Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 16
16 AAiðvikudagur 23. desember 1981 _helgarpásturinrL. Af þýddum barna- og unglingabókum 1 þessum pistli ætla ég að segja frá nokkrum þýddum barna og unglingabókum. Þess er fyrst að geta að á und- anförnum árum hefur eiginlega orðið gjörbreyting á framboði þýddra bóka fyrir börn og ung- linga. Fyrir áratug eða svo var það viðburður ef Ut kom veru- lega góð þýdd bók fyrir þennan aldurshóp. En nú hafa a.m.k. myndskreytt af Ilon Wikland. Ottó Nashyrningur er ærsla- saga af besta tagi. Aðalpersón- urnar eru Viggó og Topper, en hann finnur merkilega krit og teiknar með henni stóran nas- hyrning á vegginn i' ibUð sinni. Nashyrningurinn tekur þá uppá þvi að labba Ut úr veggnum og verður raunverulegur þarna uppi á þriðju hæð. Af þessu Bókmenntir eftir Gunnlauq Astqeirsson og Heimi Pálsson tvö bókaforlög (Iðunn og Mál og menning) lagt sérstaka áherslu á að gefa árlega út nokkrar þýddar bækur i hæsta gæða- flokki fyrir börn og unglinga. Hafaþau,og reyndar fleiri, snú- ið við óheillaþróun og eiga þökk skilið fyrir. Barnabækur Ef við litum fyrst á bækur fyr- ir krakka á aldrinum ca. 10 - 12 ára þá verða þar fyrir fjórar bækur. Eru það Ronja ræn- ingjadóttir og Madditt og Beta báðar eftir Astrid Lindgren (Ut. M& m), Otto Nashyrningureft- ir Ole Lund Kirkegaard og Neyðarkall Lúllaeftir E.W. Hil- dick (Iðunn). Madditter f jörkálfur i stil við Linu Langsokk þó að hún búi ekki yfir neinum yfirnáttúruleg- um eiginleikum. Hún er i kring- um átta ára og Beta er litla systirhennar. Sagan gerist ekki i nútimanum, en þö ekki fyrir mjög löngu siðan. Þær búa i sveitakaupstað við á eina i frjálslegu umhverfi og geta far- ið allra sinna ferða. Margar persónur koma við sögu og njóta frábærir hæfileikar Lindgren ■sin vel við sköpun fjölbreytts persónusafns. Bókin er 257 siður með miðlungs stóru letri. Ronja ræningjadóttir gerist hinsvegar i löngu liðinni fortið i óskilgreindu ævintýralandi þar sem óvættir af ýmsu tagi lifa góðu lifi. Minnir þetta nokkuð á bækurnar Brööir minn Ljóns- hjarta og Elsku Mio minn sem komu út fyrir nokkrum árum. Rcnja er dóttir ræningjafor- ingja en flokkur hans hefst við i skóginum. En þar eru, auk ókindanna, einnig aðrir ræn- ingjaflokkar og þegar Ronja vex Ur grasi kynnist hún syni hins aðalræningjaforingjans, sem er óvinur fóður hennar og versta illmenni. A.m.k. við fyrstu sýn. Lifið er erfitt en æv- intýrarikt og Ronja lendir i tog- streitu milli hins nýja vinar og föður sins. Þýðing Þorleifs Haukssonar er mjög góð. Bókin er 237 siður og skemmtilega spretta margar undarlegar uppákomur sem eru i hæsta máta skemmtilegar. Að minu áliti er þetta besta bókin eftir Ole Lund sem til þessa hefur komið út á islensku. HUn er 111 síður með störu letri. Neyðarkail Lúlla er framhald af Liðinu hans Lúlla. Bókin er mjög fjörleg og spennandi þó að atburðirnir séu i sjáífu sér ekk- ert sérstaklega æsilegir. Keppi- nautarnir i mjóikursölunni hefja skemmdarstarfsemi á dreifingarsvæði LUlla og hann kallar til sérfræðinga á ýmsum sviðum