Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.07.1982, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 02.07.1982, Qupperneq 3
-Ip&%+, ,rjnn Föstudagur 2. júlí 1982 Friður sé með oss 3 tielgai----- posturinn Blað um þjóðmál, listir og menningarmál. Ritstjórar: Arni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson Rítstjórnarf ulltrúi: Guðjón Arngrímsson Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Gunnar Gunnarsson, Omar Valdimarsson, Þorgrímur Gestsson og Þröstur Haralds- son. Utlit: Kristinn G. Harðarson Ljósmyndir: Jim Smart Dálkahöfundar: Hringborð: Birgir Sigurðsson, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Sigurður A. AAagnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Astgeirsson, Jón Viðar Jóns- son, Sigurður Svavarsson (bókmenntir & leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Halldór Björn Runólfsson (myndlist & klass- iskar hljómplötur), Gunnlaug- ur Sigfússon (popptónlist), Vernharður Linnet (jazz). Arni Þórarinsson, Björn Vign- ir Sigurpálsson, Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir), Þröstur Har- aldsson (f jölmiðlun). Erlend málefni: Magnús Torfi Olafsson Vísíndiog tækni: Dr. Þór Jakobsson Skák: Guðmundur Arnlaugsson Spil: Friðrik Dungal Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir Stuðarinn: Jóhanna Þórhallsdóttir Landspóstar: Finnbogi Hermannsson, Isa- firði, Reynir Antonsson, Akur- eyri, Dagný Kristjánsdóttir, Egilsstöðum, Sigurgeir Jóns- son, Vestmannaeyjum. Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Dan- mörku, Inga Dóra Björnsdótt- ir, Bandaríkjunum, Helgi Skúli Kjartansson, Bretlandi. utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson Dreifing: Sigurður Steinars- son Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru aðSíðumúlall, Reykjavík. Sími: 81866. Af greiðsla og skrif stof a eru að Hverfisgötu 8-10. Símar 81866, 81741 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarverð á mánuði er kr. 60- Lausasöluverð kr. 15. Fátt hefur verið meira til um- ræðu á síðum stórblaða heimsins undanfarin misseri en friöar- hreyfingin sem dregið hefur mill- jónir manna út á götur og torg beggja megin Atlantshafsins. Það er mál manna að önnur eins fjöldahreyfing hafi ekki orðið til á Vesturlöndum siðan i strfðslok. Það sem veldur þessari miklu hreyfingu er aukinn hraði vigbún- aðarkapphlaupsins, þar sem leið- togar stórveidanna i austri og vestri keppa um það hver geti grandað hinum oftar og kirfileg- ar. Almenningur veit sem er að ef til kjarnorkustriðs kemur er hon- um ætlað það hlutverk sem í hefö- bundnum hérnaði er ncfnt fall- byssufóður. Almenningur i Evr- ópu og Ameriku gerir sér i si- auknum mæli ljóst hvilik viður- styggð kjarnorkustrið er og hug- arfar þeirra rotið sem að þvi stuðla. Þess vegna ber að fagna þess- ari nýju hreyfingu og ekki siður þvi að hún er þegar farin að hafa áhrif á kaldastriöspostulana. Hér á landi hefur friðarhreyf- ingin ekki enn náð að festa rætur. Friðarumræðan datt ofan i gamla farið sem deilurnar um herstöð- ina og NATÓ hafa mótað undan- farin 35 ár og enn er hún ekki komin upp úr þvi. lslendingum er þó ekki siður nauðsyn á að berjast fyrir afnámi kjarnorkuvopna þvi i hafinu umhverfis landið morar allt i kafbátum stórveldanna, vopnuðum gereyðingarvopnum. tsland er þvi kjörið skotmark þegar lokahretið hefst. Þess vegna ber að fagna þeirri viðleitni til að skapa islenska frið- arhreyfingu sem birtist i útisam- komu Samtaka