Helgarpósturinn - 08.04.1982, Page 18
18
Fimmtudagur 8. apríl 1982 hp»lrjnrpn*^tl irínn
Mjúsíka!
Úr sýningunni á Jazz-inn — lifieg uppákoma i músik- og leik-
listariífinu, segir Vernharður m.a. i umsögn sinni.
Mamma og afi fá sér stuð
SÖNGLEIKURINN JAZZ-INN
Höfundur handrits og dansa:
Bára Magnúsdottir
Tónlist flutt og samin af: Árna
Scheving hljömsveitarstjöra,
altista og vibrafónleikara, Þor-
ieifi Gislasyni tenor og barrý-
tónsaxafónista, Guðmundi Ing-
ólfssyni pfanista og ásláttar-
manni. Pétri Hjaltested hljóm-
horðsleikara, Tryggva Hubner,
gítarleikara, Helga H. Kristj-
ánssyni rafbassa, Sigurði
Karlssyni trommur og Pálma
Gunnarssyni söngvara.
Dansarar: Guðbergur Garðars-
son,Sigrún Waage og félagar úr
Jazzballettskdla Báru mfl.
Það er i mikið ráðist að setja
upp mjúsikal i Háskólabidi þar-
sem húsaleiga er einna hæst i
heiminum. Það þarf lika bjart-
sýni til að setja upp mjúsikal
þarsem prófessjónalisminn og
amatörisminn blandast einsog
hér gerist. Jazz-Inn er ekta
mjúsikal eins og við þekkjum úr
dansa og söngvamyndunum og
þvi er nafnið dálitið villandi. Ég
er ekki frá þvi að það eigi ein-
hvern þátt i frekar dræmri að-
sókn. Margir haldi að þarna sé
eitthvað djassverk á ferðinnien
það erf jarri sanni. Þetta er ekta
sjó!
Hér er sagt frá ungmennum
sem ganga i eina sæng og þeirri
martröð er upphefst er lifs-
gæðakapphlaup neysluþjóðfé-
lagsins er upphafið og farið að
hrærai skuldasúpunni. Eftir hlé
var svo skemmtanalifið á dag-
skrá, sjúkt, spillt og innantómt.
Ekki ætla ég að fara mörgum
orðum um dansinn, til þess
brestur sérþekkingu, en mikið
hafðiég meira gaman af þokka-
fullum dansi hjónakornanna en
dans- og söngvamyndaatriðun-
um eftir hlé. Það skemmdi að
visu nokkuð heildarmyndina að
þauGuðbergurogSigrún sungu,
þvi söngurinn er ekki þeirra
sterka hlið. Afturá mdti stóð
Pálmi Gunnarsson sig með
prýði isöngnum og fór á kostum
imargvislegugervi. Þarna voru
skilin skörpust milli atvinnu-og
áhugamennskunnar.
Tónlistin var mikill kokteill og
oft góður. Hljómsveitin blanda
af hinum ágætustu djass og
rokkhljómlistarmönnum og
þarna mátti heyra allt frá hinu
fágaðasta gavotte gegnum ljUfa
sveiflu til kraftmikils rokks.
Taktskipti tið og tilbreyting
mikil. Mörg stef voru gripandi
ss. upphafs og lokasöngur sá er
Guðmundur Ingólfsson skrifaði.
Að sjálfsögðu er ekki mikið rúm
fyrirsólóa i slikri leikhústónlist,
en alltaf fengum við kdr og kór.
Arni Scheving fór á kostum á
væbinn. Léttur og hreinn tónn
hans er eyrunum sælgæti.
Sveifla Guðmundar Ingólfsson-
ar eralltaf jafn sterk og Þorleif-
ur Gislason vældi á tenorinn
einsog boppararnir sem þekktu
rýþmablUsinn. Hjaltested og
Höbner voru rokkaðir i sinum
sólóum ogHelgi og Sigurður sáu
um grunnrýþmann og tókst bet-
ur upp i hinni þyngri efnisskrá
heldur en þegar sveiflan var
sem léttust.
Hafi allir aðilar þökk fyrir
þrautseigjuna og megi uppá-
komur sem þessi lifga islenskt
músiklif.
Leikfélag Reykjavikur sýnir
Hassið hennar mömmu eftir
Dario Fo.
Þýðandi: Stefán Baldursson.
Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson.
Leikmynd og búningar: Jón
Þórisson.
Lýsing: Daniel Williamsson.
