Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 9
9 holgarpn^+' innn Miðvikudagur 23. desember 1981 VETTVANGUR í síðasta Helgarpósti birtist all- sérkennileg ritsmið komin sunn- an frá Þýskalandi undir yfir- skriftinni Haustið er rautt og rit- domarinn. Tilefni hennar er rit- dómur eftir undirritaðan um ný- útkomna bók Kristjáns Jóhanns Jdnssonar, Haustið er rautt. Er markmið höfundanna, Ingunnar Asdfsardóttur og Astráðs Ey- steinssonar, að halda uppi vörn- um fyrir skáldverk Kristjáns Jóhanns, en þó einkum og sér i lagi að sannfæra lesendur Helgarpóstsins um illt innræti mitt og vangetu til að skrifa um bókmenntir. Ber ritsmibin (81 merki þess að höfunduQum hafi verið heitt i hamsi við samninguna: mér eru þarvalinhinhörðustu orð og skrif min talin skorta allt sem prýða beri ábyrga gagnrýni. öllu verra er þó að á bak við það safn aðdróttana sem I.A. og A.E. hafa dregið saman, skuli hvorki vera að finna trausta röksemdafærslu né skynsamlegar hugmyndir um bókmenntagagnrýni. Þvert á móti fer ekkert á milli mála að þarna er talað úr akademiskum filabeinsturni og að höfundar hafalitinn skilningá hlutverki rit- dómarans. A köflum reyna þau þó að vera málefnaleg og er þvi ástæða til að láta orðsendingu þeirra ekki með öllu ósvarað. Höfuðkenning I.A. og A.E. er að mér hafi við lestur Haustið er rauttséstyfirþann mun sem sé á afstöðu höfundar verksins i heild og afstöðu þess sem talar I lesendabréfum þeim sem er flétt- að inn á milli frásagnarkaflanna. Lesendabréfin séu m.ö.oalls dcki „bókmenntafræðilegar orð- sendingar höfundar til lesanda”, eins og ég orðaði það í grein minni, heldur „hluti af sögusköp- un höf,”, eins og I.Á. og Á.E. komast að orði. Megi jafnvel greina ákveðna iróniu af höf- undarins hálfu gagnvart þeim fullyrðingum sem settar eru fram i lesendabréfunum. Nú kunna þessar getgátur ekki að hljóma ósennilega, a.m.k. ekki i eyrum þeirra sem hafa ekkilesið bókina, og skyldi maður þó ætla að þeim I.A. og Á.E. væri i lófa lagið að sýna fram á réttmæti þeirra með dæmum úr verkinu sjálfu. Þeim ætti i' öllu falli að vera umhugað að sannfæra menn um túlkun sina, þar sem þau reisa allar árásir sinar á gagnrýni mína á henni. En þvi'miður, það láta þau gersamlega undir höfuð leggjast. Allt sem þau gera er að slá um sig með alkunnum fræðisetningum um hugsanlegan mun á afstöðu rithöfundar, þ.e.þess sem skapar skáldverkið i heild, og sögu- manns, sem segi lesanda frá i 1. persónu. Þá tekstþeim að koma s framfæri þvi sem þau hafa lært um tilraunir 20. aldar höfunda með frásagnartima, þó i þvi til- viki láti þau ekki heldur svo litið að skýra fullyrðingar sinar nánar með dæmum úr verkinu. Slikt hefði að sönnu kostað þau meiri vinnu en að ausa einn tiltekinn gagnrýnanda svivirðingum, en þá væntanlega hrakið þá skoðun sem fram kom i umræddum ritdómi, þ.e. að i lesendabréfunum væri höfundurinn sjálfur og engin sérstök sögupersóna hans að ávarpa lesandann og skýra fyrir honum inntak og form verksins. Auðvitað er alls ekki óhugsandi að svo eigi að vera og að eitthvað slikt kunni að hafa vakað fyrir höfundi, enþá verða aðriren ég — og þau Ingunn Asdisardóttir og Astráður Eysteinsson — að