herstöðvaand- stæðinga á Miklatúni á morgun. Þar kemur saman fólk úr ýmsum áttum sem á það sameiginlegt að vilja leggja sitt af mörkum til að draga úr og stöðva kjarnorku- kapphlaupið. Vonandi tekst að skapa öfluga friðarhreyfingu hér á landi, svo rödd tslands verði ekki lengur hjáróma I þeim kröftuga alþjóða- kórsem nú hljómar á Vesturlönd- um. Angela Davis segir hvítum konum til syndanna Þegar fréttist aö Angela Davis væri væntanleg hingað til Tucson til aö halda fyrirlestur um efni nýútkominnar bókar sinn- ar, Woman, Class and Race (Konur, stétt og kynþátt- ur) hljóp ég upp til handa og fóta. Hringdi til ritara hennar viö Rikisháskóla Kaliforniu i San Francisco, þar sem Angela er prófess- or i minnihlutafræöum (Minority Studies) og baö um viötal viö hana fyrir Helgarpóstinn. Ritarinn var hinn almennilegasti.en þvi miöur. Angela haföi engan tima til aö veita viö- töl I Tucson, en mér væri velkomiö aö ræöa viö hana i San Francisco. Þar sem ég sá ekki fram á aö kom- Og hver er svo Angela Davis? Ængela Davis var mjög virk i hinum ýmsu samtök- um, sem böröust fyrir auknum réttindum svartra og annarra minnihlutahópa á sjötta áratugnum. Hún geröist einnig meölimur i bandariska kommúnista- flokknum, þar sem hún er nú varaformaöur. Angela var nemandi heimspekingsins fræga Herberts Marcuse og fékk starf sem kennari i heim- speki viö Kaliforniuhá- skólann i Los Angeles er hún lauk námi. Ronald Reagan var þá rikisstjóri Kaliforniu og reyndi leynt og ljóst aö kveöa niöur öll á hörund, en i augum nem- enda sinna er hún lika „svört”. Aö vera „svart- ur” er nefnilega ekki bund- iö viö þaö eitt aö hafa þel- dökkt hörund. Þó andlits- drættir og hár Angelu gefi tvímælalaust til kynna aö hún er af afriskum ættum er húö hennar litlu dekkri en milljóna „hvitra” Bandarikjamanna. Bandarikjamenn af afri- könskum uppruna blönduö- ust þeim hvitu frá upphafi. Þrælaeigendur notfæröu sér aöstööu sina óspart og gátu börn meö þrælum sin- um. 1 þjóöfélagi þar sem ljóst hörund var tákn um fegurö kom sú hugmynd fljótt upp aö ljósleitir svertingjar væru yfir þá dekkri hafnir. Til langs tima voru til dæmis til ýmis félagasamtök meöal þeirra, sem veittu aöeins ljósum inngöngu. Þetta skapaöi mikla rimmu meö- al blökkufólks og eru bók- menntir þeirra yfirfullar af / ast þangaö á næstunni, spuröi ég hvort ekki væri i lagi aö ég skrifaöi um fyr- irlesturinn i staöinn. Þaö veittist auösótt, og viö Madeleine ljósmyndarinn minn, fengum sæti á fremsta bekk, beint fyrir framan ræöustólinn. Oaginn eftir, þegar ég sat með sveittan skallann viö aö vinsa aöalatriöin úr tveggja tima fyrirlestri Angelu, hringdi islensk vinkona min, sem er niu árum yngri en ég, og spuröi hvaö ég væri aö bardúsa þessa dagana. „Ég er aö skrifa grein um Angelu Davis”, svaraöi ég obbulit- ið upp með mér. En orð min höfðu engin áhrif. Ég heföi alveg eins getaö sagt henni aö ég væri aö skrifa grein um Jón Jónsson þvi hún spuröi: „Hver er Angela Davis”? I fyrstu varö ég hissa á vanþekkingu hennar, en siðan á minni eigin þröng- sýni. Hvernig átti hún, eða yngri kynslóðin á tslandi almennt, aö vita hver Angela Davis er? Hún var hetja sjötta áratugsins, þar sem ég sit enn pikkföst, meöan nýir áratugir meö nýjum hetjum sigla hjá, sem ég þekki ekki frekar en dauðann. Andartak tók ég aö efast um hvort fyrirlestur Angelu Davis ætti nokkuö erindi til tslendinga, en siö- an sannfæröi ég sjálfa mig um aö þeim væri ekkert mannlegt óviökomandi. Nú, ef grein um