Helgarpósturinn - 02.04.1982, Page 16

Helgarpósturinn - 02.04.1982, Page 16
16 Föstudagur 2. apríl 1982 Jie/garpásfurinn Eyjaskinna heitir rit Sögu- félags Vestmannaeyja, sem kom út nýlega. Meðal efnis i ritinu er grein eftir Margréti Hermannsdóttur fornleifa- fræðing, þar sem hún gerir grein fyrir fornleifarannsókn- um i Herjólfsdal, sem hún hefur haft yfirumsjón með. Helgar- pósturinn hitti Margréti að máli og var hún fyrst spurð að þvi, hvenær þessar rannsóknir hennar hófust. „Rannsóknirnar byrjuðu sumarið 1971. Þeir, sem áttu frumkvæðið að þeim.voru Stefán Arnason.lögregluþjónn og félagi i Rótarýklúbb Vestmannaeyja, og fieiri innan þess félagsskapar. Þeir voru búnir að biða eftir þvi i nokkur ár, að byrjað yrði að grafa upp i Herjólfsdal, en ekki voru allir sammála um elstu byggð á eyjunni. 1 dag er tómt mál að tala um það, þvi hraunið er komið yfir austurhluta eyjunnar, sem var frjósamasti hluti hennar. Sumir héldu fram, aö elsta byggðin væri á austurhluta eyjunnar, en aðrir, eins og Stefán, að hún væri inni i Herjólfsdal. Og auðvitað átti maöur aö koma þarna til að grafa upp land- námsmanninn Herjólf. Það var unnið sumrin 1971 og 72, en svo kom gosiö og það var ekkert hægt að gera aftur fyrr en 1977. Þaö var allt á kafi I vikri og dalurinn var mjög viðkvæmur. Það mátti engu raska vegna gróðursins.” — Hvernig standa þessar rannsóknir i dag? Rætt við Margréti Hermannsdóttur fornleifafræðing um rannsóknir hennar í Vestmannaeyjum, og fleira „Hér hefur verid stunduö eins konar höfðingjafornleifafræði „Þær eru komnar það langt núna, að úti- vinnunni er lokið. Það er verið að vinna úr hlutum, sem jarðfræðingar hafa með aö gera, i sambandi við timasetninguna, en mikiö af úrvinnslunni er eftir. Það er hægt að leika sér endalaust að þvi efni, sem maöur hefur i höndunum. Þaö, sem ég hef mestanáhuga áaðgera.erað vinna þetta á annan hátt en venjulega er gert hérna. Eftir að hafa fengið niöurstöður frá jarö- fræðingum.m.a. um gróðurfar og hugsan- lega um hvort fólk hafi ræktað eitthvað, langar mig t.d. til að vita hve margir hafi hugsanlega búið á eyjunni, þvi mig grunar, að þaðhafi verið fleiri bæir en þessi eini, og hvernig afkoman hafi verið, á hverju fólkið hafi lifað.” Eldri en Ingólfur — Að hvaða niðurstöðum hafiö þið kom- ist, miöað viö, að úrvinnslu er enn ekki lok- iö? „Það, sem búið er að grafa upp, er byggð norrænna manna, sem er frá a.m.k. fyrri hluta 9. aldar, einhvern tima á bilinu 800 til 850, og fram á 10. öldina. Það virðist sem byggðin leggist af seint á 10. öld vegna upp- blásturs. Við vitum nokkurn veginn á hverju fókið hefur lifað. Þetta hafa verið búfjárbændur, en einnig hafa þeir nýtt sér mikið fuglinn og fiskinn, og sennilega hafa þeir ræktað korn. Það hafa verið góðar aðstæöur til þess. Þá hefur hugsanlega verið eldri byggð á Heimaey, en þaði á eftir að vinna frekar úr þvi.” — Hvað vitið þið um þá byggð? „Þetta timatal miðast við ösku frá tveim gosum, landnámsgjóskuna og ösku úr gosi i Eidgjá árið 936, eða þar um bil. Aðrar náttúrufræðirannsóknir, frjógreining, benda til þess, að löngu áður en þessi land- námsaska fellur, verði einhver gróðurfars- breyting á eyjunni. Ennþá er ekki hægt að finna aðrar skýringar en þær, að það sé vegna sauöfjár. Þaðgetur varla hafa komið af sjálfsdáðum; það hlýtur að hafa komið með einhverju fólki. Þetta þurfa ekki endi- lega að hafa verið norrænir menn.” Enginn heilagur sannleikur — Þessar rannsóknir ykkar benda til þess, að i Vestmannaeyjum hafi verið byggð norrænna manna fyrir 874, sem er hið opinbera ártal landnáms Isiands, en er loku fyrir það skotið, aö það hafi verið aðrir uppi á landi? „Nei, nei, alls ekki. Þorleifur Einarsson gerði frjógreiningu fyrir 17-18 árum i Grimsnesi, minnir mig, og þar sér hann leifar af byggð undir landnámsgjóskunni. t rauninni væri hægt að gera margt skemmtilegt með fornleifafræðinni i sam- vinnu við jarðfræðina, sem hefur verið mjög litið gert hérna.” — Hverju breytir þessi niðurstaða ykkar um viðtekna skoðun á landnámi tslands? Er þetta einhver bylting i þvi sambandi? „Ef við komumst að þvi, að þaö sé miklu eldri byggð á eyjunni, yrði að fylgja þvi eftir á fasta landinu. En ef við miðum bara viö norrænu byggðina, þá er þetta enginn stórkostlegur timamismunur. Samt sem áður segir það manni, aö þessar heimildir, sem viö eigum, eru enginn heilagur sann- leikúr. Fornleifafræðin