Helgarpósturinn - 26.02.1982, Síða 4

Helgarpósturinn - 26.02.1982, Síða 4
Föstudagur 26. febrúar 1982tlQlcjdrpOStUrÍnn 4 f NAFN: Ólafur Laufdal. STAÐA: Veitingamaöur. FÆDDUR: 10-8- 1944. HEIMILI: Vesturberg 82. BIFREIÐ: Pontiac 79. FJÖLSKYLDUHAGIR: Giftur Kristinu Ketilsdóttur, 3 börn. ÁHUGAMÁL: Skemmtanaheimurinn. Héti staðurinn íslensku nafni hefði hann ekki vakið nærri eins mikla athygli Broadway, hinn nýi skeramtistaður i mjóddinni i Breiðholti, heíur verið nánast sttíðugt I (réttum frá þvl hann var opnaður fyrir nokkrura mánuðum. Óhætt er að segja að fólk sé ekki á eitt sátt um ágæti, ekki bara nafnsins, heldur skemmtistaðarins iheiid, og hefur umræða um hann farið fram á siðum blaö- anna jafnt sem I heimahúsum. Sumir finna staðnum ailt tii foráttu; nafnið sé Ijétt, þetta sé okurbúlia, drykkjubæli og þar að auki grunsamlegt hvernig staðurinn var fjármagnaður. Aðrir telja Broadway það besta sem gerst heíur I islensku skemmtanaiffi um áraraðir, og vist er að ekki hefur fólkið vantað þar um helgar. ólafur Laufdal, hinn umdeildi eigandi Broadway, er f yfirheyrslu Helgarpóstsins I dag. — Hvernig fjármagnar ungur fjölsky Idumaöur eins og þú byggingu sem kostar yfir 10 milljónir? „HUsið hefur nú ekki verið op- ið nema i um tvo og hálfan mán- uð þánnig að endanlegur kostn- aður við það liggur ekki fyrir. Aætlaður kostnaður við húsið var rúmar átta milljónir og ég er ekki búinn aö sjá neitt sem breytir þvi. Húsið er byggt á aðeins fimm mánuöum, og það gerir það aö verkum að ég er ekki farinn aö borga nema litinn hluta af hús- inu þegar ég er búinn aö opna það. Galdurinn felst i hraðan- um. Ég hef i'gegnum Hollywood áttviðskiptivið iðnaöarmenn og ýmis fyrirtæki sem ég hef láns- traust hjá, þannig að ég fer ekki að borga reikningana að veru- legu marki fyrr en ég er farinn að fá tekjur af þessu húsi. Ég get sagt þér sem dæmi aö ef ég hefði dregið, segjum i tvo mán- uði, að opna húsiö, þá heföi ég sjálfsagt þurft að selja það. Þetta byggist alltá hraðanum”. — Hvað kemur inn hérna á einni viku? „baö eru um 700 þúsund nUna á mesta annatima ársinsl’ — Hvað reiknarðu með að vera lengi að borga þetta hús upp, eins og þaö Ieggur sig? „Það get ég edcki sagt. Ég get ekki reiknaö það nákvæmlega vegna þess að ég veit ekki hvaö ég kem til með að hafa mikiö að gera. Þaðer reiknað með svona fimm árum i að która okkur framUr þessu.” — Nú hafa ýmsir efasemdir um að þú standir einn og óstuddur á bak við þetta. „Ég stend einn og óstuddur á bak við þetta ásamt eiginkonu minni, föður og tengdaforeldr- um. Við erum hluthafarnir og búið. Allt annaö er bara tómt rugl. Þetta liggur ljóst fyrir á hluthafaskrá. Aðrir veröa held- ur ekkihluthafar nema ég veröi tilneyddur til aö selja hlut i byggingu vegna fjármagns- skorts. Og það sé ég ekki framá, vegna þess að þetta hefur gengiö mjög vel. Allt tal um að aðrir standi á bak við þetta er ekkert annað en gamla islenska öfundsýkin og illgirni.” — Hvernig fara ungir menn að þvi