Helgarpósturinn - 26.02.1982, Page 14

Helgarpósturinn - 26.02.1982, Page 14
14 Föstudagur 26. febrúar 1982 JielgarpósturinrL, Veöbókarvottorö SamkwwiH atoaU- og vtmMeUXLir, Kfósaraýaiu. Halnart^ró*-. Garöa- og S^mamaskaupslaðar »i Veðbókarvottorö togarans Ýmis er hreint. Þetta þykir bæöi lögfræðingum og útgeröarmönnum merkilegt plagg og hafa beðið um að fá að sjá það. Agúst Sigurösson (fyrir miðju), Gísli Arason vélstjóri og Andri I siðustu veiöiferð. Innfellda myndin: Vmir HF-343 I heimahöfn. Þorsteinsson, bróðursonur Agústs, huga að viðgerðum á Ými eftir | Skuldlaus togari. Ágúst Sigurðsson útgerðarmaður í Hafnarfirði: „Hef ekki rétt á að láta almenning borga tapið'r • Togari með hreint veð- bókarvottorð • Einsdæmi í íslenskri útgerð Útgerðarféiag með hreint veðbókarvottorð. Ekki ein einasta veðskuld. Togari sem er gerður út meö það fyrir augum aðhann beri sig. Og gerir það. Þetta hljómar eins og hreinasta þjóðsaga. Er ekki Islensk útgerð á hausnum? Hver fleyta rekin með stórtapi, allt skuldum vafið? Ekki útgerðarfélagið Stálskip hf. i Hafnarfirði, sem rekur togarann Ými, 470 rúmlesta skuttogara. Og það er engin þjóösaga. Aðaleigendurnir eru hjónin Agúst Sigurösson skipatæknifræðingur og kennari við Vélskólann og Guðrún Lárusdóttir sem jafnframt er útgerðarstjóri. Hún annast allt skrifstofuhaid á lftilli skrifstofu uppyfir Kaupfélaginu við Strandgötu. Viðhalds-og viðgeröarliðið þegar Ýmir er i iandi eru þeir Agúst og Þorsteinn bróðir hans. Það kemur varla fyrir að vinna sé keypt að. Og þegar togarinn er farinn á veiðar fara þeir bræður með toghiera og annað sem þarf að gera viö út í hraun og nota kvöldin til að sjóða. A meðan þetta gerist koma fram nýjar uppiýsingar um stöðugt versnandi hag togara- útgerðar á tslandi. Nýlega var reiknað út hjá áætlanadeild Framk' æmdastofnunar rikisins, að nýju skut- togararnir,scm eru væntanlegir til landsins á þessu árvþurfiað afla 16.535 tonn á árinu til að endarnir nái saman. Aflahæstu togararnir i fyrra öfluðu 5.600 - 5.700 tonn. Eigendur þessara togara leggja aðeins fram 15% kaupverösins sjálfir. Fiskveiðisjóður og Byggðasjóður sjá um afganginn. Eigendur útgeröarfélagsins Stálskips hf. I Hafnar- firði borga sina togara sjáifir.Komi i ljós að togari beri sig ekki er hann seldur, frekar en hann sé rekinn með halla. Enda er veöbókarvottorð togarans Ýmis hreint. Ekki ein ein- asta skuld hviiir á honum. Það má segja, að þetta hafi allt byrjað með breska togaranum Boston Wellvale. Hann strandaði við Arnarnes i Isafjarðardjúpi á Þorláksmessu 1966, og svo vel tókst til, að mannbjörg varð. Guðmundur Marseliusson keypti togarann á strandstað og kom honum inn á Isafjaröarhöfn. Þar sökk hann aftur og lá i hálfu kafi i fjöruborðinu þar til eig- endaskipti uröu á ný. Agúst Sig- urðsson skipatæknifræðingur og# kennari við Vélskólann i Reykja-* vik hafði fengið þá hugmynd að gera togarann upp. Hann stofnaöi i þvi skyni hlutafélagið Stálskip, ásamt eiginkonu sinni, dóttur, föður sinum, Reimari bróður sin- um og Guömundi Axelssyni kaup- manni á Klausturhólum, sem seinna seldi sinn hlut þriöja bróð- urnum, Þorsteini. Geymtí kafi — Guðmundur Marseliusson geymdi skipið þarna i hálfu kafi og vélarnar voru undir sjó. Við náðum honum út aftur eftir að við gerðum kaupsamninginn, i mai 1970,og drógum hann suðureftir. Eftir það liðu 14 mánuðir þangað til hannfór á veiðar og hét þá Rán GK 42. Það var i júli 1971, segir Agúst við Helgarpóstinn. Og