Helgarpósturinn - 17.09.1982, Side 18

Helgarpósturinn - 17.09.1982, Side 18
18 Hvítkál og kveðskapur í síðasta pistli vitnaði ég í kvæði eftir Tómas Ouðmundsson í tilefni haustkomunnar, þar sem segir að fiá klökkni skáldin „af innvortis ánægju yfir öllum þessum hörmum sem svo gott er aö yrkjaum". Þessi orðerugreinilega rituðsumpart í hálfkæringi. Samt játa ég af þessu tilefni að rnér gremst að haustiö skuli ekki hafa komiö til mín „með fangið fullt af yrkisefnum", heldur aðeins fjárhagsvandræði í stórum stíl, eða áég kannski að segja stílfærð? f>ví verð ég að gjöra svo vel aó nota þau sem kveikjur íhaustkveðskapinn þar til annað býðst. Skáldskapurer m.a. tæki tilað ná valdi yfirejgin tilfinningum, hjálparmeöal tii að sætta sig viðorð- inn hlut eða særa hann út úr heilahúinu til að foröa stórskaöa. Eða eins og skáldkonan Sapfó oröar það í einu Ijóða sinna: „Ég verö að taka þessu, úr því sem komið er.“ Já, margt er mannanna böliö. Ljóðið sem hér fer á eftir ber alltént nógú hraustlegt nafn, Kaldrani, og er heldur svartsýnt, enda ætla ég mér ekki þá dul að kveða „heilaga glóö inn í freðnar þjóöir" að hætti aldamótaskáld- anna. Sjálfsagt má túlka Ijóðið á ólíka vegu, en kveikjan að því voru mjög sársaukafullar saniræð- ur sem ég tök þátt í hér í borg fyrir skömmu. Kaldrani er svohljóðandi: Þær ögurstundir er kaldhömruð angisl skellur á kaldhæðna einsemd og flóðgarðar beiskju bresta i briinsorfniim hjörtum cr enginn ailögufær iigrum borinna íslendinga Nú vil ég fara þess vinsamlega á leit við liáttvirta lesendur, að þeir fletti upp í Orðabók Menningar- sjóðs og athugi vandlega allar merkingar orðanna kaldrani og ögur. og einnig taka fram að ofstuðlun er með vilja gerö. Og með þessu Ijóöi sendi ég öllum ögrum bornum löndum samúðarkveðjur í kerfisvafstri eða ööru vafstri. Síðast greindi ég frá kjötlöngun minni sem liefði vaknað úr dvala með haustinu. Ég dauðskammast mín reyndar fyrir hana, enda dýrt spaug að rífa í sig kjöt út í skuld. Því vendi ég mínu kvæöi í kross og skrifa nú um blessað hvítkálið sem allir hafa efni á að borða hvernig scm á stendur. Það er auk þess dyggur fylginautur okkar. ein af fáurn græn- metistegundum fölum allan ársins hring. fyrir fáar krónur. Hvítkálssalat að sumri Hvítkál er misjafnlega mjúkt undir tönn eftir árstíðum. Á sumrin og frarn eftir hausti er það safaríkt og meyrt. Saxiö það í þunna strimla með Imíf og matrciðíð annað hvort eitt sér eða meö söxuöu iceberg-salati eða öðru hrámcti, s.s. tóm- ötum, gúrku, rifnum gulrótum. epium, appelst'nu- bitum, papriku og steinselju. Hvers kyns salat- sósur fara vel við hvítkál, en ég mæli sérstaklega með þeirri sem uppskrift fer að hér á eftir. Græna sósan í. hana fer eftirfarandi hráefni: 1 dl majónes 'h dl hrein jógúrt V; dl söxuð steinselja 1 tsk saxaður graslaukur 2 tsk Ijóst vínedik 'Ia tsk salt dálítill nýinalaður pipar '/2 tsk basil Hrærið öllu saman nema majönesinu sem þið blandið síðast saman við. Hvítkálssalat að vetri Þegar vetur. gengur í garð er hætt við að hvítkál- ið sé orðið þurrt og býsna hart undir tönn. Margir þvertaka því fyrir að matreiða það hrátt yfir vetrartímann. En það er hægt að fara milliveginn með því að „leggja það í bleyti", í stað þess að borða það beinlínis hrátt eða soðið. Með því móti má rnýkja það hæfilega. Því það er unt að gera að neyta hvítkáls alian ársins hring, það er bæöi hollt og saðsamt og eitthvert ódýrasta grænmeti hér- lendis. Þið leggið hvítkál í bleyti á eftirfarandi hátt: saxiö '/.