Helgarpósturinn - 08.04.1982, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 08.04.1982, Blaðsíða 17
Jielgarpásfurinn Fimmtudagur 8. apríl 1982 17 Art Ensemble of Chicago i Broadway — „einstök hljómsveit” segir Vernharður Linnet og má vart vatni halda af hrifningu. Ljósm. William Keyser Ævintýrið mikla Það var skrautlegt sviðið á Broadway þegar Art Emsemble of Chicago var búið að taka uppúr kössunum og stilla þessa hálfaööru tonni af hljóðfærum sem þeir höfðu meðferðis á sviöið. Saxafónar i hrönnum, klarinettur og horn, vibrafónar, klukkuspil, málmgjöll og trumbur allskonar, kúabjöllur, bilflautur, blistrur, bassi, og trommusett og skal ekki lengur talið. Það rikti eftirvænting i troðnu húsinu þegar þeir fimmmenn- ingar gengu i salinn skrautlegir að vanda. Jarman einsog glæstasti ættarhöfðingi Afriku, Moye ekki siður skrautlegur, en Favors fornari með strituhatt og brá tibeskum ljóma úr æva- fornu múnkaklaustri yfir þá þremenningana. Svo var það hinn hvitsloppaði Bowie og Mitchell i gef junarbúning. Þeir gerðu hljóða bæn og yfir öllu trónaði merki þeirra: Great black music — Ancient to the fu- ture og Afrikufánar og hlébarði hvilandi á steppubeði. Gong voru slegin og málmjöll, trumbur ómuðu og kenna mátti Magg Zelma eftir bassaleikar- ann Malachi Favors Maghostus. Nokkuð mikið öðruvisi en á verðlaunaskifu þeirra félaga Full Force, þvi jassmenn leika sjaldan sama verkið tvisvar eins. Einsog Louis Jordan vögg- uðu þeir og veltu góðu árunum og saxafónleikararnir Roscoe Mitchell og Joseph Jarman blésu riffin meðan trompetleik- arinn Lester Bowie vældi i trompetinn og talaði einsog sið- ur var á dögum King Olivers. t fögrum tenórsóló Roscos hvarflaði hugurinn til hinnar æðstu ástar Coltrane og svo maröi Famoudou Don Moye trommurnar af slikum móði að salurinn ætlaði af göflum að ganga. t gegnum allt leið þó hin tregablandna tilfinning sálmsins: Stundum liður mér sem barninu móöurlausa. Svo fengu sumir karabiskan bibopp iiling i kroppmn og brostu i kampinn þegar Götudansinn hans Josephs Jarmans hljómaði úr lúörunum, enda gamall kunningi og góður. Og margt gerðist i senn. Roscoe þandi bassasaxafóninn og lék svo dreymandi hlaUpandiN sóló á sópraninn og blés endalaust og andaði i hring. Favors sló bass- ann einsog menn gerðu fyrir daga LaFaraos.svo var blásið frjálst og Jarman sagði: Takk fyrir. Hafði lært það á fyrir- myndarhótelinu Sögu. Hlé og alla þyrsti i meira og Moye og Favors veifuðu skúfum einsog Kenyatta forðum. Eftir geggjuð riff og dizzy- hlaup Bowies sem hoppaö var uppá i lokin einsog Newman gerði, blés Jarman i falsettu og til enda. Rýþmaorgia, tóna- orgia. Art Emsemble of Chicago er einstök hljómsveit og þarf eng- an að undra sem staddur var i Broadway á mánudagskvöldið að hún hefur verið talin ein fremsta djasshljómsveit ver- aldar i áraraðir. Samleikurinn er jafn mikilvægur og i hinum klassisku New Orleans sveitum en að sjálfsögðu skiptir einleik- ur félaganna miklu. Þar finnst mér trompetleikarinn Lester Bowie fremstur meðal jafningja og blanda hans af Armstrong- -Allen-Dorham-Davis og sjálf- um sér einhver sérstæðasti trompetstill siðasta áratugar. Hann notar hálftakkatækni þá sem Rex Stewart hóf til vegs og viröingar manna best og allir sólóar hans eru gneistandi af lifsfjöri og hugmyndaflugi. Sama má segja um saxistana Jazz eftir Vernhard Linnet svo upphófst kuðungablástur og rýþmaorgia og meiraðsegja Bowie tryllti á bassatrommu einsog þeir nota i lúðrasveitun- um og afróamerikanisminn hljómaöi i öllu sinu veldi i pólý- fóniskum rýþma. Og svo var allt Roscoe Mitchell og Joseph Jar- man þó tónn þeirra sé ólikur. Mitchell dekkri og breiðari en sálin hin sama. Trommugeggj- arar máttu ekki vatni haldayfir leik Don Moye 10> og svo sannar- ' *y Ego — Breyttir Timar Þaö kom mörgum á óvart á