Helgarpósturinn - 02.07.1982, Síða 22
maour
- segir BirgSr
Mogerisen sem
spilaði með
Killing Joke
í Englandi
Birgir Mogensen, fyrr-
um bassaleikari i hljóm-
sveitinni Spilafífl, hefur
sögu að segja. Birgir fór
fyrir einum og hálfum
mánuði til Englands til að
spila með þeim Killing
Joke mönnum, Jaz og
Geordie. Mikið hefur veriö
rætt um þessa menn i f jöl-
miðlum að undanförnu og
ekki sist Jaz sem hefur
verið sagður djöfladýrk-
andi og að manni hefur
fundist snarklikkaður ná-
ungi sem kom til íslands í
þeim tilgangi að eyðileggja
frama hljómsveitarinnar
Þeyr. — En Birgir hefur
aöra sögu að segja. Við
Birgir hittumst í vikunni og
Stuðarinn spurði hann
fyrst af hverju hann
hefði farióti! Englands.
Rokk í Reykjavík.
„Þannig var að Jaz og Geordie
voru á frumsýningu Rokk i
Reykjavik og sáu mig þar spila
með Spilafiflum. Þeir buðu mér i
bandið og við æfðum hér i viku en
fórum þá út til London, þaðan til
Wales og æfðum þar. Mig langar
tii að leiðrétta misskilning sem
ég las i HP i siðustu viku, en þar
var sagt að á siðustu stundu hefði
tekist að afstýra þvi að Jaz hefði
tekist að leysa Þey upp. Hann
bauð að vfsu Sigtryggi og Guð-
laugi i Killing Joke i febrúar og
þekktust þeir boðiö þar til i april
eða mai en þá neituðu þeir tilboð-
inu. Þetta var nú allt og sumt. Jaz
kom hingað siður en svo i þeim
tilgangi að leysa Þey upp, eins og
svo margir virðast hafa túlkað
komu hans.”
M*
Þessi Stonehenge liggja i þri-
hyrning og á milli staða liggja
mörg hundruð milur, en nákvæm-
lega sama milutalan milli þeirra.
:: eKkt 9UÖS'
Jax
— Hvernig náungi er Jaz?
„Eins og hann segir sjálfur; ef
menn væru dæmdir eftir sköpun-
argáfu, — væri umræðan sjálf-
sagt á öðru plani og viðhorf til
hans önnur. Hann er mjög mis-
skilinn maður, ekki bara hér á
landi heldur erlendis lika. Hann
er enginn djöfladýrkandi, heldur
þveröfugt. Hann hefur mikinn
áhuga á orkumiklum stöðum s.s.
Snæfellsjökli, en hann reynir að
ieysa þá orku upp og nota hana
sér til góðs. Það kemur engin
djöflatrú nálægt þessu. 1 Eng-
landi heimsóttum við Stonehenge
en það eru staðir sem voru byggð-
ir 800 þúsund árum f.Kr. Enginn
veit hvernig þeir voru byggðir né
i hvaða tilgangi þótt haldið sé að
þeir hafi veriö notaðir til trúarat-
hafna. Af minni reynslu eru þess-
ir staðir ákaflega friösælir. Það
er mikill munur að vera þarna
inni og að vera fyrir utan þá.
..... . ^ qOV'"
úVja\"[V^„."iiM
Lorheldor....
— Einhvers staðar kom það
fram að Jaz væri að hugsa sér að
flytja Stonehenge til landsins.
Heilbrigður maður hlýtur að sjá
að það er algjör fásinna. Núna er
Jaz á tónleikaferðalagi en hefur á
engan hátt snúið frá þeirri
ákvörðun sinni að setjast að á fs-
landi,”segir Birgir.sem andvarp-
ar nú og endurtekur: „Já, Jaz er
misskilinn maður. Það er alveg
furðulegt hve fólk lætur stjórnast
af blöðunum. Hefði ég gert það
hefði ég sennilega aldrei þorað að
fara i K.J. En sem betur fer tók
ég minn tima og kynntist honum.
Margt af þvi sem hann segir er
mjög jákvætt og gott en hann er
ekki guðs útvalinn sonur. Hann er
mannlegur eins og ég og þú. Það
er hálf hlægilegt að vita hvernig
Þeysarar hafa notfært sér K.J.
sér til framdráttar. T.d. var send
spóla til BBC og hún kynnt sem
tónlist Þeys og Jaz, eftir að
Tryggur og Gulli höfðu ákveðið að
vera áfram i Þey og ljóst var að
K.J. og Þeyr áttu enga samleið. —
Og þessar mystisku pælingar
Þeys eru auglýsingaskrum sem
koma frá Hilmari Hilmarssyni.
Þeir nota þetta einungis i þeim
tilgangi að vekja á sér athygli.”
ja53!?,
aU'
onvJ"°'
— En hvað með þig sjálfan, ertu
ennþá i K.J.?
„Nei, ég er ekki lengur i band-
inu sjálfu, en það er margt sem
við höfum áhuga á að vinna sam-
an þegar timi vinnst til. Paul
gamli trommuleikari K.J. kom
aftur til samstarfs við þá og gerði
sinar kröfur og þvi fór sem fór.
En á þessum mánuði sem ég var
úti lærði ég mikið, en þó mest af
vinnubrögðum K.J. Þau eru pro-
fessional og mjög ólik þvi sem ég
hef kynnst hér heima. En aðstað-
an úti er lika mikið betri. Þarna
eru peningar fyrir hendi. Þú spil-
ar þina músik og færð það sem þú
vilt. Og að mörgu leyti eru það
peningamálin sem halda hljóm-
sveitum hér niðri. Það eru ein-
ungis Þursarnir sem virðast vera
með sitt á hreinu. Græjuleysi,
sándleysi og frumleikann virðist
vanta i flestar hljómsveitir. ts-
lenskar hljómsveitir eru undir of
miklum áhrifum frá erlendum
hljómsveitum. Það getur verið
erfitt að taka það ab'arlega að
vera tónlistarmaður hér. Það
vantar tilfinnanlega svona 2-3
klúbba fyrir hljómsveitir til að
spila á. Eini möguleikinn er að
spila utandyra sem er ekki nógu
gott. Mitt álit er að hljómsveitir
hér heima ættu að standa saman
um að koma upp stað eða stöðum
til að koma fram og spila. Það er
enginn sem gerir það fyrir þær.”
Ætlar aö f lýta sér hægt
— En hvað tekur við hjá þér?
„Ég ætla að flýta mér hægt. Ég
hef áhuga á að fara að spila en
það er ekkert ákveðið ennþá. Ég
fór ekki úti þetta til að verða
heimsfrægur og vonandi er ekki
litið á mig sem sllkan.
Þegar poppskribentar hérlend-
is eru að likja Þeysurum við Kill-
ing Joke getur maður ekki annað
en brosað. Það hefur engin
hljómsveit þann kraft og frum-
leika sem Killing Joke hefur.”
Hér slúttum við viðtalinu þótt
margt fleira hafi verið sagt. Að
lokum vonar Stuðarinn að allt
gangi i haginn hjá Birgi og að
þeim félögum Killing Joke, Jaz og
Geordie verði betur tekið næst
þegar þeir koma til landsins.