Angelu Davis gæti veitt þeim ör- litla innsýn inn i sögu og stööu blökkufólks hér vestra, þá væri þaö til hins betra. — Alla vega var ég um fátt jafn fáfróö þegar ég kom hingaö fyrst. róttæk öfl og jafnréttis- hreyfingar i Kaliforniu. Og varð Angela duglega fyrir baröinu á honum. Hún missti i fyrsta lagi kennarastöðuna vegna stjórnmálaskoöana sinna. Skömmu siöar var hún kærö fyrir morö, samsæri og mannrán. Angela var meölimur i samtökum, sem börðust fyrir bættri meðferð pólitiskra fanga i hinu illræmda San Quentin fangelsi i Suöur/-Kaliforniu. Nokkrir þeirra gerðu upp- reisn og var skammbyssa notuð i átökunum, sem samkvæmt skrám yfir- valda var skráð á nafni Angelu Davis. Hún var á flótta sem yfirlýstur stór- glæpamaöur i nokkra mán- uöi en var siöan fangelsuð og átti yfir höföi sér þre- faldandauöadóm. Þó tilgangur yfirvalda meö handtöku hennar hafi veriö aö hræöa fólk frá frekari pólitiskum aögerö- um, haföi hún þveröfug áhrif. Fólk um gjörvöll Bandarikin, Kanada, Miö- Ameriku og Evrópu bund- ust samtökum og böröust fyrir frelsi hennar. Eftir tveggja ára ötula baráttu var hún sýknuö af öllum ákærum og henni sleppt. Þab var áriö 1972 en sföan þá hefur veriö fremur hljótt um Angelu. Hún er enn jafn ákafur baráttu- maöur fyrir auknum rétt- indum minnihlutahópa, en trúir aö besta leiðin til sig- urs sé aö mennta andstæö- inginn. — Og þaö var ein- mitt tilgangur heimsóknar hennar til Tucson. Þegar Angela sté i pontu datt mér i hug kunningja- kona min, sem er barna- kennari i hjarta Harlems. Hún er rauöhærö og alhvit sögum um fólk, sem sveik bæöi fjölskyldu sina og kynstofn af þvi þeim tókst aö „svindla” sér inn meðal hvitra. Eftir að barátta svartra fyrir auknu jafnrétti jókst á sjötta áratugnum og þeir fóru aö taka jákvæöari af- stööu til menningar sinnar og litarháttartt.d. „Black is Beautiful”) tók ljós húöar- litur á sig aðra merkingu. Hann var ekki lengur leiö til aö sameinast hvitum heldur ein af mörgum áminningum um þá kúgun og misrétti, sem hviti mað- urinn hefur beitt svarta, einkum svartar konur. En fyrirlestur Angelu fjallaöi einmitt um svartar konur. Framsögn hennar og látbragö minnti mjög á Martin Luther King, og kraftur orða hennar var svo mikill aö áheyrendur hrifust ósjálfrátt meö, þó spjótunum væri óspart beint gegn hvitum konum, sem voru i meirihluta i salnum. ffvitar konur hafa, aö mati Angelu, alla tiö svikiö málstað svartra kvenna og þó eölilegt væri aö þær væru ekki alltaf á sama máli, þá er erfitt aö sætta sig við þessi svik, þar sem hvitar konur eiga svörtum að þakka, aö þær vöknuöu til meövitundar um eigiö misrétti. Kvenréttindahreyfingin, sem spratt upp fyrir alda- mótin siöustu, átti rætur sinar að rekja til barátt- unnar gegn þrælahaldi i Suöurrikjunum. Hvitu kon- unum, sem voru virkar i þeirri baráttu, varö brátt ljóst, að staöa þeirra var ekki ýkja frábrugöin stööu þræla. Þegar gær giftu sig misstu þær öll lagaleg og fjárhagsleg réttindi og ef til t ræöustól minnir Angela Davis oft á Martin Luther King. (Mynd: Madeleine Lapointe) skilnaöar kom, höföu þær engan rétt yfir börnum sin- um. Þegar konur þessar hófu að berjast fyrir bættri stööu sinni innan hjóna- bandsins gleymdu þær aö svartar konur máttu al- mennt ekki giftast. Einnig að þær einar báru ábyrgö á afkomu barna sinna. Hviti maöurinn, sem var faöir stórs hluta þeirra, haföi engum skyldum aö gegna gagnvartþeim. Þegar samtök blökku- kvenna sóttu um aögang aö „The Suffraget Move- ment” snemma