Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.08.1982, Qupperneq 21

Helgarpósturinn - 06.08.1982, Qupperneq 21
21 jpiSsfurinn_ Föstudagur 6. ágúst 1982 — veitir gamalmennum læknis- þjónustu í sinni eigin elli Friðrik Einarsson, skurðlæknir í 40 ár, veitir nú gamla fólkinu læknisþjónustu í Hafnarbúðum: Kemur ekki til greina að setjast í helgan stein. „Það vinnur sér enginn til óbóta” Griðastaður aldraðra borgarbúa, mitt í skarkaia Reykjavíkurhafnar, þar sem áður var á fyrstu hæð mötuneyti hafnarverkamanna. Er líf að loknu vídeói...? Líklega er sjónvarpið merkasta uppfinning mannsandans, næst á eftir tappatogaranum. Það er a.m.k. víst, að ekkert apparat í umhverfi okkar á það til að valda geðshræringum, sem mælanlegar eru á sama skala og sjónvarpshræringamar. Ótal þegnar, karlar og konur, hafa kreppt höndina um pennann og skrifað afdömpunardálkum blaðanna skammabréf og jafnvel formælingar. Fólk hefur ótrúlega þungar áhyggjur af því efni sem sjónvarpið sýnir, því efni sem sjónvarpið sýnir ekki, hvenær það er sýnt og hvenær það er ekki sýnt, hvers vegna ekki, fyrir hverja, hvenær bannað og hvenær ekki; og hver verða svo áhrifin? Menn eiga það til að tryllast af reiði ef sjónvarpið er lokað. Og menn eru hálfu verri, sé það opið og starfandi. Þegar útlendingar ramba hingað og spyrja okkur um land og þjóð, hlaupa menn gjarna upp í andlitinu, verða eldrauðir af smán, þegar spurt er: Er það satt að þið lokið sjónvarpinu í júlí og hafið aldrei sjónvarp á fimmtudögum? - Já, svörum við lágt og finnst að íslendingar geti naumast talist tuttugustualdarfólk, búandi við þetta höktandi sjónvarp; það hefði eiginlega verið skárra ef nútíminn hefði alveg farið framhjá okkur og við verið hér öll til sýnis og sölu í sauðskinnsskóm með lús og nagandi harðfiskbita ellegar sörplandi skyr upp úr aski. Þegar háemm í fótbolta byrjaði, gróf ég mig niður við sjónvarpið og starði eins og færi gafst: Ég neitaði að trúa þvi að lífið yrði hundaskfts virði, ef ég missti af háemm. Ég sat eins og negldur framan við kassann og dýrkaði og dáði knattspyrnuhetjur mínar og lofaði sjálfum mér því, að fyrir næsta háemm í fótbolta, skyldi ég fá mér vídeó og horfa á leikinn aftur og aftur allan sólarhringinn. - Getur það verið, sagði ég, - að þessari keppni ljúki einhvem tíma? Hvers vegna er ekki háemm allt árið? Er hugsanlegt að það sé líf eftir háemm? í miðjum þessum hugleiðingum kom útvarpssovétið með ritstjóra dagblaðanna, E. Schramóvit, og hvað þeir heita (nöfnin öll svo rússneskuleg, finnst ykkur ekki?) og lokaði á háemm og fór í frí. Ekkert sjónvarp, sögðu þeir; við spörum, sögðu þeir og þar með basta. Mínu háemm-lífi lokið. Ég velti því alvarlega fyrir mér að stefna upp í Breiðholt, þar sem komið er í gang sjóræningjasjónvarp, svonefnt Vídeóflón. Mér kom til hugar að berja upp einhvers staðar í blómlegri blokk,kannski hitti ég fyrir bamgóðan mann sem leyfði mér að horfa hjá sér. Ég reikna með að þeir hafi þetta eins og á ólöglegu drykkju- og spilaklúbbunum hjá A1 Capone í gamla daga; maður borgar kannski tíkail fyrir stólinn, tíkall fyrir bjórinn og tíkall fyrir þennan E. Schramóvit sem hefur skipulagt svindlið. Það undarlega er, að sá sami E. Schramóvit (hann hlýtur að vera úr rússneska sendiráðinu; - hæ! hó!) sem útrýmir háemmi úr mínu lífi heima, stendur fyrir þessu háemmi í öðmm bæjarenda. Sömu hausar í nýjum nefndum. Hugsið um það.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.