Helgarpósturinn - 17.09.1982, Blaðsíða 22
■»
22_______________________________________
„Þetta var klaufaskapur hjá Ólafi. Hann
hefur ekki skilið alveg hvernig var gengið frá
málinu á ríkisstjórnarfundinum. Þar var al-
veg ljóst, að menn voru ekki fylgjandi því að
þessar sölur yrðu samþykktar."
Þannig útskýrir heimildarmaður Helgar-
póstsins úr innsta hring Framsóknarflokksins
þá deilu sem upp kom milli tveggja forystu-
manna flokksins í byrjun vikunnar, þeirra
Ólafs Jóhannessonar og Steingríms Her-
mannssonar, um leyfi til ísfisksölu erlendis.
^)g skýring heimildarmanns okkar er ein-
faldlega sú, að Ólafur fylgist hreinlega ekki
nógu vel með því sem er að gerast, þar sem
hann sé á leið út úr pólitíkinni og sinni núorð-
ið eingöngu verkefnum sínum í utanríkis-
ráðuneytinu. Auk þess eru þessi fisksölumál
alls ekki í verkahring Ólafs að öðru jöfnu,
hann gegnir embætti Tómasar Arnasonar
Færu 15 nýir togarar á hausinn lækkaði
tapið á togaraútgerðinni um 5%.
Á að láta 15 togara
fara á hausinn?
viðskiptaráðherra um stundarsakir, meðan
Tómas er erlendis.
Það er mikil freisting að álíta, að
Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráð-
herra fylgist heldur ekki ýkja vel með því sem
er að gerast í þeim málum sem heyra undir
hann.
„Samkvæmt óskalista LIÚ eru 45 skip
skráð með siglingar á næstu tveimur vikum,"
sagði Steingrímur, þegar ég ræddi þessi mál
vió hann.
En hjá Kristjáni Ragnarssyni fram-
kvæmdastjóra LÍÚ fékk ég aðra tölu. Aö
hans sögn liggja nú inni 19 umsóknir um sölu
erlendis, og þar af eru aðeins fjórir togarar,
hitt eru bátar.
Eins og svo oft vill verða í pólitíkinni eru
háðar tölurnar í rauninni réttar. Skýringuna á
þessurn mikla mun á fjölda þessara fiskiskipa
eftir því hvort það er sjávarútvegsráðherra
eöa framkvæmdastjóri samtaka útvegs-
manna sem talar, fékk ég hjá viðskiptaráðu-
neytinu.
Hún er einfaidlega sú, að þaö komu óskir
frá 45 bátum og togurum um að LÍÚ pantaöi
fyrir þá löndunardaga erlendis, til að tryggja
að þeir kæmust að fljótlega eftir að þeir lykju
veiðiferð. Af þessum 45 fóru 20 togarar og
bátar í söluferðir í byrjun september. Út-
flutningsleyfi til þeirra voru afgreidd sjálf-
krafa eins og tíðkast hefur um skeiö.
Á föstudaginn var bárust fjórar formlegar
umsóknir um útflutningsleyfi í viðbót. En þá
hafði sú breyting orðið, að ríkisstjórnin hafði
orðið sammála um að leyfa ekki frekari sölur.
En engu að síður afgreiddi Ólafur Jóhannes-
son þegar umsóknir í fjarveru viðskiptaráð-
herra, eins og fyrr segir, viö mótmæli Stein-
gríms Hermannssonar.
Á þriðjudaginn bárust svo þessar 19 um-
sóknir, sem ákveðið var að afgreiða ekki fyrr
en á ríkisstjórnarfundinum, sem halda átti í
gter.
Á meðan þessu fer fram er bullandi vinna í
frystihúsum um allt land, ogsumsstaðar vant-
ar jafnvel fólk til vinnu. Það vantar ekki hrá-
efni.
