Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 2. apríl 1982 holrjr^rpn^tl irinn eftir Ómar Valdimarsson mynd Jim Smart Þegar nær 10% Islenska verslunarskipaflotans hefur sokkiö eOa eyöilagst á aOeins átta mánuöum fara menn aO spyrja sig hvaö sé eiginlega aö gerast. Og svariO, segir þaulreyndur fraktsiglinga- maöur, ,,er einfaldlega þaö, aö skipin eru alit of gömui og útgeröar- félögin svo gráöug, aö skipstjórarnir eru reknir áfram á fullri ferö, sama hvernig aöstæöurnar eru”. Þaö er þó engan veginn svo, aö allir séu sammála þessari skýringu sem algildu svarien mjög margir, sem tii þekkja, telja aö þessi atriöi eigi sinn þátt i hvernig fariö hefur. Verslunarflotinn fslenski telur um fimmtfu skip. Meöaialdur þeirra um sl. áramót var 12 ár. Meöalaldur skipa hjá nágrannaþjóöunum er 4—5 ár, segir sjómaöurinn reyndi og hann bætir viö: „Þegar þeir eru aö losna viö sin skip, sem þeim finnst vera oröin of gömul, þá kaupum viö þau”. Hættir að smiða ný skip „Það má vel vera, að skipin séu ekki nógu góð”, sagði Guðjón Ar- mann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, þegar blaða- maður Helgarpóstsins leitaði til hans um skýringar á þessum tiðu skipstöpum. „Við erum alveg hættir aö láta smíöa ný flutninga- skip fyrir okkur, heldur kaupum við notuð skip. Þetta er mjög erf- itt hafsvæöi hér svo við þurfum að hafa mjög góð skip”. ,,Ég er ekki viss um að þessir tiðu skipstapar á undanförnum mánuðum eigi nokkuð sérstakt sameiginlegt, nema kannski hvað varðar Tungufoss og Suður- landiö”, sagði sjómaðurinn, sem við ræddum við. Hann vill ekki láta nafns sins getið „þvi þá fengi ég hvergi skipspláss næstu tiu árin. En pressan frá útgerðunum á örugglega sinn þátt i þvi stund- um að illa fer. Það er alltaf verið að reka á eftir mönnum — án þess þó að gera það með beinum oröum. Skipstjórar fá sumir kommissjón fyrir að vera fljótir og ég veit dæmi um að menn hafi einfaldlega misst starfið ef þeir hafa ekki verið nógu fljótir i feröum að mati skipafélagsins”. Hann sagðist oft hafa á tilfinn- ingunni, að útgeröarfélögunum væri „skitsama um allt nema timaáætlunina. Þeim er sumum sama um hvernig farið er með skipin, hugsunin er að fá há- marksnýtingu út úr öllu saman, mönnum og skipum. Það byggist allt á hraða og það getur bitnað á aðgát og öryggi. Ég er ekki að segja að það hafi gert það en það gæti auðveldlega gerst. Skipstjór- arnir hugsa mjög mikið um að komast sem fyrst af stað og vera sem fljótastir á milli hafna”. Kunnur skipstjóri, sem heldur ekki vildi láta nafns sins getið, tók undir þetta: „Það er alls staðar pressa og læti, bæöi á sjó og ann- ars staðar. Þetta er ekkert öðru- vísi á sjónum en i landi. En það er rétt að þessi pressa frá útgerðar- félögunum er alltaf á manni, jafnvel án þess að maður geri sér alltaf fulla grein fyrir þvi. Bless- aöur vertu, maður, ég hef verið hundskammaður fyrir að hafa eitthvað verið að „drolla”. Þeim hefur þótt ég ekki hafa nóg áhrif á hraöann og vilja að maður sé að reka á eftir i pakkhúsunum, á kajanum og hvaðeina. Þetta er náttúrlega mjög misjafnt, upp og niður eins og gengur”. Talsmaður eins skipafélagsins, sem rætt var við, sagðist ekki vita til þess að nein pressa væri sett á skipstjórnarmenn. Og hann þver- tók fyrir, að á sjó væri bara til ein ferö, full ferð, eins og oft er haldið fram. „Það er of dýr leikur að keyra á fullri ferð”, sagði hann. „Olia er mjög dýr, eins og allir vita. Þess vegna er keyrt á þeim hraða sem gefur hagkvæmasta oliunýtingu — með tilliti til þeirrar vinnu , sem i hönd fer i höfn”. Menntun i lagi Allir virðast sammála um að skyringarinnar á tiðum skips- töpum undanfarna mánuði sé ekki aðleita i menntun sjómanna. Viö höfum siður en svo dregist aftur úr i þeim efnum. „Skip- stjórnarmenntun hér er mjög góð”, segir Þórhallur Hálfdánar- son, formaður Rannsóknar- nefndarsjóslysa. „Hitt er svoein- staklingsbundið hvort og hvernig menn hafa tilfinningu fyrir skipum sinum, sjó og sjólagi. Það getur veriö á ýmsan hátt”. Það er ekki sist Eimskipafélag Islands sem orðið hefur fyrir tjóni. og óþægindum af völdum þessara tiðu skipstapa. A fimm árum hafa sex skip á vegum félagsins eöa i eigu þess orðið fyrir tjóni, þar af hafa tvö sokkiö. Múlafoss lenti i árekstri i Katte- gat 79, Skeiðsfoss strandaði á 10% íslenska fragtskipaflotans hafa sokkið á 8 mánuðum Slysalisti 8 mánaða Fimm fsiensk flutningaskip hafa faríst á undanförnum átta mánuðum. þar af eitt nýtt sem var aö koma I fyrsta skipti til landsins. Þaö var Rangá, sem Hafskip var að fá á kaupleigu- samningi frá Spáni — ekkienn fs- lenskt skip en undir fslenskum fána og merkt Hafskip. Hörm- ungarsagan er þessi: 20. júli 1981:Berglind, sem var i leigusiglingu fyrir Eimskipafélag tslands, lenti í árekstri við danska skipiö Charm við Ný- fundnaland. Ellefu manna áhöfn og einum farþega var bjargað um borð i Charm og kanadfskan dráttarbát. Berglind sökk nokkr- um klukkustundum sfðar á meðan verið var að draga skipið tii lands. 19. septcmber 1981: Tungufoss fór á hliöina og sökk SV af Land’s End i Englandi. Ellefu manna áhöfn var bjargað, fjórum um borð i þyriu breska flotans, sjö i björgunarbdt breska björgunar- félagsins. 2. október 1981: Mávurinn sigldi á sker innst i Vopnafirði á leið út eftirlestun.Skipinuvar sigltupp i fjöru — og þar er það enn. Sextán manna áhöfn var bjargað. 12. mars 1982: Skammt undan ströndum trlands varð Rangá fyrir vélarbilun. A meðan verið varað vinna aö viðgerö rak skipið upp i klettaströnd, þar sem það eyðilagðist. Fimmtán manna áhöfn — allir Spánverjar — var bjargað af bresku strandgæsl- unni. 25. mars l982:Suöurlandiö fór á hliöina tæpar 40 milur noröur af Mykinesi i Færeyjum og sökk skömmu siðar. Tiu af ellefu manna áhöfn var bjargað.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.