Helgarpósturinn - 08.04.1982, Síða 2
2
Fimmtudagur 8. aprM 1982 hollJPtrpn^tl ihnD
Þeyr, Jaz, straumar og hulin öfl:
Bráðdrepandi
brandari
Það er alveg á mörkunum að liðsmenn hljómsveitarinnar ÞEYR viti hvað snýr upp
og niður þessa dagana. Það eru raunar liðnar liðlega fimm vikur siðan þeir voru með
allt sitt á hreinu, eins og sagt er, þvi þá kom til landsins frá Englandi 22 ára gamall
ensk/indverskur hljóðfæraleikari, Jaz Coleman. Fram að þeim tima var Jaz liðsmaður
bresku nýbylgjusveitarinnar THE KILLING JOKE, sem notið hefur talsverðrar hylli I
heimalandi sinu og fleiri Evrópulöndum.
Hann segist hafa i hyggju að setjast hér að. Hann á von á öðrum félaga sinum úr Kill-
ing Joke, Geordie nokkrum, hingaðá næstunni og þeir tveir, ásamt tveimur félögum úr
Þey, hyggjast stofna nýja hljómsveit á grunni manndrápsbrandarans. Aðrir menn i
Þey kunna ekki allir að meta þetta framtak Colemans. Þeim þykir hann átókratiskur,
hann vilji ráða öllu eins og nýlenduherra. Er nú alveg óljóst hvað verður ofan á innan
hljómsveitarinnar: verður haldið áfram eins og áður, springur hljómsveitin út af
hingaðkomu Englendingsins — eða fer hann heim á næstu dögum eða vikum og tekur
upp þráðinn þar sem frá var horfið? Sjálfur segist Jaz Coleman aldrei ætla aftur til
Englands. Þar vilji hann ekki vera.
A kafi í dulspeki?
Hijómsveitin ÞEYR hefur veriö hátt skrifuð I Islenska músikbransanum nánast allt
frá þvi að sveitin fór fyrst að koma fram fyrir hálfu öðru ári. Þeir voru I flokki ný-
bylgjusveitanna og skáru sig fljótt úr fyrir hugmyndaauögi og fagmannlega spila-
mennsku. Þeir hafa til þessa sent frá sér fjórar plötur, stórar og litlar, og ef til vill var
það táknrænt nafnið á fyrstu plötunni: Þagað í hel — þvi galli kom fram i pressuðu upp-
lagi og mestallt var innkallaö. Þeyr varð þvi „neöanjaröarhljómsveit” mjög fljótlega.
Hljómsveitin rekur sitt eigiö plötufyrirtæki, Eskvimó, með öðrum, fjölskyldubönd eru
nokkur i sveitinni og kringum hana. Hljómsveitin byrjaði sem órafmagnaður hópur,
sem ætlaði að gera eina plötu fyrir SG-hljómplötur. Platan tók hátt I ár i vinnslu og
hafði á þeim tima breytt Þey I rafmagnaða rokkhljómsveit. Siöan hefur músík þeirra
tekið nokkrum breytingum, sem tóku mjög ákveðna stefnu með plötunni MJÖTVIÐUR
MÆR er út kom fyrir siðustu jól —og var m.a. valin plata ársins ’81 af plötuskribentum
þessa blaös.
Það orð hefur farið af hljómsveitinni hér að liðsmenn hennar séu „allir á kafi I dul-
speki” og fornum fræðum. t textum þeirra má lesa um trú á hulin öfl, krafta náttúr-
unnar og jafnvel mystik. Þeir félagar halda sig nokk I þröngum hópi og það hefur aldrei
verið vel liðið i islenska músikbransanum. (Þaö er kannski Þeyr, sem geymir utan-
garðsmennina i islenskri rokkmúsik.) Og það er Hklega i gegnum hugmyndafræði og
utangarðsmennsku. að góður kunningsskapur tókst með þeim og Jaz Coleman og félaga
hans Geordie þegar þeir birtust á Islandi einn góðan veðurdag i fyrravor til að leita að
orkuuppsprettum i Islenskri náttúru — t.d. I Snæfellsjökli.
Svartigaldur?
Með Hilmar örn Hilmarsson, textahöfund og einn af stofnendum Eskvimó, I broddi
fylkingar hafa Þeysararnir kynnt sér fræði dulfræðingsins breska, Alistair Crowley,
sem sumir kenna við svartagaldur. Það hefur Jaz Coleman lika gert og einkum til-
einkaö sér einn hluta kenninga hans: Do What Thou Wilt. Með örlitlum útúrsnúningi má
láta þetta hljóða svo: Do As You Like — og innanbúðarmenn i Þey telja þá einmitt vera
útkomuna hjá Jaz Coleman. Það sé býsna útþynnt túlkun á orðum gamla mannsins.
Engu að siður er þaö fyrst og fremst á þessu sviöi, sem tengsl tókust með liðsmönnum
Killing Joke og Þeys.
Þeir fóru saman að Snæfellsjökli I fyrrasumar, þvi Jaz kom aftur þegar liða tók á
sumarið, og músikin fór að renna I svipuðum farvegi hjá hljómlistarmönnunum.t vetur
hefur Jaz verið önnum kafinn i Bretlandi, nýjar plötur að koma út með Killing Joke og
hljómleikaferð um Evrópu i undirbúningi. Svo var það eitt kvöld i febrúar þegar Killing
Joke spilaði á klúbbi i Englandi að Jaz Coleman átti nokkur orðaskipti við áheyrendur.
