Helgarpósturinn - 08.04.1982, Page 22

Helgarpósturinn - 08.04.1982, Page 22
wu^i.>«naaarna Fimmtudagur 8. apríl ]S „Ef við höfum ekki vit til þess að fara rétt meö kunnáttu okkar, fáum við ekki að reyna upp á nýtt”. Þetta segir Arthur C. Clark, visindamaður, skáldsagnahöfund- ur og spámaður. Hann skrifaði bókina 2001: A Space Odyssey, og hafi bókin eða kvikmyndin farið framhjá einhverjum hér á tslandi, kannast þeir kannski við manninn, sem segir frá skringilegum fyr- irbærum, i sjónvarpsþættinum „Furður veraldar”. Hann hefur oft komið mönnum á óvart með furðulegum spádómum um framtfð- artækni, svo sem þegar hann benti á möguleika á fjarskiptagervihnöttum, en það gerði hann um það leyti, er seinni heimsstyrjöldinni var að ljúka. Það tók enginn mark á þessu óráðshjali i þessum próflausa draumóramanni. En 1957 var Sputnik I sendur á loft, og alltieinu breytt- ust viðhorfin. Clark gaf einnig út bók, „Interplanetary Flight”, en þá hafði hann lokið háskólaprófi i eðlisfræði og stærð- fræði. Hann var einnig stofnfélagi að Breska Geimferðafélaginu (British Int- erplanetary Society), en sá félagsskapur vann mikið brautryðjendastarf i kynn- ingu á hugmyndum um könnun geimsins. Nú erClark viðurkenndurspámaður, en býr ekki I sinu heimalandi. Hann hefur að mestu leyti verið búsettur á Sri Lanka, frá þvi 1956. Hann skrifar þar, og „spekúlér- ar”. Roger Caras, sjónvarpsmaður og höfundur fjölda náttúrulifsbóka, átti við- tal við Arthur C. Clark á heimili hans á Sri Lanka og birtist viðtalið i bandariska timaritinu Science Digest. „Við erum nú komin að timamótum, sem má bera saman við þau, sem urðu, þegar forfeður okkar yfirgáfu hafið fyrir hálfum milljarði ára, og tóku sér bólfestu á þurru landi. Við undirbúum nú að fara tilhinna reikistjarnanna i sólkerfinu okk- ar, og fyrr eða siðar höldum við til ann- arra stjarna, það er ég viss um.” I eyrum sumra kann þetta að hljóma eins og visindaskáldskapur, en Clarke er viss um að hann hefur rétt fyrir sér. „Ég efast um að það sé nokkur hlutur, sem skiptir máli, sem við erum ófær um að gera”, segir Clark. En miðað við ástandið i heiminum i dag, heldur Clark þá að okkur vinnist timitil aðkoma öllum þessum draumum I framkvæmd? „Ég er bjartsýnn á það, þvi ég held aö1 við höfum 51 prósent möguleika á aö lifa af. Og ef viö lifum af, verður mannkynið eilift, a.m.k. I nokkur þúsund milljón ár. Við eigum okkur svo mikla framtið, að við ættum ekki að eyðileggja hana. Ef við ekki gereyðum sjálfum okkur, er það óhjákvæmilegtað við komum upp nýlend- um á næstu reikistjörnum og síðar I næstu Sólkerfum.” Ekki kannski eins mikil bjartsýni og við mætti búast, en hinn raunverulegi bjart- sýnismaöur er hálft i hálft, draumóra- maður og raunsæismaður. „Okkar höfuðvandamál i dag, er það að lifa af kjarnorkusprengjurnar, og það er mikil hætta á þvi, að okkur takist þaö ekki. Það er ekki fallegt að segja það, en ég held að við þörfnumst einmitt nú kjarnorkuslyss, sem kostar nokkra tugi þúsunda lifiö. Þá myndu kjarnorkuveldin koma sér saman um það að þetta er hreinasta vitleysa.” Clark segir lika: „Ég geri ráö fyrir þvi, að heimsendir sé óhjá- kvæmilegur, að þvi leyti, að einhvern tim- ann mun þessi reikistjarna verða fyrir heljarstórum loftsteini. En áður en sjálf reikistjarnan verður að engu, munum við liklega hafa yfirgefið hana.” Clarke er m.a. frægur fyrir spádóma sina. Hann spáði fyrir um þróunina sem varð á sjöunda og áttunda áratug aldar- innar, á árunum upp úr heimsstyrjöld- inni. Hann hefur einnig spáð fýrir um nýj- ungar og þróun á 21. öldinni. Meðal spá- dóma hans má nefna: Endalok bensin- hreyfilsins Ibifreiðum; Þróun fólksfjölg- unar