Helgarpósturinn - 06.08.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 06.08.1982, Blaðsíða 20
Föstudagur 6. ágúst 1982 -íjSsturinrL Friðrlk Einarssoii skurðlæknir 140 ár Þær una sér vel viö handavinnuna gömlu konurnar á dagdeildinni í Hafnarbúöum —hérspjalla þær viö lækninn sinn/ Friörik Einarsson, sem er á svipuðum aldri. Gangið með gamla fólkinu — Er nóg gert fyrir aldraða í þessari borg? — Ekki er það nú alveg. Það þyrfti endilega að vera meira af svona dagvistarstoínunum — þótt þessi sé raun- ar ekki súeina. Þettafólk er mikið einmana og það þarf að gera miklu meira fyrir það. Það er reyndar mikið að ger- ast i þessum málum þótt það komi kannski seinna en mað- ur vonaðist eftir. Það er þó ekki auðvelt verk, gömlu fólki heíur fjölgað svo mikið undaníarin ár að það er ekki hægt að koma upp stofnunum til að búa þvi afdrep nógu fljótt. Þetta er ekki litil fjölgun á gamalmennum, frá 3-4000 fyrir tiu árum upp i 10757 1. desember 1980 — og siðan hefur þvi ennfjölgað. En það er hægt að gera íleira en byggja stofnanir. Mig langar til að koma á framfæri þeirri hugmynd, að það væri afskaplega vel gert af fólki að heimsækja þetta gamla fólk og fara með það út i gönguferðir. Það væri mjög ánægjulegt, el' fólk, aðstandendur eða aðrir, tækju þetta gamla fólk mitt út að labba, þótt ekki væri nema i tvo tima, eða eina helgi. Það væri lika gott ef fyrirtæki gæfu fyrrverandi starfs- mönnum kost á þvi að fá mat á mötuneytum þeirra. Það væri gamla fólkinu mikils viröi að fá að koma þangað og borða fyrir litið, en sérstaklega þó að hitta gamla vinnufé- lagaogblandageði við þá. Þetta væri gott fyrir alla. Bæði fjárhagslega fyrir gamla fólkið en ekki sist félagslega, og yngri mennirnir hafa lika gott af þvi að hitta þessa gömlu. „Ánægður með ár aldraðra” — Finnst þér hafa orðiö einhver árangur af ,,ári aldr- aðra” nú þegar þaö er riflega hálfnað? — Já, mér finnst þaö. Sérstaklega þessi umræða um vandamál gamla fólksins. Ég er mjög ánægður með það sem liðið er af þessu ári, segir Friðrik Einarsson læknir um leið og viö göngum lram i kaííistofu og vinnustofu gamla fólksins þar sem þau rólfæru eru að taka aftur til höndum við vinnu sina eftir kaffihlé og eru hin hressustu aðsjá. Á efri hæðunum er heldur ömurlegra um að litast. Þar liggja sjúklingar sem skurðdeildin hefur sent i Hafnar- búðir til að liggja sina si'ðustu legu. Fyrir þá eru 20 rúm, Friðrik hefur lil ráðstölunar fimm rúm sem fyrr segir, þrjú kvennapláss og tvö karlapláss, og áður en við kveðj- um spyrjum við hann hvort það geti ekki á stundum verið ömurlegt að annast þetta gamla fólk, sem margt er komið til þess eins að kveöja þennan heim. — Auðvilað getur það verið svolitið þreytandi. Ekki af þvi að gamla íóikinu liöi ekki vel. Hér er hægt að láta öll- um liða vel, og það er stefnt aö þvi. Verst er ástandiö hjá þeim sem finna að þeir eru að missa andlega krafta og að verða alveg út úr heiminum. Það er timabil þegar mörgum liður illa, segir Friðrik Ein- arssonaðlokum.ogviðgöngum út i skarkala hafnarsvæð- isins á ný. Skarkalann sem senn mun hljóðna þennan föstudagseftirmiðdag. Og allir þeir sem njóta fuilra lik- amskrafta hyggja á að njóta þeirrar löngu helgar sem framundan er. Helgar hinna ungu og frisku. En: Gleymið ekki gamla fólkinu!. Mitt i skarkala daglegs lifs við Reykja- vikurhöfn, svo að segja niðri á hafnar- bakka, er griðastaður aldraðra borgar- búa. í gráu húsi sem stendur eilitið sér, vestan við Hafnarhúsið við Tryggvagötu, sem enn heitir Hafnarbúðir þótt þar sé ekki lengur mötuney ti reykviskra hafnar- verkamanna. Það er Borgarspitalinn sem hefur yfir- tekið Hafnarbúðir og rekur þar annars- vegar legudeild fyrir aldraða, hins vegar svonefnda dagdeild. Friðrik Einarsson yfirlæknir ræður þarna rikjum, sjálfur raunar aldraður, eða kominn á efri ár skulum við segja, kominn á sama aldur og margir sem eiga þarna griðastað um lengri eða skemmri tima. Hann er 73 ára en litur ekki út fyrir að vera deginum eldri en sextugur. — Þegar