Helgarpósturinn - 26.02.1982, Page 13
helgarpósturinn Föstudag
ur 26. febrúar 1982
MAÐURINN A BAK VIÐ NAFNIÐ:
Eiríkur Jónsson, höfundur
innar „Rætur ísiandsklukkunnarM
ÉG GERI MÉR ÞETTA TIL GAMANS
Eirlkur Jónsson kennari, sá er
hvað lengst og grennst hefur
kannað tslandsklukku Halldórs
Laxness og hefur nií gefið lít bók-
ina „Rætur tslandsklukkunnar’,’
er,,maðurinn á bak við nafnið” að
þessu sinni. Við hittum Eirik að
máii og báðum hann segja okkur
af sjálfum sér.
„Ég fæddist i Dölum vestur, að
Kvennabrekku, sama bæ og Arni
Magnússon. Árni fæddist þar driö
1663, en ég 1920. Við erum meira
að segja báðir prestssynir þaðan.
Ég er annars ekki alinn upp þar
nema að Btlu leyti. Frá sjö ára
aldri ólstég upp iHrútafirðinum.
Ég hafði frá byrjun mestan
áhuga á stærðfræði, sem ég álít
að sé ein grein fagurfræði og al-
gjörlega húmanistisk grein.Það er
hægt að leysa dæmi fallega.
Margir halda, að þeir sem hafi
gaman af stærðfræði, hafi ekki
gaman af neinu öðru, en það er
mikill misskilningur. Kannski eru
þannig menn til, þeir sem aðeins
hafa áhuga á einum hlut, en þeir
eru ekki frekar i stærðfræði en
öðrum greinum.
Ég varðstúdent 1942 og var
siðán við verkfræðinám og fór
síðan að kenna. Á þessum árum,
stríðsárunum, var ekki eins auð-
velt að komast i framhaldsnám
og nú er. Ég kenndi átta ár við
Menntaskólann á Laugavatni og
frá 1959 við Kennarasköla
íslands”.
Þessar rannsóknir sem þú
hefur gert á rótum Islandsklukk-
unnar — flokkast þær ekkifremur
undir sagnfræði en bókmennta-
fræði.
,,Það má kannski segja það
hvað varðar Islandsklukkuna. En
skáldverk tekur oft mið af sagn-
fræðinni. Og það vill nú svo til, að
ég hef alltaf haft gaman af sagn-
fræði. Skáldverk hefurþað aftur á
móti fram yfir sagnfræðina, að
það er heimur, sérstakur heimur,
sem sagnfræðin getur ekki
PENNALIPRIR
SKAGAMENN
Á Akranesi er starfandi penna-
vinaklúbbur sem hefur tekið að
sér það hlutverk aö aðstoða fólk
við að finna sér pennavini bæði
hér innanlands og utan.
Nafn klúbbsins er „Pennavina-
pósturinn” og var hann stofnaður
þ. 10. nóvember 1981 og er þvl
alveg nýrafnálinni en pennavina-
klúbbar eru ekki óþekkt fyrir-
bæri, þeir finnast I flestum
löndum heims og gegna þeir allir
sama hlutverkinu; að útvega
pennavini vlða um heim fyrir
landa sina og útlendinga.
„Pennavinapósturinn” hefur
verið kynntur vlða um heiminn og
hefur fjöldi fyrirspurna borist
undanfarnar vikur frá fólki á
öllum aldri úr öllum stéttum af
báðum kynjum viða að úr heim-
inum með margvisleg áhugamái,
sem langar að skrifast á viö
Islendinga og eru Danir þar fjöl-
mennastir.
Ollum Islendingum er þetta að
kostnaðarlausu að ööru leyti en
þvi, aö sé óskað eftir pennavinum
hér innanlands þarf fólk að senda
frimerkt aukaumslag með
bréfinu. Aldurstakmörk eru
engin hér innanlands, en fyrir er-
lenda pennavini er lágmarks-
aldur 12 ár.
Stefnt er að þvi að öll sambönd
gangi sem fljótast fyrir sig, og
verða öll bréf sem „Pennavina-
pósturinn” sendir frá sér til út-
landa send i flugpósti. Ekki verða
gefnar upplýsingar um hvern ein-
stakan meðlim þar sem það er
trúnaðarmál. Hafi fólk áhuga á
að eignast pennavini óskar
„Pennavinapósturinn” eftir að
fram komi aldur, helstu áhuga-
mál o.fl.,óski fólk þess að taka
eitthvað fram, og að sjálfsögðu
nafn og heimilisfang, sem senda
má svo til: Pennavinapósturinn,
Box 88, 300 Akranes. Visa Penna-
vinapóstsins er: „Ekki má það
sýnast / siður má það týnast /
bögglast ei né brjótast / berist
það sem fljótast”.
skapað. Kannski má segja það
um sagnfræðina, að hún sé sam-
spil milli ímyndunarafls og rök-
fræði.
Þetta meö hinn sérstaka heim
skáldverks — að minu mati á það
einkar vel við verk Halldórs Lax-
ness. Mér finnst eiginlega auka-
atriði að hugsa um mörg verka
hans sem bækur, þau eru miklu
frekar sérstakur sjálfstæöur
heimur.
Þegar ég las Islandsklukkuna,
svo dæmi sé tekiö, þá las ég
bókina nokkrum sinnum, þangað
til ég var viss á öllum efnis-
atriðum.Siðan las ég bókina með
tiliiti til hverrar persónu fyrir sig
og athugaöi viöbrögð þeirra hver
við annarri. Slðan las ég bókina
enn og þá fyrst fannst mér hún
góð.
Ég lft annars ekki á mig sem
fræðimann. Ég geri mér þetta til
gamans.”
—GG
HVERER-------
■CRUf FfíACTA
IFESTINOIK
DAfi?
Verötryggö spariskírteini ríkissjóðs eru tvímæla-
laust ein arðbærasta og öruggasta fjárfestingin,
sem völ er á í dag. Athygli er vakin á eftirfarandi
atriðum:
Vextir eru nú 3,5% á ári og jafnir allan lánstím-
ann.
Skírteini í 1. flokki 1982 verða innleysanleg að
þremur árum liðnum, þ.e. frá 1. mars 1985. Á bindi-
tíma hefur jafnan verið hægt að selja spariskírteini
með skömmum fyrirvara á hinum almenna
markaði.
Fjárfesting í spariskírteinum er mun fyrirhafnar-
og áhyggjuminni en fjárfesting í fasteign og skilar
auk þess öruggum arði.
Skv. gildandi lögum um tekjuskatt og eignarskatt
kemur ekki í neinu tilviki til skattlagningar á vaxta-
og verðbótatekjur af spariskírteinum hjá mönnum
utan atvinnurekstrar.
Full verðtrygging. Háir vextir og umfram
allt örugg fjárfesting.
Kynnið ykkur bætt kjör á verðtryggðum
spariskírteinum ríkissjóðs og gerið saman-
burð við aðra ávöxtunarmöguleika,
Útboðslýsingar liggja frammi hjá sölu-
aðilum, sem eru bankar, sparisjóðir og
nokkrir verðbréfasalar.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Gisi BBjörrasonl