Helgarpósturinn - 02.04.1982, Síða 11

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Síða 11
7JJf" pó^furínn- „Um unaðssemdir matargerðar" Spjallad v/ð Jóhönnu Sveinsdóttur, umsjónarmann Matkrákunnar Matkrákan heitir þáttur, sem hefur göngu sina i Helgarpóstinum i dag. Þar verður fjailað á aðgengilegan hátt um mat og matargerð. Uppskriftirnar i þættinum miðast við það að vera einfaldar i fram- kvæmd, og ódýrar. Umsjónarmaður Matkrákunnar er Jóhanna Sveins- dóttir.islenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlið. Hún stundaði nám i islenskum bókmenntum við Háskóla islands en siöastliðin ár hef- ur hún lagt stund á framhaldsnám I bókmenntafræðum i Aix-en-Pro- vence og Paris. Helgarpósturinn ræddi við Jóhönnu um Matkrákuna, og var Jóhanna fyrst spurð um hvað hún ætlaöi að fjaila I þessum þáttum sinum, sem verða vikulega i blaðinu. ,,Ég ætla að fjalla um hinar ýmsu unaðssemdir matargerðar, og hvernig megi krydda hvers- dagslifið með fjölbreytilegri mat- argerð,” sagði Jóhanna. Hún sagði, að hér á landi væri það allt of algengt, að fólk breytti aðeins til um helgar og eldaði þá hinn svokallaða veislumat. „En það, sem má gera, er að krydda tilveruna með þvi að gera eitthvað nýtt og spennandi á hverjum degi. Ef ég hefði t.d. ekki reynt að gera það undanfarin ár, þá væri taugakerfið sjálfsagt i einum hnút. Matargerð, eins og ljóöagerö, er nefnilega fyrsta flokks streituvörn.” Jóhanna sagði, aö hún ætlaði að fjalla bæði um islenska og er- lenda matargerð. „En ég býst viö að leggja höf- uðáherslu á ýmislegt i erlendri matargerð, sem hefur litiö verið til umræðu hér, svo sem eins og japanska, kinverska, rússneska og marokanska matargerö. Það verður þó að vera þannig, að um sé að ræða hráefni, sem mikið er notað hérlendis. Til dæmis borða Japanir mikinn fisk, ekki sist hráan, og hér höfum við óendan- lega mikiö úrval af glænýjum fiski. Þess vegna er tilvalið að breyta til og boröa hráan fisk. Marokanir boröa hins vegar mik- ið lambakjöt og matreiða það á ýmsa vegu, sem Islendingum munu áreiðanlega þykja nýstár- legir,” sagði hún. Það mun ekki ætlun Jóhönnu að fjalla eingöngu um mat og matar- uppskriftir, þvi eins og hún segir, mun þar fljóta með ýmiss konar listrænt krydd, þvi vissulega geti allir búið til góðan mat, ef löngun- in og hugmyndaflugið eru til stað- ar. „Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að matargerð geti verið sannköll- uð listgrein, og listamenn af ýms- um toga hafa lagt sig mjög fram við matargerð og jafnvel skrifað um það heilar bækur, eins og t.d. franski málarinn Toul- ouse-Lautrec, og ljóöskáld hafa notað mat sem megin uppistöðu i myndmáli ljóða sinna, sbr. ljóöa- bók Ericu Jong, „Fruits and Vegetables”. Allir ættu að kann- ast við að þeim hafi dottið eitt- hvað skáldlegt i hug t.d. við að handfjatla silkimjúka kálfalifur eða sneiða stinna og safarika tómata. Þess vegna mun ég leit- ast við að tengja matargerðina öðrum listgreinum, eftir þvi sem tækifæri býöst, t.d. með þvi að þýða ljóð, eða tina til fróðleiks- mola sem varpa ljósi á þessi