Helgarpósturinn - 28.05.1982, Side 25

Helgarpósturinn - 28.05.1982, Side 25
■Jpftc-fi /r/nrT Föstudagur 28. maí 1982 Sigurður og Hjördis voru „tæknilegust” i potinu. Guðmundi veggfóðrarameistara finnst Helgurnar bestar. að sést hefur fólk með eldhúskoll sem býr til f jórar og fjórar holur með stólfótunum. Þau segja að aðal ástæöan fyrir þessu garðabrölti þeirra sé sú, aö með þvi móti fái þau betri kartöflur en i búöunum, en neita þvi þó ekki, aö þetta sé dálitið skemmtilegt og hressandi. „Helga er best" GuðmundurJ. Kristjánsson veggfóðrara- meistari tekur heldur dýpra i árinni og seg- ist fyrst og fremst vera i þessu sér til ánægju, en hann er að ásamt konu sinni og tengdasyni, dálítið neðar við sömu götu. — Kartöflurnar eru bestar ef maður ræktar þær sjálfur. Þetta er alveg eins og með veiðimennina, þeim finnst sá fiskur bestur sem þeir veiöa sjálfir, segir Guð- mundur og bætir þvi við, að hann hafi rækt- að kartöflur þarna á melunum I f jögur ár og ætli ekki að hætta þvi meöan hann getur staðið iþvi. — Þetta eru bestu kartöflurnar sem ég fæ. Þær heita Helga, og útsæöið fékk ég hjá manni sem rekur bú suöur við Krýsuvik, segir Guðmundur og sýnir okkur stoltur „Helgurnar” sinar, sem eru rétt ófarnar ofan i moldina. — Ég er aðallega að þessu vegna þess, að ég fæ miklu betri kartöflur en fást i búðun- um, segir Erla, sem stendur við litinn pall- bil og tínir útsæði i ilát. //Leiðinlegt að standa i þessu" Hún kemur reyndar alla leið frá Þorláks- höfn til að rækta kartöflur i Korpúlfsstaða- melunum og er með garð i félagi við systur sina og móður. — Auðvitað er þetta heilmikiö sport lika, ekki sist fyrir börnin, og til viðbótar þessu rækta ég dálitið heima i Þorlákshöfn, sem ég nota eftir hendinni. Kartöflurnar héðan geymi ég fram á vetur og er vel byrg fram undir vor, segir Erla, og áfram höldum viö göngunni. Leifur Rósinbergsson og Þórdis Andrés- dóttir hamast við að moka götur og Anna María dóttir þeirra aðstoðar eftir bestu getu. — Við fáum góðar kartöflur út úr þessu, en mér finnst leiðinlegt að standa i þessu, segir Leifur, en Þórdis bætir þvi við, að þau geri þetta ekki sist vegna barnanna. — Þau hafa gott af að vita hvaðan kar- töflurnar koma, segir hún, en fjölskyldan býr i Breiðholtinu. — En það er gaman að taka upp á haustin þegar uppskeran er góð,skýtur Leifur þá inn i og hefur það sér til afsökunar að finn- ast kartöflurækt ekki skemmtileg, að frá þvi hann man eftir sér hefur þetta verið fastur liður. Kartöflur viö Tívolí Faðir hans, Rósinberg Gislason vörubfl- stjóri, er með næsta garð og segir, að þarna hafi hann verið i 12 ár,Leifur meö honum undanfarin sex eöa átta ár. — En áöur var ég með garð i Vatnsmýr- inni, skammt þaðan sem Tivoll var áður, og það er kannski von að strákurinn hafi fengið nóg af þessu. En mér finnst þetta skemmtilegt, skemmtilegast þó að koma hingað uppeftir á sumrin og fylgjast með sprettunni, segir Rósinberg. Hvert næst? Það eru nokkur hundruö manns I viðbót þarna á Korpúlfsstaðamelunum til að tala við, en við látum hér staðar numið, kannski