Helgarpósturinn - 08.04.1982, Qupperneq 10
10
Hver er konungur
dýranna...?
Stundum er sagt, að i hita leiksins, hávaða umræöunnar, kafi
skriffinnskunnar eða hvað þaö nú er sem um er að ræöa hverju
sinni, þá sjái menn ekki skóginn fyrir trjánum.
Siöustu mánuði, siðasta árið, hefur staöið lifleg og einkar upplýs-
andiumræða i nágrannalöndum okkar um afvopnum og nauðsyn á
nýrri samskiptapólitik austurs og vesturs.
Ný friðarhreyfing hefurorðiðtil. Og æ fieiri gera sér ljóst, að póli-
tiskar linur, sem dregnar voru i lok siðustu styrjaldar, þegar
heimsveldin skiptu á milli sin veröldinni, þurfa ekki aö gilda um
alla eiiifð. Það er hægt að hugsa frumlegar en Stalín og Breshneff,
Kennedy og Reagan.
1 vopnabúrum okkar heimshluta eru vopn sem á svipstundu geta
breytt tilveru okkar i svíðandi viti — reyndar oft á dag svo lengi sem
einhver er i stuði til að skjóta.
Spurningin snýst ekki lengur um það hvort maöur er „hægri”
manneskja ellegar „vinstri”. Hún snýst miklu frekar um það, hvort
maður er ábyrgur þegn, lifandi manneskja með greindarögn i koll-
inum og hugsar stundum um framtið næstu kynsióða.
VikL'póstur frá Gunnari Gunnarssyni
Hér á landi fer umræða um afvopnun og frið ekki hátt. Sú heildar-
mynd sem fjölmiðlar sýna okkur er ekki sérlega upplýsandi, miklu
frekar er hún bergmál þeirra alþjóðlegu fréttasendinga, sem dag-
lega ganga yfir heimsbyggðina og fjalla um Miðameriku, Austur-
lönd nær og svo Pólland. Svokallaðar fréttaskýringar færa okkur
sjaldan heim neinn sannieik um raunveruleika i þeim striðshrjáðu
löndum sem kastljós fréttastofa beinast að hverju sinni.
Og þegar við ræðum frið og afvopnun á heimavelli, endar okkar
umræða i einhverju þvargi um oliugeyma. Akveðinn hluti pólitikusa
og stjórnmálaskribenta sprettur upp með heitstrengingu i augna-
ráðinu og segist ekki geta lifað þá smán, að bandariski herinn fái
hér aukin umsvif.
Mér finnst það skipta mestu máli, að einhvern tima i framtiðinni
verði hægt að ræðast við, án þess að allir aðilar rjúki upp á nef sér
og fárist i miðju kafi þessa þreytandi moldviðris.
Það er langt siðan timabært varð aö efna til nýrrar aðkomu aö
þessum áriðandi málum. Friðarhorfur og afvopnun skipta okkur
meira máli en svo, að karpgefnum stjórnmálamönnum leyfist
endalaust að nota þau til þess eins að tryggja sér einhvern atkvæða-
lager með þvi einu að æpa tiltekin slagorð: Svikjum ekki varnar-
bandalag vestrænna þjóða! Eða: IslandúrNató —herinnburt!
Siðustu dagana höfum við verið látin fylgjast með gamalkunnum
sirkus úr pólitikinni.
Framkoma utanrikisráðherra (ég man ekki I svip hvað hann
heitir) minnir mig helst á gömlu söguna um ljónið og hin dýrin i
skóginum.
Hver er konungur dýranna? spurði ljónið öll dýrin I skóginum.
Það er satt.
Ljónið gekk á milli og hafði skoðanakönnun. Hver er konungur
dýranna?
Það ert þú, sagði giraffinn með andakt. Apinn tók undir með gir-
affanum og svo sögðu reyndar allir i skóginum. En ljónið lét sér
ekki nægja samdóma álit, heldurhélt áfram að suða um þetta leið-
indamál. Þá fauk i filinn. Hann lyfti ijóninu hátt á loft og skók það
til.
Hvers vegna verðurðu svona vondur þótt þú kunnir ekki svarið?
spurði’ þá ljónið.
