Helgarpósturinn - 02.04.1982, Side 15

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Side 15
15 hí=ilrjF^rpn^tl irinn Föstudagur 2. apríl 1982 mynð: Jim Smarl svo á fólkið sem gengur fyrir neðan — hef- urðu tekið eftir þvi hvernig það vaggar? Hlægilegt”. Ef þú byrjar á einhverju verki — breyt- ist þá hugmyndin ekki á meðan þú ert að hafa þig i að vinna verkið og svo áfram á meðan á vinnunni stendur? „Mjög sjaldan. Ég kanna hugmyndina mjög lengi i huganum. Svo set ég mál á allt saman, liti, útskýri hugmyndina og ein- staka þætti hennar, geng i raun þannig frá henni að það er hægt að setja hana i verk- smiðju og framleiða hana. — En ég prófa mig oft áfram i efnum. Það eru sjálfsagt einu prufurnar sem ég geri. Ég athuga vel hvernig efniö skilar hugmyndinni, hvaða efni hæfir henni best. Ef ég er t.d. að búa til verk um ofbeldi — þá túlka ég það kannski meö hnif — en hnifurinn verður aö vera úr blikandi stáli og svo beittur aö maður geti rakað sig með honum. Annars kemur of- beldistilfinningin ekki nógu vel út...” — Heyrðu — þú æðir stöðugt um . Slapp- arðu aldrei af? ,.Nei” Aldrei rólegur? ,,Það eru róleg timabil. Það liöur oft langur timi án þess aö ég geri eitthvaö sem mér finnst þess virði að sýna það. Ég pini mig aldrei. Það'þýöir ekki. Ég sit heldur i biðstöðu. Ég er þannig sko, að ég get ekki sest niður milli átta og fimm og framleitt eitthvað. Það verður að vera þróuð hug- mynd — nákvæmlega úthugsaö innihald, sterk tilfinning. Ég verö að ganga út frá einhverju. Ég skrifa gjarna niður eöa teikna og bæti hugmyndina þannig smám saman og dýpka hana. t byrjun er kannski um aðræða þokukennda hugmynd, eitthvaö fullkomlega galið og þóekki, mér finnst það ekki galið — sagöi ég aö þaö væri galiö? Aö flytja alla tslendinga burt af lslandi og láta þá lifa einhvers staöar þar sem er meira harmóni og meiri hamingja. En ég biö þangað til hugmyndin er oröin klár sko — og þá framkvæmi ég hana”. ú kenndir þú tvö ár við ,,Det konge- lige Akademi” i Kaupmannahöfn — þang- að til i fyrra? ,,Já, já, við Kongens nytorv eitt. Það er konungleg stofnun og er númer eitt. Há- skólinn er númer tvö. Það er það eina sem er gott viö stofnunina”. —- Hvað kenndirðu? ,,Ég kenndi nemendum t.d. hvernig á að fara með efni. Og ég kenndi lika hvernig á að vinna hugmyndir. Ég var ráöinn þarna sem tæknilegur kennari. En ég get ekki verið tæknilegur kennari án þess að vera hugmyndafræöilegur um leið. Það er út i bláinn aö vera aö vinna eitthvaö úr ein- hverju efni og hafa enga hugmynd að ganga út frá. Þaö verður eitthvað aö vera á bak við. Ef einhver nemenda kom til min og sagðist vilja vinna i tré eða járn bara til að vinna með þessi efni og hafði enga hug- mynd, þá sagði ég honum bara aö gleyma þvi. Ef einhver kom hins vegar og sagðist vilja vinna i tré eða járn vegna þess að hann ætlaði sér að veröa frægur. Þá var að minnsta kosti vilji og hugmynd á bak við. Löngun sko”. — A hvaöa skóla gekkstu sjálfur? ,,Ég var i Handiða- og myndlistarskól- anum i Reykjavik. Ég hafði kennara sem heitir Asmundur Sveinsson. Hann var hel- viti góður. Og svo var ég i London og lærði þar bæði og kenndi. Þaö var við „Hornsy Collage of fine art” — ágætur skóli. Ég lenti i Parisarbyltingunni 1968 þegar kerf- inu var mótmælt og bylt. Þaö var mjög góöur timi fyrir mig. Hvað snertir Akademiuna i Kaupmanna- höfn — ég er sennilega eini tslendingurinn sem hefur kennt þar. Hinir hafa allir verið nemendur. En þetta er versti listaskóli i heimi”. Hvers vegna? „Það byggist á — já það byggist á ein- hverri fjandans meðalmennsku og svo ákveðinni keppni milli deilda. Þetta er stór stofnun sko og svo eru ráðnir að henni pró- fessorar sko og undir þessum prófessorum eru svo kennarar og undir kennurunum eru aðstoðarmenn og undir aöstoðarmönnum - eru svo þvottakellíngar og undir þeim eru svo nemendur. Þeir sem voru ráðnir þarna prófessorar gerðu ekkert. Þeir fengu launin sin send heim. Þeir höfðu ekkert samband við kennara eða nemendur. Það voru kenn- ararnir sem áttu að lita til með nemend- unum. Prófessorinn sem var yfir mig settur kom þrisvar i heimsókn yfir kennslutimann og stoppaði i tvo daga. Það var annars og er finn karl. Ég kunni prýðilega við hann. En ég starfaði náttúrlega alveg sjálfstætt. Hugsaðu þér! A meöan ég var þarna komu tveir erlendir listamenn i heimsókn og spjölluðu við nemendur. Tveir! Þessir Danir halda