siðast liðnu sumri að Utan- garðsmenn hættu þá, einmitt þegar leikurinn virtist standa sem hæst. Og það var d- neitanlega nokkur áhætta sem Bubbi Morthens tók, er hann stofnaði hljómsveitina Ego með alls óþekktum hljóðfæraleikur- um. En hann virðist hafa spilað rétt úr þvi sem hann hafði á hendi, þvi nú.eftir að hafa end- urheimt Magnús trommara til liðs við sig, stendur hann uppi með hljómsveit, sem ekki er verri og að öllum likindum betri en Utangarðsmenn voru. Aila vega virðist mér það, ef dæma má eftir gæðum fyrstu plötu Eg- osins,sem nú er nýútkomin. Það er ljóst strax við fyrstu hlustun þessarar plötu, sem ber nafnið Breyttir tímar,að hér er um góða plötu að ræða. Þó voru það fyrst og fremst fjögur lög sem gripu mig i upphafi, en það voru lögin Stórir strákar fá raf- lost, Breyttir timar, Móðir og Jim Morrison Stórir strákar fá raflost er poppaður rokkari með geð- veikrahælistexta. Breyttir tim- ar er rólegt lag og er texti þess nokkuð hörð ádeila á pönklið bæjarins, og gæti þaö verið skýringin á hversu rólegt lagið er, sem einskonar andsvar við hraða og laglinuleysi pönksins. Það er hætt við að Bubbi eigi eftir að verða gagnrýndur af ýmsum vegna þessa lags á næstunni. Lagið Móðir hefur að geyma einn besta texta plötunn- ar, að visu óhugnanlegan, en á- kaflega myndrænan og undir- tónninn i tónlistinni er þungur og undirstrikandi. Jim Morrison er siðasta lag plötunnar. Það fjallarekki um Morrison,eins og nafnið gætigefið tilkynna, held- ur er texti þess miklu frekar saminn i anda hans. Textinn er frekar lesinn en sunginn og kunna það að vera áhrif frá An American Prayer eða jafnvel The Celebration Of The Lizard. Einnig þykist ég verða var við Morrison-áhrif i fleiri textum plötunnar, svo sem i Tungunni og Minnismerki. Þó að fyrrgreind fjögur lög hafi fyrst náð tökum á mér, þá verður fljótlega ljóst við endur- tekna hlustun, að Breyttir timar er heilsteypt plata og þvi er erf- itt að draga einhver lög sérstak- lega út úr. Egóiðer þétt hljómsveit. Git- arleikur Bergþórs er góður, ekki sérlega fyrirferðarmikill oe sóló hans eru ekki neitt sér- lega sláandi .leyna þö á sér. Bassaleikurinn er þéttur og á Hry/fíngur og hjartabrjótar andi gert. Um trommuleik Magnúsar þarf ekki að fjölyrða, hann er einfaldlega einn okkar besti trommuleikari. drengur- inn sá. Þó get ég ekki stillt mig um að kvarta yfir nokkuð möttum trommuhljómi, en hvort þar er um að kenna hljómblönduninni eða hinu fræga „Hljóðritasándi” skal ósagt látiö. Þess ber og að geta að Tómas Tómasson aðstoðar við hljómborðsleik, sem alls- staðar er mjög hlutlaus en fyllir þó vel i heildarhljóminn. Nú,um sönginn hjá Bubba er þaö aö en þaö er þó áreiðanlega vilj- Popp eftir Gunnlaug Sigfússon segja að sjaldan eða aldrei hefur hann gert betur. Egóið fer sem sé vel af stað með þessari fyrstu plötu sinni. Lögin eru sterk og textarnir yfirleitt góöir, þó stundum finn- ist manni alveg nóg um djöful- skapinn. Það má eiginlega segja að Breyttir timar sé eins- konar hryllingsmynd i plötu- formi. Nick Lowe — Nick The Nife Nick Lowe er enginn nýgræð- ingur ipopptónlistinni. Hann lék meö hljómsveitinni Brinsley Swartz um árabil og með þeim gerði hann einar sjö plötur. Brinsley Swartz sló hins vegar aldrei verulega i gegn, heldur átti hún sér frekar litinn hóp dyggra stuðningsmanna. Aðal- vettvangur hljómsveitarinnar voru pubarnir,en Brinsleys voru ein af fyrstu svokölluðum pub- rokkhljómsveitum, sem nokkuð létu að sér kveða um miöjan átt- unda áratuginn. Það var ekki fyrr en árið 1976 og upp frá þvi að fólk fór að vita meira af Nick Lowe, enda hefur maðurinn viða komið viö siðan. Hannhefur t.d. stjórnað plötum og leikið með eftirtöldum tón- listarmönnum á þessum tíma: Dave Edmunds, Dr. Feelgood, Elvis Costello, Graham Parker & The Rumour, The Damned, Mickey