Helgarpósturinn - 02.07.1982, Síða 4
Föstudagur 2. júlí 1982 /rinn
NÆRMYND
í nýafstöðnum samningaviðræðum ASf og atvinnurek-
enda var að vanda mikið um alls kyns uppákomur. Ein
þeirra varð þegar Verkamannasambandið lagði fram nýj-
ar sérkröfur og atvinnurekendur sögðu enn einn ganginn
að nú væri allt komið i hnút. Miklar ýfingar urðu með
mönnum og hnútur flugu um borð. Einn var þó sá maður
sem hvað mestan þátt átti i hvellinum en lét sér i engu
bregða. Guðmundur heitir hann J. Guðmundsson, liklega
þekktari undir nafninu Gvendur jaki. Hann er i Nærmynd
Helgarpóstsins að þessu sinni.
Formaður Verkamannasambandsins, formaður Dags-
brúnar, þingmaður fyrir Alþýðubandalagið og svo mætti
lengi telja. — ,,Jakinn” gegnir mörgum trúnaðarstörfum
fyrir flokk sinn og hreyfingu og segja sumir að honum sé
litið gefið um að sleppa þvi sem hann hefur einu sinni náð
taki á. Það varð hann þó að gera á dögunum þegar borgar-
málaráð Alþýðubandalagsins felldi hann út úr hafnar-
stjórn. Af þvi tilefni ritaði hann eina af sinum mergjuðu
greinum i Morgunblaðið og hjó á báða bóga, en harðast i
átt til félaga sinna i Alþýðubandalaginu.
„ „Intelligensían” i flokknum hugöist nú
leggja mig á nýju bragöi. Þeir þoröu ekki
aö senda mann Ur sinum hópi til höfuös
mér, heldur völdu til þess ungan mann,
uppalinnnoröur á Ströndum, sem hefur um
nokkurra ára bil bUiö f Reykjavik og lengst
af unniöviö framleiöslu á pillunum „Hóstiö
ekki” (égáskil mér rétt til aö hósta þegar
mér sýnist). Þessi ungi maöur hefur aö
makleikum,hafisttiláhrifa isinu stéttarfé-
lagi, auk þess aö þykja efnilegur i flokkn-
um. Svo efnilegur raunar, aö segja mætti
mér aö hann yröi þar efnilegur til sjö-
tugs...”
Þarna er Guömundur rétt einn ganginn
kominn i siag við „menntamannaklikuna ” i
Alþýöubandalaginu en um hana hefur hon-
um verið tiörætt á undanförnum árum.
Ekki eru allir á eitt sáttir um þessa túlkun
Guðmundar á kosningu i hatnarstjórn. O-
nefndur Alþýðubandalagsmaður gefur
þessa skýringu:
„Persónulegur metnaður Guðmundar er
óhóflegur,eins og Alberts og i þvi sambandi
skipta lýöræöisvenjur engu máli.Hannvar
búinn aö sitja i hafnarstjórn i 16 ár, eða 4
kjörtimabil, þótt flokksreglur kveöi svo á
aö enginn gegni trúnaöarstööu fyrir flokk-
inn lraigur en 3 kjörtimabil i röð. A aöal-
fundinum komu fram tilmæli frá Dags-
brúnarmönnum um aö einhver úr þeirra fé-
lagi yrði fulltrúi I hafnarstjórn. Voru i þvi
sambandi nefnd tvö nöfn: Guömundur J. og
Jóhann Geirharðsson trúnaöarmaöur viö
höfnina. Þaö var svo borgarstjórnarklikan
sem stillti málinu upp þannig aö valiö væri
á milli Guömundar J. og Guömundar Þ.
Jónssonar. Sá siöarnefndi sagöist ekki
mundu vikja fyrir neinum nema Guömundi
J. 1 þeirrikliku eru lika menn Ur verkalýös-
forystunni svo þaö væri nær aö kalla þetta
deilu innan verkalýöshreyfingarinnar en
deilu verkalýös og menntamanna. En lang-
flestir flokksfélagar hér i Reykjávik eru
orönir langþreyttir á sifelldum átökum
þessara tveggja klika.”
Guömundur Jóhann Guðmundsson, eins
og hann heitir fullu nafni, fæddist i Reykja-
vik árið 1927 og ólst upp i einum af verka-
mannabústöðunum við Ásvallagötu, sem
fyrirrennari hans hjá Dagsbrún, Héðinn
Valdimarsson,barðist fyrir að yrðu byggðir
á sinum tima.
