Helgarpósturinn - 26.02.1982, Síða 6

Helgarpósturinn - 26.02.1982, Síða 6
 6 Föstudagur 26. febrúar 1982 helgarpásturinn- Liðin eru átta ár frá því viðburðaríka tímabili í ævi dollaraprins- essunnar Patty Hearst er henni var rænt og hún gerðist sjálf banka- ræningi. Nýlega kom út bók í Bandaríkjunum þar sem Patty lýsir nitján mánaða langri dvöl sinni meðal //ræningja'7. Það vakir greinilega fyrir Patty Hearst að sýna fram á sakleysi sitt með þessari bók. Þar sem margt vill gleymast á sjö árum skulu við- burðir rif jaðir upp i grófum dráttum Hinn 4. febrúar 1974 var Patriciu, 19 ára dóttur blaða- kóngsins Randolphs A. Hearst, rænt úr íbúð sem hún bjó í ásamt unnusta sínum. Ræningjarnir voru átta, sjö hvítir piltar af mið- stétt og svertinginn Donald De- Freeze, fyrrverandi fangi, en hann var f yrirliði þessara þokka- pilta. Donald þessi kallaði sig Cinque Mtume yfirmarskálk. Áriðáður hafði þessi bófajlokkur 1 myrt Marcus Foster, skólaum- I sjónarmann i Oakland. Ræningjarnir geymdu Patty í I skáp í tæpa tvo mánuði. Kröfur I sínar lásu þeir inn á segulband en I þær voru einkum f óignar í því að fátæklingum í Kaliforniu yrði & gefið að éta. Þegar Patty hafði 1 verið haldið fanginni' í 57 daga I kom yfirlýsing frá henni þess 1 efnis að hún væri gengin til liðs við ræningjana. Viku síðarvoru teknar myndir af henni, vopnaðri vélbyssu, þar sem hún aðstoðaði f élaga sína við bankarán í San Francisco. Mánuði síðar hjálpaði hún tveimur félaganna, Emily og Bill Immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Harris, sem höf ðu verið staðin að verki við búðarhnupl, að flýja með þvf að skjóta af vélbyssu sinni. Daginn eftir felldi lögreglan hina félagana sex í húsi nokkru þar sem klíkan duldist. Næstu sextán mánuði voru Patty og Harrishjónin stöðugt á flótta. Margir hjálpuðu þeim á undanhaldinu. En 18. september 1975 náðust þau loks öll þrjú. Patricia var fundin sek um bankarán. Er hún hafði setið í fangelsi í tæp tvö ár lét Carter forseti milda dóminn yfir henni. Nú er Patty gift fyrrum lífverði sínum og þau búa i Kaliforníu ásamt ungu barni sínu. Bók Patty Hearst, ,,Sérhvert leyndarmál" (Every Secret Thing), greinir f rá ýmsu því sem gerðist þessa nítján mánuði. Hún ber félögum sínum, lífs og liðnum, misjafnlega vel söguna. DeFreeze var vínhneigður mont- hani. Harris-hjónin voru ráðrík og þrasgjörn eða eins og Patty segir: ,,Of beldishneigð, grimmlynd, mislynd og ódug- leg". Þarna segir líka frá mörgum sprengiárásum, sem Patty tók þátt í, auk tveggja bankarána. í öðru þeirra var kona myrt. Patty segirað Emily Harris hafi skotið hana. Patty bauðst til að vitna í því máli ef það mætti verða til að milda dóm hennar en til þess kom ekki. Harris-hjónin, sem sitja enn inni, haf a ekki verið ákærð vegna þessa bankaráns. Patty Hearst heldur því fram að hún hafi gengið til liðs við ræningjana og tekið þátt í banka- ráninu til þess eins að bjarga lífi sínu þar eð hún óttaðist alríkis- lögregluna enn mej.r en félaga sína. Meðan á flótta hennar stóð með Harris-hjónunum var hún þess fullviss að ekki þýddi að gefa sig fram við lögregluna: hún yrði bara skotin. Patty verður víða tvísaga í bók sinni. Á einum stað segir hún að hún hafi trúað þeirri full- yrðingu félaganna að betra væri að deyja en nást. Fáeinum blað- síðum aftar segir hún að það haf i verið lífslöngunin ein sem réð gerðum hennar. Á einum stað kveðst hún hafa sagt skilið við fortíð sína og félagarnir séu allt sem máli skipti. Á öðrum stað lýsir hún ótta sínum við að bók, sem félagarnir hefðu í smíðum, kæmi henni og f jölskyldu hennar í bobba. Patty lýsir andúð sinni á ofbeldi en annars staðar segir hún frá því með nokkru stærilæti að hún hafi verið sú eina í hópnum sem nokkru sinni skaut af vélbyssu. Eftir handtökuna komu Patty, verjendur hennar og sál- fræðingar sér saman um að halda fast við þá staðhæfingu að hún hefði verið heilaþvegin í þeirri von að þetta mildaði dóm- inn yfir henni og þessu heldur hún enn fram. Ætlun Patty með bókinni er sennilega sú að fólk sýni henni skilning og fyrirgef i henni. Erfitt hlýtur að sýna henni skilning þvi hún virðist ekkert skilja sjálf. Enn erfiðara hlýtur mörgum að verða að fyrirgefa henni. í upp- hafi var henni rænt en hún gerðist byssubófi af fúsum vilja og olli f jölda fólks mikium sárs- auka, m.a. fjölskyldu sinni, og hún átti sinn þátt í dauða að minnsta kosti einnar manneskju. Ýmsa glæpi er að nokkru leyti unnt að afsaka, svo sem lélegt uppeldi, erfiða lífsbaráttu og ótta. Ef Patty Hearst er lýst óábyrg gerða sinna má alveg eins I sleppa flestöllum sakamönnum I lausum og loka fangelsum. Mörgum finnst víst sem Patty haf i þjáðst nóg og eigi að lifa líf i sínu i kyrrþey. En með bók sinni hefur hún beint athyglinni að sér að nýju og bent óvart á að mörgum spurningum er enn' ósvarað. En það var víst ekki ætlun hennar.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.