Jupp, Rockpile og Carl- ene Carter en hún er einnig eig- inkona hans og ef nánar er fariö út i ættfræðina þá er hún fóstur- dóttir Johnny Cash og dóttir country-söngkonunnar June Carter. Mér telst til að Lowe hafi ver- ið viðriöinn gerð yfir tuttugu stórra platna á siðusíu sex árum og er þaö ekki svo li'till árangur Barnabókaútgáfan á síðasta ári Það er orðið nokkuð langt síðan ég lofaði að gera einhverja grein fyr- ir barnabókaútgáfunni á síðasta ári. úthlutun barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar varð til þess að minna mig á að mál er til komið að efna þetta loforð. útgáfan A siðasta ári munu hafa kom- ið út nærri 130 barna- og ung- lingabækur, er þá ekki talið með allskyns smáprent sem hleypir þessari tölu nokkuð upp. (Rétt er að taka fram að þessar tölur eru birtar með nokkrum fyrir- vara þar sem fullkomnar skrár um útgáfuna hafa ekki enn séð dagsins ljós.) Islenskar bækur eru nærri 30 en þar eru með taldar nokkrar endurútgáfur. Frumsamdar is- lenskar bækur eru þvi rúmlega 20. Eflitið er nánar á íslensku bækurnar kemur i ljós að 11 bækur eru fyrir yngstu lesend- ur/skoðendur. Miða ég þá við aldursflokkinn fram að 8 ára aldri. Fyrir næsta aldursflokk ca. 8 - 12 ára eru 8 bækur,ung- lingabækur eru 2. Endurútgáfur eru 5. tslensku bækurnar má einnig flokka á annan veg. Þá eru myndabækur 8. (Myndir með nokkrum texta). „Vandamála- bækur” eru 4. Er hér átt við bækur sem fjalla aö einhverju eða verulegu leyti um þjóðfé- lagsleg vandamál eins og skiln- aði, drykkjuskap á héimilum, erfiðleika i skólagöngu, flutn- inga úr sveit i borg o.s.frv. Hversdagsævintýri eru 5. Þar er átt við bækur sem fjalla um hversdagslif barna og ævintýri sem geta komið fyrir hvar og hvenær sem er, án þess að markmið höfundar sé beinlinis að fjalla um tiltekin „vanda- mál”. Ævintýri eru 5, og er þá átt við sögur sem gerast að hluta eða alveg utan marka hins hefð- bundna veruleika. Erlendu bækurnar (þýddu) eru eins og áður segir u.þ.b. 100, (smáprent undanskilið). Þar af eru rúmlega 40 fjölþjóðaprent og i þann flokk færi einnig allt smáprentið ef það væri reiknað með. Þróunin Þegar litið er á útgáfu siðustu þriggja ára og hún siðan borin saman við áratuginn þar á und- an kemur ýmislegt forvitnilegt i ljós. 1 fyrsta lagi virðist ljóst að si- felld aukning ljölþjóöaprentsins á markaði hér hefur stöðvast. Arið 1979 er titlafjöldinn svipað- ' Bókmenntir y eftir Gunnlaug Astgeirsson ur og á síöasta ári. Nokkrir bókaflokkar hafa dottið út og nýir ekki komið i staðinn. Einn- ig virðist mér að verulega vönd- uðum bókum af þessari tegund hafi fjölgað nokkuö. Af þessu virðist mega draga þá ályktun að markaðurinn sé orðinn mett- aður af myndasögum og sam- keppnin færist frá magni yfir á gæði. Engu að siður er það alvarlegt mál hversu markaðsdrottnun þessara bóka er mikil. En á hitt ber einnig að lita að oft er gifur- legur gæðamunur á þessum bókum og villandi ef ekki bein- linis rangt að setja þær allar undir einn og sama hátt. Það má einnig spyrja sig að þvi að hve mikhi leyti fjölþjóðaútgáfa heldur uppi útgáfu annarskonar barnabóka. Ef litið er til annarra þýddra bóka, þá heldur áfram sú þróun sem hófst fyrir nokkrum árum að nokkur bókaforlög leggja verulega áherslu á að gefa út vandaðar þýddar barna-og ung- lingabækur. Eru þar fremst i flokki Iðunn og Mál og menning. Er það vel ráðið hjá dómnefnd Reykjavikur að veita bók úr þessum hópi þýöingarverðlaun, enda eru þær yfirleitt mjög vel þýddar og þýðingin sem fékk verðlaunin sker sig úr. Einnig virðist hafa fækkað nokkuð út- gáfu lélegustu barna- og ung- lingareyfara. A siðustu árum hefur fjöldi út- gefinna frumsamdra islenskra barna- og unglingabóka verið á bilinu 10 - 15. Nú hefur orðið nokkur aukning þar á, 1981 $

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.