Helgarpósturinn - 26.02.1982, Page 5
hplrjFirpn<=rtl irinn Föstudagur 26. febrúar 1982
sumai
-' *'*§H|
•i' <MH
á óvart þól
...mm
• ~—i-"
ÞaS etema hvar þú lítur ó sumar-
öœUvfi’lamvinnuterSa-LandsÝnar
1982 - hún slœr ÖU lyrri met. FJöl-
breytnin hetur aldrel verið metri.
leiguflugsferðirnar em ílelri en
nokkru sinni fyrr, verðið aldrei
hagstœSara og hinlr fjölmörgu
afsláttar- og greiðslumöguleikar
eiga sér enga hliðstœSu. Síðast en
ekki síst kynnum vlð sumardœtlun-
ina í glœsUegasta hópferðabœklingi
sem geton hefur verið út hérlendis,
fuUum af fróðleUc, leiðar|jsingum
og ítarlegum upplýslngum um aUa
ófangastaði. Þú gerir meira en að
skoða bœklinginn okkar - þú getur
lesið þér tU um stór og smd atriði'
hverrar eínustu ferðar.
Okkur kœml það síst á óvart þótt f
íyndir það út aS aldreí hefurblensk-
um hópferðafarþegum verið boðið
betur en í ór.
Sama verð fyrir alla landsmenn er
síðan enn ein kœrkomin nýjung og
þegar aUt er talið teljum við ekki
óliklegt að sumartilboðin 1982 séu
ósvikið ÍSLANDSMET.
rFeröavaijd
alctrei firj,.
^^^yttara
rr Vis n Ugutn ~ M
lortffðag^
ffrhaaos
5^*Hí&nn**u fSí^
SaCT
.fij^SSS^SSSiSfr
Baha*tas U Tro!ldheilmi?*?hafi*
“S 1°'«SÓ.rUtuferA
09 Q,« Heicr, fí nn,'Pea Ufer*. tjaifif
-v"9k°'">»ls, ri
1Tr, ^
Verðið aldrei
hagstæðara
Við kynnum í verðlistanum verð á alla
áíangastaði. Við reiknum verðið út miðað
við raunhæfan fjölda í hverri íbúð og við
samanburð muntu komast að þvi aö aldrei
hetur verið boðið betur.
Ótrúlegir afsláttar-
möguleikar
Aísláttar- og greiðslumöguleikamir eru
ótrúlega íjölbreyttir. Aðildarlélagsatsláttur
er t.d. kr. 800 tyrir hven lullorðinn og kr. 400
fyrir hvert bam. el pöntun er staðfest tyrir
1. maí. Myndarlegur bamaaísláttur bœtist
síðan við og þegar jaini lerðakostnaðurinn er
talinn með geta hlunnindi SL-ferðanna
numið á annan tug þúsunda íyrirt.d. fjögurra
manna f jölskyldu!
SL-kjörin
SL-kjörin slógu í gegn í fyrra. Með inn-
borgun fyrir 1. aprfl n.k. festirðu verð
ferðarinnar í róttu hlutíalli við innborgun.
og gulltryggir þig gagnvart verðhœkkunum,
gengisbreytingum, hœkkun á flugkostnaði
o.íl. slíku.
SL-ferðaveltan
Enn ein nýjungin í ár. í samstaríí við
Samvínnubankann bjóðum við larþegum
okkar nýjan lánamöguleika - og með þátt-
töku Samvinnuíerða-Landsýnar er SL-lerða-
veltan ótrúlega hagstœð.
hrlngdu eða
Alttaf
Bækíinguöwerko^
'SíhCad nýttogjpennandf
Munið
SUanÁmíd
í SúlttoAal
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
Mýmörg 3
halda fjölskyldunni saman á
hverju sem gengur.
Þaö ereinmittliöur i ofbeldinu,
þetta aö halda þvi leyndu. „Hún
er bara fyrir mig, ekki aöra”,
hugsa mennirnir. Og konurnar
skammast si'n. Goösögnin segir,
aö hún hljóti aö hafa ögraö hon-
um. Þaöliggur i fordómunum aö
konan getieitthvaö aö þessu gert.