sem áður voru i þjón- ustu hans. Bókin er 138 siður i góðri þýðingu Alfheiðar Kjart- ansdóttur. Unglingasögur Þá erum við komin að ung- lingabókunum. Eru þær sex sem mig langar til að nefna: Einn í striði eftir Evert Hart- mann (Iöunn), Dauöi á Jóns- messunótteftir K.M. Peyton (M & m) Dulmálsbréfið eftir Jan Terlouw (Iðunn) Handan við hraðbrautina eftir Inger Bratt- ström (M & m), A flótta með farandleikurum eftir Geoffrey Trease (M & m), og Klás, Lena, Nina og... eftir Hans Hansen. AlKr eiga þessar bækur sam- eiginlegt að til persónusköpunar er vandað, fjallað er um raun- verulegt fólk en ekki svart-hvita persónugervinga einhverra eig- inleika. Þrjár fyrstu sögurnar eru það sem kalla má spennu- sögur, en spennan er ekki byggð upp áeinföldum brögðum sögu- þráðar heldur rishún upp af að- stæðum sem persónur lenda i og eftirvæntingu lesanda eftir þvi hvernig erfiðar flækjur og meira og minna sálræn eða tii- finningaleg vandamál leysast. Einn i striði segir til dæmis frá Arnold sem er 14 ára þegar sagan hefst. Það er árið 1942 i Hollandi sem er hersetið af Þjóðverjum. Arnold er sonur nasista og hefur fram til þessa fylgt föður sinum að málum i blindni. Hann er eini nasistinn i skólanum og er fyrirlitinnaf öll- Þokkaleg blaðamennska Illugi Jökulsson: Bara Lennon. Vaka. Rvik 1981. Ray Connolly: Samlokurnar John og Yoko. Steinunn Þor- vaidsdóttir þýddi. Fjölva-út- gáfa. Rvík. 1981. Fátt er jafnnöturlegt við frægðina eins og þegar menn fara að leggjast á nái frægra manna til að græða á likinu. Þótt báðar þessar bækur sem hér verða stuttlega gerðar að umtalsefni séu áreiðanlega i bland ritaðar af góðum hug og i hlýlegri minningu um bitilinn John Lennon, slær þó hitt mann miklu meira : Nú er um að gera að nota sérfrægð hinslátna, rétt eins og Steinn kvað forðum um strfðið: „Þar skiptir mestu máli að maður græði á þvi”. 1 sjáifu sér þóttu mér merk tiðindi að efnilegur blaðamaður eins og Illugi Jökulsson skyldi axla slikt verk sem að rita bók um John Lennon. 1 vitund minni nálgaðist það að visu fífl- dirfsku: við erum enn svo óra- langt frá þvi að geta gert upp hug okkar til bitlamenningar- innar, sambands hennar við samtiðina, áttað okkur á hvað voru orsakir, hvað afleiðingar o.s.frv. Vitaskuld á þetta við um alla samtiðarsogu, hún er vand- rituðust af öllu — þar með að visu ekki sagt að hún sé ósönn- ust; það er mörgu logið um for- tiðina. Þegar ég hef nú lesið bók 111- uga finnst mér uggur minn hafa fengið nokkra staðfestingu. Þessi bók segir mér um það bil ekkert um Lennon. Vissulega eru þarna tindar saman helstu staðreyndir um hann — þessar sem má finna i poppblöðum og þviumliku, safna saman úr við- tölum — og siðast en ekki sist þeim afrakstri blaðamennsk- unnar sem birst hefur á Ut- lensku á liðnu ári. En svo var það ekkertmeira. Það hefur t.d. fjarska lftið gildi að telja upp og tiunda á prenti hvaða lög hafi verið á hverri plötu og fella um þau súbjektiva dóma eða gefa upplýsingar af þessu tagi: , „Happiness Is A Warm Gun” varð mjög umdeilt vegna þess að margir töldu að i