færa fram rök fyrir því. Og skal ég þá verða' fyrstur manna til að fagna þvi, takist einhverium að ljúka með þeim hætti upp leyndum viddum á verki Kristjáns Jóhanns, viddum sem ég og að þvi er mér sýndist fleiri lesendur hafa ekki getað fundið. En þá er enn ótalinn versti ágallinn á málflutningi I.A. og A.E. Það er nefnilega ekki nóg með að þau hirði ekki um að sanna með dæmum að þau list- brögð, sem mér á að hafa sést yfir i Haustið er rautt, sé þar raun- verulega að finna. Þau gera ekki heldur minnstu tilraun til að skýra hvað höfundurinn geti verið að fara með formtilraunum sin- um, hver sé meginhugsun og markmið bókar hans. Uin þá hlið málsins segja þau aðeins að ef- laust vilji höfundur „gefa lesend- um sinum mynd af þjóðfélags- veruleika” og þar við láta þau sitja. Eftir þessu að dæma — og þá skal vissulega i nafni sann- girninnarhaft i huga að grein I .A. ogA.E. ersamin af kappi en ekki forsjá — eru þau svo ákafir formalistar að þau telja inntak verks, viðhorf þess og kenndir, nánast aukaatriði samanborið við tækni þess. Nú er undirritaður aö visu sjálfur þeirrar skoðunar að mikilvægi formsins sé oftlega allt of lítill gaumur gefinn I umf jöllun um bókmenntir, en minna má nd þó kannski gagn gera en hunsa algerlega það hlutverk sem form- inu og hinum ytri skáldskapar- brögðum er ætlað að gegna. I þá gryfju falla þau I.A. og A.E. þvi miður i grein sinni og dugir kannski ekkert minna en háskóla- nám i nútima bókmenntavisind- um til að fólk leyfisér að horfa af slíkri stefnufestu hjá tjáningu skáldverksins. 1 ritgerð A.I. og A.E. er alið á gamalkunnri goðsögn um stöðu gagnrýnandans i hinni bók- menntalegu samfélagsstofnun, eins og fræðimenn kalla það vist, og skyldurhans gagnvart höfundi og lesendum. Þessi goðsögn er eitthvað á þá leið að gagnrýnand- inn sé svo áhrifamikill að hann geti unnið bókmenntaþróuninni stórkostiegt tjón, dirfist hann að láta i ljósi neikvæðar skoðanir á því sem hann þarf að f jalla um . í Kölnarpistli I.A. og A.E. er þess- ari goðsögn haldið á lofti af hástemmdri vandlætingarsemi 0g ég útmálaður sem semviskulaus aðurrifsmaöur, sjálfsagt gerður út af illgjarnri og skammsýnni ritstjórn i þeim tilgangi einum að vinna gegn heilbrigðri nýsköpun i islenskum bókmerntum. Nú er þetta ekki í fyrsta og tæplega i siðasta sinn heldur sem reynt er að sverta gagnrýnanda i augum almennings með retoriskum brellum af ómerkilegasta tagi. Er þvi ekki úr vegi að hyggja aðeins nánar að þvi sem hér býr að baki. Kjarninn i lýsingu bókmennta- fræðinganna á stöðu gagnrýn- anda gagnvarthöfundi er einfald- lega þessi: höfundurinn er veikur og varnarlaus, gagnrýnandinn voldugur og ábyrgðarlaus. Til að geta haidið slikri fásinnu fram i alvöru er þó nauðsynlegt að dylja menn því hversu óhemju áhrifa- mikill miðill bókin, skáldverkið, getur veriðrekki sist sem tæki til að læða alls kyns skoðunum að lesendum og þó auðvitað einkum þeim sem eru ungir og óharðnaðir. Raunar hafa marxiskir bókmenntafræðingar verið allra manna iðnastir við að leita uppi dulbúnar hugmyndir i skáldskap og þá vitaskuld einkum þær sem virðast af borgaralegum rótum runnar. Nú er það alls ekki skoðun min