verður snúið við og ibúar jarðar að- eins nokkrar milljónir; Sérhæfð, gáfuð húsdýr, framleidd með skipulögðum erfðabreytingum; Vélmenni munu sjá um barnauppeldi; Búskapur neðansjávar; Alheimstungumál smiðað og tekið i notk- un, til að koma I veg fyrir deilur og ófrið. Þess má geta, að meðal spádóma Clarkes, sem þegar hafa ræst, eru getnað- arvarnarpillan, geimskutlan, fjarskipta- hnettir og fleira. Þá var Clarke fyrstur manna til að benda á, að tunglið er ákjós- anlegasti staður sem við eigum völ á sem brottfararstöð fyrir lengri geimferðir, þvi þar er aðdráttarafl svo litið og geimskot þvi auðveld. En fyrstog fremster Clarke frægur fyr- ir visindaskáldsögur sinar, þó hann hafi skrifað mörg fræðirit um visindaleg mál- efni. Annar frægur visindaskáldsagnahöf- undur, Isaac Asimov, er góðvinur Clark- es, og þar sem þeir eru I sama bransa, og þar meö i samkeppni, hafa þeir gert með sér samkomulag, svokallað Clarke- Asimov samkomulag. Samkvæmt þvi skal Asimov, það sem eftir er ævinnar, lýsa sjálfum sér sem besta visindaskýr- anda og næstbesta visindaskáldsagna- höfundiheimsins. Þar á móti skal Clarke lýsa sjálfum sér sem besta visindaskáld- sagnahöfundi heimsins, en næstbesta vis- indaskýranda. Sterkur þáttur I fari Clarkes er sá, að hann hefur bókstaflega áhuga á öllu. Hann segir: „Við ættum að vernda sjald- gæfardýrategundirtil að koma i veg fyrir að þær hverfi. En, þegar til lengri tima er litið, skiptir það ekki máli. Við munum geta kallað dinósárana til baka einhvern daginn, ef okkur langar til. Hvaða skepna sem er verður nákvæmlega skilgreind, og við getum búið hana til eftir tölvufor- skrift.” Clarke er spurður hvort hann óttist ekki alvarlegar afleiðingar þess, að liffræðileg fjölbreytni á jörðinni minnki? „Jú, þvi I þessari fjölbreytni liggur stöðugleiki. Eitt af okkar stóru vanda- málum er það að við getum ekki byggt flókin kerfi, sem hafa stöðugleika. Það getur náttúran, og við verðum að læra það af henni. En ástæðan fyrir þvi, að ég segi aö við munum geta búið til útdauðar tegundir upp á nýtt, í framtiðinni, er sú, að ég veit ekkert um liffræði og veit ekki að það er ómögulegt. Þetta er dæmi um fyrstu reglu Clarkes: þegar virtur visindamaöur segir aðeitthvaðsé mögulegt, hefur hann nærri örugglega rétt fyrir sér. Þegar hann segir að eitthvað sé ómögulegt, hefur hann nærri örugglega rangt fyrir sér. Reyndar man ég að fyrir nokkrum ár- um laség yfirlýsingu eftir virtan liffræð- ing, þar sem hann sagði, að breytingar á erföaeiginleikum með aðgerðum væru ómögulegar, hreinir hugarórar. Þegar ég las þetta sagði ég við sjálfan mig: Ég veit ekkert um liffræði, en ég veit að þessi maöur er að röfla.” En næst á dagskránni er að koma geim- skutlunni i fullan gang. „Það eina, sem gæti fengið mig til þess að fara aftur til Bandarikjanna, er að mér væri boðið far með geimskutlunni, og ég fer, ef það stendur til boða.” En hvað er þá næst i framtið geimferð- anna? „Geimskutlan og svo er það næsta kyn- slóð sem tekur við. Nú fara hlutirnir aö gerasthrattá ný. Eftir öll lætin I kringum Appollo-áætlunina, og slökunina sem fylgdi þvi, þurftum við þennan áratug til þess að byggja upp tæknina til þess að geta nýtt okkur möguleika geimsins á hagkvæman hátt. Ég liki þessu við það þegar fyrstu mennirnir komu á Suðurpól- inn 1911. Þeir notuðu hundasleöa. Þegar við fórum þangað aftur, með flugvélar, talstöðvar og kjarnaofn, vorum við þar um kjurt. Það sama á eftir að gerast á tunglinu. Fyrsta ferðin okkar þangað var á hundasleöum. Geimskutlan er fyrsta skrefið i þá átt að nýta geiminn.” Og hvaða áfanga i mannkynssögunni telur Clarke þá mikilvægastan? — Arthur