eins og gefur að skiija kost- aði þetta mikla vinnu — og pen- inga. Þegar i upphafi hreinsaði fjölskyldan út af öllum spari- sjóðsbókum sem fundust i fórum hennar. — Þetta var fristundavinna til að bvrja með, meðan við vorum að koma vélunum i gang, og tvisvar settum við skipið upp i fjöru til að mála og skoða botninn, heldur Agúst áfram. Viðgerðirnir á botnskemmdun- uto eftir strandið voru hinsvegar boðnarút, og tilboði frá Land- smiðjunni tekið, en Rafboði i Hafnarfirði tók að sér allar raf- lagnir. ööru var að mestu haldið innan fjölskyldunnar,- Reimar, bróðir Agústs.er smiður og stóð fyrir öll- um innréttingum. Og ekki þurfti að kvarta undan mætingu ann- arra fjölskyldumeðlima, þegar taka þurfti til hendinni við að hreinsa skipið innanborðs. Byrjuðu meðspariféð En það kostar meira að gera upp heilan togara og gera hann sjófæran en hægt er að hreinsa út af sparisjóðsbókum venjulegrar fjölskyldu. — Það tók 13 mánuði að sann- færa Fiskveiðisjóð um, að þetta væri mögulegt og fá þá til að lána okkur. Það trúöi enginn á þetta, allir álitu þetta ævintýramennsku og tóma vitleysu, segir Agúst. Það var ekki fyrr en aðalvélin komst i gang, að sjóðurinn gaf grænt ljós á lánveitingar. En með ströngum skilyrðum. Boðið hljóð- aði upp á 67% af endurnýjunar- kostnaðinum. A þann hátt þó, að það tækist að semja við banka um að sjóöurinn legði inn á reikning þá upphæð sem ætlunin var að lána og bankinn endurlánaði Agústi þaö. Þetta gekk ekki. Engin banka- stofnun fékkst til að taka við pen- ingum af Fiskveiöisjóði upp á þessi býti, en loks tókst að semja við Fiskveiðisjóð um, aö hann lánaöi 670 þúsund krónur fyrir hverja milljón sem lögð var i end- urnýjunina. — Eftir þetta var ég i stöðugum ferðum i Fiskveiðisjóð með kvitt- anir til að fá út peninga, segir Ágúst, og Guðrún bætir þvi við, að kannski hafi þetta verið eðlileg varkárni, þar eð togarinn hafi legið þetta lengi i sjó. Happaskip En þetta gekk, og Rán hélt til veiða i lok júli 1971. Hún reyndist siðan hiö mesta happaskip, bjargaði meðal annars norsku flutningaskipi i nauöum á Norð- ursjó i nóvember 1972. Fiskiriið gekk lika vel, og þegar Englands- markaður opnaðist aftur eftir að hafa verið lokaöur islenskum skipum i nokkur ár.var fariö aö sigla. Það skipti engum togum, að Rán gerði afbragðs sölur, setti mörg sölumet, og auk þess eitt heimsmet, sem margir minnast sjálfsagt enn. 90 pund á kittið, eða hver 65,5 kiló, met sem enn hefur ekki verið slegiö eftir þvi sem best er vitað. — Þið hafið verið gagnrýnd ein- mitt fyrir þetta. Þaö hefur jafnvel verið látið að þvi liggja, að Bretar hafi selt ykkur seinni Ránina til þess að fiska viö Island og selja siðan til Bretlands, eftir að búið var að útiloka þá frá veiðum við landiö. — Þetta er að sjálfsögðu tóm vitleysa. Málið er, að á sumrin er offramboð á fiski hér og hvergi hægt að losna við hann. Auk þess mega menn þakka fyrir, aö við höfum i rauninni haldið mörkuð- unum i Hull og Grimsby meðan engir aðrir hafa selt þangaö. 1 þessu sambandi má benda á, að tvisvar hafa löndunarfélög i Hull farið á hausinn vegna þess hversu fá skip komu þangað með fisk. Þorsteinn Sigurösson, bróöir Agústs,! véiarrúmi Ýmis. Þeir bræðurnir sjá um viöhaldið. Hjónin Guðrún Lárusdóttir og Agúst Sigurðsson á skrifstofu útgerðarfélagsins. Guðrún er útgeröar- stjóriog skrifstofumaðurog allt þar á milii. Agúst er allt frá sendli upp i viðgerðarmann.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.