„Þetta er af peningaást sem menn sigla
með aflann. Með því móti fá menn greitt
strax fyrir fiskinn, og það ágætt verð, auk
þess sem þeir geta keypt ódýra olíu,“ sagði
Víg Gemayels veitir
Sharon nýtt sóknartækifæri
Byssumenn liafa ráðiö lögum og lofum í
Líbanon síðan í borgarastyrjöldinni á árun-
um 1975 og 1976. Fremstur í þeirra flokki var
Bashir Gemayel. Sigursæld sína átti hann í og
með að þakka sérstökum hæfileika til að
skipta um bandamenn á úrslitastundum.
Fyrst barðist falangistaflokkur Gemayels við
híið annarra kristinna maroníta gegn vinstri
sinnuðum islíimstrúarmönnum. Svo gerði
Gemayel bandaltig viöSýrlandshergegn Pal-
estínumönnum. 1 skjóli þess brytjaöi hann
niður liðsveitir og fjölskyldur helstu keppi-
nauta sinna um forustuna í hópi maroníta,
Camille Chamoun og Suleiman Franjieh.
Síöustu misserin hefur falangistaherinn
sótt hald, traust og vopnabúnað til ísraels.
Gemayel fór margoft til ísraels á laun til
funda við Begin forsætisráðherra og Sharon
landvarnaráðherra. Eftir innrás ísraelshers í
Bashir Gemayel.
Líbanon í sumar. afhenti ísraelska herstjórn-
in falangistum völdin á svæðum í Suður-
Líbanon, sem flokkurinn hafði aldrei áður
ráðið.
Gemayel tryggði sér forsetaembættið á
fundi þingsins í herskálum utan viö Beirut 23.
ágúst með sömu aðferðum og af honum var
að vænta. Þegar þingmenn islamstrúar-
manna, 41 af 92 þingmönnum, höfðu við orð
að neita að sækja þingfund svo ekki yrði
fundarfært, var einn úr þeirra hópi skotinn.
og lá á sjúkrahúsi milli heims og helju þegar
að þingfundi kom. Hótanir og mútur skiluðu
ályktunarfærum þingfundi, og Bashir Gema-
yel var kjörinn forseti Líbanons án þess sam-
komulags trúflokkanna um forsetaefni úr
hópi maroníta sem jafnan áður hefur verið
forsenda forsetakjörs.
Ekki hafði kjör Gemayels fyrr verið kunn-
gert, en hann gaf til kynna að nú hyggðist
hann söðla um enn einu sinni. Hann lýsti yfir
við hvert tækifæri sem gafst, að markmið sitt
væri að gerast forseti allra Líbana, sameina
þjóðina svo landið slyppi heilt og sterkt úr
ríkjandi upplausn. í því skyni hét harní að
efla Líbanonsher, jafnframt því sem einka-
herir trúflokka og ættarhöfðingja hyrfu úr
sögunni. Gemayel hét að vinna ötulíega að
því að koma í kring brottför erlendra herja,
Sýrlendinga og ísraelsmanna, frá Líbanon og
undirbjó samstarf við Bandaríkjastjórn að
því markmiði.
Um síðustu helgi virtist myndbreytingin úr
Gemayel falangistaforingja í Gemayel for-
setaefni tekin að bera verulegan árangur. Á
laugardag kom Saeb Salam, foringi súnnía í
Vestur-Beirut og fyrrverandi forsætisráð-
herra, með fríðu föruneyti á fund Gemayels.
Eftir langan fund þeirra þótti sýnt, að Salam
væri líklegt forsætisráðherraefni, og væri þar
með uppfyllt á ákjósanlegan hátt fyrir
sambúð trúflokkanna ákvæði stjórnskipun-
arinnar um að forsætisráðherraembætti skuli
súnníi gegna. Sveitir Líbanonshers tóku við
yfirráðum og gæslu í hverju hverfinu af öðru í
Föstudagur 17. september 1982
_J~ielgar—--7AA-
-Posturinn
útgerðarmaður sem ég hafði tal af.