Hún veröur aö þegja og þess
vegna heldur hún þessu leyndu.
„Stattu þig”
Ef konan leitar til fjölskyld-
unnar eru viöbrögöin gjarna þau
aö segja henni aö fara heim aftur
og „standa sig i hlutverki sinu”.
„Stattu þig i hjónabandinu,
gefstu ekki upp þótt móti blási”,
og það verður alltaf erfiöara og
erfiöara fyrir konuna að hafa sig
upp.
Ég veit dæmi þess aö konur
hafa ekki látið sjá sig Uti illa
leiknar eftir menn sina, jafnvel i
heila viku, og fara ekki einu sinni
til heimilislæknisins. Oft segjast
þær lfka hafa gengiö á skáphurö
eða dottið ikjallartöppunum til aö
leyna áverkunum.
En það er lika jákvæö hlið á
þessu félagslega taumhaldi.
Menn hafa kannski aöeins meiri
hemil á sér, verða ekki eins gróf-
ir.
— Hvað veldur þvi, að jafnvel
dagfarsprúðir eiginmenn fara aö
berja eiginkonur sina?
— Oft er þetta valdabarátta á
heimilinu. Þaö er kannski ögrun
fyrirmarga karlmenn þegar kon-
ur gera kröfu til aö vera virtar og
metnar, sjálfstæðar persónur i
þjööfélaginu. Þá setja karlmenn-
irnir spurningamerki viö sjálfa
sig, fara aö efast um yfirburöi
sina, finnst stööu sinni sem
„húsbóndi á sinu heimili” vera
Ögnað, er skoöun Sigrúnar Július-
dóttur félagsráðgjafa á þvi. Og
hún bætir þvi við, aö varla færu
þessir sömu menn að berja til
dæmis þjónustustúlkur á veit-
ingahúsum vegna þess aö kjötið
er of mikið steikt.
Áfengi
engin afsökun
— Hvað meö þátt áfengisins?
— Afengiö er engin afsökun
fyrir aö berja konuna sina. Auk
þess má fullyröa, að berji maður
konuna sina fullur er hætt við aö
hann geri það ófullur lika.
Afengiö breytir ekki skapgerð
manna.Ogathuganirsýna lika að
þeir sem berja konumar sinar
eru ekkert frekar geðveikir.
Þvert á móti eru flestir andlega
heilbrigöir eins og hver annar,
segir Sigrún Júliusdóttir
ennfremur.
Hildur Gunnarsdóttir félags-
ráðgjafi tekur undir þetta. Hún
starfaði i tvö ár viö neyöársima
fyrir konur i Bodö i Noröur-
Noregi og kynntist þessum
málum allvel þar.
— Það eru ekki bara fullir
menn og ekki bara „sálarkrepptir
verkamain”, sem berja kon-
umar sinar. Þaö eru menn úr
öllum stéttum, menn Ur öllum
tekjuhópum, jafnvel lögfræðingar
og læknar. Það má heldur ekki
fara að gera þetta að ein-
hverju áfengisvandamáli. Það er
bara til að fela vandann. Þetta
gerist allt I kringum okkur. En
þar sem þaö er yfirleitt innan
veggja heimilisins er þab oftast
látiö afskiptalaust þótt konur
hljdöi undan barsmiðinni. Það
gerir hin svonefnda friðhelgi
heimilisins. Sú virbing sem menn
bera fyrir henni getur verið stór-
hættuleg. Þaö er ekkert einkamál
manna, ef þeir berja eiginkonuna
sina, segir Hildur i samtali viö
Helgarpóstinn.
í nágrannalöndum okkar eru
umræður um þessi mál fyrir
löngu orönar opinskáar. Meira en
þaö. Svonefnd athvörf fyrir eigin-
konur sem hafa orðið fyrir
barðinu á mönnum sinum hafa
sprottið upp hvert á eftir ööru i
löndunum alltikringum okkur. A
Bretlandi eru þau 150 talsins, þar
af 30 i' London einni. Neyðarat-
hvörfin (krisesentra) fjölgar
jafnt og þétt i Noregi og alls
staðar þar sem þessi þjónusta er
tekin upp sýnir sig, aö þörfin er
gifurleg. Hvergi hefur tekist aö
anna henni svo vel sé.