að fá milljónalán I btínkum i dag? „Viðskiptabanki minn,BUnað- arbankinn, veitti mér fyrir- greiðslu sem er alls ekki óvenjuleg, og ég vil segja minni en ég átti aö fá, ef eitthvað er miðað við þau viðskipti sem ég hef haft þar. Viðskipti Holly- wood og bankans hafa gengið mjög vel, innkoman er mikil, og stöðugt inniegg.sjö daga 1 viku. Það er þvi ekkert óeðlilegt við þaö þó bankinn veiti mér fyrir- greiðslu, ef hann vill vera minn viöskiptabankii nýrri byggingu, svo framarlega sem veð og slikt er á hreinu, sem það er. Fólk viröist hreinlega ekki þola að ungir menn vinni og leggi á sig erfiði til að eignast hluti eins og þennan. Alltaf er spurt: hver stendur á bak viö hann? Hvar fær hann pening- ana? Ef þetta væri aöili eins og Sambandiö eða eitthvað svo- leiðis, þá væri þetta meira en sjálfsagt, og engra spurninga spurt”. Nafnið á staðnum, Broadway, fer í taugarnar á mtírgum. Hvernig varð það til? „A svona stað þarf að finna nafn sem vekur athygli. Ég er aö reka hér bisniss, sem á að vera áberandi. Hér koma um 200 til 300 þúsund útlendingar á ári. Ef þeir spyrja hvaö sé um aö vera á kvöldin og þaö er þulin upp fyrir þá runa af islenskum nöfnum, þá ná þeir þvl ekki. Um leið og Broadway er nefnt er 99 prósent öruggt að þeir athuga máliö nánar. Þetta er staður i Broadway anda, hér er dansað, hér eru sýningar, leiksýningar, tónleikar, kabarettar og fleira. Þetta er lítið Broadway hér i Reykjavik. Alþjóðlegt nafn hef- ur lfka mikið að segja erlendis, þegar hingað þarf aö fá erlenda skemmtikrafta. En ég er viss um að ef staðurinn hefði heitið islensku nafni hefði hann ekki vakið nærri þvi eins mikla at- hygli. Þá hefði einfaldtega veriö minna að gera. Eitt langar mig til að benda á. Umræðan um þennan stað hefúr verið mikiö i fjölmiðlum. Bæði eru það blaðamenn sem skrifa óvandaöar æsifréttir án þess að leita heimilda, og einnig eru gestir stööugt aö hóta manni með blöðunum. Það virðist vera nóg að ef einhver missir hæl undan skó hérna fyrir utan, eða eitthvað álika, — ef ég er ekki um leið búinn að lofa að bæta tjónið þá er þvi hótað að málið verði i Dagblaðinu daginn ef tir. Allir virðast geta komist i blöð- in.” — Ertu ánægður með þennan staö að tíllu leyti. Finnst þér ekki sjálfum of mikið fylleri hérna inni? „Þaö er staöreynd að eldra fólk drekkur langtum meira en það yngra. Það hefur meiri fjár- ráö og getur veittsér meira. Fer lika sjaldnar út að skemmta sér. Helst vildi ég aö fólk mundi kaupa sig hér inn á talsvert háu verði, þvi þá þyrfti ekki að halda vini aö fólki. En þaö er nú einu sinni þannig hér á landi að hér hefur fólk áratugum saman fengið gefnar skemmtanir. Að fólk skuli ekki þurfa aö borga nema 20 krónur til að sjá i Broadway „show” sem veruleg vinna erlögð i, það erfáránlegt. Þetta er hvergi svona i heimin- um nema hér. Bara á Spáni, því annars ódýra landi, þarftu að borga 150 krónur í inngang á skemmtistað. — En hvað með matinn og þjónustuna hérna á Broadway; hefurðu á tilfinningunni