„Það var dálitið sérstakt samfélag i
þessum verkamannabústööum. Þarna var
ákaflega mikiö af góöu fólki, bæöi verka-
mönnum og sjómönnum, og mikill barna-
fjöldi. Þaö þótti fara mikið fyrir okkur, viö
vorum ógnvaldur i öörum hverfum, en
samheldni okkar hóps var mikil. Þetta voru
geysilega skemmtileg bernskuár”, segir
Guðmundur um uppvaxtarár sin.
Hann var i Miðbæjarbarnaskófa'num og
það var einmitt^jar sem viðurnefnið „jaki”
kom fyrst upp. Það kom til vegna þess að
hann var öörum fremri i jakahlaupi á
Tjörninni, enda snemma mikill vexti og
hraustur. En það gerðist fleira i Miðbæjar-
skólanum. Þar kynntist hann Elinu Torfa-
dóttur, og sá kunningsskapur endaði með
giftingu þegar hún hafði lokið fóstrunámi
en nú er hún forstöðukona barnaheimilisins
Laufásborgar.
En æska Guömundar J. var ekki bara
hlaup á jökum. Hann ólst upp á kreppuár-
unum, og þaö setti mark sitt á llfsviöhorf
hans eins og margra fleiri.
„Ég læröi ekki sósialisma af bókum,
frelsaöist ekki á einni nóttu. Ég varö fyrir
miklum uppeldisáhrifum af fólkinu i kring-
um mig og fylltist beiskju og andúö á at-
vinnuleysinu og skortinum, ekki bara í
verkamannabústöðunum, heldur í bænum
yfirleitt”, segir Guömundur.
Ekki varð hann þó sósialisti vegna áhrifa
frá fööur sinum. Hann var alla tiö togara-
skipstjóri og fór ekki af sjónum fyrr en eftir
áttrætt, en hann var alla tið ihaldsmaður.
Móöir hans var hinsvegar jafnaðarmann-
eskja, þótt hún ræddi aldrei pólitik, að sögn
Guðmundar.
„Eftir gagnfræðaskóla gutlaði ég þrjá
vetur i Ingimarsskóla en lauk þó aldrei
prófi þaöan,- það var aldrei hægt aö hemja
mig 1 skóla”, heldur Guðmundur áfram.
Eftir það fór hann að vinna almenna
verkamannavinnu, vann öll hugsanleg
störf á Eyrinni og hjá Reykjavikurborg og
var oftar en einu sinni trúnaðarrnaður á
vinnustað. En á árunum 1946-’50 var hann
lögregluþjónn á Siglufirði á sumrin og um
tima var Elin forstöðukona barnaheimilis
þar. Á veturna voru þau þó i Reykjavik þar
sem Guðmundur vann verkamannavinnu
en var útkastari i Mjólkurstöðinni i auka-
vinnu.
„Ég var ákaflega spakur lögregluþjónn
og lenti sjaldan i slagsmálum. Ég þótti
meiri ræðumaður en slagsmálahundur,
þótt mér þætti hinsvegar gaman aö slags-
málum frá þvi á bernskuárunum og iðkaði
mikiö glímu”, segir hann um þennan tlma
ævi sinnar.
Meðal samstarfsmanna Guðmundar i
lögreglunni á Siglufiröi var Jóhannes Jóns-
son sem nú er kennari i Hafnarfirði.
„Ég bú enn að þvi aö hafa unnið með hon-
um og mæli honum alltaf bót. Það var
feikilega gott aö vinna meö honum, hann
var stór og mikill, en aldrei þurfti hann að
neyta aflsmunar né beita kylfunni. Alltaf
tókst honum að tala menn til, lempa þá”,
segir Jóhannes þegar viö biöjum hann aö
riíja upp kynni sin af Guömundi.
Siðan hafa þeir ekkert umgengist en hist
þó öðru hvoru. Skömmu eftir Siglufjarðár-
dvölina hittust þeir á Skólavörðustignum I
Reykjavik og tóku tal saman.
„Skyndilega stökk Guðmundur bakvið
hús og gaf þá skýringu að hann hefði séð
innheimtumann, sem hann vildi helst ekki
hitta”, segir Jóhannes.
A þessum árum var Guömundur orðinn
þekktur verkfallsmaður og vægt sagt litið
þokkaðuraf ýmsum af þeim sökum. Þegar
Elin rifjar upp þessi ár segir hún, að af-
skipti Guðmundar af verkföllum hafi oft
leitt til þess, að hann var atvinnulaus og
þeim var jafnvel erfitt að finna húsnæði.
,, Við vorum mjög ung þegar við giftum
okkur, og það var ekki i þökk foreldra
minna. En mikil samheldni okkar alla tið
hefur hjálpað okkur, og lika það að ég hafði
alltaf fasta vinnu”, segir hún, en bætir þvi
við, að vissulega hafi hún oft fengið að
kenna á þvi.JÞegar þetta var verst var jafn-
vel hrækt á mig úti i búð og oft var kallað á
eftir mér" Börnin þrjú fengu það lika ó-
þvegið og Sólveig dóttir þeirra segist hafa
brugðist ókvæða við, þegar kallað var
„kommastelpa” á eftir henni.