að listgagnrýnandi eigi að vera einhver siðferðis- vörður,en þó er auðvitað óhjá- kvæmilegt að hann leggi sitt mat á lifsviðhorf og siðaboðskap verka, nákvæmlega eins og allir aðrirlesendur, jafnframt þvi sem hann reynir að glöggva sig á formlist þess. Eiga lesendur þá ekki heimtingu á öðru en gagn- rýnandinn sé reiðubúinn að skýra hreinskilnislega frá siðrænum forsendum sinum — sem er auð- vitað miklu meira en Þýska- landsfararnir gera i sinum pistli. Sjálfum er mér ekkert laun- ungarmál að ég tel þann höfund sem viðurkennir ekki aðra lausn á vandamálum samfélagsins en blóðuga þjóðfélagsbyltingu álika vel á vegi staddan og þann sem reynir að telja okkur trú um að mannlifið ioWcar sjúka samfélagi sé harla gott og þar á þurfi engar breytingar að gera. Báðir þessir höfundar — sem eru siður en svo óalgeng fyrirbæri — einfalda veruleikann og heilaþvo lesendur, kannski af því að þeir lifa hvor með sinum hætti í fortíðinni og brestur djörfung til að horfast i augu við þann vanda sem blasir við okkur nú á augnablikinu sem er að liða. Báðir eru þessir höf- undar allsendis ófærir um að skapa bókmenntirsem gætu orðið okkur að liði i þeirri lifebaráttu sem við verðum að heyja, hvert og eitt okkar. Þeir eru sjálfir villtir f holtaþoku vanahugsunar- innar og þvi tæplega i aöstöðu til að leiða aðra út úr henni. Hafi einn gagnrýnandi þau gifurlegu áhrif sem I.A. og A.E. vilja vera láta — sem mér þykir sannast sagna afar ólfklegt — ber honum vitaskuld að beita þeim gegn bókmenntum af þessu tagi. Það er einnig augljós siðferðis- skylda hans að benda á allt sem hann finnur gott i skáldverkinu, allt sem gæti nýst höfundinum til að verða betri höfundur og þá skyldu uppfyllti ég eftir bestu getu í umræddum ritdómi. Engu að siður var heildarniðurstaða min neikvæð og sé ég litla ástæðu til að rökstyðja hana beturen þar vargert.Annarritddmari fann verki Kristjáns Jóhanns nýlega til foráttu að höfundur hennar hefði tamið sér einhvers konar mannkynsfjandsamlega afstöðu og þó það megi e.t.v. til sanns vegar færa má ekki heldur gleyma þvi að mörg skáldverk sem flestir munu telja óum- deilanlega list eru siður en svo borin uppi af ást á mannskepn- unni. Höfundar slikra verka kunna hins vegar alla jafna ein- hvern stflgaldur sem megnar að gæða verkþeirra töfrum og mjög oft eru þeir einnig stórkostlegir húmoristar. Nú sannfærir minn ágæti kollega Gunnlaugur Astgeirsson okkur um að höf- undur Haustið er rautt hafi mik- inn húmor — sem ég minntist raunar litillega á idómi minum — og að ég og aðrir gagnrýnendur skiljum ekki bókina sökum þess að við þekkjum hann ekki per- sónulega. Sé þessu svona raun- verulega farið — þ.e. að menn geti ekki notið verksins nema þekkja höfund sjálfan og það m.a.s. allnáið — gefur auga leið að hvorki Kristján sjálfur né Bókaútgáfa Máls og Menningar hefðu átt að gefa það út opinber- lega, heldur heréi væntanlega verið nóg að fjölfalda það og dreifa meðal vina og aðdáenda höfundarins. Þráttfyrir itrekaðar tilraunir tU að lesa f verk Kristjáns samkvæmt siðustu ábendingum fæ ég ekki séð að hnifurinn gangi á milli þess sem segirfrá atburöum sögunnar — ef hægt er að nota orðið atburður