Leikendur: Gísli Halldórsson,
Margrét ölafsdóttir, Emil
Gunnar Guðmundsson, Aðal-
steinn Bergdal, Ragnheiður
Steindórsdóttir, Kjartan
Ragnarsson og Guðmundur
Pálsson.
ttalska leikskáldið Dario Fo
er orðið firna vel kynnt á Is-
landi. Mér telst svo til að Hassið
hennar mömmu sé 8. verkið
eftir Fo sem hér er sýnt og þar
af hafa sex verið sýnd á þremur
siðustu árum. Vinsældir þess-
ara gamanleikja eru nánast
yfirgengilegar og ekki var á
áhorfendum i Iðnó að heyra að
nokkurt lát væri þar á. En hvað
er það sem gerir verk Fos svo
eftirsóknarverð? Elstu verk
hans eru fremur meinleysis-
legir ærslaleikir sem leggja
áherslu á gamanið eitt en fljót-
lega fór hann að nota leikhúsið
sem tæki i pólitiskri baráttu.
Dario Fo tekst öðrum betur að
nota form hins sigilda farsa við
að bera fram alvarlega þjóð-
félagsumræðu og það er eflaust
skýringin á vinsældum hans.
Hann f jallar um hitamál liðandi
stundar á þann hátt að verkin
eiga sér almenna skirskotun og
eru ekki bundin við þann italska
veruleika sem þau eru sprottin
úr.
Það er að sjálfsögðu fikni-
efnavandamálið sem er til um-
ræðu i Hassinu hennar mömmu.
Rosetta, mamman, býr með
föður sinum i heldur hrörlegri
ibúð i fátækrahverfinu. Luigi
sonur Rosettu er heldur laus við
á heimilinu, en það er vitneskja
mömmunnar um fikniefna-
neyslu sonarins sem hrindir af
stað atburðum verksins. Einn
daginn kemur Luigi i heimsókn
og mætir honum hin megnasta
hasssvækja. í fyrstunni trúir
hann ekki sinu eigin nefi, en
hann sannfærist þegar
mamman og afinn leggja fram
staðreyndir málsins af kaldri
rökhyggju. Það er ekki nóg með
að þau feðgin reyki eða tyggi
smávegis hass annað slagið,
þau eru orðin algerir sérfræð-
ingar i faginu. Þau eru sjálf i
samböndum og selja öðrum,
standa fyrir umfangsmikilli
ræktun og hafa farið á tripp af
sporðdrekaeitri: Nú ef að tekj-
urnar af sölunni nægja ekki
fyrir eigin neyslu þá bregða þau
fyrir sig búðarhnupli, ferðaút-
vörpum og svoleiðis drasli
skilurðu. Aumingja Luigi sem
neytt hafði fikniefna i nafni
framsækninnar (eins og svo
margir) verður vitaskuld alveg
miður sin. Hann gripur til rök-
semdafærslu sem skömmu áður
hafði virstsvo borgaraleg þegar
hún hafði streymt úr munni
móður hans. Og mamman
svarar eins og hann áður:
„Kannabisefni eru alveg hættu-
laus, a.m.k. ekki verri en
brennivin”, „þetta er bara
áróður borgaralegra stjórn-
valda, læknarnir eru lika á kafi i
þessu” og siðan vitnar hún til
reynslunnar, „hugsaðu þér fil-
inguna, maður, sæluna...”
Og áfram gengur ærslaleikur-
inn vitaskuld. Vinur Luigis sem
er heróinisti kemur til sög-
unnar alblóðugur eftir að hafa
verið verkaður af félögum i
hreyfingu sem berst gegn fikni-
efnum! Antónió, skondinn
frændi sem starfar i fikni-
efnalögreglunni, er hafður að
háði og spotti siðari hluta verks-
ins. Sóknarpresturinn kemur
einnig við sögu og i ljós kemur
að bakhluti hans er prýddur
merki mafiunnar. Eftir miklar
misskilningsflækjur og glanna-
skap gengur verkið loks upp og
þeir Luigi og vinur hans hafa
haft bæði gagn og gaman af,
sem og væntanlega flestir leik-
húsgestir.
Dario Fo beinir ádeilu sinni i
ansi margar áttir i Hassinu
hennar mömmu. Þetta er eðli-
legt að vissu marki þvi vissu-
lega erum við öll meira og
minna samsek i þeim stóra
glæp. Hins vegar held ég að
verkið hefði orðið mun mark-
vissara ef ádeilunni hefði verið
búinn ákveðnari farvegur og
þeir teknir sérstaklega á hval-
beinið sem stærsta sökina bera.
