Helgarpósturinn - 06.08.1982, Síða 11
irinn Föstudagur 6. ágúst 1982
n
að blása í sópraninn. Lengi hljóm-
aði aðeins einn tónn. Hann andaði í
hring tilað rjúfa hann ekki, svo
bættust yfirtónar í hópinn og hann
beygði sig fram og reis í sífellu.
Manni var hugsað til Evan Parkers í
Norræna húsinu. Hringöndun, yfir-
tónaroguppsveifla. Stundum getur
verið alltað því óþægilegt að hlusta
á hina löngu tóna og hlaup þegar
hringöndun er beitt. Ætli maðurinn
þurfi ekki að anda? En þetta er so-
sum ekki ný tækni og trúlega ættuð
frá jógum. Harry heitinn Carney
beitti henni mjög í Ellingtonband-
inu. Hann þurfti nefnilega í upphafi
að blása tenorskrif á barrýtóninn
og þá var eins gott að ráða yfir nógu
lofti. A seinni árum lék hann þessa
fimleika í sólókaflanum sínum í
Sophisticated Lady.
Næsta verk var skrifað fyrir altó
og hefði nýtónskáldum líkað það
vel. Undirritaður varðþó fyrst hrif-
inn þegar Roscoe greip sópraninn
að nýju og hóf að blása undurfal-
legt stef sem hann lærði ein-
hversstaðar í Afríku. Þá spann
hann einsog sá djassmaður sem
valdið hefur, löng líðandi hlaup
skreytt trillum, kraftmikil og fögur.
Hann beygði sig og rétti og stund-
um varð tónninn njúorlínskur í
sterkum titrandanum.
Það var ekkert slegið af eftir hlé.
Altóinn var villtur og frjáls og
heyra mátti bæði dimiuendo og
cresendo þótt ekki væri það in blue
einsog hjá félaga Ellington. í lokin
var riffið aftur á sínum stað og
sópraninn þaninn til hins ýtrasta í
knöppu forminu. Aukalagið var
ljúf ballaða með stakkatóbrú og
þessi tvö lokaverk sýndu það gleði-
lega að hinir bestu í hópi spuna-
mannanna frjálsu kunnu líka hina
klassísku list sjötíuogáttasnúninga-
forinsins sem svíngmeistararnir
fullkomnuðu.
Það voru dálítið fleiri mættir á
einleikstónleika saxáfónleikarans
Roscoe Mitchells en á tónleika
trompetleikarans Leo Smith og
víbrafónleikarans Bobby
Naughtons. Báðir voru tónleikar
þessir haldnir í Félagsstofnun stú-
denta undir yfirskriftinni Nú-jazz
og hitti sú nafngift í mark á tón-
leikum Roscoes, en miður á tón-
leikum Leos, sem svifu ein-
hversstaðar í rúmi akademismans.
Nafngiftin Nú-jazz hitti í mark á tónleikum Roscoe Mitchells í Félagsstofnun, þótt
ekki hafi hún gert það hjáLeo Smith á sama stað, segir Vernharður m.a. í umsögn
sinni.
Það verður ekki sagt að
Félagsstofnun stúdenta sé
heppilegur staður fyrir tónlist af
þessu tagi þarsem hinn minnsti
skarkali veldur truflun. Háværar
fyllibyttur voru að vísu fáar á tón-
leikum Roscoes og engvir Þjóð-
verjar spilandi á glös og öskubakka
en barinn var opinn og inní salnum.
Þaðan barst sífelldur hávaði og
magnaði salurinn hann upp. Það
var mikill munur á
Félagsstofnunarsalnum þegar
Nefsklúbburinn var þar starfandi
og barinn í anddyrinu.