í þessu sambandi — og þess sem talar ílesendabréfunum, ekki sist þar sem talið berst að pólitiskum og hugmyndafræðilegum efnum. Með þessu er ég alls ekki aö lýsa mig mótfallinn því að höfundar taki hreinskilnislega pólitiska af- stöðu i skáldskap sinum, siður en svo, mér leiðist bara ævinlega jafn mikið þegar höfundar draga hlut sumra persóna á kostnað annarra undir yfirskini hlutlægs raunsæis eins og mér virðist Kristján Jóhann gera um of i verki sinu. Þannig beitir hann þvi gamalkunna bragði að gera þær persónur, sem standa gegn stéttabaráttustússi aðalpersón- anna, annað hvort ómarktækar eða hlægilegar og í sögulok verður sagan svo að róttækum dýrlingabókmenntum þegar vél- skóflur valdhafanna ryðjast fram gegn foreldrunum sem hafa safn- ast saman til að koma i veg fyrir niðurrif barnaheimilisins en það á eflaust að vera tákn fyrir blóði drifna kúgun islenskrar yfirstétt- ar á alþýðunni. Ugglaust telja margir þennan boðskap höfundar bæði brýnan og timabæran og njóta þá væntanlega til fullnustu þeirra skáidlegu tilþrifa sem þeir finna I verki hans, eins og Gunn- laugur vinur minn hefur greini- lega gert. Mér veitti það ekki sömu ánægju hvort sem það staf- ar af gamaldags hugmyndum minum um bókmenntir eða ekki. Það skal svo tekið fram að ég ætla ekki að standa í frekara orðaskaki út af Haustið er rautt. Ég vona innilega að Kristján Jó- hann Jónsson eigi eftir að skrifa betri skáldverk en þá hlýtur still hans að verða auðugri og skilningur hans á þvi mannlifi sem hann hyggst lýsa dýpri og næmari á hin fínlegri litbrigði þess en nú er. Og hvaða mat sem menn kunna að leggja á verk Kristjánser vi'stsýnt að það getur orðið tilefni hressilegra skoðana- skipta. Hitt er svo öllu leiðara ef slikar umræður geta ekki farið fram án þess að reynt sé aö brennimerkja andstæðinginn. VETTVANGi Ingunn Asdísardóttir og Ástráður Eysteinsson: Haustið er rautt og ritdómarinn Þegar dregur nær jólum tekur hin árlega bókaskriða að setja mark sitt á islenska fjölmiðla, jafnt i formi auglýsinga, fréttatil- kynninga og ritdóma. Ahugafólki erloidis berast þessi bókatiöindi með dagblöðunum. 1 Helgarpóst- inum 6. nóv. birtist ritdómur sem vakti löngun undirritaðra til að komastyfir skáldsögu þá sem um var rætt: Haustiö er rautt eftir Kristján Jóhann Jónss-Ritdómar inn er Jón Viöar Jónssuii, leik- listargagnrýnandi. Löngun þessi spratt siðuren svo af meðmælum dómarans, heldur var tilkomin vegna þeirrar sérkennilegu um- fjöllunar sem þar er viðhöfð. Sjaldan hefur islensk blaðagagn- rýni risiö hátt, en hér virðist okkur keyra um þverbak og lág- kúran ein riöa húsum. Þetta fengum viö staöfest viö lestur bókarinnar og nánari skoðun gagnrýninnar. Litum á vinnubrögö ,,gagn- rýnandans ’. Frá upphafi til enda greinar sinnar fjallar hann i hæönistón um höfundinn sem ein- strengingslegan hugmyndafræðing,. lausan undan oki „borgaralegrar innrætingar”, er ákaft reyni að troða boöskap sinum upp á „fáfróöan lesanda”. Er skemmst frá þvi að segja að i lesenda- bréfum sögunnar sér JVJ fyrir- varalaust persónu Kristjáns Jóhanns þ.e.hann álitur þann sem i bréfunum talar vera hreina málpípu höfundarins. Þó það sé ekki ómögulegt, er