Helgarpósturinn - 28.05.1982, Síða 5

Helgarpósturinn - 28.05.1982, Síða 5
-Jp^Lj.J~^.jnn Föstudagur 28. maí 1982 5 hann væri kjörinn til forystu. Hann er mjög næmur á pólitik, hefur pólitiskt nef, eins og maöur segir, og hefur unniö ágætlega úr þeim málum sem honum hafa verið falin. Hans sterkasta hlið eru rökræður sem eru stór kostur hvers stjórnmálamanns. Þar hefur hann staðið sig frábærlega vel.” Alþýðubandalagsmaður tekur undir þetta: „Hann er fyrst og fremst mælsku- maður. Ég held að hann sé ekki eins góður skipuleggjandi”, segir sá. „Það nýttist honum mjög vel i kosningabaráttunni — enda er þetta orðið algjört videoland. En Davið er óneitanlega stórgáfaður og skemmtilegur og á auövelt meö að hrífa með sér fólk.” Annar Alþýðubandalagsmaður úr borg- arstjórn.Guðrún Helgadóttir, tekur undir það að Davið sé mælskur og orðheppinn — „en mér hefur ekki alltaf þótt málflutning- ur hans i borgarstjórn kraftmikill,frekar yfirborðslegur. Hann á náttúrlega alveg eftir aö sýna hvað i honum býr, það er óskráö blaö hvernig hann verður í sínu nýja starfi.” Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Friö- rik Sophusson, er þó ekki i nokkrum vafa: „Efniviðurinn er góður”, segir hann um Davið. „Reynslan á eftir að slipa hann til og gera að vel hæfum stjórnmálamanni. Davlð hefur kjark og áræði til aö taka ákvarðanir og sá eiginleiki á eftir að koma honum að mjöggóðum notum við stjórn Reykjavikur- borgar.” Fleiri hrósa Davið fyrir að vera fljótur að hugsa og taka ákvarðanir — og Vilmundur Gylfason segist vita til þess að hann geri sér far um að vera vel að sér i borgarmál- um. Vilmundur efast ekki um að Davið verði ágætur borgarstjóri „fyrir sinn hatt — þótt sá hattur sé of þröngur fyrir minn smekk”. Sigur Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik undir forystu Daviðs Oddssonar gladdi marga. En það urðu lika margir fyrir von- brigðum — eins og væntanlega gamla kon- an sem sagði frá i upphafi. Alfheiður Inga- dóttir i Alþýðubandalaginu segir til að mynda að það hafi orðið sér til mestra von- brigða, „að hann skyldi fá tólfta manninn inn. Það þýðir að hann þarf ekkert tillit að taka til Alberts. Ef borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hefðu orðið ellefu, þá hefði Albert lent ioddaaðstööu. Já, þaðá eftir að koma i ljós hvernig þetta æxlast og hvaða áhrif þessi sigur i Reykjavik hefur á átökin i flokknum.” Davið Oddsson borgarstjóri er að þvi best ervitaðekkikerfiskall. Hann hefur engu að siður verið opinber starfsmaöur undanfarin ár — forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavikur. Hann lét af þvi starfi i fyrrakvöld, daginn áöur en hann var formlega kosinn borgar- stjóri, og kvaddi sitt starfsfólk þar eftir vinnutima. Það orð hefur farið af forstjóra Sjúkrasamlagsins að hann hafi ekki stund- að vinnuna sérlega vel — en það sama má væntanlega segja um flesta aðra borgar- fulltrúa sem jafnan hafa i mörg horn að lita. Lára Hansdóttir.formaður starfsmanna- félags Sjúkrasamlagsins, segir Davið hafa verið „mjög góðan húsbónda. Það hefur verið afar gott að vinna meö honum og við eigum eftir aðsakna hans hér. Ég held ekki að þú fáir nokkurn mann hér til að segja nokkuð annað. Það var vafalaust stórt skref fyrir hann að koma hingað inn i upp- hafi, þvi hér