textanum væri John að segja frá reynslu sinni af heróini. Það er ekki rétt: heitið er tekið uppUr ti'ma- riti byssudýrkenda og það ber að skilja bókstaflega! ” (Bls. 62). Heilaga einfeldni! Hvers- konar sannanir eru nú þetta? Að sjálfsögðu gat heitið haft aðra visun en til þess staðar þar sem John hafði (máski) séð oröin. Mergurinn málsins hlýtur lika um, á enga vini og verður fyrir sifelldri áreitni. Þetta er óvenjulegt sjónarhorn, þvi' flest- arhetjurbókmenntanna úr her- setnu löndunum eru i hópi and- stæðinga Þjóðverja. En Arnold reynir að berjast og honum bæt- ist liðsauki, en þegar liður á striðiö verður ógnarstjórnin meiri og andstæður skarpari. Faðirinn er mjög sti'fur og litur alvarlega á alla undanlátssemi af hálfu Arnolds. En margvis- legir atburðir leiða til þess að smám saman fer Arnold að ef- ast um óskeikulleika föðurins. Á hann í mikilli sálarkreppu vegna þessa og eins vegna stelpu sem hann er hrifinn af. I lokin hjálpar hann andspyrnu- ftianni að strjúka af sjúkrahúsi og yfirgefur fjölskyldu sina þeg- arhún flýrmeð öðrum nasistum undan herjum bandamanna. Flókið dæmi sem engin einföld lausn er til á. 1 Dauða á Jónsmessunótt kemst Jónatan að þvi fyrir til- viljun að leikfimikennarinn sem hann dýrkar hefur orðið manni að bana. Kennarinn kemst að vitneskju Jónatans og ætlar að fyrirfara honum. Af þessu verður mjög spennandi atburðarás þar sem tilfinninga- togstreita og meinleg örlög blandast saman. I Dulmálsbréfinu komast krakkarnir Eva og systkinin Bina og Tómas á snoðir um myrkraverk sem faðir Evu virðist bendlaður við. Hér er sama uppiá teningnum; spenn- andi atburðarás, en raunveru- legt fólk sem lendir i óvæntum og erfiðum aðstæðum. Tvær siöasttöldu bækurnar eru af öðru tagi. Þær eru skandinaviskar nú- timasögur. { Handan viö hraðbrautina kemst millistéttardrengurinn Jónas fyrir tilviljun i samband við veruleika sem hann vissi ekki að væri til. t háhýsahverf- inu handan við hraðbrautina búa innflytjendur viða að og einnig fátæklingar af ýmsu tagi, drykkjusjúklingar og dópistar. Þetta erveröld sem ekki er við- urkennd I velferðarrikinu Svi- þjóð og það verður þessum vel uppalda millistéttardreng áfall að sjá inn i þennan heim. Klás, Lena, Nina og... er framhald af Sjáðu sæta naflann minn og Vertu góður við mig. Hér eruþað unglingarnir sjálfir sem eru aðalviðfangsefnið. Einkum erf jallað um tilfinning- ar þeirra sem eru hvarflandi og vaknandi. Þau eiga erfitt með að skynja sjálf sig og finna hver þau raunverulega eru. Þessi bók er eins og hinar tilgerðar- laus og raunsæ. Hér er verið að fjalla um eðlileg vandamál venjulegra unglinga á hispurs- lausan hátt. G.Ast. að vera að þannig skildu margir þennan texta — og höfðu reynd- ar góðar ástæður til þar sem vit- að var um eiturlyfjaneyslu höf- undarins (jafnvel þótt það kunni að vera rétt að hann hafi aldrei gengið lengra en að „sniffa heróin” og það löngu siðar). Þannig háttar til á heimili minu að þar eru nú tvær kyn- slóðir sem telja sig hafa nokkuð um Lennon að segja. Og þeim ber býsna vel saman um bæði ritin: