Helgarpósturinn - 29.01.1982, Page 3

Helgarpósturinn - 29.01.1982, Page 3
halrjarpnczfl irinn FBstudagur 29. janúar 1982 ALBERT GUÐMUNDSSON UMBOÐSMENN OKKAR VITA ALLT UM STÆKKUNARTILBOÐIÐ SEM GILDIR ALLT ÁRIÐ’82 SPURÐUÞÁBARA! HflNS PETERSEN HF TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTA KODAK 3 „Bestu ár ævi minnar voru tvi- mælalaust árin sem ég var at- vinnuknattspyrnumaöur erlend- is”, sagöi Albert Guömundsson i viðtali við Helgarpóstinn, ,,ég sinnti reyndar ekki einvörðungu knattspyrnunni á þeim tima. Ég var lika i viðskiptum þá og i öðr- um iþróttagreinum”. Albert kom heim til tslands árið 1956 og hóf þegar mikil afskipti af félagsmálum auk þess að gerast umsvifamikill á sviði verslunar. ,,Ég lék fyrst svolitið með Val og landsliðinu, en siðan tók ég við knattspyrnumálunum i Hafnar- firði. Knattspyrnan þar hafði ver- ið i mikilli lægð, en mér tókst að byggja þar upp starf, sem hefur veriö nokkuð blómlegt siðan. Ég var þrjú ár með Hafnfirðingun- um”. Fjölmennur stuðningsmannahópur Albert er einn þeirra manna, sem jafnan verða að vera i sviðs- ljósi — eða lenda þar fyrir ein- hverjar sakir — dugnað, frekju, vinnusemi. Einhvern tima var eftir honum haft um sjálfan sig, að á meðan hann var liðsmaður i frægum knattspyrnuliðum, þá hafi hann aldrei verið fyrirliði, en alltaf stjarna liðsins. An efa er það rétt. Og hvort sem Albert hef- ur meövitað byggt upp vinsældir sinarog áhrif eða ekki, þá er vist, að störf hans i félagasamtökum hafa myndað óvenjuöflugan stuðningsmannahóp, sem fáir eða engir aðrir islenskir stjórnmála- menn geta skirskotað til. Albert kvaðst sjálfur enda reikna með að störf hans á vettvangi íþróttanna hefðu hjálpað sér mikið. „Það var mikið skrifað um mig i blöðin á meðan ég var i knatt- spyrnunni úti. Þau skrif hafa sjálfsagt hjálpað. Nú, ég hef starfað hér sem sendisveinn, verkamaður, unnið innan iþrótta- hreyfingarinnar, verið i viðskipt- um, þannig að það er stór hópur manna sem er i snertingu við mig. Ég á marga vini og kunn- ingja á mörgum sviðum þjóðlifs- ins.” Albert fæddist ekki með silfur- skeið i munninum. Hann ólst upp hjá efnalítilli konu og hans skóla- ganga hófst eiginlega ekki fyrr en hann var kominn út til Skotlands, en þar gekk hann á verslunar- skóla. Frá þeim tima hefur póli- tiskur vilji hans sjálfsagt verið ráðinn, þó svo hann hafi ekki dreymt um pólitiskan frama. Við spurðum hann hvernig á þvi hafi staðið að hann fór i framboð til borgarstjórnarkosninga. „Það voru vinir minir sem lögðu að mér, þeir Sigfús i Heklu ogSilli (Sigurliði Þorkelsson). Ég hafði reyndar verið i og starfað i Sjálfstæðisflokknum. Jóhann Hafstein var framboði minu lika samþykkur, þegar ég bar það undir hann, þ.e. þegar ég fór i prófkjör vegna Alþingiskosninga. Það var 1970 — menn báðu mig um að takast á við þetta”. mynd: Jim Smart ÞREKMIKILLOG VINNUSAMUR Það verður vist ekki annað sagt en að hæfileikar og dugnaður knattspyrnumannsins hafi nýst vel, þvi að eftir að þingferill Al- berts hófst, hafa verkefni hans verið legio. Hann stundar enn kaupsýslu, situr bæði i borgar- stjórn og á Alþingi, sinnir sam- göngumálum, bankamálum og félagsmálum og maður skyldi ætla að hagsmunir gætu nú rekist á — eða að stundaskrá hvers dags gangi ekki alltaf upp. „Nei”, sagði Albert, „það rekst ekkert á. Ég hef langan vinnudag. Þarf litinn svefn, sef ekki nema þrjá til fjóra tima, bý sjálfsagt að iþróttaþjálfuninni frá þvi i gamla daga. Og ég er þannig gerður, að ég þarf að hafa mikið að gera. Það eru helgarnar og fridagarnir sem eru einna erfiðastir fyrir mig”. Það er sjálfsagt ekki vanþörf á að hafa líkamsburði, ef á að sinna öllum þeim félagsstörfum sem Albert tekur að sér — glaður, að þvi er virðist. Hann er ekki bara i