Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 11
11 ■yAAiðvikudagur .23. desember 1981 LEIÐARVÍSIR HÁTÍÐANNA HSíÓÍn ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góö ★ þolanleg 0 léleg Austurbæjarbíó ★★★★ Otlaginn. isiensk. Argerö 1981. Kvikmyndataka: Sigurð- ur Sverrir Pálsson. Hljóðupp- taka: Oddur Gústafsson, Leik- endur: Arnar Jónsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Þráinn Karlsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Benedikt Sigurðsson, Bjarni Steingrimsson. Handrit og leikstjórn: Agúst Guð- mundsson. Gtlaginn er mynd sem býr yfir frumkrafti. Sumum finnst hún kannski of hæg, öðrum of hröð. En hún iðar i huganum og syngur i eyrum löngu eftir að hún er horfin af tjaldinu. A- horfandinn stendur sig að þvi að endursýna hana á augna- lokunum i videói minnisins æ ofan i æ. — AÞ Háskólabió og Borgar- bíó á Akureyri: Jón Oddur og Jón Bjarni. ts- lensk. Argerð 1981. Kvik- myndataka: Baldur Hrafnkell Jónsson. Aðalhlutverk: Páll og Wilhelm Jósefs Sævarssyn- ir, Gisli Halldórsson, Egill Ól- afsson, Steinunn Jóhannes- dóttir, Herdis Þorvaldsdóttir. Handrit eftir sögum Guðrúnar Helgadóttur, og leikstjórn: Þráinn Bertelsson. Varla þarf að kynna sögu- hetjurnar tvær i þessari mynd, þá Jón Odd og Jón Bjarna, fyrir íslendingum. Þeir uppátækjasömu tviburar eru kunningjar annars hvers manns i landinu eða svo. Við skulum þvi bara gefa Þráni Bertelssyni leikstjóra orðið. Hann lýsti myndinni á þessa leið i siðasta Helgarpósti: „Já, þetta er fjölskyldumynd. Hún er fyrir börn og fullorðna, fjallar um atburði daglegs lifs, atburði sem flestir kannast við úr eigin lifi. Það eru ævintýri sem virðast i sjálfu sér litil, en eru i raun þau ævintýri sem flestir upplifa sem stór. Það gerist ótal margt i myndinni. Eg vona'að mönnum finnist myndinfjölbreytileg og lifandi og gamansöm . En eins og allt sem er verulega skemmtilegt þá er alvörunni blandað þar saman við.” Laugarásbió: Flótti til sigurs. (Escape To Victory) Brcsk-bandarisk. Argerð 1981. Handrit: Evan Jones, Yabo Yablonsky. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Michael Caine, Peié. Leikstjóri: John Huston. Svarthöföi (David Prowse) hefur hér komið Loga geimgengli (Mark Hamill) i hann krappan i æsilegu einvigi þeirra með geisla- sverðum. EINU SINNI VAR. Nýja bió: Stjörnustríð II (The Empire Strikes Back) Bandarisk. Argerð 1980. Hand- rit: Leigh Brackett, Lawrence Kasdan. Leikstjóri: Irvin Ker- shner. Aðalhlutverk: Mark Hamili, Harrison Ford, Carric Fisher.Billy DeeWiIliams, Alec Guinness. ★ ★ Jæja þá er komið annað hefti hasarblaðs George Lucas um Stjörnustrið. Reyndar er The Empire Strikes Baek ekki annað hefti heldur það fimmta i rööinni i heildarverki þvi sem Lucas hefur búið til i kollinum á sér og kallað Star Wars. St jörnustriö er nefnilega sam- tals i niu köflum, þótt enn sem komið er hafi abeins tveir séð dagsins ljós, — númer fjögur og fimm. Þegar Lucas réöst i gerð þessa viðamikla geimævintýris byrjaði hann inni i þvi miðju. Hann segist hafa valið þann kaflann sem hann var ánægð- astur með til að brjóta isinn. 