Helgarpósturinn - 02.07.1982, Síða 8
Föstudagur2. júlí 1982 írínn
Gestir viö einn baranna i nýja Sjallanum. Til hægri viö barinn er
eini fasti punkturinn hjá gömium Sjallagestum — grjótveggurinn,
það eina sent stendur uppi af innréttingum Sjáifstæöishússins sem
brann i vetur.
hafa fengið
Sjallann sinn aftur
Sjallinn á Akureyri hefur ver-
iö endurreistur eftir brunann i
desember i vetur. Og nú heitir
staðurinn Sjallinn, ekki Sjálf-
stæöishúsiö, enda húsið ekki
lengur á vegum stjórnmála-
flokksins.
En þaö eru ekki allir Akureyr-
ingar ánægöir með nafnið.
„Sjallinn er brunninn og kemur
ekki aftur”, segja sumir, en
aörir fagna endurreisninni.
Flestir uröu þó ruglaðir þegar
þeir komu inn i Sjallann i fyrsta
sinn.týndu öllum áttum þar til
Þórður Gunnarsson sem rak
Sjálfstæðishúsið og er nú einn af
eigendum Sjailans kom til
skjalanna og benti á vegg sem
allirkönnuðustvið.það eina sem
eftir er af gamla Sjallanum.
Þarmeö fundu menn fastan
punkt i tilverunni og náöu átt-
um.
Annan fastan punkt fundu
menn siöastliðið sunnudags-
kvöld. Þá sat Ingimar Eydal viö
orgeliö með nýja hljómsveit og
fulltrúa nýrrar Eydalkynslóðar
viö hljóönemann. Söngvari
hljómsveitarinnar er Inga dóttir
hans, efnileg söngkona. Hvort
þau feðgin verða f Sjallanum
eitthvaö áfram er þó óvist, en
forráöamenn hússins hafa mik-
inn hug á þvi og sjálfur hefur
Ingimar i það minnsta ekki sagt
nei.
Sjallinn fór i gang aö kvöldi
16. júni, þegar nýstúdentar úr
MA héldu þar hóf sitt, en þá var
varla liðinn meira en mánuður
siöan arkitektar frá Arko i
Reykjavik, þeir sömu og teikn-
uðu Breiðvang, kynntu sér rúst-
irnar. Siðan var unnið dag og
nótt og nú er risinn glæsilegur
skemmtistaður með glimmer á
veggjum að kröfu nútimans.
Húsrýmið er orðið stærra en
gamli Sjallinn var nokkru sinni,
en enn er eftir aö innrétta borð-
sal og fundasal.
Ög i kvöld, fóstudagskvöld,
verður fwmleg opnun. Þá verð-
ur komið upp fullkomnasta
ljósasjó á landinu aö sögn Paul
Raymond frá Great Western
Lights sem hefur unnið fram á
rauðanótt við uppsetninguna.
Þegar þvi verki er lokiö hanga
heil þrjú tonn af ljóskösturum
yfir sviðinu, og fyrstur til að
standa i þeirri ljósadýrö verður
Þórskabarett, sem verður á út-
opnuðu vigslukvöldið.
Annars segir Þdrður Gunn-
arsson, að reksturinn veröi
- menn fundu
fastan punkt
og náðu
áttum
i gerbreyttu
húsnæði
leikinn af fingrum fram til að
byrja með, en stefnt sé aö þvi' aö
fá sem mest af skemmtikröft-
um. Og fyrsta flokks matur
verður að sjálfsögðu á boðstól-
um segir veitingastjórinn, Sig-
uröurSigurðsson.
Þá er bara að skella sér i
Sjallann, og fólki er ráölagt að
lita til hægri þegar komiö er upp
stigann úr fatahenginu. Þá blas-
irviðgamalkunnur veggur, sem
ekki hefur verið hrdflaö viö, og
fastur punktur f tilverunni ætti
aö finnast. Þettameð Ingimar
Eydal er ekki eins öruggt en
menn vona það besta.