er ekki grein, sem hefur það markmið að sanna aö islenskar fornbókmenntir séu réttar. Hún vinnur eftir sinum eigin leiðum. Ef niöurstöðurnar passa við sögulegar heimildir, þá það. Og það er ágætt ef slikt gerist. Mér finnst and- inn hafa verið sá hér, i sambandi viö forn- leifarannsóknir og uppgrefti, aö allt sé fyrirfram ákveðiö. Þú veist, að þú ert að fara á sögufrægan stað, og það er talið, að hann sé svo og svo gamall út frá Land- námu, eða einhverri annarri heimild, og siðan eru allar niðurstöður sveigðar að þessum tima. 1 Vestmannaeyjauppgreftr- inum sér maður ýmislegt, sem sýnir manni, að alls konar timasetningar á öðr- um uppgröftum eru vafasamar.” Að toga og teygja — Að þessir menn hafi þá ekki áhuga á þvi að vinna strangvisindalega eftir sinni fræðigrein? „Menn lita, og hafa litið á fornleifafræði sem sagnfræðilega grein, sem ég tel, að hún sé ekki. Niðurstöður fornleifafræðinnar koma alltaf til með aö varpa ljósi á söguna, en hún er enginn angi af sagnfræði. Hún er sjálfstæð grein, sem nýtir sér æ meir svo- kallaöar raunvisindaaðferðir, og mér finnst Vestmannaeyjarannsóknirnar sýna, að fornleifafræðin gerir það. Ef ég hefði verið fyrirfram ákveðin að trúa öllu, sem i Landnámu stæði.hefði ég ósköp vel getaö aðlagaðniðurstöðurnar að þessum heimild- um, eins og staðan var 1972. Það er alveg sama i hvaða visindagrein það er,- þú getur alltaf með góðum vilja komist að einhverri ákveðinni niöurstöðu. 1 sambandi við Vest- mannaeyjar, þá hafði maður engar fyrir- fram ákveðnar hugmyndir um hvort þetta væri bær Herjólfs eða eldri eða yngri bær. Maður vissi ekki hvað maður var að fara út i. Og i rauninni á maður ekki að hugsa þannig, þegar maður vinnursin verk. Það á að ganga að verkinu og reyna að vinna það sem best. Það vantar á, að Þjóðminjasafnið og menntamálaráðuneytið og valdhafar al- mennt ýti undir það, að fornleifafræðin fái að þróast sem sjálfstæð grein á Islandi. Við erum eina þjóðin á Norðurlöndunum, sem stundar i rauninni engar skipulegar forn- leifarannsóknir. eftir Guðlaug Bergmundsson Þetta er yfirlitsmynd af uppgreftrinum, eins og hann leit út I septernber siðastliðnum. Ljósm. Sigurgeir Jónasson. Það sem þyrfti að gera, væri að skrá minjar i landinu og vinna að þessu kerfis- bundið. Ekki bara hlaupa eftir einhverjum sögufrægum stöðum, heldur hafa meiri vidd i þessum rannsóknum og athuga hvernig fólk almennt bjó. Það voru ekki all- ir höfðingjar og bjuggu á Stöng eða Berg- þórshvoli. Það voru ýmsir aðrir staðir, sem segjamannisistminna um afkomu fólksins og söguna. Irauninni er það einhvers konar höfðingjafornleifafræöi, sem hefur verið stunduð hér.” Ahugaleysi á Þjóðminjasafni — Hefur Þjóðminjasafnið eitthvað komið inn i þessar rannsóknir i Vestmannaeyj- um? „1 upphafi höfðu þessir menn úti i Eyjum samband við Þjóðminjasafnið, þvi það þarf leyfi þjóðminjavarðar til að hefja fornleifa- rannsóknir. Það má segja, að boðin hafi farið i gegnum þjóðminjavörð, en þar með upp talið. Hann sinnti þvi ekkert frekar og sýndi þessum rannsóknum engan sérstak- an áhuga.” — Af hverju heldurðu, að þjóðminja- vörður hafi ekki haft meiri áhuga á þessu? „Þetta er ekki eini uppgröfturinn, sem hann hefur haft litinn áhuga á. Þeir eru fleiri, eins og uppgröfturinn á gamla þing- staðnum i Kópavogi. Þar er það Kópavogs- bær, sem kostar rannsóknirnar, alveg eins og að i Eyjum var það Vestmannaeyjabær að mestu leyti.” — Að lokum, hvert verður framhaldið á þessum Vestmannaeyjarannsóknum? „Það fer náttúrlega eftir peningum, eins og allt annað. Ég ætla út til Noröurland- anna og vinna i samvinnu við deildir þar, sem eru að f jalla um samskonar rannsókn- ir, um afkomuna almennt og hvernig fólki tekst til, þegar það kemur á nýjan stað, hvernig það bjargar sér i nýju umhverfi. Þetta fjallar i raun um fyrstu byggð eða landnám og á Norðurlöndunum eru að fara af stað rannsóknirá þessumhlutum.Þó svo þeir séu á allt öðrum tima, alveg aftur i steinöld, er sömu aðferðum beitt. Það væri hægt að spinna endalaust i kringum þetta, bara út frá Vestmannaeyjaefninu. Ef það stenst, sem maður heldur um aldurinn á þessum bæjarleifum, og eins aldurinn á eldri byggðinni, þyrfti að fylgja þessu eftir oghalda rannsóknum áfrarh uppi á landi.” — Hefurðu góða von um að fá peninga? „Er ekki um að gera að vera bjartsýnn?” mynd: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.