mikiö glappa- skot að ganga að þvi sem gefnu, og oft viröist slikt fjarri lagi i bók Kristjáns. JVJ hefur nú bæst i þann fjölskrúðuga hóp gagnrýn- enda sém fallið hafa i þá gryf ju aö slengja rithöfundi, söguhöfundi og sögumanni saman i eitt (honum virðist ekki hafa flogiö i hug aö höfundur gæti hafa skapaö 1. persónu sögumann i höfundar- liki I umræddum lesendabréfum sem ef til villstendur i vissri fjar- lægö frá höfundi sjálfum). Þ.a.l. fer sú irónia sem oft á tiðum býr i oröum sögumanns algjörlega fram h já JVJ og hann skilur ekki hlutverk þeirrar ögrunar sem felst i stóryrðum lesendabréf- anna. — En ekki er nóg með aö dómarinn hafi gleypt textann ótugginn.heldur hafa sumir bitar fariðöfugt ofani hann. M.a. hefur hann eftir höfundi að hinn siöar- nefndi sé „kommi” sem i vali persóna megi ekki gera sér mannamun. Hvaö segir textinn i raun?: ,,Málið horfir til vandræða þvi enn biður fullt af fólki við dyrnar og heimtar aö komast inn á þeim forsendum að þaö sé hreint dcki ómerkilegra en annaö fólk. Þaö gengur jafnvel svo langt aö segja viö höfundinn: — Ert þd ekki kommi? — Eru ekki allir jafnir þar sem þú ræöur einhverju? Hvaö getur maöur gert i svona tilfellum ? Ég get ekkert annaö en opnaö dyr sögunnar upp á gátt og sagt: Gjöriö svo vel, gjöriö svo vel, allir eru velkomnir.” (Haustiö er rautt, bls 20: allar aörar tilvitnanir eru úr ritdómi JVJ). Einungis meö mjög „góöum” vilja má túlka þetta þannig að höfundur sé hér aö lýsa sig góöan og gildan komma. — Pólitidc lesendaitroðsla þessarar bókar veröur liklega ekki ýkja um- fangsmikil sé hún sett við hliöina á beinum mórölskum þjóöfélags- boöskap a.m.k tveggja þeirra höfunda sem JVJ telur fram öðrum til fyrirmyndar. Notkun tilvitnana JVJ veröur aö teljast m jög ámælisverö. Þær eru eingöngu teknar úr lesenda- bréfunum, rifnar úr samhengi og pólitik þó hann sé reyndar heldur róttækari en ég Þaráofan erum viö skólabræöur og kollegar i starfi. Og þaö má mikiö vera ef viö erum ekki einnig skoöana- bræður i viöhorfi tillista og bók- mennta. Af öliu þessu er augljóst að þaö er meiriháttar skandall aö ég skrifi ekki ritdóm um bókina. Hina löghelguðu hefö hefur ekki minni maöur en hiö ágæta skáld Jón úr Vör staðfest meö eftir- minnilegum hætti i svari viö þekkja til dæmis ekki kimnigáfu okkar Kristjáns, sem er alveg sér á parti, og skilja þarafleiöandi ekki lesendabréfin, sem þau gera aö aöalatriöi i sinni umfjöllun, en þau eru tóml háöog spé um rithöf unda, gagnrýnendur og háttvirta lesendur, Svo eru þau lika svo gamaldags að vera aö heimta söguþráö sem gengur alveg upp, en þannig er ekki lifið,- lifiö gengur dcki upp. Lifiö er eins og hver önnur umferöamiöstöð þar áð þ , , „ am í fe'mnfæra lcsar hafi '"na'.lfsh6l a? ^iarinn trænf Prö^ hann mmr'SS vi6 efki hann "Kl.verki heild <(% um sIa 'ver6a j1?." iárlegt t,lbrHkaid- XÞykit ^1111 6 þau cr“‘.f.en ckkl• orö- fndHeldur fram Þalst ny. «ra Ui ab 'cr?„luin i f tirr' höt' Hinutnnar_ er skmnar víröi^t' lö"g <aalíf_ ^enn- nn- Þl bdk- mcnnV litt r m .1 ( verðugri endursköpun ei hluta raunveruleikans. 