„Hvort Sjallastemmningin
næst upp aftur er erfitt aö segja,
en hitt veit ég, að hér verður
einhver góð stemmning”, segir
ÞórðurGunnarsson sem er him-
inlifandi yfir því að áratuga-
starfi hans við Sjallann er ekki
lokiö — si"ður en svo. ÞG
Vinsam-
legar
ábend-
ingar
til kvenna
Allar vildu meyjarnar eiga
hann, var einhvern tfma sagt
um einhvern ungan manninn.
Þessi orðeru sjálfsagt f fuilu gildi
f dag, en spurningin er: hver
verður hin heppna? Hér á eftir
fara nokkur heilræði til kvenna,
heilræði um hvernig konur geti
gert karlmenn ánægöa.
1. Sjáðu honum fyrir spennu og
ævintýrum á hans eigin
heimili.
2. Spurðu hann um eftirlætis
dægradvöl hans.
3. Hlustaðu á hann tala um eftir-
lætis dægradvöl sina.
4. Dáðstu að sama tigrinum og
hann sér i speglinum.
Heila málið er að sjá aðra
manneskju eins oghún sér
sig sjálf.
5. Segðuhonum hvað angrarþig,
en vertu ekki að minna
hann á það. Gerðu ráð
fyrir, að hann hafi heyrt i
þér. Taktu á púlsi hans, ef
hann hreyfir sig ekki i
tvær klukkustundir.
6. Einhvern laugardagsmorgun-
inn skaltu færa honum
morgunverð og sjálfa þig i
rúmið (ekki endilega i
þessari röð).
7. Vertu til taks.
8. Biddu fyrir honum.
Konungleg-
ur þorsti
Stundum getur orðið ansi heitt
suður I Afriku, og þegar slikt ger-
ist, verða menn þyrstir. Hvaö er
þá betra en að drekka eitthvaö
svalandi i forsælunni? Ekki eru
allir á einu máli um hver sé besti
drykkurinn i slikum tilfellum.
Sumir vilja bara vatn, aðrir kalt
te, eins og fina fóikið i Suðurrikj-
um Bandarikjanna á biómatima
þrælahaldsins, og enn aðrir — lik-
lega eru f lestir islendingar i þeim
hópi — vilja ekki heyra á annaö
minnst en að fá sér bjór (séu þeir
á annað borð i siviliseruðu landi).
Prinsinn Nadim i vesturafriska
rikinu Sierra Leone er einn af
þeim siðastnefndu. A dögunum
sendi hann Cerer brugghúsinu i
Arósum simskeyti, þar sem stóð
eftirfarandi: Sendið mér tiu gáma
með bjór. Skömmu siðar kom svo
ávisunupp á tæpa milljón króna
og gámarnir tiu voru fylltir með
312 þúsund flöskum. Prinsinn lét
á sama tima i ljós þá ósk sina að
fá á tveggja vikna fresti sama
magn af bjórflöskum fram i sept-
ember mánuð. Danirnir eru að
vonum hæst ánægðir, og ekki
kæmi mér það á óvart, að þeir
ættu sér þá ósk heitastaað hita-
bylgjan næði alveg fram á næsta
ár. Ég ætla alla vega ekki til Si-
erra Leone fyrr en undir áramót.
Ég þoli ekki hitann og mér finnst
bjór vondur.
Frekar dollara
en petródollara
Moammar Kadhafi, þjóðarleið-
togi í Lýbiu.er ekki besti vinur
vestrænna valdamanna, sist af
öllu valdhafanna i Hvita húsinu
vestur í Washington. Karlinn hef-
ur samt mikinn áhuga á aö finna
sér „sérlegan sendiherra” þar
vestra til að skýra pólitík hans
fyrir Bandarikjamönnum.
Nýlega hafnaði lögfræðingur
nokkur i Dallas, Bill McKenzie-
Þrjár litlar
• Bandarikjamenneru nú larn-
ir að senda smábörn i ieikíimi. t
Kaliíorniu og fleiri rikjum hala
opnaö nokkrir „baby-gym” fyrir
börn frá fjögurra mánaöa aldri.
Leikfimi þeirra lelst i þvi aö
skriða yfir litaða kubba, klifra og
rólasér. Sérhvert aldursskeið lær
prógram viö sitt hæfi. Tilgangur-
inn meö þessum klúbbum er aö
þroska hreylihæíileika barnanna,
jalnvægisskyn og fleira.
