Helgarpósturinn - 02.07.1982, Page 6

Helgarpósturinn - 02.07.1982, Page 6
•V.’f 5 • " ■ -■•>.••• f. 6______________________________________________________________________________ Föstudagur 2. júlí 1982 ,rjnn eftir Ómar Valdimarsson myndir: Jim Smart Lagt á ráðin: Jakob Magnússon (tii hægri), Valgeir Guðjónsson og Eggert Þorleifsson tala Stuðmái á meðan kvikmyndað er i næsta herbergi. Stuðmenn og Gústi með allt á hreinu t Grettisgati kl. 13.30: „Ætli söguþráðurinn i þessari mynd sé ekki álika merkilegur og hvert annað iibretto eða óperu- texti. En það eru býsna mörg hliðarspor og útskot. Mestmegnis eru þetta smábútar og uppákom- ur, sem tengjast saman, í Stuð- mannaandanum, hvað sem það nú er." Það er Valgeir Guðjónsson, Stuðmaður, sem talar um kvik- myndina er gengur undir vinnu- heitinu „Allt á hreinu”. Valgeir og aðrir Stuðmenn verða kyndug- iri framan þegar þeir eru spurðir um efni myndarinnar og það verður fátt um svör. Agúst Guðmundsson, leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður, á einnig i nokkrum vandræðum með að útskýra efni myndarinn- ar. ,,0g þó,” segir hann. „Þetta fjallar um tvo músikhópa, sem elda grátt silfur saman. Samt er einhverskonar „forhold”, jafnvel kærleikur, milli forsprakka þess- ara hópa. Annars eigum við erfitt meðað segja frá þessu — handrit- ið er þess eðlis. Auk þess er tals- vert lagt upp úr „impróvisering- um” þeirra sem leika. Sjálft inn- tak myndarinnar er þó einungis kunnugt örfáum þeirra, sem starfa við verkefnið og þvi mun haldið leyndu til frumsýningar.” Ragnhildur Gisladóttir Grýlumamma ieikur eitt af stærri hlutverkum f myndinni. Hér bföur hún upptöku I dyragætt og Valgeir Stuömaöur Guðjónsson dárast fyrir aftan hana. Framan viö situr Július Agnarsson hljóðmaöur þolinmóður. Eins og sjá má er klæðnaöur Kagnhildar býsna Stuölegur — og þá ekki sfður jakkinn, sem hangir þar á vegg og Egill Ólafsson skartar af og til 1 myndinni. Allt hægt — nema að fresta dauðsföllum Það var upphaflega hugmynd Jakobs Magnússonar og fleiri Stuðmanna, aö gera kvikmynd byggða á plötunni „Tivoli”, sem útkom sumariö 1975. Sú hugmynd veltist nokkuð um á milli manna, kannski mest i Los Angeles og Hollywood, þar sem Jakob býr. Nú hefur verkið þróast i nýjar áttir — og hafnar eru tökur á sameiginlegu hugarfóstri Stuð- manna og Agústs. Og þaðer held- ur ekkert hangs. Klukkan átta á hverjum morgni hittast Stuð- menn, Agústog aðrir kvikmynda- fagmenn, búningafólk, tækni- menn, ljósameistarar og aðrir, til að halda fund um verkefni dags- ins Stundum ruglar veðrið áætl- anir dagsins, stundum jarðar- farir. Eiginlega allt mögulegt ut- anaðkomandi. Ekki er að sjá ann- aö og heyra en að hópurinn sé samstilltur og telji ekkert ómögu- legt. Nema aö fresta dauðsföllum og jarðarförum. Andinn er mjög Stuðlegur, ef hægt er að seg ja svo um þann hálfkæring og „high- brow” húmor, sem einkenndi Stuömenn á sinni tið. Og augna- blikið ræður. „Það er ekki mikill dialóg i handritinu,” segir Valgeir, þar sem setiö er yfir instantkaffi i Grettisgati, hljóöveri Þursa- flokksins (sem myndar meiri- hluta Stuðmanna), þar sem öll músfk i myndina er tekin upp og hljóðsetning önnur. „Þaö má segja að þetta sé sami draumur- inn ogTivoli-myndin en þóer litið eftir af þvi plotti öllu. Við reynum i þessu aö halda okkur við þau vinnubrögð, sem