhundruðkall. í^ykirsnjallræðiað gefa vinum sinum pislarsögur á lesandans, enda ekki hver sem er fær um aö takast á við slika lesningu. lnesandinn fyllist sekt- arkennd að þegja yfir öll- um sóðaskapnum hjá sjálf- um sér og frústrasjón yfir að byrgja inni öll pinslin sem hlutaðeigandi höfund- ur lýkur upp fyrir honum, rétt eins og hann væri að steikja poppkorn á pönnu. Þó eru ekki taldir allir til- burðir pfslar- og privatlífs- höfunda að storka blygðun- arkenndinni, sem er svold- Miðvikudagur 23. desember 1981 frjnn ið annað en venjuleg sekt- arkennd eins og kunnugt er. Fólk sem aldrei hefur áttneitt privatlif likamnast meira að segja við lestur þessara verka og tekur i huganum upp siðspillt lif- erni, jafnvel i þeim tilgangi að taka á sig hlutdeild höf- undar i þeim byrðum sem hann hefur borið og létta ögn af honum. J^ess ber þó að geta, aö ekki er stætt á að fordæma gamla menn og farlama sem iðka fráskriftir; þetta er eins konar játning hins kaþolska við prestinn sinn, sú hin siðasta. Hitt er öllu dapurlegra, þegar miðl- ungs höfundar og þaðan af skárri skriða i skjól i stormum sinnar tiðar og leggjast i pislarsögur af sjálfum sér rétteins og Jón þumlungur, sem bjó hér á Eyri við Skutilsf jörðinn. Jón var að visu ekki rithöf- undur að prófessjón, heldur prestur og var bæði hjátrú- arfullur að hætti aldarinnar (f. 1610) og geðveikur ofan i kaupið. Jóni verður hins vegar að virða það til vork- unnar að hafa skrifað písl- arsöguna með því hún er varnarrit hans eftir að hafa brennt mann og annan fyr- irgaldra og án þess honum skánaði geðveikin. Full- friskir höfundar sem fyrir löngu hafa öðlast siðferði- legt fulltingi hjá þjóðinni og þurfa ekki að skrifa afsök- unarbeiðnir fyrir að hafa brennt menn, una nú helst við að skrifa pislarsögur af sjálfum sér og stefnir i' rit- söfn hjá sumum. H ér verður þó að taka fram, að örfá ljóðskáld, einkum gamlir menn, standa igjóstinum og eiga jafnvel heimkynni nálægt sjó, og hafa veður af fulgi og fiski meðan pislarskáld- in orna sér við hrævarelda markaðslögmálanna. Útí vill jól drekka Um það leyti sem þessi hringborðsgrein kemur fyriraugu Iesenda eru þeir vonandi i sælu jólaskapi og ég ætla mér siður en svo að reyna að styggja þá. Ég vil gjarna þeir leggi frá sér blaðið með sæmilegri sál- arró — helst öllu notalegri innisér en þeir voru áður. En hvernig á ég að geta skrifað svoleiðis? Fyrst verð ég að reyna að ýta til hliðar öll- um hugsunum um það sem vi einmitt m eð þessu hugarþeli Einars i Eydöl- um held ég við verðum að taka á móti jólunum og jólaboðskapnum. Ég læt mér i léttu rúmi liggja hvað trúin á „sannleik” jólaguðspjallsins er sterk. En ég er sannfærður um að sá sem ekki getur skapaö vögguna i' hjarta sinu fer gersamlega á mis við öll raunveruleg jól. Og þvi miður er margt gert til að svipta okkur jólunum. Verst er liklega hlut- Hringboröiö skrlfa: Heimir Pálsson — Hra'fn Gunnlaugsson — Jó'n Baldvln Hanni- balsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthíasdóttir — Slgurður A. Magnússon — -ÞráinnJifirteisson áleitnast er; ástandið i Pól- landi undir hrammi rúss- neska bjamarins, ástandið isumum rikjum rómönsku Ameriku undir járnhæl Sáms frænda, ástandið I veröldinni yfirleitt. Ég verð lika að geta losaö mig við ámóta jafnáleitnar hugsanir um