nefndum og ráðum fyrir flokk sinn og kjósendur, þvi hann starf- ar einnig i öðrum félögum, svo sem Frimúrarahreyfingunni, var einn af stofnendum Lions-hreyf- ingarinnar á tslandi á sinum r to co tima.tekurþáttistarfi SAA, situr i stjórn Verslunarráðs og var reyndar áður varaformaður þess. Vik af fundií Hafnarstjórn ef Hafskip ber á góma Við spurðum Albert hvort hann ætti ekki stööugt yfir höfði sér að vera sakaður um að misnota að- stöðu sina, t.d. sem stjórnarfor- maður Hafskipa, sitja i Hafnar- stjórn og vera jafnframt formaö- ur bankaráðs Útvegsbankans, en það er einmitt við Otvegsbankann sem Hafskip skipta. „Nei, ég hef aldrei verið sakaö- ur um að misnota mina aðstöðu. Það gildir enda sú regla, að komi einhver slik mál I Hafnarstjórn þar sem ég kem við sögu (Haf- skip), þá vik ég af fundi. En það er aðeins regla, sett til öryggis, slik mál hafa ekki komið upp”. Albert var aöeins litill hluthafi i Hafskip h.f. og hafði aldrei komið þar nálægt neinu fyrr en hann var beinlinis þrábeðinn að taka að sér stjórnarformennsku, þegar fyrir- tækið stóð höllum fæti. Almælt er innan fyrirtækisins, að hann hafi með krafti sinum drifið fyrirtækið upp með samvinnu sinni við for- stjórana. Sama saga gildir hvað Útvegsbankann snertir, þvi aö þar var hann engum málum kunnugur i byrjun. Bankinn stóð þá mjög illa, var nánast á hausn- um og áhrifamenn tengdir bank- anum vildu krækja i „krafta- verkamanninn” Albert, þvi þeir töldu að hann gæti með frekju sinni, harðfylgi og pólitiskri að- stöðu komið málum bankans i skaplegra horf. Það kom enda i ljós, að Albert gat sett rikis- stjórninni tiltekin skilyrði áður en hann tók við bankaráðsfor- mennskunni, þ.e. að rikið létti undir með bankanum. Veran i borgarstjórn gerði Al- bert auðvelt fyrir að komast i Hafnarstjórn, en liklegt verður að telja að hann hafi haft áhuga á hafnarmálum vegna tengslanna við Tollvörugeymsluna. Albert er einn stofnenda Tollvörugeymsl- unnar og nú stjórnarformaöur þar, en Tollvörugeymslan er I eigu um 500 innflytjenda, einka- fyrirtæki, sem þó starfar i náinni samvinnu viö Tollgæslu rikisins. Umboösmaður fyrir frönsk vín — starfar innan SAA Albert segir sjálfur, aö hann eigi vini og kunningja viða i þjóð- lifinu. Það vakti þó athygli, þegar i ljós kom að þessi málsvari at- vinnurekendavalsins i landinu var góður vinur Guðmundar J. Guðmundssonar, þingmanns Al- þýðubandalagsins og varafor- manns Dagsbrúnar. Likast til hafa þeir félagarnir „fellt hugi saman” á löngum fundum i Hafn- arstjórn, en þar á G.J.G. einmitt sæti fyrir sinn flokk. Og svo hafa þeir sameinast á þriðja vettvang- inum, þ.e. innan Samtaka áhuga- manna um áfengisvandamáliö. Og enn virðist Albert kominn i hring — mennhenda gaman að og segja að þessi vininnflytjandi sé að gefa fyrir sálu sinni með þvi að starfa að áfengisvarnarmálum. „Það flytur enginn umboðs- maður inn áfengi hér á landi”, sagði Albert, er við bárum þessi mál undir hann, „það er ATVR sem flytur inn. Þau vinumboð sem ég hef — og sonur minn sér um — þau hef ég fengiö vegna vináttutengsla við fólk i Frakk- landi. Vin er landbúnaðarafurð og umboðsmaður fyrir frönsk vin hefur svipað starf og t.d. sá sem flytur islenskar landbúnaðarvör- ur inn i önnur lönd. Starf vinum- boðsaðilans er ekki frábrugðið öðrum umboðsstörfum að öðru leyti en þvi, að sá sem hefur vin- umboð flytur ekki inn — hann gætir aðeins hagsmuna hins er- lenda fyrirtækis hér á landi. Ég sjálfur gæti ekki náð einni flösku af lagernum hjá ATVR. Eiginlega g> "N Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur skattframtala 1982 er Síðasti skiladagur fyrir einstaklinga með sjálfstæðan atvinnureksturer lö.mars. L Ríkisskattstjóri

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.