• Og enn erum viö i Bandarikj-
unum. Þar hafa læknar fundiö
upptæki til aö berjast gegn höfuð-
verkjum. Tæki þelta likist einna
helst vasadiskóunum svonetndu
og gengur fyrir rafhlööu. Þaö not-
ar hljóðmerki til að stjórna
spennu i vöðvanum, sem laiinn er
eiga sök á krankleikanum. Ekki
þykir tækiö neilt sérstaklega ele-
gant en þaö mun vist kenna heil-
anumaðslaka á vöövunum,sem
orsaka sársaukann.
• Til Bretlands. Frellamaður
nokkur lijá BBC hefur nylega
skrifað njósnaskáldsögu þar sem
Magga Þatsér er ein af aöal per-
sónunum. Segir þar frá baráttu
járnfrúarinnar gegn ÍRA, irska
lýðveidishernum. Núna spyrja
menn sjálfa sig hvenær vænta
megi breiðrar skáldsög u um
Falklandseyjar og atburöina þar.
þessari ágætu nafnbót. Hann vildi
frekar annast hagsmuni fótbolta-
liðs. Hann kom þó þeim skilaboð-
um áleiðis til Washington, að
Kadhafigengi gott eitt til i pólitik
sinni. Við skulum vona, að Kad-
hafi takist að finna einhvern heið-
arlegan mann, sem tekur svarta-
gullið og
fótbolta.
Kadhafi gengur illa að fá menn í
vinnu fyrir sig.
Ég er
íff
seni
Pétur
Stefánsson
opnar 4 mynd-
listarsýningar
Pétur Stefánsson heitir ung-
ur teiknari og nýútskrifaður
grafiker. Um helgina opnar
hann hvorki meira né minna
en fjórar myndlistarsýningar i
höfuðborginni. Sú fyrsta, sem
er einkasýning, verður i Djúp-
inu við Hafnarstræti, önnur i
Listmunahúsinu, þar sem
hann sýnir með öðrum, 3. i
galleriinu á bak við bókaskáp-
inn og loks ætlar hann að sýna
i glerkassa utan á húsinu i
Austurstræti 8. Á sýningunum
verður grafik, ásamt heljar-
stórum teikningum og mál-
verkum.
„Ég er séni, arftaki Jóhann-
esar Kjarvals og Jóns Engil-
berts og þessara stráka, og get
ekkert að þvi gert”, sagði Pét-
ur i samtali við blaðið. „Það
voru kosmisk lögmál, sem
leiddu mig út á þessa braut.
Ég var að útskrifast úr
myndlistarskólanum, en ég
gutlaði við þetta i nokkur ár,
áður en ég fór i hann og náði
vissri tæknilegri fullkomnun,'-
sem ég reyndi siðan að vinna
betur úr. Ég er orðinn besti
myndlistarmaðurinn á land-
inu.”
Pétur hefur áður haldið tvær
sýningar á verkum sinum, en
vildi ekki láta uppi hvar það
hefði verið. Menn ættu ekki að
miklastaf verkum sinum, eins
og hann sagði.
Um viðfangsefni mynda
sinna sagði Pétur, að þau
væru figúrativur súrrealismi,
þar sem sköpunargleðin væri
látin fjúka yfir fjöll og firn-
indi, mannlif og sálir.
Hann lætur sér þó ekki
nægja að gera eingöngu
myndir, þvi á meðan á sýning-
unum stendur, ætlar hann að
gefa út ljóðabók með teikning-
um, meistarastykki.
„Ég hugsa, að útgefendur
fengju glýju i augun ef þeir
sæju hana.Hún er of góð. Þeir
eru fastir i stöðnuðu hug-
myndakerfi um hvernig bæk-
ur eigi að vera.
Það má segja það sama um
myndir lika; fólk er svo illa
upplýst. Það skilur ekki þegar
ofurmenni fara af stað. Þess
vegna verður að nota fjöl-
miðla og segja þvi frá og
benda þvi á hvert það getur
farið til að leita sér andlegrar
upplyftingar og ánægju i lif-
inu, ekki á einhverjar graut-
fúlar, venjulegar sýningar.”