1 heildarverkinu heitir sá kafli „Stjörnustrið: IV. kafli — Ný von” og verða framtiðareintök mm Stjörnustriða látin bera þennan titil. V. kaflinn sem nú veröur jólamynd Nýja biós fékk enn meiri aösókn en sá IV. og virðist bókstaflega gulltryggt að kaflar I, II, III,VI,VII,VIIIogIXsjái dagsins ljós með reglulegu millibili á næstu arum — höfundum til mikillar hagsældar og aðdáendum til gleði. Skýringin á þessum miklu vinsældum ligguriaugum uppi. Hérerhið sfgilda þema um átök góðsogills sett fram itæknilega fullkomnu formi hasarblaðs- fantasiu og höfðareins og ævin- týri yf irleitt til barnsins i okkur öllum.Enginn skyldi fara að sjá Stjörnustrið og skilja bamið i sér eftir heima. Þá mun honum leiöast ógurlega og ekkert annað sjá en innantómar tækni- brellur og blóðlausar dúkkulisur i stað persóna. Satt að segja, verð ég fyrir mina parta að viðurkenna dálitinn skort á slikri bernsku. Ég hafði mjög gaman af þvi að gleyma stað og stund i faömi þessarar miklu fagmennsku þegar fyrsta ævin- týrið, Stjörnustrið barst til okkar fyrir nokkrum árum. En þrátt fyrir þaðað þessi nýi kafli sé ekki siður gerður og jafnvel betri þá er þetta ákaflega auö- gleymanleg kvikmyndagerð og eitthvert náttdruleysi i allri hugsun hennar. Hún gengur fyrir útspekúleraðri atvinnu- mennsku en sanna tilfinningu skortir. Eftir'vissan ferskleika Stjörnustriöa, einfaldiega af þvi þá var þetta nýtt, fer manni að leiðast I annarri umferð. Viss tæknileg uppáfinningasemi vinnur ekki I minum huga upp efnislega fátækt og endurtekn- ingu. En sjálfsagt er ég i miklum minnihluta með þessar skoö- anir. Og það vinna allir,verk sitt vel i The Empire Strikes Back. Leikstjóm Irvin Kershners er alveg jafn traust og Lucas sjálfs; handrit Lawrence Kas- dans (sem siðar skrifaði næsta hasarblað Lucas Raiders of the Lost Ark) er hraðfleygt og skapar ljósa punktinn i sögu þessa kafla, hinn dvergvaxna vitring Yoda', tónlist John Willi- ams er tignarleg sem fyrr; tæknimenn eru snillingar og leikararnir álika slappir og per- sónurnar gefa tilefni til. Og sagan, alveg rétt já, ég var bú- inn að gleyma þvi að innanum allar brellurnar er vist einhver votturaf sögu, ja, sem sagt Logi geimgengill, Hans óli, Lilja prinsessa og nýir félagar þeirra i baráttunni við Keisaradæmið með Svarthöfða sjálfan i broddi fylkingar, öh, þau sem sagt, halda barasta áfram að berjast viö Keisaradæmið með Svart- höfða i broddi fylkingar, (ætt- erni Svarthöföa tekur hér óvænta stefnu) og halda þvi áfram, og áfram, ogáfram og... — AÞ Ef þjóðir gætu gert upp sin mál á knattspyrnuvellinum væri gaman að lifa. Þvi miður er nú ekki svo vel. En jóla- mynd Laugarásbiós fjallar um örlitlar tilraunir i þá átt i siðustu heimsstyrjöld. Myndin segir frá knattspyrnuleik miklum sem háður var i Paris i áróðursskyni milli liðs frá Þjóðverjum og sameiginlegs liðs frá „hinum”. Inní leikinn blandast að sjálfsögðu flótta- tilraunir, þvi allir leikmenn- irnir eru að sjálfsögðu fangar Þjóöverjanna. Þetta þykir óvenjuleg mynd frá hendi Hustons, en fótbolt- inn sem tekur drjúgan tlma þykir listavel leikinn. Ýmsar þekktar knattspyrnustjörnur leika i myndinni, bæði i „sjálfri” myndinni, og knatt- spyrnuleiknum mikla. Þekkt- astur þeirra er sjálfur Pelé, en einnig má nefna Osvaldo Ardiles, John Wark og Bobby Moore. Þeir þykja reyndar leika knattspyrnuna betur — öfugt við þá Stallone og Caine. Semsagt: hasar og fót- boltahasar. 