að þeir séu stórveldi. Hérna við Handiða- og myndlistarskólann koma oft útlendingar og eru hér mánuð i einu. Við fáum hingað á hverju ári heimsfræga menn til að kenna. Það eru sko hreinar linur, að Islendingar hafa ekkert að sækja til Skandinaviu þegar myndlist er annars vegar. Ekki eitt strik. Hugsaðu þér — nú er svo komiö að það er farið aö sækjast eftir islenskri myndlist úr útlandinu. Þetta hljómar kannski sem mont en það er svona. Ég veit þaö. Þetta er náttúrlega ýmsu að þakka. Byrjunin á þeirri þróun sem hér hefur orðið, er kannski Súm. Súm braut i blað og hélt áfram vegna einhvers þráa og varö að þvi sem viö köllum nýlist. Það er Nýlista- safniö, ýmis galleri, Nýlistadeildin við Handiða- og myndlistarskólann og þeir i Skandinaviu klóra sér i hausnum og spyrja okkur hvað sé að gerast? Fyrirbæri eins og Nýlistasafnið er ekki til i Skandinaviu og Danmörku. Þeir eru farnir að koma hingaö frá söfnum eins og Moderna Muséet i Stokkhólmi og vilja fá aö sjá Nýlistasafnið. Og þeir vilja fá að vita hvernig til þess er stofnað. Þeir standa og gapa, þegar þeim er sagt að þetta sé stofnað og haldið úti án styrkja frá stjórnvöldum. Og þeir sem aö þessum söfnum standa eru sko engir list- fræöingar. Þetta eru listamenn, fólk sem vinnur að sinni list af fórnfýsi og áhuga. Það finnst Skandinövunum merkilegt”. Hannt þú einhverja skýringu á þessari þróun hér i myndlistinni — er þaö kannski vegna þess aö hér er engin þrúgandi aka- demia? „Já, það er kannski vegnaþess að við hér erum frjálsari á einhvern hátt. Við höfum enga tradisjón. Viö spyrjum til dæmis ekki hvað akademian i Kaupmannahöfn er gömul, heldur hvað er verið að gera þar. Aöur lærði fólk i Kaupmannahöfn og skilaði frábærum árangri. Fólk eins og Kristin Jónsdóttir og svo náttúrlega Kjarval. En þá var þessi akademia heldur yngri og fersk- ari sjálfsagt. Viö spyrjum aldrei hvar er þægilegt að vera. Við spyrjum hvar er mest að gerast. Við förum þangaö sem einhver hræring er, þangaö sem hlutirnir eru að ske og veltum þvi ekki fyrir okkur, að kannski er óþægi- legt að vera þar. Það er óþægilegt að vera mállaus i Paris eða i Amsterdam. En við höfum færst með hjartslætti myndlistar- innar. Og sá hjartsláttur færist stað úr stað. Hann er i Amoierdam, Paris eða New York og ekki inni á rykföllnum akademium ein- hvers staöar I Skandinaviu. Islenskt mynd- listarfólk hefur þannig orðið heimslistar- fólk. 1 Skandinaviu, eða aö minnsta kosti i Danmörku, er þetta bara einhver úthverfa- list. Þetta fólk er orðið á eftir. Við hér á Is- landi erum hætt aö taka mark á þessum nátttröllum. Nátttröll eru vitanlega til enn á Islandi. En maður er ekkert að taka mark á þeim. Maður vorkennir þeim bara og leyfir þeim að skrifa þetta rugl sitt i blöðin. Þeir verða náttúrlega aö lifa — menn eins og þessi Humpedy Dumpedy. heitir hann það ekki? 1 Danmörku eru menn enn aö spekúlera i svona nátttröllum. Þeir eru enn aö hafa af þvi áhyggjur hvað svona fólk segir um „stöðu danskrar myndlistar” — eins og það skipti nú máli”. Við höldum áfram rannsóknarleiðangri um Korpúlfsstaði. Húsakynnin þar eru svo stór, að það tekur langan tima að átta sig á rýminu og ranghölunum. Við byggjum loft- kastala, skemmtum okkur við að innrétta rýmið i huganum, setjum upp kapellu niðri og leikhús þar til hliðar, innréttum fleiri vinnustofur listamanna og sjáum fyrir okkur málara og myndhöggvara aö störf- um og rithöfunda sem sitja við ritvélarnar i minni herbergjunum og kannski væri ráö að setja upp prentsmiðju þar sem hestarnir standa nú mýldir við stall. Jón Gunnar grettir sig þegar hann gengur framhjá taðhrauknum i jeppakerr- unni og bendir svo út i sjóndeildarhringinn. „Nei — sko maður á ekki að láta skamm- degið þyngja sig. Hér er svo gott að vera. Sjáðu þessa liti maður. Sjáðu þessa liti! Þetta er stórkostlegt. Við ætlum að reyna aö innrétta ibúöina hér uppi, hafa hana fyrir gestaibúð fyrir norræna listamenn. Þaö er mikill áhugi á hinum Norðurlönd- unum fyrir þvi sem er aö gerast i myndlist á tslandi. Og það er mikiö að gerast... Veistu — þegar maður er hér að vinna á kvöldin, þá er kyrrðin algjör. Algjör. Svo kemur maður hingað út á hlaðið og þá heyrir maður einhvern niö eða dyn i fjarska. Hvað heldurðu að það sé?” — Ég veit það ekki. „Umferðin i Reykjavik. Og það er rauð- leitur bjarmi yfir bænum. Fallegt”.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.