C. Clarke fræðari, fabúlant og fyrirbærafræðingur Okkar maður f framtfðinni A sokkabandsárum sinum reyndi Arthur C. Clarke að senda skila- boð út I geiminn ,,,Það er ekkert spursmál, það var þeg- ar Neill Armstrong steig á tunglið. Það var mest spennandi augnablik ævi minn- ar og ég held mannkynsins. En við sem lifum á þessari öld höfum verið heppin, viö höfum séð svo margt, sumt mikilfeng- legt, annað hræðilegt. Ég held að burtséð frá tungllending- unni, hafi ég orðið fyrir hvað mestum áhrifum, þegar ég frétti það I fyrsta sinn, að kjarnorkusprengjunni hefði verið sleppt. Það var auðvitað hræðilegt, en ég sá llka, að það var að vissu leyti eins og þegar eldurinn var fundinn upp. Geim- feröir munu verða háðar kjarnorku. Með kjarnorku munum við komast til stjarn- anna.” Að komast til stjarnanna! Það er höfuö- áhugamálClarkes. „Komumstvið nokkru sinni hraðar en ljósið?” spyr hann, og virðist áhyggjufullur. „Verðum við alltaf lokuð inni i litlu skoti af alheiminum?” Hann virðist sorgmæddur yfir þessu, eins og einhver hafi gert honum ljótan grikk, persónulega. „Maður kæmist til tunglsins á einni og hálfri sekúndu, en það tæki okkur mörg ár að komast til stjarnanna”. Hann getur ekki imyndað sér neina leið til þess að stytta mannkyninu leið um geiminn, nema okkur takist að komast yfir ljós- hraða, og hann er ekki ýkja bjartsýnn á það. Hann yppir öxlum og ræöst á vanda- málið frá annarri hlið, að senda menn milli staða eins og loftskeyti, sem er göm- ul hugmyndfyrir unnendur visindaskáld- Atriði úr kvikmyndinni 2001: Space Odyssey Arthur C. Clarke sagna. Hann veltir þvi fyrir sér, hvort maðurinn muni nokkru sinni öðlast tækni- kunnáttu til þess að leysa sjálfan sig upp, og senda sig, I sundurlausum atómum, sem hreinar upplýsingar, eitthvað annað, þar sem manninum yrði safnað saman aftur. Hann li'tur á mannskepnuna sem upplýsingar og lifrænt form mannsins sem umbúnað, umslag. Hversvegna ekki að taka upplýsingarnar úr umslaginu og senda þær eitthvað annað? Einhverntim- ann, kannski. Clarke hefur nú fengið milljón dollara fyrirframgreiðslu fyrir að skrifa þá vis- indaskáldsögu, sem menn biða eftir með hvað mestri eftirvæntingu: 2010: Odyssey II. Það var umboösmaður Clarkes, Scott Meredith, sem fékk Clarke til að leggja i þessa vinnu. „Scott sagði að ég skuldaði lesendum minum það, að segja þeim hvað gerðist næst. Segðu þeim hvað gerðist eft- ir 2001.” „Og ég sá að hann hafði rétt fyrir sér. 1 myndinni sendum við skipið til Júpíters, og þar lýkur henni, innan um tungl Júpi- ters. Þegar ég skrifaði söguna, voru þessi tunglbara ljósdeplar, sem viðvissum litið sem ekkert um. Svo fór Voyager ferjan þar framhjá aðeins tólf árum seinna. Þannig að með þessum nýju upplýsingum um aöstæöur á Evrópu, 10, Callisto, Ganymede og hinum tunglum Júpiters, og um aðstæður á Júpiter sjálfum, hef ég miklu betri upplýsingar um bakgrunninn, en ég hafði áður. Og allt þetta get ég sett inni nýju söguna.” En þessi stjarnfræðiföndrari hefur margt annaðaðgera, enda hefur hann svo sem skemmt fólki nóg. „Ég gæti aldrei lagt I aðra eins vinnu og 2001 var, þvi ég er miklu eldri nú og vil fá að skemmta mér”. Þegar Clarke er spuröur hvern mann hann vildi taka sér að fyrirmynd, svarar hann: „Sibelius. Þvi hann skrifaði stór- kostlega tónlist og mikið af henni, en sið- an lokaði hann sig inni i vinnustofunni sinni, þegar hann var i kringum sjötugt,og sagðist vilja fá frið, þvi hann væri að skrifa mesta verk ævi sinnar. Svo sat hann þar inni og hafði það gott, drakk flösku af koniaki á dag og skrifaði ekki eina nótu. Og ég dáist að þessu.”

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.