„Verst var mér við það þegar var verið
að hrópa ókvæðisorð um pabba á eftir yngri
bróður minum, sem er eldrauðhærður og
fæddur 1. mai. Enginn skyldi kalla pabba
komma, fyrir mér var hann bara pabbi og
oft réðst ég á krakka af þessum sökum og
lumbraði á þeim”, segir Sólveig Guð-
mundsdóttir.
„Ég tók fyrst þátt i verkfalli 1947. Það
var harðvitugt og ég hafði mig andskoti
mikið i frammi. Eins var árið 1952, og þá
stjórnaði ég öilum aðgeröum, var formaður
verkfallsstjórnar. Þá var þetta miklu ill-
vigara og persónulegra en nú, og oft var
mér neitað um vinnu sem ég taldi mig eiga
rétt á að fá. Sem dæmi um það get ég nefnt
til gamans, að ég sótti um lögregluþjóns-
starf i Reykjavik ásamt fjórum öðrum sem
höfðu verið á Siglufirði. Ég var sá eini sem
ekki fékk starf, og mér var sagt að það
heföi veriö af tillitssemi viö mig, ég væri
svo þungur, aö fljótlega fengi ég ilsig I
svona starfi! En þaö var engin alvara á
bakviö þessa umsókn. Ég hefði liklega ekki
tekiö vinnuna þótt mér hefö' boöist hún og
ég skemmti mér konunglega yfir þessu”,
segir Guömundur. Og hann bætir þvi viö, að
starfsemi hans i verkalýöshreyfingunni
hafi meira komið niöur á konu hans og
börnum en honum sjálfum.
Guðmundur var kosinn i stjórn Dags-
brúnar 1952, og um áramótin 1953-’54 var
hann ráðinn starfsmaður á skrifstofu Dags-
brúnar og það var hann allt til þess að hann
var kosinn á þing i árslok 1979.
Kristvin Kristinsson verkstjóri hjá BOR
er einn þeirra sem Guðmundur hefur starf-
að hvað lengst með i verkalýðsbaráttunni
eða allt frá þvi um 1950.
„Þetta þróáðistsvo.aðég var hægri hönd
hans i verkfallsvörslunni. Hann þjálfaöi
mig upp og gerði mig að þvi sem ég er i
verkalýðsbaráttunni. Hann var góður
kennari,en þó minnist ég þess ekki aö hann
hafi nokkurntima beinlinis kennt mér, en
maður nam allt sem hann gerði. Hann var
alltaf rólegur og yíirvegaður og var orðinn
mikið reiður ef hann sagöi eitthvað sem
hann þurfti aðsjá eftir. Hann var ekki bein-
linis harður i verkfallsvörslunni en gat
fengið hvern mann niöur á jörðina á
skömmum tima, jafnvel þótt snarvitlausir
væru. Hann var alltaf tilbúinn að ræða mál-
in og ég minnist þess aldrei að neinn hafi
orðið óvinur hans eftir átök i verkföllum.
Þær fáu stundir sem við höfum tekið okk-
ur i að slá á léttari strengi hafa orðið mér
og fjölskyldu minni ógleymanlegar. Hann
kann geysimikið af sögum og segir vel frá,
og ekki þarf hann brennivin til þess, þvi það
smakkar hann ekki. Hinsvegar tekur hann I
nefið. Um tima varð hann að hætta þvi
heilsunnar vegna og þá fannst mér eitthvað
vanta. Núerhann byrjaður aftur, en heldur
vil ég hafa hann neftóbakslausan en heilsu-
lausan”, segir Kristvin.
Eðvarö Sigurðsson, formaður Dagsbrún-
ar áratugum saman, allt þar til á siðasta
vetri þegar Guömundur tók viö, ber honum
vel söguna.
„Guðmundur hefur reynst ákaflega
traustur þegar á liggur. Okkar skoðanir á
verkalýðsmálum hafa farið saman. Það er
mjög rikt i hans eðli að vilja aðstoða fólk,
hann vill gera-öllum gott. Hann hefur varið
miklum tima i aö aöstoða fólk og á stundum
færst of mikið i fang að þvi leyti. En eftir-
minnilegastur er hann mér i stórátökum,
hvernig hann hefur haldið á málum i þeim.