________________Fimmtudagur 8. apríl 1982 HolrjFirpntztl irínn
Þegar Snjólfur snillingur kastaði
öruggum trompslag í vörninni
Ég haföi horft á þá félagana
spila um stund. Aö sjálfsögðu
var ýmislegt sem skeði, en hér
ereitt spil sem mig langar til að
segja ykkur frá. Spilin voru
þessi:
Gvendur S1096 H54 TD932 LKD42 glanni
Snjólfur Runki
snillingur röflari
S72 SDG54
HG83 H76
T64 TAKG85
LG109865 L73
Konni kæni SAK83
HAKD1092 T 107 LA
Sagnir gengu þannig:
suður vestur norður austur
2 hj. pass 2 grönd 3 tlglar
pass pass dobl 3spaöa
dobl 4 lauf dobl pass
4 hj. pass pass pass
Snillingurinn lét tigul sexið og
Runki röflari tók á gosann. Tók
siðan á tigul kóng og lét svo tigul
fimmið. Nú þurfti Konnikæni að
hugsa sig um. JU, hann
trompaði með drottnineunni
Snillingurinn henti tromp
gosanum umsvifalaust. Runka
röflara brá svo að ég hélt að
hann ætlaði aö detta af stólnum.
Auðséð var að hann ætlaði að
fara að segja eitthvaö, en hætti
við. Spilið hélt áfram og að
lokum varð suöur að gefa tvo
slagi á spaða. Einn niður.
Aö spilinu loknu sagði snill-
ingurinn við hnakker sinn: „Ég
sá að þér brá þegar ég henti
tromp gosanum. Ég var búinn
aö átta mig á þvi, að suður átti i
hæsta lagi eitt lauf. Sennilega
ásinn. Sex hjörtu myndi hann
einnigeiga.Tvo tiglahafði hann
átt. Þá voru fjórir spaðar eftir.
Sennilega ás og kóngur fjórðu.
Þvi þurfti hann aðeins aö spila
ás og kóng i trompi. Láta laufa
ásinn. Ás og kóng i spaða og
spila svo rólega litlu trompi á
A.P.H. WILLIAMS
fyrst birt i The Chess Amateur
árið 1910.
Hvltur á að máta i' 2. leik.
gosann minn. Þá er ég inni og
þvingast til að spila laufi og
þannig losnaði hann við báða
spaöana. Þvi kastaði ég gosan-
um strax og þessvegna gátum
viö hnekkt sögninni”.
„Þetta var mjög snjallt hjá
þér”,svaraði röflarinn. Ég vissi
ekki hvernig spilin þin voru, en
hélt aö þú hefðir kastað
gosanum „i óaðgæsluleysi” eins
og kerlingin sagði forðum. En
nú leyfi ég mér að lýsa aðdáun
minni á þinni frábæru spila-
mennsku”.
OOO
Fjórir Gyöingar spiluðu
bridge. Levy segir grand og i
þvi veltur hann dauður af
stólnum. Hinir horfa á hann,
hálf lamaðir af undrun.
Loks stendur Abraham upp,
tekur spilin úr höndum liksins
og segir: „Eiginlega er ég hálf
forvitinn aö sjá hverskonar
grand Levy sálugi hafði”.
B.T. SALTHOUSE
LondonGlobe 1911
Spilaþraut helgarinnar
Popp 17
með fullri brennivinsdrykkju.
Vegna þessa hefur kappinn ekki
sent frá sér nema þrjár sóló
plötur á þessum tima og er sU
nýjasta nýútkomin, en hún heit-
ir Nick The Nife.
Tónlist Lowe er mjög poppað
rokk og rdl, fyrst og fremst
framleitt til að skemmta fólki.
Það þarf t.d. ekki annað en að
Shaw var staddur þar sem bas-
ar var haldinn til stuðnings likn-
arstarfsemi. Ung og fögur leik-
kona sem stóð fyrir veitingum,
bauð honum tebolla. „Hvað kost-
ar hann”, spurði skáldiö. „Six-
pence” svaraði sú fagra, „en nú”
— hún dreypti aðeins á teinu um
leiö og hún sendi skáldinu augna-
tillit aðdáunarinnar — ,,nú kostar
hann tiu shillinga”. Shaw henti
tiu shillingum á borðið um leið og
hannsagði: „Gerið svo vel, en má
ég biðja um hreinan bolla”.
Shaw hafði verið boðinn i kvöld-
verðarveislu sem haldin var til
fjáröflunar velgerðarmála. Að
ioknu borðhaldi hófst dans og
Shaw gekk rakleitt til frúarinnar
sem stóð fyrir samkomu þessari.