En vissulega komu aðalatriði
málsins fram. Einsemdin og
firringin er ákjósanlegur jarð-
vegur fyrir þann lifsflótta sem
stundaður er undir merkjum
dópsins. Mafian sem helsti
gróðaaðilinn fær eðlilega sinn
skammt frá ttalanum Dario Fo,
en mesta rækt leggur hann þó
við hugmyndafræðilega hlið
málsins. Róttæklingurinn Fo er
réttilega sár yfir þvi hve skoð-
anabræður hans á vinstri-
vængnum hafaverið ginnkeyptir
fyrir töfrum fikniefnanna og ég
gæti ekki verið honum meira
sammála. Það er væntanlega
engum blöðum um það að fletta
hverjum kemur þessi flótti og
uppgjöf best enda andóf stjórn-
valda ekki alltaf mjög sannfær-
andi.
Jón Sigurbjörnsson leikstýrir
þessu verki og tekst vel, enda
þekkir hann höfundinn vel og
hefur við hlið sér leikara sem
hafa getið sér mjög gott orð i
Dario Fo sýningum. Hver hefur
t.a.m. gleymt Gisla Halldórs-
syni i Þjófar lik og falar konur
hér um árið? Eða Margréti
ólafsdóttur i hlutverki gleðikon-
unnar i sömu sýningu? Þau tvö
bera hitann og þungann af þess-
ari sýningu i hlutverkum afans
og mömmunnar. Þau Gisli og
Margrét léku af krafti og öryggi
allan timann og nýttu vel þá
kosti gamanleikaranna sem þau
hafa i sér fólgna. Aðrir leikarar
stóðu nokkuð i skugganum af
þessum tveimur og það var
helst Kjartan Ragnarsson i
hlutverki Antóniós sem náði að
byggja upp mannlýsingu sem
stóðst samanburð við þau feðg-
in.
Leikmynd Jóns Þórissonar
var haganlega gerð og mátu-
lega itölsk. Hún myndaði ágæt-
an ramma um sýninguna og
hafði i sér fólgna viðáttu sem
kom skemmtilega út.
Þessi sýning var i heildina séð
býsna skemmtileg og á væntan-
lega eftir að ganga vel. Sú
spurning leitar þó stöðugt á mig
hvort ekki sé að verða nóg
komið af Dario Fo i bili. Það er
nóg til af höfundum sem stunda
álika iðju og verðskulda kynn-
ingu á islensku leiksviði.
SS
og púkar
Englar
Liklega var það mesta
gamanið á fyrra hluta sinfóniu-
tónleikanna 1. april að heyra og
sjá Kristján Þ. Stephensenleika
listir á óbóið. En efniviður hans
varheldurekki af löku tagi, þótt
hann væri frá 20. öld.
Fyrra verkið var Blóma-
klukkan (L’horologe de flore)
frá 1963 eftir Frakkann Jean
Francaix, árgerð 1912. Verkinu
er ætlað að lýsa klukkublómum
sænska grasafræðingsins Karls
Linné (1707-1778) á ýmsum tim-
um sólarhrings, nánar tiltekið
kl. 3, 5, 10, 12, 17, 19 og 21.
Þessir sjö Wutar eru vissulega
samtengdir af góðu nostri og
gefa einleikara ismeygileg
tækifæri, sem voru vel nýtt.
Leifur Þórarinsson er ekki
nema svosem tveim áratugum
yngri en Francaix, og álika
aldursmunur er á Blómaúrinu
og óbókonsert hans frá 1981.
Eitthvað er breytt og annað-
hvort ég eða þjóðin, gæti Leifur
vist sagt. Þvi ég heyri engan
okkar Ur fjöldanum tala um, að
þetta nUtimaverk hafi verið
leiðinlegt, og mér þótti það
m.a.s. skemmtilegt. Endirinn
þó kannski eilitið slappur fljótt á
hlustað.
Mikið hlýtur það annars að
vera bágur hagur sem suma
hrjáir, að finna sig vera langt á
undan sinni samtið, en þrá jafn-
framt og sækjast eftir hylli
fjöldans. Þvi þetta tvennt getur
aldrei farið saman, hvorki i list-
um, visindum né stjórnmálum.
Það er voWaust að afla eða
halda fjöldafylgi með þvi að
fara sifellt eftir kdrréttri hug-
sjón. Fjöldinn er heimskur og
gleyminn.sagði Göbbels, og það
er þvi miðuróhugnanlega mikið
til i þvi. Og þvi' getur lika verið
einsgott, aðfjöldinn sé stundum
tregur til og hlaupi ekki eftir
hvaða nýjung sem er.