tengsl.” — Hvenær vaknaði áhugi þinn á matargerð? „Ahugi minn á matargerð vaknaði fyrir alvöru, þegar ég gerði mér ljóst, að þrátt fyrir kynferði mitt, gæti hlutskipti mitt orðið annað en soðbúsfants i barnmargri fjölskyldu. Það er út- af fyrir sig skiljanlegt, að hús- mæður, sem eru eldandi og hell- ándi upp á könnuna daginn út og dáginn inn, sjái ekki skóginn fyrir trjánum og hafi brennandi áhuga á einhverju öðru en matargerð, sem er allt að þvi neytt upp á þær. En ég t.d.,sem er lesandi, mal- andi og skrifandi um bókmenntir myrkranna á milli, hlakka til þess með óþreyju að geta haldiö kjafti og hreinsað út heilabúið með þvi aö undirbúa kvöldmat- inn.” — Hvað eldar þú þér svo dags daglega? „Það er misjafnt. Þessa mán- uðina er ég á hvinandi kúpunni, þar sem ég er að koma mér upp þaki yfir höfuðið, og þess vegna verð ég að kappkosta að hráefniö sé sem ódýrast. Undanfariö hef ég t.d. borðað mikinn innmat og grænmetis- og fiskisúpur”, sagöi Jóhanna Sveinsdóttir. 11 MATKRAKAN Hvítlauksóður Nú liður að páskum. Hvert ein- asta sæti bókað með flug- félögunum til sólarfegurri landa. Margir greinilega orðnir þurfi fyrir vitamin, vin..., allsherjar tilbreytingu eftir erfiðan islensk- an vetur. Þeim er varla láandi. En þvi miður hafa ekki allir efni á að bregða sér út fyrir land- steinana, þótt gjarna vildu. T.d. ekki þeir fjölmörgu sem nú gegna þegnskylduvinnunni, eða eigum við kannski að ganga svo langt að segja herskyldunni... þ.e. þeir sem eru að „koma sér upp þaki yfir höfuðið”. Þeir þurfa náttúr- lega að skila tvöföldum eða þre- földum vinnudegi i „páskafrfinu” eins og endranær. Slikir og þvilikir þurfa svo sannarlega að gæta sín i matar- æði, að lifa nú ekki eingöngu á samlokum og „einhverju fljót- legu”, þó að mikið sé að gera, heldur borða hollan mat og efla með þvi starfsþrekið og viðnám- ið gegn hvers kyns pestum. Þeir geta lika með fjölbreyttu og spennandi mataræði stuðlað að tilbreytingu i hvunndeginum, úr þvi þeir komast ekki spönn frá rassi. Einfaldasta ráðið til að halda góðri heilsu og þar með fullum dampi langan vinnudag er að borða hvitlauk. Þeim sem neyta hans reglulega mun koma saman um að kynngikraftur hans er hreint ótrúlegur. Hér á eftir fer ýmislegt þvi til staðfestingar og að lokum upp- skrift af skemmtilegum ódýrum ofnrétti með hæfilegum hvi't- lauksskammti. Vitið þið... að i heimssty rjöldunum báðum var hvi'tiaukurinn oft- ast eina sóttvarnarlyfið við hendina á vígvöllunum, og bjargaði þvi ófáum manns- lifum? að hvitlaukur er afar góður fyrir meltinguna? að hvítlaukur heldur bæði bakteri'um og hvers kyns ill- um öndum i hæfilegri fjar- lægð? (Þess vegna ganga margir með nokkur hvitlauks- rif f bandi um hálsinn.) að hvítlaukur styrkir minnið? aðhvitlaukur er fyrirtaks vörn gegn ýmsum iungnasjúk- dómum, s.s. bronkitis? að hvitlaukur eflir kyngetuna? að hvitlaukur er ómissandi við matargerð? að þannig má lengi telja?! Leyndardómur hvitlauksins En hvað er það sem gerir hvit- laukinn svona heilsusamlegan? Hann er að visu rikur af vita- minum og eggjahvituefnum, en þaðer ekki fullnægjandi