6^. Regnboginn: örtröð á hringveginum (Honky Tonky Freeway) Bandarisk. Argerð 1981. Ilandrit: Edward Clinton. Að- alhlutverk: Beau Bridges, William Devane, Geraldine Page, Beverly D’Angelo. Leikstjóri: John Schlesinger. Þessi mynd fjallar um til- raunir smábæjarfélags I Bandarikjunum i þá átt aö fá yfirvöld til að leggja afleggj- ara frá hraðbrautinni miklu til bæjar þeirra. Afleggjarinn mun nefnilega skipta sköpum um afkomu ibúanna, vegna allra túristanna sem kæmu. Þessa tiltölulega einföldu sögu notar handritshöfundur- inn Clinton og leikstjórinn Schlesinger til að gera heil- mikla satiru. Allskonar fólk er dregið til þátttöku i baráttu bæjarbúa; nunnur, afbrota- menn, hommar, sjúklegur barnabókahöfundur og fleiri og fleiri, þannig að úr veröur — eða á að verða þverskurður af amerisku þjóðlifi. Þetta er aö sögn ansi hressileg mynd, þar sem sum atriðin eru mjög góö, en önnur etv. slakari. Blóðhefnd (BloodFcud) ttölsk.Argerð 1980. Leikendur: Sofia Loren.Marcello Mastroi- anni, Giancarlo Giannini. Leikstjóri: Lina Wertmulier- Myndin gerist á Sikiley i kringum 1920 og segir frá konu sem missir mann sinn vegna þess að hann tók þátt i verka- lýðsbaráttu. Hún fer og hefnir hans. Inn I myndina blandast m.a. uppgangur fasismans. Spennandi og sterk mynd eins og Linu er von og visa. Dante og skartgripirnir. Sænsk. Argerð 1978. Þetta ku vera barnamynd frá Sviþjóð, og Dante þessi i titlinum er ekki hinn eini og sanni Dante, heldur ungur drengur sem lendir i ævintýr- um tengdum þjófnaði á skart- gripum. Olfaldasveitin. Bandarisk. Argerð 1979. Leik- stjóri: Joe Camp. Þessa mynd tekur Regnbog- inn upp á ný um jólin, en hún var einmitt ein af jólamynd- um hússins i fyrra. Joe Camp er höfundur myndanna um hundinn Benji, sem er i uppá- haldi hjá yngri kynslóðinni, og Olfaldasveitin gerði þokka- lega lukku hjá þeirri sömu kynslóð I fyrra. (Endursýnd). Stjörnubíó: Góðir dagar gleymast ei (Seems Like Old Times) Bandarisk. Argerð 1980. Handrit: Neil Simon. Aðal- hlutverk: Goldie Hawn, Chevy Chase, Charles Grodin. Leik- stjóri: Jay Sandrich. Þeim Goldie Hawn og Chevy Chase þótti takast ágætlega upp I samleik i grinmyndinni Foul Play sem Háskólabió sýndi fyrr á árinu. Hér eru þau sameinuð á ný, og einnig i grinmynd auðvitaö. Handritið er eftir Neil Simon, einn þekktastan allra handritahöf- unda i Hollywood (Goodby Girl, California Suite, The Odd Couple, The Sunshine Boys) og tónlistin eftir Marvin Hamlisch. Aðmyndinni stend- ur þvi virt og rikt gengi úr kvikmyndaborginni. Söguþráöurinn er mjög i anda Simons — ungur maður lendir nauðugur i þvi að ræna banka, en sleppur og felur sig i bilskúrnum hjá fyrrverandi eiginkonu sinni sem hann er ennþá ástfanginn af. Sú er lög- fræðingur, og það er hinn nýji eiginmaöur hennar sömuleiö- is. Eftir mikið havari og hamagang kemur auðvitað upp sú staða að piltur er dreg- inn fyrir rétt — verjandinn er fyrrum eiginkona