Roscoe var ekki með tylft hljóð-
færa í farangrinum eins og þegar
hann lék hér með Art Ensemble of
Chicago í apríl sl. Nú blés hann að-
eins f altsaxafón og sópran. Það var
ekki til skaða, þvf þetta eru þeir
saxafónar sem hann blæs best í;
tónninn mikill og voldugur, breiður
og fagur og titrið ljúft Mér hefur
alltaf fundist hann lakari á tenórinn
svo ég tali ekki um bassa og
barrýtóninn. Ég er því sannfærður
um að þeim sem þótti ekki mikið til
sólós Roscoes koma á tónleikum
AEOC í Broadway, hefðu endur-
skoðað afstöðu sína til hans sem
einleikara eftir þessa tónleika
Roscoe hóf tónleikana með því
Oaðgengilegt en gott
The Fall — Hex Enduction
Hour
Hljómsveitin The Fall varð til í
Manchester árið 1976 og voru
stofnendur hennar söngvarinn
Mark E. Smith, gítarleikarinn
Martin Bramah og bassaleikarinn
Tony Friel, sem þó fljótlega yfirgaf
þá félaga og hélt til liðs við Howard
Devoto í Magazin, en dvölin þar
var einnig stutt og hvað síðar varð
af honum er mér ókunnugt um.
Annars er ógerlegt að ætla að fara
að telja upp allt það fólk sem kom
við sögu hljómsveitarinnar fyrstu
árin, þvi það voru æði margir. Það
höfðu t.d. sautján manns verið við-
eftir Gunnlaug Sigfússon
riðnir hljómsveitina árið 1980. f
dag er þetta þó nokkuð fastur
kjarni. Mark E. Smith er auðvitað
enn á sínum stað en einnig hefur
Mike Riley verið nokkuð lengi í
sveitinni. Hann byrjaði þar sem
bassaleikari og lék á það hljóðfæri á
fyrstu stóru Fall plötunni, Live At
The Witch Doctor, en hafði skipt
yfir á gítar á þeirri næstu, Dragnet,
og haldið sig að mestu við það
hljóðfæri síðan en spilar þó einnig á
hljómborð. Auk þeirra hafa þeir
Craig Scanlan, gítarleikari, Steve
Hanley, bassaleikari, og Paul
Hanley, trommuleikari, verið í
hljómsveitinni um nokkurt skeið.
Nýjasti meðlimur The Fall er svo
annar trommuleikari Karl Burns að
nafni. Að vísu er vafasamt að tala
um hann sem nýjan Fall meðlim,
því hann lék með hljómsveitinni
áður og var t.d. á fyrstu plötunni.
The Fall náði fljótlega töluverð-
um vinsældum í heimalandi sínu og
má t.d. nefna að flestar plötur
þeirra hafa farið i fyrsta sæti vin-
sældalista sjálfstæðu fyrirtækjanna
og þeir voru yfirleitt ofarlega á lista
yfir vinsælustu hljómsveitir síðasta
árs í kosningum flestra breskumús-
íkblaðanna. Kannski var sá árang-
ur ekki síst því að þakka að á síð-
asta ári komu frá þeim tvær af að-
gengilegustu plötum hljómsveitar-
innar, Grotesque og Slates.
Því verður nefnilega ekki neitað
að tónlist The Fall er ekki sú allra
aðgengilegasta sem hægt er að
hugsa sér. Því kynntust íslenskir
áheyrendur einmitt hér á síðast-
liðnu hausti, þegar hljómsveitin
sótti okkur heim og kom hér fram á
nokkrum hljómleikum. Skiptist álit
fólks hér þá mj ög í tvö horn, þ. e. þá
sem þóttu þeir góðir og þá sem
fannst þeir hræðilegir og því miður
er ég hræddur um að síðarnefndi
hópurinn hafi verið öllu stærri. Ég
er þó á því að sá hópur hafi verið
stærri en hann hefði þurft að vera,
þ.e. að margir þeir er dæmdu
hljómsveitina lélega, hafi gert það
vegna þess að þeir hafi verið óvanir
að hlusta á hana.