mest af þvi að við vinnum okkur ekki til hita og þrátt fyrir meira en tiu stiga hita er kominn i okkur kuldahrollur. Við flýjum þvi inn i bil, en gaman hefði verið að ræða við fólkið um fleira. Til dæmis hvar það heldur að það muni rækta kartöflurnar sinar eftir til dæmis tiu ár. Það eru nefnilega ekki svo mörg ár siöan kartöflugarðar borgarinnar voru i svo- nefndri Borgarmýri. þar sem nú er að rlsa nýtt verksmiöjuhverfi i framhaldi af byggðinni á Bæjarhálsi. Og fróðir menn segja, að innan skamms verði farið að byggja 1 Korpúlfsstaðalandi. 25 ganga í Sjálf- stæðisflokkinn...? Eg er að velta þvi fyrir mér, hvort ég eigi ekki aö vera i Sjálfstæð- isflokknum næsta kjörtimabil. Maður verður að hugsa svolitiö um eigið skinn. Varla er hægt að ætlast til þess aö maður fórni lifi sinu og félagslegri heilsu (ég hef lesið um það hugtak, já) á altari sósial- ismans eða hvaö? Maöur verður að hugsa um sina nánustu. Fjöl- skyldan hefur hagsmuna aö gæta hér i bænum. Okkur tókst ekki að ná i lóð eftir punktakerfinu. Svo eru þessir Sjálfstæðismenn ekki eins vitlausir og þeir sýnast (hæ hó!!) Ég held ég verði lika að taka tillit til þess, að borgarstjóri Sjálf- stæðismanna (okkar) er að þvi leyti einstæður, að hann hefur graf- ið i eigið hold og fundið þar þann neista sem dugði — löngun til að veröa borgarstjóri i þessum veraidarrassi sem Smoky Bay óneitan- lega er. Til hamingju Davið. Nú verður væntanlega tyrft yfir útitaflið. Pyisuvagninum i Aust- urstræti steypt i höfnina og löggæsla stórlega efld. Það verður náttúrlega að leysa þessi unglingavandamál. Vinstrimenn sem ég þekki hafa I ergelsi verið að útmála fyrir mér, hvernig Reykjavik verði undir járnhæl hinna afturhaldssömu broddborgara. Þeir segja aö nú verði ekkert gert I borginni nema kannski malbikað yfir grængresið og byggð sláturhús og fangelsi. Einhver hélt þvi fram, aö Sjálfstæðisflokkurinn væri með áætlan- ir uppi um að bjóöa Ronald Reagan hingað og byggja yfir hann sér- stakt eftirlaunasetur. Ég veit það ekki. En ljóst er að eitthvað verður að gera i þágu friöar i heiminum.. Ég legg til að verulegum hluta byggingalóðanna út frá Aburð- arverksmiðjunni verði úthlutað með þvi skilyrði, að lóöarhafinn byggi skjólbyrgi neðanjarðar þvi aldrei er aö vita, hvenær Rússinn lætur vaða... Ég legg til að þessar lóðir með skjólbyrgjunum verði nefndar „Borg Daviös” alveg eins og fátækrahverfið inn með Borgartúninu var kallað Bjarnaborg hér áður. Annars sé ég eftir þvi að hafa ekki boðið mig fram I þessu borgar- stjórnarkjöri. Það er svo margt sem mér finnst að megi betur fara i Reykjavik og einhvern veginn er það svo, að ég virðist vera eini maðurinn sem kemur auga á þessi vandamál.... Mig vantar aöeins stjórnmálahreyfingu og svo stuðningsmenn. Or þessu verður að bæta. Hugsið um það. Myndin er vitanlega af Davið Oddssyni. Hann minnir mig á prestsmaddömu með þessar kinnar og litlu hendurnar sem hann hreyfir svo skemmtilega þegar hann vill leggja áherslu á orö sin. En þaö gerist oft..

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.