á þessari öld var þeim meinaður aö- gangur. Hvitu konurnar voru hræddar um að ef þær svörtu væru meö, fengju þær siöur kosningarétt. Þær báöu þvi stallsystur sinar aö biöa þar til sigur væri unninn. „En hvaöa gagn geröi þaö þeim aö vera félagar i hreyfingunni eftir aö kosningarétturinn var unninn?” Angeiu var spurn. „Hreyfingin missti gildi sitt þegar þeim tak- mörkum var náö og leystist upp skömmu siðar. En svartar konur liðu ekki einar fyrir yfirsjón hinna hvitu, hélt Angela áfram. Hreyfing hinna siö- arnefndu fór á mis viö mik- inn og öfiugan forystu- styrk. Svartar konur höfðu aldrei eiginmenn til aö verja rétt sinn, svo þær stóðu frá upphafi I allri baráttu sjálíar. Fyrsta konan, sem talaöi opinberlega i Bandarikjun- um, Mary Stuart, var svört. Og fyrsta konan, sem varöi mál fyrir hæsta- rétti Bandarikjanna, var þræll, sem haföi keypt sér frelsi og tókst aö verja land sitt gegn ásælni hvits plant- ekrueiganda. En i staö þess aö notfæra sér reynslu þessara kvenna útilokaöi kvenréttindahreyfingin þær af þvi þær voru svart- ar. Og hvitir sagnfræöingar hafa tilhneigingu til aö gleyma afrekum þeirra. Wvftar kvenréttindakonur eru aö mati Angelu aö gera sömu mistök i dag. Kvenréttindahreyfing sjötta áratugsins átti lika rætur sinar aö rekja til hreyfingar, sem baröist fyrir auknum réttindum svartra, the Civil Rights Movement. Hvitar konur i þeim samtökum uröu brátt argar út i karlmennina, sem boðuðu jafnrétti svartra, en höföu rétt þeirra sjálfra aö engu. Þær gegndu þvi hlutverki helst aö vélrita og hita kaffi. Konur þessar bundust samtökum, til aö berjast fyrir sinu eigin jafnrétti. Og enn á ný takmarkaöist baráttan við málefni, sem varöaöi hvitar millistéttar- konur eingöngu, þó oft væri látiö lita út, sem þau væru hagsmunamál allra kvenna. Sem dæmi nefndi Angela kröfur þeirra um frjálsar töstureyðingar. Það væri engin leiö aö vænta þess, að svartar konur gengju til liðs i þeirri baráttu, þegar þúsundir þeirra heföu verið sviptar réttinum að eiga börn. Atvinnurekendur gera það oftaö skilyröi við ráöningu aö þær gangist undir ófrjósemisaðgerð (oft framkvæmd á þeim án þess aö þær viti hvaöa af- leiðingar hún hefur). Kon- ur sem ekki geta átt börn eru miklu meöfærilegri vinnukraftur en konur sem þurfa barneignafri eða eru fjarri vinnu vegna veikinda barna. Svörtummæörum áfram- færi hins opinbera er iöu- lega hótað.aö ef þær gang- ist ekki undir ófrjósemis- aögerð fái þær ekki framar styrki sina. „Hver er til- gangurinn, haldiö þiö, ann- ar en að halda fjölgun svertingja i skefjum?” „Hvernig er hægt aö ætlast til að svartar konur geti lit- ið á frjálsa fóstureyðingu sem brennandi baráttu- mál, þegar þær hafa ekki frelsi tilaöeiga börn?” „Af hverju hafa hvitar konur ekki gefið þessu máli meiri gaum?”. Orð Angelu komu viö kaunin á mörgum. Þaö var ekki skemmtilegt fyrir margar kvenréttindakonur i hópnum aö heyra að þær væru annað hvort kyn- þáttahatarar, eöa eigin- hagsmunaseggir, ef ekki hvorttveggja. Eftir þessa köldu gusu mildaöist tónn- inn i ræöu Angelu. Hún trú- ir þvi, aö framtiö banda- risku þjóðarinnar <ef ekki heimsins) byggist á öfl- ugri hreyfingu kvenna gegn útbreiðslu gjöreyð- ingarvopna. En ekki fyrr en búiö verður aö segja væntanleg- um samstarfskonum til syndanna og þær gera viö- eigandi yfirbót, geta svarí- ar og hvitar konur samein- ast einhuga i baráttunni fyrir friöi i heiminum. Tucson Arizona 31. mai 1982

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.