Helgarpósturinn - 06.08.1982, Síða 18
18
Föstudagur 6. ágúst 1982 ~£j(jjsturinn
V)'Vl? T^tv
hljómsveita sem eru i ballbrans-
anum.”
— Eruði allir frá Akranesi?
„Allir nema Finni og Kobbi.”
Skagamenn erfiöir!!
— Spiliði mikið þar?
„Nei, það er erfitt að spila fyrir
Skagamenn. Þeir eru þungir og
kritiskir, það er sama hvort þeir
eru að fara á iþróttaleik, leiksýn-
ingu eða konsert. Við höfum spil-
að mikið á Snæfellsnesi á Lísuhói
i vetur. Siðan fórum við i mennta-
skólana og félagsmiðstöðvarnar
sem heppnaðist vel hjá okkur. Nú
við héldum lika einn konsert á
Borginni, sem var fámennur en
góðmennur, sumsé finn.”
— Eruði i fullu djobbi fyrir ut-
an tónlistina?
„Já,svo að segja. Finnur er
free-lancari og Valgeir er kennari
með þriggja mánaða sumarfri,
hinir eru á fullu allan timann.”
segir hljóm-
sveitin Tibrá
frá Akranesi
Hljómsveitin Tibrá hefur ný-
verið sent frá sér sina fyrstu
plötu, sem nefnist t svart-hvitu.
Hljómsveitina skipa þeir Eðvarð
Lárusson gitar- og raddleikari,
Eirikur Guðmundsson slagverks-
leikari, Finnur Jóhannesson
söngvari og slagverksleikari,
Flosi Einarsson sem leikur á
pólyfóniskan synthesizer, mini—
moog og rödd vocoder, Jakob R.
Garðarsson leikur á bassa og er
með sérstaka effekta og Valgeir
Skagfjörð pianó-, rhoder-,
strengja- og söngleikari.
Ánægöir meö plötuna
Þeir Valgeir og Finnur litu inn
hjá Stuðaranum um daginn og
var að sjálfsögðu vel tekið. Og
fyrsta spurningin sem dembt var
á þá var hvort þeir væru ekki
ánægðir með plötuna.
„Jú, við erum mjög ánægðir
með hana. Platan var tekin upp á
40timum i Hljóðrita og við vorum
heppnir með sándið á henni. Svo
var skurðurinn þrumugóður.”
Leitandi að stíl
— Hvernig tónlist eruði með?
„Æ, elskan min ekki biðja okk-
ur um að skilgreina hana. Við er-
um leitandi að okkar stil, það má
segja að tónlistin sé mjög blönd-
uð.”
— Þið eruð ekki með pönk og
ekki með bárujárnsrokk?
„Það er rétt. Við höfum þó
gaman af að spila allt mögulegt,
allt frá pönki niðri létta dinner-
tónlist. Og höfum ýmislegt á efn-
isskránni. En fólk verður sjálft að
dæma tónlistina á plötunni. Það
eina sem hún á sameiginlegt að
hún er eftir Valgeir. En næsta
plata verður þyngri. Tvö lög plöt-
unnar eru i nýja stilnum okkar,-
Joe, og Put on your Make-up.”
Fordómar
„Annars einskorðast popp-
bransinn svo við höfuðborgar-
svæðið að það er erfitt að koma
sér á framfæri.
Fólk er frekar neikvætt þangað
til það er búið að hlusta á okkur”,
segja félagarnir hressir.
„Það eru einhverjir fordómar
sem fólk virðist hafa i garð
Fjör á sveitaböllum
— Hvernig kunniði við ykkur i
dansbransanum?
„Það er fint þar, eins og filing-
urinn i gamla daga. Félagarnir i
konsertböndunum dauðöfunda
okkur margir hverjir. — Það er
botnlaust fjör á sveitaböllunum”,
segja þeir Finnur og Valgeir að
lokum hressir að vanda, og Stuð-
arinn þakkar fyrir innlitið en
minnir i leiðinni á að Tibrá spilar
i Miðgarði 13.-14. ágúst næstkom-
andi og á Lisuhól þann 28. ágúst.
Allt í lagi
aö
Þegar Stuðarinn var að koma
af fundi með Sonus Futurae,
rakst hann á tvær stelpur sem
voru léttar á fæti. Sökum þess hve
fætur þeirra voru léttir, vék hann
sér að þeim og spurði: — Hvað er
verið að gera?
„Við erum bara að labba um,
leik ÍBl og Breiðabliks var nefni-
lega frestað og eitthvaö verðum
við að gera á meðan.”
— En hvað heitið þið?
Sú síðhærða kvaðst heita Ing-
unn Sigurðardóttir og vera 16ára,
en hin Bára Eliasdóttir, 17 ára.
Bára er Isfirðingur en Ingunn
fyrrverandi Isfirðingur.
Ferðalög
og tónlist
— Eruði miklir iþróttaunnend-
ur?
„Nei, við höfum engan sérstak-
an áhuga á iþróttum. Við ætluð-
um einungis að hvetja okkar lið,
sem er að sjálfsögðu ÍBt. Nei, við
leggjum eingöngu stund á skóla-
leikfimi, sem við neyðumst til að
fara i.”
— En hver eru þá áhugamál
ykkar?
Bára: „Ja, ég hef gaman af
ferðalögum og að syngja og spila
á gitar.”
— En þú Ingunn?
- en tilgangs
laust aðw-t;
og Ingunn'
„Jú, þessu sama nema að spila
á gitar.”
— Og hvað er það sem þið syng-
ið?
„Allt sem við kunnum.” Stuð-
arinn sér á þeim að það er ekki
fátt.
— Þið eruð kannski að spá I að
stofna hljómsveit?
„Tja, ekki enn sem komið er,
það getur komið að þvi seinna.”
Báðar
trúaðar
Og þar sem viðtalið er tekið rétt
fyrir verslunarmannahelgina,
spyr Stuðarinn: Hvað á að gera
um helgina?
Bára: „Ég fer til Noregs, verð
þar reyndar i tvær vikur, á nor-
rænt kristilegt mót i Tönsberg.
Mót þetta kallast SUM.”
Ingunn: „Eg fer vestur i Isa-
fjarðardjúp og verö þar i sumar-
bústað.”
— Eruði trúaðar?
Bára: „Já, ég er i Æskulýðsfé-
lagi tsafjarðarkirkju.”
Ingunn: „Já, ég er i K.S.S.
Tilgangslaust
að drekka
— Þiö eruð þá væntanlega ekki i
djamminu og djúsinu?
„Nei, við sjáum engan tilgang i
aðdrekka a.m.k. Það er allt ilagi
að djamma. Það er leiðinlegt að
horfa upp á þessa vesalinga sem
þurfa alltaf að fá sér eitthvað að
drekka til að vera hressir. Það er
eitthvað svo tilgangslaust,” segja
Ingunn og Bára að lokum. Og
Stuðarinn þakkar þeim fyrir
þetta stutta spjall og vonar að
þeim hafi liðið vel um verslunar-
mannahelgina.