> 1 af hvítkáli með hníf eða ostaskera og setjið það í skál. Sjóðið 1 I af vatni ásamt 'h tsk af salti og heiliö yfir kálið. Látið standa í 5-10 mín. og helliö síðan vatninu af kálinu (og geymiö gjarnan til að nota í súpu). Kæliö kálið að því búnu og matreiðið það síðan á sama hátt og að ofan segir. Hvítkálssalat með ananas Þetta er íburöarmikið hvítkálssalat, einkar gott utn þessar mundir, meðan hvítkáliö er enn mjúkt og safaríkt. Upplagt er að framreiða salatið sem léttan aðalrétt ásamt grófu brauði. Uppskriftin er handa fjórum. I - VU I smátt skorið hvítkál 1 lítil dós af ananas, u.þ.b. 20(1 gr 1 lítil dós af mandarínum, u.þ.b. 200 gr 1 sellerístöngull 1 blaðsalathöfuð 4 sítrónurif Salatsósa: 1 - l'/j dl súrmjólk '/2 tsk karrý 2 msk mnjóncs 1. Skcrið hvítkálið í þunna strimla með hvössum hníf eða ostaskera, og ananasinn í litla bita. Hellið safanum af mandarínunum og sneiöið selleríið smátt. 2. Þvoiö salatblöðin og þurrkið, og raðið þeim síðan í stóra salatskál, að þv{ búnu hvítkáli, ananasog selleríi. Þekið meö mandarínubátun- um og dreypið dálitlum ananassafa yfir. svo að salatið verði virkilega safaríkt. Látið það bíða í a.m.k. klukkutíma. 3. Skreytið salatið með fjórum sítrónurifum og hrærið saman sósu úr súrmjólk, karrýi og maj- ónesi sem þið berið fram í sérstakri skál. 32 tuggur eða 20 Sú skoðun virðist vera meðal næringarfræðinga að hrátt grænmeti þurfi aö tyggja sérlega vel. sumir segja a.m.k. 20 sinnum hverja munnfylli. Annars myndist gastegundir í maganum og hann geri uppreisn. Það er þó ekki þar meö sagt að best sé að tyggja hvern bita 32 sinnum eins og Wiliiam Gladstone, forsætisráöherra Breta, áleit á sínum tíma. Hann sagði aö mannskepnan hefði ekki 32 tennur af neinni tilviljun. Til þess lægi sú rök- studda ástæða að menn áttu að tyggja hvern bita 32 sinnum! Seinna, eða um aldamótin síðustu, varð amer- ískur sérviskupúki, Fletcher að nafni, til að út- breiða þessa kenningu, svo að jórtur varð um tíma þjóðaríþrótt í Bandaríkjunum og víðar. Fertugur aö aldri var Fleteher þessi svo markaður af bílífi aö hannvó lOOkg. þóværi hannaðeins 168cmáhæð. Við minnstu áreynslu varð hann lafmóður og fékk hjartslátt. Hann settist þá t helgan stein og tók að stúdera mataræði. í grúski sínu rakst hann á fyrrgreinda kenningu Gladstones og þóttist nú sjá að meinið við þennan heim væri. að menn tækju til sín meiri mat en þcir réðu viö aö tyggja að gagni. „Náttúran refsar þeim sem ekki vilja tyggja," sagöi hann. Og Flctcher tuggði svo ákaft (og át svo lttið) að hann léttist um 27 kg. Áður en Fletcher vissi af hafði hann tuggið sér frægðarorö rneð þjóð sinni. „Flctcherismi" og „að Fletchera" urðu rómuð hugtök. M.a.s. Rocke- feller eldri, Thomas Edison og nemendur og kenn- arar við ekki ómerkari háskóla en Cambridge og Sorbonne tuggöu í takt viö Fletcher. Er hann lést 1919 lá við að jórtrið tröllriöi mörgum þjóðum. Sem bctur fer lognaðist það út af á næstu árum. — Þá held ég að skokkiö sé nú ólíkt tippbyggilegri þjóðaríþrótt en jótrið, þótt það geti farið út íöfgar eins og annað. Semsé: tyggið hvítkálið. ferskt eða úr hleyti. 20 sinnum en ekki 32 sinnum — auðveldast er að telja á tám og fingrum til að skjöplast ekki.... Föstudagur 17. september 1982 _Helgai--- zposturinn Húmor og dýpt Ef mig langaði til að kenna kunningja mínum að meta tafl- lok, væri myndin sem hér er sýnd eitt af því fyrsta sem ég myndi sýna honum. Þessi tafllok eru hæfilega ein- föld til þess að allir geti notið þeirra—skálduð tafllok geta ver- ið óhugnanlega flókin — og búa yfir svo glitrandi kímni að það má vera daufingi sem ekki brosir að þeim. Virðum taflstöðuna aðeins fyrir okkur. Þótt hvítur sé tvö- földum skiptamun undir, er Nú sýnist björninn unninn, en svartur á ótrúlegan varnarmögu- leika, hann berst með hrók gegn hróki og drottningu: 3. ,..