1 raunveruleika átti aö sjá! ekki aö sjá nein ytri un söguhöfundar og öll ytri i áttu að samsvara daglegri unarreynslu manna. Verk áns er i flestu tilliti viöi slikri viöleitni. Ýkjur hans tilfærslur atburöa og i semdimar sem beint er anda (þær takmarkast el lesendabréfin) sýna þetta þessi atriði veröa þess vi aö viöbrögö lesanda er brugöin þeim sem nat verk leiða af sér. Eflau Kristján Jóhann gefa les sinum mynd af þjóöfélaj leika, en þaö vilja nú ein flestir listamenn hver hátt, og aldrei getur það sem skilgreining á natúr. Þá tilheyrðu flest verk r iskri listastefnu. Þessi ritdómur JVJ s> varlegan skort á þeim eij um sem prýða þurf a gagnrýni: þekkingu, sannj virðingu fyrir umfjdlunar ÞaÖ er óverjandi aö ausiö höfund og verk hans slikur glósum og sleggjudómum niður i verkiö af handa) fleygt fram órökstuddui yröingum um einhverja þess. Veröur ekki séöhvai verki slik meðferð skáld\ aö gegna, og einkennilega þær hugmyndir aö vera sc ur gagnrýnandigerirsér u sitt. Þá er þó skárra aö upp söguþráöinn á heföt islenskan máta, en hvoi feröin nálgast raunverulej menntaumf jöllun. Þaö er ofl dapurlegt til vita hversu mikil áhr: blaöagagnrýni hefur á markaðinn, og ritdómar sá sem hér hefur verið f ja geta verið beinlinis sk; Ahrifagildi ritdóma nv ' almennu lesenda eru 1 hvaö mest þegar um fyrs ungs höfundar er aö ræöa þörf á nærgætinni, sanngji marktækri umfjöllun g: enda, og þá, sem og reync beraö foröast samviskula urrif. Slikt drepur niöurár Reiðilestur frá Köln Hver er maðurinn? 0 15 visu verður að hafa hugfast, að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðubandalagið eru sterkari i stjórnarsamstarfi við brot þing- flokks Sjálfstæðisflokksins en flokkinn i heild. óviða i bók ólafs Ragnars- sonar er óljóst skýrt frá málum. Þó má nefna dæmi um slikt. Talað er oftar en einu sinni um kjördæmabreytinguna 1942 án þess að skýrt sé nánar i hverju hún var íólgin. Lesandi verður að leita skýringa annars staðar. Nefnd eru ummæli ritstjóra Dagblaðsins um Bjarna Bene- diktsson, en hvorki er sagt hve- nær þessi ummæli birtust i Dag- blaðinuné hver þau voru og sit- ur lesandi logandi af forvitni. Allur frágangur bókarinnar er snyrtilegur og myndir marg- ar og áhugaverðar. Eitt atriði verður þó að nefna, sem lýtir annars fallega bók, en það eru leiðréttingar eða breytingar á texta, sem gerðar eru með öðru letri en upphaflega. Við bókarlok veldur það ekki aðeins vonbrigðum hve litiö hef- ur verið sýnt bak við tjöldin, heldur brennur stór spurning á vörum. Hver er Gunnar Thor- oddsen? Hver er persóna þessa manns, sem gegnt hefur flestum æðstu embættum þjóðarinnar i tæplega hálfa öld? Hann var yngstur þingmanna en er nú þeirra elstur og hefur kórónað feril sinn með óvæntri stjórnar- myndun. Hann er vel að sér um islensk fræði og semur sönglög i tómstundum. Hvert er stolt hans og efasemdir, á hann sér engin áhyggjuefni, hverjar eru tilfinningar hans og hver er trú hans? Við hefðum kosið að eiga kyrrláta stund með Gunnari á óskastað hans á Þingvöllum og fá að kynnast nánar manninum undir hefluðu yfirborði stjórn- málamannsins. 1 skiptum fyrir slika stund hefði mátt stytta kaflana um stjórnarmyndunina 1980 og flokksræðið. SJ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.