gáfust okkur vel i músikinni, þar sem augnablikið var látið ráöa — hlutirnir gerðust spontant.” Ekkert að nugga framan í fólk „Plöturnar urðu til meira og minna á leið utan og i' upptökunni sjálfri,” skýtur Eggert Þorleifs- son inn i en hann leikur rótara i myndinni og er sjálfur reyndur músikant úr m.a. Þokkabót. „Einmitt,” segir Valgeir. „Þetta er ekki æft undir drep og svo sest niöur og spilað inn. Við erum að vonast til að geta náð þeim húmor og gáska, sem ein- kenndi Stuðmenn, inn á filmuna lika”. —Menn þóttust nú sjá út ýmsar tegundir þjóðfélagsádeilu út úr plötunum, ef við munum rétt. „Já og jú og humm,” segir Val- geir. „Auðvitað vorum við að segja eitt og annað og kannski er- um viö aö því lika f þessari bíó- mynd. En séum við að þvi, þá er- um við ekkert að nugga þvi fram- an i' fólk. Þaö verður að skoða myndina sjálft og draga si'nar eigin ályktanir. Það sem fyrir okkur vakir er fyrst og fremst aö gera góða plötu og sjá til þess, að hún sé i tengslum við kvikmynd- ina, þannig aö hvor þáttur fyrir sig styðji hinn og styrki.” Sögðuð þið gubb? Jakob Magnússon kemur inn i hendingskasti. Hans er hlutverk framleiðanda og framkvæmda- stjóra kvikmyndafélagsins. Hann dæsir. Mikið að gera. Reddingar á peningamálum, verið að ná hljóðfærum og tækjum frá Los Angeles, útvega lögreglustöð til kvikmyndatökunnar, velta fyrir sér músikbútum og upptökum, redda þessu og redda hinu. Aður en hann er almennilega sestur er hann rokinn i simann. „Það er ég alveg sannfærður um, að ef einhverntima verður reist myndastytta af Jakobi Magnússyni, þá veröur hann i simaklefa,” segir Valgeir og glottir framan i Eggert. „Já, og áreiðanlega að heilsa einhverjum i leiðinni,” bætir Eggert viö. „Hann er einsog kria — hann rétt tyllir sér niður og svo erhannrokinn. Já, þau erumarg- visleg þessi frægu Jakobskortér og geta oröiö löng.” Nú fara hlutirnir að gerast hratt. Þóröur Arnason, gi'taristi par excellence og fjármálastjóri Þursa, Stuðmanna og kvik- myndafélagsins Bjarmalands s.f., sem gerir myndina, hefur verið aö fást við stórvaxin segul- bandstæki istjómklefa hljóðvers- ins Grettisgats. Hann rekur inn hausinn: „Strákar! Hvað varð um seinna „Sögðuð þið gubb? Gubbbb!!!” Orlitilkaosgrípurum sig. „Það fór á..„” segja nokkrir i einu. „Það fór á seinna teikið,” hrópar Jakob úr símanum. Lagstúfar heyrast úr stjórn- klefanum og þaö er strax auðséð hverjirhafa heyrt stúfana áður — þeir fara allir að rugga sér í takt við tónlistina og syngja stuttar setningar. Þeir fremstu í Evrópu Stuðmenn fástekki til að viður- kenna, aö leikin séu aðalhlutverk og aukahlutverk i myndinni. „Það er kannski helst að Egill (Ólafsson) gæti orðið meira áber- andi en aðrir en þá fyrst og fremst fyrir það, að hann er söngvarinn og það ber jafnan meira á söngvurum,” segir Egg- ert Þorleifsson. „Annars skiptist þetta nokkuð jafnt niður á fólk.” „Eg held að það verði i kring- um fimmtiu manns, sem fara með hlutverk i þessari mynd,” segir Jakob. „Margir fremstu leikarar og söngvarar þjóðarinn- ar.” Ágúst Guðmundsson leikstjóri og Egill Ólafsson undirbúa heimilisátök undir súö á Tjarnargötunni. FARPANTANIRog FARGJÖLD innanlandsflug millilandaflug 26622 25100 Við bendum viðskiptavinum okkar á aðkynna sér nýju númerin á bls. 78 í símaskránni. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.