að þessi stofnun skyldi byrja haustið 1977 var ég yfirskurðlæknir á Borgarspitalanum og hefði getað verið við það i þrjú ár til viðbótar, aldursins vegna. En það vildi enginn taka Hafnarbúðir að sér, svo ég bauðst til að gera það. Þá hafði ég verið að skera upp i yfir 40 ár og fannst það nægilegt, auk þess sem mér fannst rétt að leyfa yngri mönnum að komast að, segir Friðrik við Helgarpóstinn. — Við tókum hann tali á skrifstofu hans á neðstu hæðHafnarbúða. — Nú gælir þú verið sestur i helgan stein — er ekki freistandi að fara aö draga sig i hlé? — Nei, það kemur ekki til greina að setjast i helgan stein.segir hann ákveöinn og bætir þvi viö, að það að sitja i helgum steini sé fyrst og fremstslarf, auk þess sem hann hafi aldrei skilið hvaða „helgi steinn” þetta sé. ,,Það kemur aðþví” „Kannski að fólk gaf klaustrum allar eigur sinar og lét þau sjá fyrir sér — gerðist próventukallar og próventu- kellingar,” segir hann hugsi og stingur uppá þvi að við spyrjum umsjónarmann Daglegs máls i útvarpinu nánar úti þetta. — Auðvitað kemur að þvi að ég verð að draga mig i hlé, en þá verð ég að finna mér eitthvað til að gera. Vinnan er fyrsta nauðsyn lifsins, það hef ég alltaf sagt, og þótt ég sé kominn á efri ár sem kallað er hef ég ekki skipt um skoðun á þvi, segir hann og beinir talinu að stofnuninni sjálfri, sem aðal erindið var raunar að forvitnast um. Borgarspitalinn tók Hafnarbúðir i notkun haustið 1977 sem legudeild írá skurðdeild sjúkrahússins, en tveimur árum siðar voru kviarnar íærðar út og komið upp dag- deild. — Fólkið kemur hingað i tveimur hópum, ellefu i öðrum og þrettán i hinum. Gamla fólkið er sótt á morgnana þvi að kostnaðarlausu og hérna dvelur það frá þvi klukkan niu eða hálf tiu til hálí fjögur eða fjögur á daginn — annar hópurinn er hér mánudaga tii miðvikudaga, hinn fimmtu- daga og föstudaga. Hér fær fólkið morgunverð og er siðan við ýmislegt föndur, söng og spil, stundar leikfimi og getur fengið hár- snyrtingu. Af þessum 25 leguplássum sem hér eru hef ég fimm til ráðstöfunar fyrir aldraða til að hvila heimili þeirra og ætt- ingja og þvi sjálfu til uppörvunar i mánaðar tima. Annars er fólkið hér á dagdeildinni i tvo til þrjá mánuði, sumt dá- litið lengur, segir Friðrik og það er greinilegt, að gamla fólkið á hug hans allan. — Hingað kemur mikiö af fólki sem býr einsamalt og þarínast uppörvunar, margt af þvi er afskaplega einmana og á eríitt með að umgangast annað fólk, heldur Friðrik áfram. —-Og þvi likar yfirleitt vel hérna. Ég hef dæmi þess, að fólk sem hefur ekki íengist til að fara úr rúmi I langan tima hafi hresst verulega við eftir að það kom hingað, og dæmi eru um kalla sem haía farið að sauma út eftir skamman lima, þótt þeir hafi aldrei fengist við það fyrr. Það er ákaflega mikil hressing fyrir þetta fólk að fá tæki- færi til að blanda geði við aðra. Það hressist bæði likam- lega og andlega. „Enginn vinnur sér til óbóta” — Svo við snúum okkur aöeins að þér sjálfum aftur. Nú ert þú á svipuðum aldri og margir hér, finnst þér það skipta máli i sambandi viö starf þitt meðal gamla fólks- ins ? — Nei, þaö skiptir engu máli. Nema ef vera skyldi óbeint, kominn á þennan aldur er maður orðinn lifsreynd- ur og mildari en á yngri árum. Maður verður rólegri og þolinmóðari með árunum. — Hvers vegna ert þú sjálíur svona friskur og unglegur? — Ætli þaö sé ekki meðfætt að einhverju leyti. Auk þess hel' ég alltaí hal't nóg að gera, bæði likamlega og andlega. Égheldað fleiri deyi úr iöjuleysi en of mikilli vinnu. Það er bara vitleysa, aö fólk drepi sig á vinnu. Sjálfur byrjaði ég til sjós 12 ára gamall og kynntist þá kulda og vosbúð. Ég hef alltaf haft gaman af að púla. En það vinnur enginn sér til óbóta, nema menn hai'i jaínframt ónógt viðurværi og illan aðbúnað. Sem betur fer fékk e'g alltaf nóg að borða i uppvextinum, er svar þessa ódrepandi skurðlæknis i 40 ár, sem veitir gamalmennum læknisþjónustu I sinni eigin elli.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.