-Hxg5! 4. f8D-Hgl + 5 Hdl-Hg2! in vitaskuld ekki 5. -b2+ 6. Kt’.+-blD+ 7. Hxbl-Hxbl 8. Da > mát. Nú ógnar svartur hins veg r bæði með Hc2 og b2 mát. 6. 9a3+-Ha2 C hvað nú? Við 7. Dc5 (ella kem r Hc2 mát) á svartur 7. -Hel og hvítur kemst ekkert áfrar 7. 1 '2!! Óti„legt en satt! 7. ... Hxa3 8. Hb2 !-Ha2 (leikþröng) 9. Hbl mát Svartur gat reynt 7. -b2+ 8. Dxb2-Hxb2 9. Hxb2-a3 í von um jafntefli. (10. Hh2-a2 11. Kd2- Kb2). En hvitur vinnur: 10. Hbl + !-Ka2 11. Hb8-Kal 12. Kc2-a2 13. Kb3-Kbl 14. Ka3+- Kal 15. Hh8 og vinnur. Skój^^ eftir Guómund Arnlaugsson kóngur svarts í dálítilli klípu og það færir hvítur sér í nyt: 1. Re8 Nú hótar hvítur Rg7+, Kg6, Bf5 mát. Við því er f6-f5 engin vörn vegna 2. Bxf5 og mát í næsta leik. 1. ... Kg6 2. h5+! Nú ber Kxh5, Rg7+ að sama brunni og áður. 2. ...-Hxh5 3. f5+!-Hxf5 4. g4!-Hf2 (eða á einhvern annan reit) 5. Bf5+!!-Hxf5 6. Rg7 og mátar í næsta leik. Loka- staðan er forkostuleg! Svartur gat einnig reynt 1. -Hxf4, en það fer á sömu leið eins og rétt er að ganga úr skugga um, ég treysti lesend- um til að gera það sjálfir. Höfundur þessara skemmti- legu loka er Gendrik Kasparjan, einn af fremstu tafllokahöfund- um nútímans. Kasparjan er fædd- ur árið 1910 í Tblisi og er verk- fræðingur að mennt og mjög snjall skákmaður. En hug- kværnni hans og glettni í tafllok- asniíð er með ólíkindum. Við skulum líta á annað dæmi frá honum, þar er líka skemmtilegur húmor, en það ristir mun dýpra. Upphafsstaðan gæti sem best verið komin úr tefldu tafli. Hún er býsna tvísýn, peð beggja eru hættuleg og ekki víst að biskup- inn sem hvítur hefur yfir sé rnikils virði. Lausnin hefst líka mjög eðlilega, lykilleikurinn er sá leikur sem manni myndi detta í hug yfir tafli. Hótun svarts: Hgl + , Kc2, b3+ er svo öflug að við verðum að hindra hrókinn: 1. Bg5!-b3 2. Hd2+ Þaö dugar ekki að hleypa peð- inu áfram. 2. ...-Kal 3. n En Kasparjan er ekki einungis mikið taflskáld, heldur einnig snillingur í tafli. Við skulum líta á eitt dæmu um taflmennsku hans. Staðan sem sýnd er á myndinni kom upp í skák hans við Kalasjan á skákþingi í Erevan árið 1951. Kasparjan hefur svart. Ekki þarf að horfa lengi á taflið til að sjá hvor stendur betur. En hvítur er búinn að byggja varnarstöðu sem virðist all traust, svarti kóngurinn kemst ekki lengra og erfitt er að sjá hvernig svartur kemst yfirleitt áfram. En Kasparjan heggur glæsilega á hnútinn: 42. ... Rxe4!! 43. fxe4-Hxe2!! 44. Hxe2 Nú á hvítur hrók yfir, en svarti kóngurinn er orðinn frjáls og peðin hættuleg. Baráttan er spennandi áfram. 44 -f3 45. Hh2-Kf4 46. Hh6-f2 47. Hxd6-Kg5!! Hefði svartur ekki átt þennan leik í bakhöndinni, hefði vinning- urinn verið í mikilli hættu og jafn- vel tap blasað við. 48. He6-flD 49. Hxe5+-Kg4 Skyldu frelsingjarnir ekki geta orðið svarti hættulegir? 50. He7-Dc4+ 51. Kal-b5 52. Ha7-Da4 53. Ka2-a5 54. d6-Dc4+ 55. Kal-b4 Með nýrri ógnun: b4-b3 og mát. 56. Hc7-Dxc4 57. d7-Dhl + 58. Ka2-Dd5 59. Kbl-Dd3+ 60. Kcl-bxa3 61. bxa3-De3+ og hvítur gafst upp. Hann tap- ar hróknum (a: Kbl(2), Db6+, b: Kc2, Df2+. Kdl, Dgl + , Kd2, Dh2+, c: Kdl-Dgl og Dh2).

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.