og sækjand- inn eiginmaður hennar. Tónabíó: Hvell-Geiri (Flash Gordon) Bresk. Argerð 1980. Leik- stjóri: Michaei Hodges. Aöal- hlutverk: Sam Jones, Melody Anderson, Ornella Muti, Max von Sydow, Topol, Peter Wyn- gard. Flash Gordon er fjarskyldur ættingi Súpermanns — mikil hetja sem lendir i ótrúlega ó- trúlegum æ vintýrum , og ferð- ast um i tima og rúmi, og jafn- vel þar Utúr, án þess að nokk- uð fái honum grandaö. Hvell- Geiri er þekkt teiknimyndafi- gúra (i Timanum hér á landi) sem nútimatækni i kvikmynd- um veitir aðgang aö hvita tjaldinu á sannverðugan hátt (sannverðugan?). Hinn þekkti leikstjóri Nicholas Roeg byrj- aði á myndinni, en dró sig útúr framleiöslunni á upphafsstigi og inn kom i staðinn Michael Hodges. Honum þykir hafa tekist allvel upp með þessa ævintýra- og skemmtimynd. Ú tilif Feröafélag islands: Sunnudagur 27. desember: Gönguferð i Vifilsstaðahliö. Létt ganga til þess að gefa matnum meira svigrúm um áramótin. Kl. 13. 31. des-2. jan: Aramótaferö i Þórsmörk. Þriggja daga ferð og veröur lagt af staö kl. 07 þann 31. Aö vanda veröur mikið stuð I Mörkinni, gönguferðir ef veöur leyfir, brenna og kvöldvökur. Þessar feröir hafa verið farnar siðan 1972 og njóta mikilla vin- sælda. Yfirleitt eru þaö um 100 manns sem yfirgefa þéttbýlið til aö fagna nýju ári i rósemd fjall- anna og er það mikiö sama fólkiö, sem hefur fariö ár eftir ár. Til- vonandi feröalangar eru beönir um aö hafa með sér hlý föt og mat auk alls þess, sem góðir útiveru- menn hafa alltaf meö sér. Útivist: Sunnudagur 27. desember: Kl. 13 veröur fariö i létta og hressandi gönguferö um Alftanes. Fariö frá BSl að vestanveröu. 1.-3. janúar 1982: Kl. 13 verður fariö I nýársferö i Þórsmörk, þar sem gist veröur I nýjum skála Útivistar I Básum. Fariö veröur i göngur, kveiktur bálköstur, dansaður álfadans og haldnar kvöldvökur. Þeir sem eiga skrautbúninga ættu að taka þá með fyrir álfadansinn. Góöa skemmtun. L eikhús Þjóðleikhúsíö: l.augardagur 26. des. — annar i jóium: Hús skáldsins. Frumsýning á verki Halldórs Laxness i leikgerð Sveins Einarssonar, i tilefni af áttræöisafmæli skáldsins á vori komanda. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson, en aðalhlutverk fara Hjalti Rögnvaldsson, Briet Héö- insdóttir, Lilja Guörún Þorvalds- dóttir og Gunnar Eyjólfsson með. Hús skáldsins er aö sjálfsögöu ein sagan úr sagnabálkinum um Ólaf Kárason Ljósviking. Sunnudagur 27. des.: Hús skáldsins — önnur sýning. Þriöjudagur 29. des.: Hús skáldsins — þriðja sýning. Astarsaga aldarinnar (Litla sviðinu) kl. 20.30. Miðvikudagur 30. des.: Hús skáldsins — fjórða sýning. Gosi. Frumsýning á barnaleik- ritinu eftir sögunni frægu af tré- stráknum Gosa. Sýningin hefst klukkan 15.00. Astarsaga aldarinnar (Litla sviðinu) kl. 20.30. Alþýðuleikhúsið: Mánudagur 28. des.: Þjóðhátið. Frumsýning á nýju islensku leikriti eftir Guömund Steinsson. Leikstjóri er Krist- björg Kjeld. Hlutverkin fimm i leiknum skipa: Edda Hólm, Karl Guðmundsson, Edda Björgvins- dóttir, Viðar Eggertsson og Karl Agúst Úlfsson. Miðvikudagur 30. des.: Þjóðhátið— önnur sýning.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.