Hann er alltaf rólegur og yfirvegaöur, en
fastur fyrir. Menn læröu fljótt að bera vir.ð-
ingu fyrir honum, og átti það jafnt viö um
félaga og andstæöinga”, segir Eövarð Sig-
urösson.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður
Starfsmannafélagsins Sóknar hefur lika
unnið lengi með honum.
„Guðmundur hefur ákaflega sterka sam-
úð með þeim sem illa eru settir. Nú, og svo
er hann bráðskemmtilegur, þó hann eigi
það til að segja eitt og annað sem ekki
þyrfti að segja. Ég harma að hann skuli
vera við svo lélega heilsu sem raunin er.
Helst vildi ég endurheimta gamla Guð-
mund J., þann sem haröast barðist á árun-
um upp úr 1950.
Það eru ákveðnar týpur kvenna innan Al-
þýðubandalagsins sem aidrei hafa getað
þolað Guðmund. En svona munaðarleys-
ingjar eins og ég kunnum vel að meta
hann”, segir Aðalheiður.
En Guðmundur J. hefur löngum verið
umdeildur maður, og gagnrýni á hann
kemur ekki siður úr röðum pólitiskra sam-
herja hans en andstæðinga. Meðal þeirra
samflokksmanna sem eru hvað hvassastir i
gagnrýni sinni er Guðrún Helgadóttir al-
þingismaður.
„Við Guðmundur höfum ekki þekkst lengi
og aldrei vel persónulega. Fyrir mér hefur
hann lengst af verið einskonar stofnun i
flokknum. Það var fyrst á þingi sem við
fórum að umgangast reglulega, og það kom
i ljós að við tilheyrum ákaflega ólikri kyn-
slóð stjórnmálamanna, miklu ólikari en
aldursmunurinn segir til um.
Ég hef gagnrýnt þá fámennisstjórn sem
ræður rikjum i verkalýðshreyfingunni, mér
finnst hún vera eins og konungdæmi sem
gengur I erfðir. Og Guðmundur er persónu-
gervingur hennar”, segir Guðrún.
,,Nú veit ég að Guðmundur hefur lengi ver-
ið þýðingarmikili baráttumaður verkalýös-
ins. Þaö ber ekki aö vanmeta. En honum
eins og öörum hættir til að sitja of lengi, og
þaö er vist aö hann sleppir engu sem hann
hefur náö taki á. Þar skeytir hann hvorki
um skömm né heiður.
Guðmundur á það sameiginlegt með
verkalýðsforingjum af hans kynslóð aö
hafa litinn skilning á baráttu kvennahreyf-
ingarinnar, en það á svosem viö um fleiri i
flokknum. Mér finnst lika verkalýösforyst-
an hafa svikiö málstað sósialsimans i her-
málinu. 1 þvi máli hefur varla heyrst frá
henni stuna né hósti. s
A hinn bóginn þykir mér svolitið vænt um
Guömund, hann hefur veriö stór partur af
peim maisiao sem eg nei aonynsi og sem
persóna er hann skemmtilegur. En ég vildi
gjarnan fara að sjá unga og hressa menn úr
verkalýðshreyfingunni taka smámsaman
við af þessum gömlu og ég kenni verkalýðs-
forystunni um það hve litil tengsl eru milli
Dagsbrúnarmanna og Alþýðubandalags-
ins”, segir Guðrún Helgadóttir um þennan
samherja sinn á þingi.
Hvað segir Guðmundur sjálfur um gagn-
rýnisraddir úr hans eigin flokki, þar sem
annarsvegar er talað um að hann sé aftur-
haldssamur i jafnréttismálum en hinsveg-
ar er sú þekkta deila hans við „mennta-
mannaklikuna”?
„Já, ég hef gert grin að þessum rauð-
sokkaleiðtogum vegna þess að þær hugsa
fyrst og fremst um menntakonur, konur i
toppstöðum, en gefa sig litið að launajafn-
rétti og hinum almennu launakonum.
Þaö hvilir yfir þessu ákveðinn mennta-
hroki, og hann veldur þvi aö hér stefnir I
stéttskipt þjóöfélag. Þessi hroki kemur ekki
sist frá flokksfólki minu; þaö eru til magn-
aðir stéttaskiptingamenn sem jafnvel eru
með sósialisma á vörum. Að öðru leyti en
þessu visa ég þessari kenningu algjörlega á
bug og tel mig harðsnúinn jafnréttis-
mann! ”
Onefndur Alþýöubandalagsmaöur segir
hinsvegar aö Guömundur sé enginn sóslal-
isti, þaö hafi margoft komib fram.
„Hann er kerfismaður sem vill viðhalda
þessu kerfi sem við búum við eins og staðn-
að skriffinnskukerfið i Dagsbrún sýnir.
Eftir: Þröst Haraldsson og Þorgrím Gestsson