Helgarpósturinn - 02.07.1982, Síða 31
31
Helg<
'sturinn.
Föstudagur2. júlí 1982
Góöir landsmenn. Astsæl
stjórn vor mun einhvem næstu
daga hækka söluskattinn um
nokkur prósentustig en þaö verö-
ur séð til þess aö þeirrar hækkun-
ar gæti ekki i visitölunni. Rikis-
stjórninni þykir að sönnu miöur
að þurfa aö ganga meö þessum
hætti á kaup launafólks i landinu
en hjá þvi verður bara ekki kom-
ist þvi að rikisstjórnin þarf aö
skaffa útgeröinni 300 milljónir
vegna þess að fiskiskipaflotinn er
orðinn of stór og alltof mörg skip
þegar aö veiöa alltof fáa fiska og
auk þess mörg skip á leiöinni
núna á næstunni...
u
t ljósi ofanritaös er e.t.v. ekki
aö undra þo'tt menn séu aö verða
sannfæröir um aö Steingrimur
Hermannsson sjávarútvegsráö-
herra veröi eina verulega kosn-
ingamál næstu Alþingiskosninga.
Gárungarnir eru amk. þegar
komnir I stellingar samanber þá
fullyrðingu þeirra, aö aöalástæö-
an fyrir því aö Ólafur Jóhannes-
son skrifaöi undir efnahags-
málasamninginn umdeilda viö
Sovét sé sú aö meö þessum samn-
ingi fá Rússar lánaðan sjávarút-
vegsráöherrann okkar i'staö þess
sem þeir skutu...
V
Kaupmannasamtökin hafa
skrifað borgarráöi bréf og óskaö
eftir þvi aö borgin afturkalli
heimild Sambandsins til reksturs
stórmarkaðar i Holtagörðum.
Menn biöa spenntir eftir þvi’ hvaö
nýi meirihlutinn gerir...
V,
Allir vildu Lilju Eysteins
munks kveðiö hafa og hið sama
fer bráðum aö gilda um tillögur
forseta borgarstjórnar, Alberts
Guðmundssonar, sem þykja
einkar heiðskirar aö oröalagi.
Nýlegt dæmi: „Borgarráö sam-
þykkir að fela borgarverkfræö-
ingi aö kanna möguleika á aö
leysa bifreiðastööuvandamál
miðborgarinnar meö þvi að gera
bifreiöageymslu undir eða inni
Arnarhóli án þess aö raska ytra
útliti þessa náttúruundurs”...
97
8
■'Ekki er aö sjá aö átakalaust
veröifyrir Magnús Hreggviösson,
nýjan eiganda aö útgáfufyrir-
tækinu Frjálst framtak, aö koma
þvi á réttan kjöl. Hvaö þá aö
halda fólki i vinnu eða ráöa nýtt.
Markúsöm Antonsson, sem ver-
iö hefur ritstjóri Frjálsrar versl-
unar i mörg ár, hefur nú látiö af
þvi starfi. Þá hefur og látiö af rit-
stjórn Iönaöarblaösins Jón Birgir
Pétursson. Magnús hugðist slá
tvær flugur I einu höggi og ráða
Sighvat Blöndal, blaöamann á
Morgunblaöinu, til að ritstýra
báöum blööunum. Sighvatur
hafnaöi boðinu þegar honum var
gert ljóst, aö hann ætti sjálfur aö
skrifa 2/3 af blööunum — og þótti
engum mikiö. Þá blasir viö aö rit-
stjórastóllinn á tiskublaöinu Lif
sé aö losna. Þar hefur Katrfn
Pálsdóttir veriö aö undanförnu
en er nú sögö vera á förum og
fylgir sögunni, aö lausafólk, sem
skrifaö hefur i Llf ásamt Kat-
rinu, hafi nú neitað aö vinna
meirafyrirblaðiðfyrren þaöhafi
fengiö greitt fyrir skrif sin i fyrsta
og annaö tölublaö ritsins i ár. Þá
mun ólafur Orrason skákmaöur
og bankastarfsmaöur), sem haföi
veriö ráöinn fjármálastjóri fyrir-
tækisins, hafa bakkað út úr starf-
inu þegar hann hafði kynnt sér
stööu fyrirtækisins og kostaöi
talsveröa fyrirhöfn i prentsmiöju
aöná nafni hans út úr blaðhausn-
um...
LAUSNIR A SKAKÞRAUTUN-
UM:
A. Hvitur veröur aö tryggja
frelsingjanum leiö upp á borð:
1. Bg5!-fxg5
2. g7 og vinnur, hrókurinn nær
peöinu ekki. Svartur gat reynt 1.
— Hg3, en þá kemur Bh4 og
leppar hrókinn. Þetta er furðu
einfalt!
B. Hér er hvita peðið ekki einu
sinni frelsingi, en hvit tekst þó
aö ryöja þvi leiö upp i borö:
1. Bd6+!-exd6 3. f5-Kc5
2. Ra2 + -Rxa2 4. f6
Nú er peðiö á d6 fyrir kóng-
inum svo að peðið rennur upp i
borð. Ef svartur tekur ekki
biskupinn i fyrsta leik, nær
hvitur peðinu og vinnur á þvi.
Núna
fiamreiðum við
FmriMurtarann
ánýjanmáta!
Helgarferðir til Frankfúrt; f lug
bílaleigubíll eða gisting. Verð
frá 2.680 kr.*
„Frankfúrtararnir” okkar þykja sérlega kræsilegir. Aöal-
hráefnið, flug, bílaleigubílar og hótel er framreitt á frá-
bæru verði alla fimmtudaga í sumar og kryddað með
öllu því skemmtilegasta sem Frankfúrt og nágrenni hafa
að bjóða. T.d. er miðborgin einstaklega aðlaðandi, þar
sem skiptast á skýjakljúfar nútímans og aldagömul
meistarastykki byggingalistarinnar. Svo er ekki nema
steinsnar að bregða sér út úr borginni niður að Rín eða
til hinna rómuðu staða Baden Baden og Heidelberg.
Brottför alla fimmtudaga, heim á sunnudögum.
flug og bílaleigubíll. Verð
frá 3.046 kr.*
Vikulöngu Frankfúrtararnir eru ekki síður Ijúffengir.
Flugið og bílaleigubílarnir á sama lága verðinu og tæki-
færi til allra átta. Vafalaust velja margir Rínarrúntinn
fræga, aðrir líta hýru auga til borga eins og Berlínar og
Stuttgart og náttúrufólk og fjallafræðingar geta heimsótt
Sviss og Austurríki þar sem grösin gróa og fjallrisarnir
búa. Brottför alla fimmtudaga í sumar, þú getur verið 1,
2,3 eða 4 vikur.
*Sérstakt tilboðsverð í júlí. Flug og VW-Polo bílaleigubíll allan tímann
með ótakmörkuðum akstri, miðað við 4 (bíl.
Leitið upplýsinga hjá Flugleiðum og ferðaskrifstofun
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi
m A Ferdaskrifstofa
nTCniVTM( kjartans helgasonar URVAL Samvinnuferdir
FERÐAMIÐSTÖDIN FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS ÚTSÝM