þetta er þokkaleg blaða- mennska, hin erlenda bók öllu gagnrýnni (og að þvi leyti betri), en hvorug segir okkur nokkuð af þvi sem við vikium gjarna fá aðstoð við að skilja: hvernig er samhengið i tilver- unni, hvað var það sem höfðaði svona snögglega til manns i bitlatónlistinni — og reyndar allri hegðun þeirra, meira að segja svo að vel upp aldir ung- lingar frá góðborgaralegum heimilum á tslandilétu sér vaxa hár niður á herðar, skiptu um klæðnað, fóru allt i einu að leita að sjálfum sér á alveg nýjan hátt? Þetta eru spumingarnar sem brenna á mér og sérfræð- ingi minum i popptónlist. Við biðum svara við þeim. HP Islensk barnabókasyrpa Magnes frá Kleifum: Kátt er i Krummavik (137. bls) Iðunn 1981. t fyrra kom út bókin Krakk- arnir i Krummavik og er þessi bók framhald af henni, fjallar um sömu persónur á sama stað. Aðalpersónan i þessari bók er þó Danni, móðurbróðir krakk- anna, ca. 10 ára, sem fréttir af þvi að komin er út bók um krakkana og vill endilega kom- ast lika i bók og skrifar systur sinni og vill koma til hennar. Danni býr i Reykjavik og veit næsta litið um sveitina og sveitastörfin. Hann fer siðan til Krummavikur og er þekkingar- leysi hans notað skemmtilega i bókinnitil þess að skýra Utýmis orð og hugtök sem tengjast sveitinni og störfunum þar. Bókin er fjörlega skrifuð og gerist margt skemmtilegt ekki siður en i Krökkunum i Krummavik. Bókin skiptist i marga stutta kafla, sem eru þó i fullu samhengi, letur er fremur stórt og hentar hún þvi vel byrj- endum i' lestri. Bókin er mjög skemmtilega myndskreyttafSigrúnu Eldjárn og bæta myndirnar söguna verulega. Þórir S. Guðbergsson Kátir krakkar (97 bls.) Salt 1981 Persónur i þessari sögu eru systkinin Arni 10 ára, Óli 7 ára og Inga tæplega fjögurra ára. Þau eignast kettling og gengur sagan Ut á samskipti þeirra við hann. Þau eru að sjálfsögðu mjög hrifin af kisu og er mikið stand i kringum hana. En kisa týnist og finnst siðan aftur en er þáorðin brey tt og varla hUsum hæf, svo hún verður að fara til feðra sinna. Þetta er nú kannski fremur rýr uppistaða i heila sögu en mættí þó duga ef vel er á haldið. En höfundi tekst i besta falli að bUa tíl þætti af samskiptum krakka og kisu en úr þvi verður ekki heilsteypt saga. Persónu- sköpunin er fremur fáfengileg. Stillinn á sögunni er bóklegur og jaðrar stundum við tilgerð. Besti hlut- inn i sögunni er undir lokin þegar kisa deyr, en það verður samt ekki sérlega áhrifamikið. Sagan er gefin útaf forlaginu Salt sem er kristilegt forlag og án þess að ég sé neitt sérstak- lega á móti kristilegum boð- skap, þá held ég að honum mætti koma beturfyriri sögu en að láta börnin aðeins biðja kvöldbænir. Indriði Úlfsson: Geiri glerhaus. <174 bls.) Skjaldborg 1981. Geiri sem kallaður er gler- haus I skólanum, er 10 ára.að verða 11. Hann býr i borg (eða stórum Bæ) Pabbi hans er stór- kaupmaður og býr fjölskyldan i stóru og finu einbýlishúsi. Hann á tvö systkini Möggu sem er 12 ára og Kristleif sem er að verða stúdent. Þeim gengur báðum mjög vel i' skólanum en það er eitthvað annað með Geira. Hann er varla læs og annaðeftir þvi. Þetta er hin mesta ættar- skömm þvi I þessari fjölskyldu eiga allir að verða stúdentar. Það sem fer inn um annað eyrað á Geira rennur út um hitt og það sem fer inn i gegnum augun rennur út um bæði eyrun.