að þetta sé allt fyrsta flokks? „Já, hikstalaust. Á Útsýnar- kvöld selst til dæmis upp á tveimur timum, og það er sama fólkið sem kemur aftur og aftur. Og langfiestir hrósa matnum. Þetta getur þvi ekki verið mjög slæmt”. — A ég að trúa þvi að þú fáir engar kvartanir? „Jú, ég fæ kvartanir. En það er mjög li'tið. Það eru kannski einn eða tveir menn yfir kvöld- ið. Enda mætti heita undarlegt ef 500 manns væru allir jafn ánægðir. Almennt hefur fólk veriö ánægt.” — Varla með verðið á gosinu. Af hverju selurðu Utinn skammt af gosi á tuttugu krónur? „Verðið á gosinu er dulbúinn aðgangseyrir. Það er ekkert annað. Ef þessi álagning væri ekki á gosi þá mundu flest veit- ingahúsin toka, þvi álagningin I víninu nægir ekki til að reka þau.” — Selurðu vatnið? „Nei, þaö hefur aldrei veriö gert. Ensvoég haldi áfram með hitt. Mér finnst þaö fáránlegt að borga bara 20 krónur hér inn. Mér finnst það alls ekki sjálf- sagt að hlutir kosti það sama hér,á virkilega finum skemmti- stað,og á öllum öörum stöðum á landinu. Alagningin á að vera frjáls á áfenginu og aðgangs- eyrinum.” — Af hverju fórstu Ut í þetta ævintýri? Var ekki Hollywood nóg fyrir þig? „Jú, i' rauninni. Þetta hefur ekkert með peningalöngun aö gera. Mig langaði til að sanna fyrir sjálfum mér að þetta væri hægt. Sjáðu til. Ég er 37 ára gamall og hef unnið i þessum bransa stööugt frá þvi ég var 15 ára gamall. Fáir, eða ég held enginn,hér hefur eins mikla al- hliöa reynslu i þessu og ég. Ég hef sett mig vel inn i þennan svokallaöa skemmtanaheim og tel mig þekkja hann nokkuð vel. Vinnan sem liggur i þessu er mikil. Vinnudagurinn er langur og fjarvistir frá heimilinu eru svo miklar að peningar geta ekkert bætt þar um. Frá minum bæjardyrum svarar þetta ekki kostnaði ef þannig er litið á mál- in. En mig langaði til að gera þetta, vegna þess að ég vissi aö ég gæti það. Hér hefur að min- um dómi, og greinilega eru fleiri ásama máli, vantað svona hús! Ég vildi sanna fyrir sjálf- um mér að ég gæti þetta, og það er ég búinn aö gera. Ég geri þetta ekki fyrir peninga, þetta er miklu frekar einhverskonar ástriöa. Ég ætla aö vera I þessu til svona 45 ára aldurs og þá er ég hættur. Það er ákveðið mál. Ég hef náð þvi takmarki sem ég ætlaði mér i gamla daga, og miklu meira en það. Og ég neita þvi ekki aö ég er orðinn mjög þreyttur á þessari vinnu. Þetta er næturvinna að miklu leyti og ég er stöðugt aö skipta viö fólk sem er drukkiö. Það er ekkert sérstaklega gaman”. — En ert þú ekki i aðsttíðu til aö láta aðra vinna verkin fyrir Þ‘g? „Jú, það kemur aö þvi. Von- andi. En héma byrjaði ég með mikiö af fólki sem er óvant, þó hluti þess sé læröur. Fólkið þekkir ekki minar hugmyndir, og þá er ekki um annaö aö ræöa fyrir mig en að vera hérna á staönum á meðan hann er op- inn. Þetta er óheyrileg vinna. En það sér nú fyrir endann á henni, sem betur fer.” eftir Guðjón Arngrimsson ________________________________________myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.