Siðasta verkið var svo 1.
sinfónia Brahms, sem tókhann
rúma tvo áratugi að koma frá
sér, þvi honum fannst hann si-
fellt heyra fótatak „risans” á
bak við sig. (Beethovens). Samt
var hún uppnefnd 10.
Beethoven-sinfónianog ris fylli-
lega undir þvi án nokkurrar
minnkunar fyrir höfundinn.
Ekki veit ég fremur en aðrir,
hvað þarf til að verða yfirburða
hljómsveitarstjóri. Eitt er vist,
að kunnáttan ein nægir ekki
frekar en hjá kennurum.
Lærðustu menn geta verið lé-
legustu kennarar. I báðum
dæmum þarf eitthvert brot af
skáldi eða áróðursmanni, ein-
hver drýsildjöful. Páll P. Páls-
son er ágætur tónlistarmaður,
en hann vantar liklega þennan
óskýrgreinda drýsil. Samt var
sinfónian mjög þokkalega flutt,
þótt dálitið skorti á sárindin,
sem gegnsýra þetta og mörg
önnur verk Brahms.
Háskólatónleikum
lokið
Það er liklega ekki viðeigandi
að segja fyrrnefndan pUka eiga
sér hæli i séra Gunnari Björns-
syni. Kannski er það fremur
engill. Ekki veit ég svo sem,
hversu honum myndi vegna á
konsert i kappi viö stóra hljóm-
sveitog enn siður, hvernig hon-
um léti að fástviðnUtima tækni-
brellur. En leikur þeirra
Jónasar Ingimundarsonar á
selló og pianó á föstudaginn
varð áheyrendum einkar ná-
kominn, svo að gekk inn og Ut
Séra Gunnar Björnsson.
um hjartahólfin.
Viðfangsefnin voru einkum
eftir tvo hirðmUsi'kusa frá þvi
um 1700. Marin Marais (1656-
1728) var hvorki meira né
minna en 42 ár gömbuleikari
við hirðir Loðviks 14. og 15. i
Versölum. Eftir hann léku þeir
bráðskondið Folies d’Espagne.
Þá kom Englendingurinn
Henry Eccles (1670-1742), sem
var af þekktri tónmannaætt og
ýmist er skrifuð Eccles eða
Eagles. Henry var lengi við hirð
Vilhjálms 3. af óraniu, en 1715
fór hann til Parísar og var lengi
við hirð Loðviks 15. einsog
Marais. Hér var flutt eftir hann
vinsæl sónata f g-moll. Beet-
hoven rak svo lestina með 12 til-
brigðum sinum við voldugt stef
úr Júdasi Makkabeusi eftir
Hándel, sem samin voru 1796.
Þetta voru 15. Háskólaton-
leikarnir á þessum vetri. Ekki
hafði verið gert ráð fyrir, að
þeir yrðu nema 14, en aðsókn
reyndist það góð, að efni urðu
til að halda a.mik. þessa auka-
tónleika. Með einni undan-
tekningu hafa þessir tónleikar
verið i hádeginu á föstudögum i
Norræna húsinu og staðið
rúman hálftima hverju sinni.
Þessi nýbreytni i timasetningu
mæltist misjafnlega fyrir i
fyrstu. En hún hefur a.m.k. ekki
sett tóWeikanefndina á hausinn
einsog dæmið sannar. Aðsókn
'nefur verið á bilinu 30-90, og það
dugir nokkumveginn fjárhags-
lega. Tónlistarmenn geta þvi
flutt það sem þá langar helst til
án þess að hafa áhyggjur af
rekstri fyrirtækisins.
Hér á undan var vikið að hirð-
tónlist, þegar menn féngu músilc
i ábæti á eftir matnum. Það er
auðvitað óliku saman að iafna.
en hér hala menn þó getað feng-
ið sér snarl I veitingastofu húss-
ins og sest siðan á meltuna við
hljóðfæraleik.
Þetta er gott fyrirkomulag,
sem gefur þvi sjálfsagða við-
horfi undir fótinn, að músik sé
ekki eitthvað, sem menn fari til
að hlýða á um helgar I spariföt-
unum,heldur einsog hver önnur
lifs- og sálarnæring.
Aðstandendur og tónlistarfólk
eigaekki að gera ráð fyrir nein-
um húsfylli, heldur nokkrum
tugum þakklátra áheyrenda,
þeim mun fleiri þvi betra auð-
vitað. Ef allir aðilar ganga til
leiks með slfku hugarfari, þá
munu þeir hinir sömu lika hafa
enn meiri ánægju af.