jólakauptið- ina, alla þá mammons- dýrkun sem fylgir þessari hátið ljóss og trúar. Ég verö að loka úti minningu þess að hús verslunarinnar i Reykjavik likist óhugnan- lega kirkju þegar ekið er um Miklubraut. Ég verð með öðrum orðum að setja mig ihugblæskáldsins sem kvað fegursta jólasálminn okkar og sagði m.a.: „Þér gerieg eirúm meðgrjótné tré / gjarna læt eg þó hitt i té: / Vil eg mitt hjartað vaggan sé / og vertu nú hér minn kæri./ Með visnasöng eg vögguna þina hræri.” gerving tilverunnar. Mán- uðum saman er hamast á okkur með auglýsingum blaða, sjónvarps og út- varps að ljúga okkur full af þeim fagnaðarboöskap mammonsdýrkenda aö hamingjan veröi keypt fyr- irpeninga. Hugmyndum er lætt inn um aö enginn eign- ist gleðileg jól nema með nýjum græjum, nýjum bil, gottef ekki nýrri konu eða manni. Aö ég nú ekki minn- ist á videótækið. Hvernig eigum við að lifa jólin af án þess? Eina bótin að sjón- varpað verður þótt á fimmtudegi sé. Stundum heyri ég eða sé að einhverjir eru að tala og skrifa um siðgæði i við- skiptum. Þá er farið fjálg- legum orðum um að bann- að sé að skrökva i auglýs- ingum. Þá fæ ég sting i hjartað og hugsa til allra barnanna sem uppgötva á aöfangadagskvöld að sjón- varpsauglýsingin var inn- antóm lygi. Jólagleðin skapast ekki af hlutum, hversu dýrir og stórbrotnir sem þeir eru. Auk þess eru flestir þeirra hreint skitti og notagildi á núlli. Billinn sem lýsti fegurst á auglýs- ingunni er bara blikkdós. Brúðan sem getur talað er fals. Og hún verður ekki minna fals þótt hún syngi á fjórum málum. ^Jg nú er ég farinn að skrifa eins og prestur. þótt þaö væri alls ekki hug- myndin að abbast upp á annarra verksvið. En svona erþað næstum dæmt til aö fara þegar ritstjórinn skipar kennara að skrifa jólahringborö. Þvi ein- hvern veginn slær kenn- arahjartað stundum i hálf- gildings prestatakti. Kannski er það ekki svo slæmt, gerir máski ekkert til. Verst er að hvorugir koma nokkru til leiðar, því raddir mammónsdýrkend- anna eru alltaf háværari. #^nnars held égenginn geti mælt þvi i móti að jólin eru harla hagleg uppfundn- ing — og þá á ég við jólin sem hvildar- og ljóss-hátið einmitt þegar skammdeg- ismyrkrið þjarmar harðast að okkur hér á norður- hjara. Geðheilsa okkar væri að ég hygg i mikilli hættu ef ekki kæmi þetta sérkennilega hlé á hvers- dagsamstri — alveg án til- lits t il þess að sumir virðast taka jólaundirbúninginn m jög nærri sér. Þetta höfðu norrænir menn löngu fund- ið áður en þeir tóku trú á Krist. Þeir áttu sin jól, kannski ekki endilega full af friði í hjartanu og litil- læti i sálinni, en jól þeirra áttu það sammerkt með jólum okkar að vera hvild frá amstri daganna. Sumir nenntu að sönnu ekki að vera- heima á jólum, sbr. skáldiö sem kvað: „Oti vill jól drekka....” um kónginn sinn, sem heldur vildi vera kominn i hernað á skipum en hokra að fjölskyldu sinni. Sjálfsagt þætti það ekki gottnú á dögum — en hvernig er það þó, fara ekki heilu fjölskyldurnar til út- landa um jólin? Gildir máski ennþá að „Úti vill jól drekka....” Hvernig sem þetta er nú allt saman þá var erindi mitt að hringborðinu það eitt eins og sagði i upphafi að óska mönnum friðar- rikra og gleðilegra jóla. Og megi allar helgar vættir gefa okkur frið á komandi ári. HP

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.