skýring. Kraftur hans stendur nefnilega i nánum tengslum við sterka, og að sumra dómi fráhrindandi, lykt hans. Þetta lyktarefni er aðeins 2% af massa hans. Sérfræðingar álita að þessi 2% — efnið allyl disulphate — séu bakteriudrep- andi. Hvitlaukurinn myndi þvi missa náttúru sina væri þetta lyktarefni með einhverju móti unnið úr hon- um. Menn veröa þess vegna að venja sig við þessa sérstæðu lykt, en skelfist hana einhverjir má vinna bug á henni með þvi að tyggja steinselju eða fá sér mjólkurglas eftir máltið þar sem hvitlauks hefur verið neytt. Plágan í Marseille — ..Vinaigre des Quatre Voleurs” Fjölmörgum sögum fer af töframætti hvitlauksins og hér á eftir fer ein slik, sem ég sel þó ekki dýrar en ég keypti. 1 frönsku Miðjarðarhafsborg- inni Marseille herjaði árið 1721 mikil plága þar sem fólk hrundi niður svo þúsundum skipti. Varð þvi sifellt erfiðara að fá einhverja til að jarða likin. Yfirvöld ákváðu þá að sleppa úr haldi fjórum föngum sem áttu yfir höiði sér dauðadóm vegna þjófnaðar, með þvi skilyrði að þeir tækju að sér greftrun hinna pestardauðu. Fangarnir unnu við greftrunina og voru hinir hressustu, og vakti það að vonum furðu manna. Þeim var siðan heitið sýknun ef þeir gætu gefið skýringu á hvers vegna þeir sýktust ekki. Þeir sögðust þá styrkja daglegan vin- skammt sinn með mörðum hvit- lauk. Þessi samsetningur spurð- ist óðara út undir nafninu „Vin- aigre des Quatre Voleurs” eða „Fjögurra þjófa vinedik” og enn þann dag i dag er framleitt edik með þessu nafni. Faldar sardinur Hér kemur uppskrift að skemmtilegum og bráðhollum ofnrétti sem er kryddaður með jurtablöndu og hvi'tlauk. Upp- skriftin er fyrir fjóra: 3— 4 gulrætur (eftir stærð) 3 epli 1— 2 púrrur (eftir stærðí 2— 3 hvitlauksrif (eftir þolrifjum neytenda) 4 msk. matarolia 2 dósir af sardinum i oliu 4— 5 kartöflur 2 litlir súputeningar 2 dl mjólk 1 dl sýrður rjómi 1 msk. sterkt sinnep Nýmalaður pipar, basil, timjan og oregano eftir smekk. 1) Skerið gulrætur og púrru i örþunnar sneiðar, afhýðið eplin og skerið i litla bita, merjið hvitlauksrifin, blandið öllu saman og léttsteikið á pönnu i oliu. Setjið siðan i smurt eldfast fat. 2) Hellið oliunni af sardinunum og raðið þeim siðan yfir gumsið i fatinu. 3) Afhýðið kartöflurnar og skerið þær i þunnar flögur eða lengjur. Raðið þeim yfir sard- inurnar. 4) Sósa. Hitið mjólkina i potti, myljið súputeningana út i, hrærið þar til þeir eru upp- leystir. Takið pottinn af hell- unni, hrærið sinnepi og sýrðum rjóma út i með gaffli og krydd- ið að lokum eftir smekk með nýmöluðum svörtum pipar, basil, timjan og oregano. 5) Hellið sósunni yfir földu sard- inurnarog bakið réttinn við 200 gr/C i'u.þ.b. 45 mfn, eða þar til kartöflurnar eru bakaðar. Þegar rétturinn er kominn á borðið getur hver og einn bætt við pipar og salti (sem sumum finnst vist ómissandi). Eina meðlætið sem þarf með þessum rétti er nýbakað brauð, gjarna gróft kornbrauð, og smjör. Til hátiðabrigða er vel við hæfi að dreypa á þurru hvitvini. eftir Jóhönnu Sveinsdóttur

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.