Samkvæmt breskum músikblöðum hrópaði Jaz „Þið hatið mig, þið hatið mig, þið eruð á
eftir mér”. Svo sást hann ekki meir. Enginn virtist vita hvar hann væri og mikið var
spekúlerað I þvl hvar hann væri niðurkominn. Fréttin barst svo frá tslandi — eins og
raunar var sagt frá i slðasta Helgarpósti. Ytra höfðu menn nokkrar áhyggjur af heilsu-
fari Colemans og þá ekki siöur þvl, að hann hafði skuldbundiö sig til ýmissa hluta:
hljómplötugerðar, hljómleikaferðalags og fleira.
En nú er hann hérlendis, hyggst ýmislegt fyrir og ætlar aldrei aftur heim til Eng-
Iands. Spennandi verður að sjá hvað verður úr samstarfinu við liösmenn Þeys — og vist
er, aö þar á bæ biöa ýmsir óþreyjufullir eftir þvisem verða vill.
Pendúllinn fór að sveiflast yfir
íslandi
— segir Jaz Coleman, sem ætlar
aldrei aftur til Bretlands, því hér
hafi hann fundið svarið...
Eftir drykklanga stund birtist
ungur maður i dyrunum,
svarthærður og dökkur yfirlitum,
svartklæddur frá hvirfli til ilja.
Hann hélt á flösku af Southern
Comfort með um fjtírðungi i.
Hann leit inn i stofuna þar sem
aðrir sátu og siðan inn i hliðar-
herbergi. Þar sat stúlkan, sem
hingaö var komin frá Englandi á
eftir Jaz Colemant lágvaxin,
svarthærð, indversk 1 útliti eins
og raunar hann lika. Þau ræddu
saman um stund og á meðan
spilaði Guðni Rúnar Agnarsson,
stjóri i Eskvimó, bróðir eins af
Þeysimönnum og góöur félagi
allra, nýja upptöku með Jaz Cole-
man og fjórum hljóðfæraleikur-
um úr Þey. Hann söng, þeir spil-
uðu, hávær gitar, effektar i rödd
og hljóðfærum, hrátt og allt að þvl
frumstætt.
Hér á ég heima
Svo kom hann aftur fram,
ræddi við Guðna RUnar um að
hann hefði ákveðið að hitta fram-
kvæmdastjóra Sinfóni'uhljtím-
sveitar íslands þá siðar um dag-
inn,sneri sér loks að gestinum og
heilsaði. Hann settist, fékk sér
sopa af Southern Comfort og
sagði: Jæja, eigum við aö tala?
— Þú talar, við hlustum. Hvað
er það eiginlega sem dregur þig
til Islands i þriðja sinn?
„Mér lfður vel hér. Hér verð ég
fyrir tónlistarlegum innblæstri,
innra meömérfinnstmérégeiga
heima hérna. En mér likar lika
við landið, gæöi þess og afl — ég
hef áhuga á fornum trúarbrögð-
um. Hér er lika merkur maður,
sem mig langar að hitta, Einar
Pálsson. Þaö væri gaman að ræða
viö hann um ákveðna staði hér,
sem búa yfir miklu afli. Ég dreg
enga dul á, að ég vissi hér af
stööum, sem búa yfir ákveðnum
krafti, eins og til dæmis Snæfells-
jökull.Þingvellir og fleiri. Þannig
að það er fleira en músik sem
dregur mig hingað. Músik er allt-
af um ótta mannsins við náttúru-
öflin. í þessum ótta er mikið afl,
sem þarf að beisla og beita i tón-
list.”
— En i Englandi gekk allt vel
hjá þér, ekki satt?
„Marvelous.” Hann brosti
breitt. „Ég hafði allt.” Svo hvarf
brosið: „Nema það sem ég vildi.
Ég vissi að ég átti að fara hingað
og hér fann ég það sem ég leitaði
aö. Það voru forlög.”
— Hvers konar hljómsveit er
Killing Joke?
„TheKilling Jokeer ekki hljóm-
sveit. Hún er áfangi, tæki til að
beita svo að maður geti haft al-
gjör og endanleg áhrif á örlög
manns. The Killing Joke verður
til áfram, þaöer að koma hingað
annar félagi minn úr KJ og viö
munum eignast nafnið eftir lög-
legum leiöum, sem á ekki að
veröa erfitt, þvi ég er nú einn af
stofnendum KJ.”
Hugarástand
— Hver er saga þin i músik —
hvemig tónlistarþjálfun hefurðu
hlotið?
„Það var fyrst I kiassik. Ég var
að læra á fiðlu. KirkjumUsik var
ég lika mikið i. Svo þegar ég var
15 eða 16 ára breyttist allt. Ég
kynntist ýmsum efnum, dópi, og
skipti mjög um skoðun. 1 klasslk-
inni er ekkert frelsi fyrir einstakl-
inginn. Frelsi hans er takmarkað
— til dæmis af þvi, að það er
eftir Ómar Valdimarsson