Frúin lifnaði öll við.varð alsæl i
framan og sagði: „Að hugsa sér
að þér skulið hafa komið fyrst til
min”. „Elskulega frú”. sagði
hann um leið og hann tók utan um
hana. „Mér skilst að þetta sé vel-
gerðarball, er það ekki rétt?”
Þaö var stórt kvöldverðarboð.
Anatoie France og Shaw sátu hlið
við hlið. Anatole France þekkti
ekki Shaw i sjón og hafði ekki
heyrt hvað Shaw sagði þegar
hann kynnti sig. Þvi hallaði hann
sér að Shaw og spurði hann hver
hann væri. „Eins og þér — geni”
svaraði Shaw.
lita á lagalista nýju plötunnar til
aö gera sér grein fyrir innihaldi
textanna. Segja ekki nöfn eins
og Heart, My Heart Hurts,
Couldn’t Love You (Any More
Than I Do), Let Me Kiss Ya og
TooMany Teardrops ekki sina
sögu. Semsagt eintómir hjart-
næmir hjartabrjótar.
Lowe hefur fengið sér til að-
stoðar friðan flokk Urvals hljóð-
færaleikara, enda gefur auga
leið að hann hlýtur aö eiga hönk
upp i bakið á einhverjum, eftir
að hafa eytt siðustu árum I að
greiöa fyrir frama annarra.
Oscar Wilde (1856—1900) enskt
skáld.
Þegar verk Oscars Wilde voru
gefin úthjá bókaforlaginu Osgood
Mclloaine & Co„ auglýstii þeir
ávallt að allar bækur þeirra
kæmu samtimis út i London og
New York.
Dag nokkurn kom kunningi
Wilde og spurði hann hvort hann
hefði séð morgunblöðin. Osgood
er dáinn. Wiide þagði andartak og
svaraði siðan. „Vesalings Os-
good. Þetta er alvarlegt áfall fyr-
ir okkur.” Svo bætti hann við:
„Ég geri ráð fyrir að þeir jaröi
hann samtimis i London og New
York.”
Leikrit Oscars Wiide „Blæ-
vangur lady Windermer” var
frumsýnt við óstjórnlegan fögnuð
áhorfenda i St. James Theatre.
Ahorfendur neituðu að fara án
þessaðfá aösjá höfundinn. Strax
og Wildesýndi sig á senunni, varð
óhemju klapp og húrrahróp. Þeg-
ar Wilde loksins fékk hljóð, hélt
hann eftirfarandi ræðu:
„Dömur minar og herrar.
Stundarinnar i kvöld hef ég notið
alveg sérstaklega. Þessu af-
bragðs leikriti hafa leikarar gert
alveg dásamleg skil. Móttökur
ykkar, dömur minar og herrar,
hafa verið alveg frábærar og sýnt
hve gáfuð þér eruð. Ég óska yður
til hamingju með þann góða
árangur sem þér hafið náð með
framkomu yðar, sem sannfærir
mig um að þér hafið nærri þvi
eins mikið álit á leikritinu og
ég sjálfur.”
Nick The Nife er góð Lowe
plata og til að mynda mun betri
en siðasta plata hans, Lust of
Love.Lögin eru létt og gripandi
og ættu aö koma öllum i gott
skap, nema kannski þeim sem
eru svo alvarlega þenkjandi aö
þeir vilji ekki skemmta sér.
Jazz 17
lega var hann glæsilegur.
Favors var heldur litt magnað-
ur upp en hann er traustur klett-
ur og sú kjölfesta sem hver
hljómsveit þarf aö hafa þótt
sólóar hans þetta kvöld hafi ver-
iðfáir ogsmáir.
Þeir komu,sáu og sigruöu og
þá er bara að vona að við fáum
að heyra eitthvaö meira af sliku
áðuren Gerry Mulligan kemur
að gleðja okkur á Listahátið
(Guð forði okkur frá þvi að sið-
blinda Listahátiðarmanna sé
enn svo mikil að þeir eyöileggi
þá tónleika með þvi aö halda þá
( Laugardalshöll!).
Að lokum: Gleðjiö ykkur yfir
páskana og komið við i Gramm-
inu á Vesturgötu 53. Þar verður
opiö I allan dag og nýja hljóm-
leikaplata Art Ensemble of Chi-
cago: Urban Bushman seld, og
sú plata er ekkert slor!
Veltlngahúslö i
GLÆSIBÆ
Hnyttni
George Bernard Shaw
(1856—1950) irskt skáld.