eru margir sem hafa verið mjög lengi starfsmenn stofnunarinnar og þvi óhjákvæmilegt að hann sé stöðugt bor- inn saman viö aðra. En Davið hefur tekið öll okkar mál mjög góðum tökum og leyst úr okkar kröfum á skynsamlegan hátt”, segir Lára. Hún kveðst ekki kannast við hroka eða ófyrirleitni i fari sins fyrrverandi húsbónda en bætir þvi við, aö Davið Odds- son vilji að sér sé „sýnd full viröing og maður merkir á honum breytingu sé komið fram við hann öðru visi en hann telur rétt.” Ömar Einarsson, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavikur.ber Daviö einn- ig vel söguna: „Ég hef verið hér með hon- um i ein átta ár og þar af var hann formaö- ur ráðsins i fjögur ár”, segir Úmar. „Min reynsla af honum er sú, að hann sé traustur og heiðarlegur maður. I minum huga er hann öðruvisi stjórnmálamaður en flestir aðrir. Hann hefur sýnt á siðustu vikum að menn þurfa ekki að vera sniðnir eftir for- múlum og ég held að hann hafi grætt á þvi. Mér hefur þótt hann vera mjög skemmti- legur maður og málefnalegur, alls enginn trúður”, segir Ómar Einarsson. Það er vitaskuld engum hnöppum um það að hneppa, að Davið nýtur vinsælda. Það gerði hann lika i skóla,að minnsta kosti i sinum hópi. En hann er lika umdeildur i sinum hópi núna, þ.e. Sjálfstæðisflokknum. Þar er hann þó að sjálfsögðu mjög sterkur sem stendur og ekkert sem i dag bendir til annars en að hann eigi eftir að verða enn sterkari. Það hefur a.m.k. ekki spillt fyrir ungum sjálfstæðismönnum fram að þessu að gegna starfi borgarstjóra i Reykjavik. „Sem stendur skyggir Daviö á alla aðra forystumenn flokksins”, segir einn and- stæðinga hans i flokknum. Sá sami bætir við: ,,Ég gæti vel trúað að hann næði miklu lengra og ég held að hann sé liklegri en t.d. Birgir ísleifur til að verða afgerandi i borg- arst jórastólnum. ’ ’ Þórarinn Eldjárn segir það ekki koma sér á óvart hversu mikill frami Daviðs sé i flokknum. „Það kom mér að visu nokkuð á óvart að hann skyldi fara út i pólitik, þvi þegar við þekktumst best minnist ég þess ekki að komið hafi til umræðu hvar hann stóð i þeim efnum. Eftir að út i slaginn var komið kemur mér frami hans ekki á óvart. Þetta er mikill hæfileikamaður.” Ýmsir sjálfstæðismenn binda miklar vonir við Davið Oddsson og sjá i honum leiðtogaefni sem nokkuð hefur lalið skorta áistærstastjórnmálaflokki landsins. 1 hópi þessara manna eru ekki sist þeir ungu menn sem mynda harðan kjarna, svokall- aðan „Eimreiðarhóp”. Það eru 10-15 menn, flestir á svipuðu reki og nýi borgarstjórinn, sem eru gamlir kunningjar en ganga undir þessu samheiti siðan þeir voru óformleg rit- nefnd timaritsins Eimreiöarinnar á meðan það kom út á vegum Hilmis (i eigu Jónasar Kristjánssonar ritstjóra, Sveins R. Eyjólfs- sonar og fleiri) undir ritstjórn Magnúsar Gunnarssonar fyrrum framkvæmdastjóra Arnarflugs. Þessi hópur hittist af og til i hótelherbergi á Sögu og hefur verið kallað- ur „unglingadeild Flokkseigendafélagsins” eða jafnvel hið nýja flokkseigendafélag eins og harðasti kjarninn i kringum forystu Sjálfstæöisflokksins hefur verið kallaður. I þessum hópi eru auk Daviðs og Magnús- ar menn á borð við Þorstein Pálsson, Kjart- an Gunnarsson, Geir Haarde, Baldur Guð- laugsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jón Steinar Gunnlaugsson og