Það var búist við því af Fall að
þeir myndu reyna að létta tónlist
sína til að ná til fleiri. Litlu plöturn-
ar Lie Dream Of a Casino og Look,
know, sem komu út fyrr á þessu ári
þóttu líka benda til þess að svo yrði
og að með næstu stóru plötu myndu
þeir ná til enn stærri hóps
kaupenda.
Nú er platan, sem ber heitið Hex
Enduction Hour, komin út og ekki
er hægt að segja að Mark E. Smith
og félagar hafi farið akkúrat þær
leiðir sem búist var við af þeim.
Meirihluti plötunnar er þræl þung-
ur andskoti, sem þarfnast tölu-
verðrar yfirlegu en þó eru á henni
að minnsta kosti þrjú lög af léttari
gerðinni, þ.e. The Classical, Jaw-
bone and the Air-rifle og Just Step
Sideways. í nokkrum laganna er
Smith í aðalhlutverki, sem
textahöfundur, ljóðskáld eða hvað
menn vilja nú kalla hann. Það eru
einmitt þessi lög sem hvað erfiðast
er að ná, þar sem framburður hans
er ekki alveg sá skýrasti fyrir okk-
ur, og ekki bara okkur því Bretar
kvarta líka margir hverjir yfir að
ekki skuli fylgja textablað með
plötum þeirra. Ékki bætir úr skák
að á þessari nýju plötu er rödd
Smiths blönduð frekar aftarlega og
gerir það plötuna enn verri við-
ureignar.
Þetta er mikið armæðuhjal og
ekki ólíklegt að einhver kynni að
halda að ekki væri hlustandi á plötu
þessa en því er þó alls ekki þannig
farið, þvert á móti þá er hún mjög
góð þegar hún hefur fengið sinn
tíma. Þrjú framangreind lög eru
t.d. mjög góð og það sama er að
segja um Winter, sem er síðasta
lagið á hlið 1 og fyrsta lagið á hlið 2,
And This Day, Hip Priest og Ice-
land, eða Island eins og segir á
plötumiðanum.
Tvö síðastnefndu lögin voru tek-
in upp í Hljóðrita þegar hljómsveit-
in var hér á ferð. Hip Priest hafði þá
um nokkurt skeið verið á efnisskrá
hljómsveitarinnar en Iceland samdi
Mark E. Smith hér á landi og fjallar
það um ýmis þau áhrif sem hann
varð fyrir meðan á dvöl hans hér
stóð. Er byrjun textans eitthvað á
þessa leið: To be humbled in
Iceland/ Sing of legend, sing of
destruction/ Witness the last of the
Godmen/ Hear about Megas
Jónsson/ To be humbled in Iceland/
Sit in the Gold Room/ Fall down
flat in the Café Iol/ without a glance
from the clientele/ The cofee black
as well/ and be humbled in lce-
land.
Lagið hefst á vindgnauði, sem
Smith tók upp á kassettutæki sitt út
um hótelglugga hér í bæ og það
varð til í stúdíóinu, þ.e. Smith sagði
hljómsveitinni að impróvisera
eitthvað og hann söng inn um leið.
Tekin var ein taka og hún látin
standa.
Hex Enduction Hour er kannski
ekki allra aðgengilegasta plata The
Fall en hún er engu að síður mjög
góð og sýnir að hljómsveitin er síð-
ur en svo hætt að þróast en í hvaða
áttir þróunin gengur næst veit lík-
lega enginn. Eitt er þó næsta víst að
The Fall á eftir að standa utan við
flestar stefnur eins og hún hefur -
gert hingað til.
HEXENDUCTION HOUR
BY THE FALL
'■fk fr!~L
íW&»'<kv-
fíg&A
fhk.
Kct.p SlKiv.,
•r: ö ■ ' Xafk-
HftVFA BLEfWhj CUESS
w f. ,'O-SJÆÍ- lc.JLí; t&F*
-ífvt iíÆ i \
| ..., cusHrg.6.c.6Wto*St«re
Ort C!ö$. SMoktf) y $
CWL N.x- «»JT Ibwm e»ifpM.iViic