Helgarpósturinn - 26.02.1982, Side 25
healgarpn^fl irinn Föstudagur 26. febrúar 1982
Sellóiðleynirá
Svanhildur óskarsdóttir hefur
lært á selló I 6 ár. Stuðarinn
króaði hana af og dembdi á
hana nokkrum laufléttum
spurningum.
Að temja
sér sjálfsaga
— Hvað er mikilvægast i
sellónáminu?
„Maöur þarf aö temja sér
ákveöinn sjálfsaga, láta sér
þykja gaman aö spilamennsk-
unni. Ég held aö fólk ætti ekki aö
vera aö læra á hljóöfæri ef þvi
leiöist aö spila og æfa sig.”
— En geta æfingar ekki verið
hundleiðinlegar?
„Ja, ef maöur uppsker ekkert
af þessum æfingum þá er til
litils barist.”
1/2 tima markviss æfing
betri en tveggja tima
slugs
— Veröur maöur aö æfa sig
mikiö?
„Ég held þaö sé nii einstak-
lingsbundið. Þaö fer sjálfsagt
eftir þvi hve markvisst þú æfir
þig. Hálftima markviss æfing
getur veriö betri en tveggja
tíma slugs viö hljóðfærið.”
— Hvers þarf sérstaklega aö
gæta viö æfingar?
„Að vera kritiskur á sjálfan
sig og að hlusta eftir göllunum
held ég að sé grundvallar-
atriðið.”
Umsjón: Jóhanna Þórhallsdóttir
----------og María Gisladóttir—
r
Annað hvort eða....
— Er selló notaö eingöngu I
klassiskri tónlist?
„Nei, nei,selló er notaö bæöi I
spunagrúppum og rokkhljóm-
sveitum. Þaö er hægt aö gera
hvaö sem maður vill meö hljóö-
færiö þvi þaö býöur upp á
marga möguleika. Þaö hefur oft
veriö sagt aö þaö standi manns-
röddinni næst.”
— Og hvaö er svo framundan
hjá þér?
„Þaö er um tvennt aö ræöa.
Annað hvort held ég áfram og
geri hljóöfæraleik aö atvinnu
minni eöa þá fer aö starfa viö
eitthvaö annaö og spila þá fyrir
sjálfa mig i fritimum”, sagði
Svanhildur aö lokum og viö
þökkum kærlega fyrir spjalliö.
Svanhildur óskarsdóttir meö sellóiö
ÓSTUR OG SÍMt
Enn um diskó og pönk
Ileill og sæll Stuöari góöur.
Mig hryilti viö þegar ég las
um tvær diskófrikur sem skrif-
uöu aö svonefndir pönkarar
væru ruddalegir og væru aö
hræöa saklaust fólk úti á götu.
Þaö er örugglega 100% iygi.
Þessir Hermann og Jónas eru
kannski ágætustu piitar en gera
alltof mikiö af þvi aö hugsa sem
svo: Guö, hvaö ég er æöislega
fallegur eöa, fötin eru alveg frá-
bærlega kjúttuö. En þegar er nú
veriö aö birta myndir af svona
skepnum (afsakiö orötakiö).
Hundar geta ábyggilega ekki
hlegiö eöa þaö held ég, ég hef átt
hund sem hló allavega aldrei.
Munurinn á diskói og rokki
(pönki) er sá aö maöur þarf aö
kosta sig í dansskóla til aö læra
almennilega dansa en rokk er
bara hopp og skopp (afar frjáls-
legt).
P.S. Ég hef ekkert á móti
diskói en þaö er afar indælt aö
geta hoppaö og skoppaö eins og
maöur vill.
Kær kveöja til Jóhönnu og
Mariu, veriöiö svo indælar aö
birta þetta bréf, bæ, bæ, Bryn-
dis.
Halló Bryndis!
Takk fyrir bréfiö. Vonandi ert
þú búin aö jafna þig af hryll-
ingnum...
Þaö er best aö benda á að
föstudaginn 5. febrúar birti
Stuöarinn yfirlýsingu frá
Jónasi, þar sem hann svarar
bréfum sem eru i svipuöum dúr
og þitt. Þar skorar hann lika á
pönkara aö koma i viötal — Þú
veist kannski um einhvern?
Utanáskriftin er:
Stuðarinn
c/o Helgarpósturinn
Siðumula 11
105 Reykjavik
Simi: 81866
I
Til Clash aðdáenda
Eitthvaö misfórst vfst I
siöasta pósti Stuöarans
svarinu til Svövu um hljóm-
sveitina Clash. Viö biöjumst
afsökunar á þessari vitleysu og
birtum hér leiöréttingu.
Terry Crimes trommuleikari
spilaöi bara meö á fyrstu plötu
Clash en á siöustu fjórum
plötum hefur Topper Headon
slegiö trommurnar. Já, Clash
hefur gefiö út fimm plötur i allt,
en ekki fjórar. I upptalningunni
féll út platan Black Market.
Topper þessi trommuleikari var
sá sem spilaði með Nýju sin-
fóníuhljómsveitinni i einhverju
Tsjækovslq) verki. S.l. ár var
Clash á^hljómleikaferðalagi um
Bandaríkin og viðar. Nýlega
kom út and-kjarnorkuplata þar
sem margar hljómsveitir
spiluðu inn á, gegn kjarnorku,og
meðal annars Clash. Og svo var
það þetta um kántrýið. Félagar
Clash hafa ekki spilað kántrý-
lög sjálfir en hins vegar hafa
margar kántrýhljómsveitir
tekiö lög Clash og útsett þau i
kántrýstil. Viö vonum aö
upplýsingarnar komi nú réttar
og biðjum svo bara að heilsa.
OLL TÆKIN A
EINU BRETTI
Þú færð hjá okkur öll heimilistækin frá Elektro Helios
á einu bretti í glæsilegum litum.
Líttu við og rabbaðu við okkur um heimilistækin.
Við getum örugglega gefið góð ráð.
KÆLIR/FRYSTIR
ELDAVÉLAR
með kjötmæli, rafdrifnum
grillmótor eða blástursofni
UPPÞVOTTAVÉLAR
Ræddu við
okkur um
greiðsluskilmála.
EF
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTADASTRÆTI 10A - SlMI 16995-
Nuhefiirþú
efni á aó kaupa
rétta stólinn
í rétta stólnum situr þú rétt og í réttri hæð við borðið.
Þannig þreytist þú síöur.
PE 82 er þægilegur stóll framleiddur hérlendis í tveimur
útfærslum, fyrir byrjendur (skólafólkið) og þá sem lengra
eru komnir í lífinu. PE 82 stóllinn er bólstraður, á hjólum
og með gaspumpu. Einnig fáanlegur með örmum og
veltusæti. I
Og verðið er aðein^ kr. 950/-.
— Já, það aettu allir að hafa efni á að eignast slíkan stól.
Hver hefur annars efni á að eyðileggja heilsu sína vísvit-
andi með rartgri setu?
HALLARMÚLA 2 - SÍMI 83211