fleiri. „Þessir strákar ætla sér talsvert langt” segir einn af forystumönnum flokksins. „Það má kannski taka undir það að þarna séhelsti „power base” Daviðs og ég held að hans framtið muni markast af þvi, hvort hann verður áfram i þröngum, flokksfor- ingjahollum hópi eða hvort hann lærir af samstarfi við fleiri eftir að út i alvöru borg- arstjórnarinnar er komið. Og svo má ekki gleyma þvi aö þessi hópur gæti splundrast einsog aðrir svona hópar gera stundum og þá gæti Davið lent i harðri samkeppni til dæmis við Þorstein Pálsson.” Andstæðingur Daviös I flokknum er ekki í nokkrum vafa um Eimreiðarhópinn. „Það er sú nýja stétt sem er að koma upp i flokknum. Þeir hafa unnið markvisst að þvi að ná völdum i ílokknum og eiga félaga um allt land. Það eru að verða kynslóöaskipti og þegar þessir strákar hafa tekið yfir — hvort sem Geir Hallgrimssyni likar það betur eða verr.þótt þeir séu heldur á hans bandi, þá verður flokkurinn rekinn af mun meiri hörku. Það hefur þegar sýnt sig i þvi hvernig þeir hafa hreinsað út af prófkjörs- listum i Reykjavik fólk eins og Svein Björnsson kaupmann, Þóri Lárusson, Sig- riði Asgeirsdóttur, Anders Hansen, Arna Berg Eiriksson og fleiri.” Einn þeirra Eimreiðarmanna sem HP ræddi við, taldi af og frá að hópurinn væri stökkbretti Daviðs Oddssonar, hann þyrfti alls ekki á þvi aðhalda.Og þessi sami kann- aðist ekki við að þessi hópur væri ungliöa- deild flokkseigendafélagsins, þetta væri hópur kunningja sem hittist af og til „til að ræða allt og ekkert.” En hvað sem öllum svona vangaveltum liður, þá er það vist að Davið Oddsson er orðinn borgarstjóri i Reykjavik og hefur hlotiö til þess mikinn meirihluta atkvæða borgarbúa.Hann hefur og gefið ýmis kosn- ingaloforð og heitið þvi aö standa við þau. Hann segist sjálfur vona að hann eigi eftir að verða góður borgarstjóri, ekki bara Sjálfstæðisflokksins heldur allra borgar- búa. Þetta sé erfitt starf. A hann von á að hann breytist við að veröa borgarstjóri? „Ég held að það væri blekking aö halda annað”, segir hann. „.Auðvitað breytist maöur eitthvað — en þvi minna, þvi betra. Ég held raunar — eftir samtöl min viö fyrri borgarstjóra — að mesta breytingin verði sú að maður verði borgarstjóri 24 tima á dag. Það er ekkert 9-5 starf að vera borgar- stjóri í Reykjavik.” — Kviðirðu þvi? Hann hugsaði sig ekki um: „Já, dálitið.” Stuöningsmenn Daviös eru þeirrar skoð- unaraðhann eigi eftir að verða góður borg- arstjóri. Andstæðingar hans eru ekki eins vissir. Þórarinn Eldjárn segir: „Hann verður auðvitað góð manneskja áfram. En við er- um ósammála um pólitik og ég held að ef hann ætlar aö standa viö allt sem hann lof- aði, þá verði hann ekki góbur borgarstjóri.” Annar skólabróðir, Halldór Halldórsson segir: „Það er margt i Davið spunnið. Hann gæti orðiö ágætur borgarstjóri.” Svo bætti Halldór við: „Kannski heföi hann átt aö halda sig við það aö vera húmoristi og leikritaskáld...ég veit þaö ekki annars.” En það er fráfarandi borgarstjóri i Reykjavik sem hefur siðasta orðið. Við spurðum hann hvort hann teldi að Davið Oddsson yrði góður borgarstjóri. Egill Skúli Ingibergsson svaraði: „Ég vona sannarlega að honum gangi vel. Það er mjög þýðingarmikið fyrir okkur öll.” mynd: Valdís Óskarsdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.