Það er sama hvað er gert, Geira gengur ekkert i skólanum. Hann eignast kaninu og eftir það festir hann ekki hugann við annað. Foreldrarnir mega ekkert vera að þvi' að hugsa um Geira og hann á fáttsameiginlegt með systkinum sinum, hann er einn og einangraður. Foreldrarnir fara til útlanda og Geiri fer i ÓSV/KNIR KINKS The Kinks — Give The People What They Want Það er nú ekki mikið eftír af þeim hljómsveitum sem komu fram á sjónarsviðiðá bitlaárun- um svokölluðu. Hvað þá að þær fáu sem eftir eru séu þess verð- ar að hlustað sé á þær. A þessu eru þó að minnsta kosti tvær heiðarlegar undantekningar, en það eru hljómsveitirnar RolÚng Stones og The Kinks. vegar og það sem meira er, hann endurtekur sig sára sjáldan. Mörg laga hans standa sem helstu gullkom rokksins, lög eins og You Really Got Me, Sunny Afternoon, Waterloo Sunset.Dead End Street, Days, Lola, Celluloid Heroes ofl. A undanförnum árum hafa vinsældirnar dvinað heima fyrir, en i Bandarikjunum er wm ILj| 'M. Popp eftir Gunnlaug Sigfússon Stones hefur tekist að halda sér á toppnum nær allan þennan tima, bæði hvað varðar gæði tónlistarinnar og vinsældimar, þviliklega hafaþeir aldreiverið vinsælli ai einmitt þessa dag- ana. Hvað Kinks varðar þá var blómaskeið hljómsveitarinnar, hvað vinsældir snertír, árin 1964-1967 og svo 1970, þegar Lola sló i gegn. En þetta segir nú ekki einu sinni hálfa söguna, þvi hljómsveitin hefur stöðugt gefið útplötur.sem allar eru góðar og margar hverjar meðal helstu meistaraverka rokktónlistar- innar. Það ersnillingurinn Raymond Douglas Davies, sem er, og hef- ur verið, maðurinn á bak við Kinks. Og i hugum margra er Kinks Ray Davies. Hann hefur samið flest lög hljómsveitarinn- ar og leitt áheyrendur sina i þeim inn i ævintýraheim, sem er með öllu óþekktur hjá öðrum rokkhljómsveitum. Ray Davies virðist engin takmörk þekkja þar sem textasmið er annars annað uppi á teningnum, þvi sennilega hefur Kinks aldrei verið vinsælli þar en einmitt nú siðustu árin. Nú er yrkisefnið lika töluvert breytt. 1 stað þess að semja parodiur um Bretann, stétta- skiptinguna, tedrykkju, sumar- leyfi i' Blackpool, fótboltann á laugardögum, eltíngaleikinn við tiskuklæðnaðinn, snobbið, gamlar gufulestir, herinn, núsikbransann, alkóhól, búðar- þjófa, Mushwell Hill o.fl. otl. sem umfram allt er fyrst og fremst breskt, þá fjallar Ray Davies nú um gamlar Holly- wood — stjó'rnur, uppgjafa rokkara, menn sem vilja likjast Superman, Captain America, orkukreppu og oliuleysi, kókai'n, plötusnúða, morðingja, amfeta- min, Juke Box og fleira, þar sem yrkisefnið er yfirleitt mun alþjóðlegra, en mikið af þvi tengist þó Bandarikjunum. Hvað sem yrkisefnið er, þá tekst Ray Davies alltaf að gefa þvi lif og fylla það gáska, sem þó er ekki græskulaus.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.