Þörfinerljós
Á Islandi er varla hægt aö
segja, að umræða um þessi mál
hafi hafist, hvaö þá aö eitthvað
hafi verið gert til úrbóta. 1 fyrra-
sumar starfaði hópur kvenna aö
þvi aö finna grundvöll fyrir
neyðarþjónustu af þessu tagi.
Starf hans lognaöist útaf vegna
þess að konurnar voru ekki
sammála um hvort ætti aö byrja
með simaþjónustu til aö sýna
framá hver þörfin væri, eöa
ráðast strax i aö koma upp at-
hvarfi.
— Það þarf ekki að sýna fram á
neina þörf. Þaö er til fullt af
skýrslum bæði frá Norðurlöndun-
um og Bretlandi sem sýna hana,
og reynslan Ur þessum löndum
sýnir, að þörfin kemur ekki fylli-
lega i ljós fyrr en athvörfin taka
til starfa, segir Hildur Gunnars-
dóttir
Undanfarið hafa konur i
Kvennaframboðinu unnið i
starfshópi um þessi mál. 1 þeim
hópi eru meðal annars kona sem
hefur gengiö i gegnum miklar
misþyrmingar af hendi eigin-
mannssinsog piltur sem kynntist
þessum málum náiö á heimili
sinu.
— Þaö mikilvægasta i þessu
starfi er, að við myndum okkar
eigin skoöanir og byrjum aö ræöa
málið. Við þurfum aö gera okkur
grein fyrir þvf, að viö eigum ekki
að fara út I þetta eins og ein-
hverja góögerðarstarfsemi. Þetta
er viss þáttur i kvennapólitik og
það þarf aö opna augu fólks fyrir
þessu vandamáli.
Ég vil kalla þetta alþjóölegt
vandamál, þetta er óháö flokka-
pólitik og á ekki að tengjast
neinum ákveönum sam-
tökum, segir Hildur Gunnarsdótt-
ir.
Hlutverk ríkis
og sveitarfélaga
Af þessum ástæöum er það ekki
ætlun kvainanna I kvennafram-
boðinu að ráöast i þaö sjálfar aö
koma upp neyðarþjónustu. Þær
álíta hlutverk sitt vera að koma
af staö almennum umræðum um
þessi mál, en siöan eigi riki og
sveitarfélög aö koma upp þessari
þjónustu. Þetta hefur lika veriö
rættinnan Rauðsokkahreyfingar-
innar, og þar var niðurstaðan sú
sama.
— Ef konur fara að standa
vaktir i sjálfboðavinnu veröur
þetta enn eitt ólaunaöa kvenna-
starfið, sem þær hafa stundað i
aldaraöir. Starfsemi sem þessi á
aö vera á vegum hins opinbera
alveg eins og önnur heilbrigöis-
þjónusta. En þaö er hætt viö, aö
lltið gerist nema fyrir frumkvæöi
kvennanna sjálfra, segir Hildur
Gunnarsdóttir.
Viö megum ekkiláta þaö glepja
okkur sýn, aö þjóöfélag okkar er
fyrst og fremst mótaö af körlum.
Löggjafarvald,framkvæmdavald
og dómsvald og jafnvel almennar
venjur I mannlegum samskipt-
um. En ofbeldi á heimilum viö-
gengst allt I kringum okkur —
innan vébanda heimilanna, þess
vegna segir siövenjan okkur, aö
það komi okkur ekki viö.
En þama er oftast um mikla
harmleiki að ræða, og þaö
minnsta sem þjóðfélagiö getur
gert er aö koma til móts viö þær
konur sem verða fyrir barðinu á
eiginmönnum sinum með þvi að
veita þeim hUsaskjól og félags-
lega aöstoð meðan þær eru aö
átta sig og koma málum sinum i
lag — sinum og barna sinna.