„En þetta eru að mestu leyti einstaklingar,
sem eiga ekki frystihús sjálfir. Þeir sem jafn-
framt eru með fiskverkun gæta þess að þeir
hafi sjálfir nógu mikið af hráefni, og stöðvist
bátaflotinn verður vinna út næstu viku, hvað
sem sölum erlendis líður. Ef engir sölutúrar
verða farnir þýðir það bara aukna vinnu í
landi,“ sagði þessi útgerðarmaður.
Sé litið á hvernig sölum íslenskra fiskiskipa
erlendis um þetta leyti árs hefur verið háttað
undanfarin ár kemur í ljós, að jafnvel þótt
allir þeir 45 báta- og togaraeigendur sem hafa
hug á sölutúrum í haust láti verða af þeim eru
það heldur færri sölur en t.d. í september
1980, þegar heildaraflinn var svipaður og
hann er nú. Þá voru sölurnar 51, árið 1979
voru 36 sölur í september og í fyrra 26 sölur.
„Þetta er ekkert annað en upphlaup ráð-
herrans. Hann heldur að við séum að skipu-
leggja atvinnuleysi í landi, en það er mesti
misskilningur. Það eina sem við erum að
skipuleggja er stöðvun flotans þangað til
rekstrargrundvöllur hefur verið fundinn. Það
er vissulega ábyrgðarhluti, en það er líka á-
byrgðarhluti að halda áfram að tapa,“ sagði
Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri
Landssambands íslettskra útvegsmanna.
Ef málið er athugað nánar en rétt á yfir-
borðinu lítur út fyrir, að einstakir útgerðar-
menn, sem eru ekki bundnir af því að afla
fyrir eigin fiskverkun, séu að reyna að vega
upp á móti taprekstri báta sinna með því að
sigla með aflann. Og það líturekki út fyrir, að
það komi niður á vinnu í landi.
Á meðan eru stjórnvöld að reyna að leysa
„vanda útgerðarinnar" eins og það heitir á
stofnanamáli, berjast við taprekstur upp á
11, 16 og 20%, eftir því hvort um er að ræða
báta, litla togara eða stóra. En þetta eru
aðeins meðaltalstölur.
Þjóðhagsstofnun hefur fundið þær eftir
upplýsingum frá Fiskifélagi íslands, en þar er
safnað saman tölum um rekstur fiskveiðitlot-
ans og þær gefnar út árlega. Ekki vildi Jónas
Blöndal skrifstofustjóri Fiskifélagsins nefna
tölur um afkomu einstakra fiskiskipa en stað-
YFIRSVIM
Vestur-Beirut afhersveitum islamskra vinstri
manna, og gerðust skiptin án teljandi á-
rekstra. Gemayel hafði boðað, að jafnskjótt
og Vestur-Beirut væri á valdi Lt'banonshers,
kæmi röðin að hersveitum falangista að af-
henda her líbanska ríkisins á sama hátt yfir-
ráðin í austurhluta höfuðborgarinnar. Loks
kom til landanna fyrir Miðjarðarhafsbotni
nýr, sérlegurfulltrúi Reagans Bandaríkjafor-
seta, gerður út í því skyni að koma til leiðar
brottför erlendra herja frá Líbanon og ryðja
þar með úr vegi helstu hindrun fyrir að unnt
sé að vinna að framgangi tillagna Reagans
um friðargerð á svæðinu.
r
Israelsstjórn ,var ekki sein á sér að gefa til
kynna vanþóknun á sinnaskiptum Gemayels.
Tíu dögum eftir forsetakjörið birti ríkisút-
varpið í ísrael rækilega frásögn af leynifundi
líbanska forsetaefnisins með Begin forsætis-
ráðherra í bænum Nahariyya í Galíleu, þar
sem ísraelski forsætisráðherrann veitti Gem-
ayel ákúrur fyrir að ganga á bak loforða um
friðarsamning við ísrael að fengnum völdunt
í Líbanon. Skrifstofa Gemayels neitaði að
nokkur slíkur fundur hefði átt sér stað, en
■fréttamenn bentu á að fréttaflutningurinn af
ísraels hálfu sýndi að ísraelskum yfirvöldum
væri síður en svo að skapi viðleitni forseta-
efnis til að koma á þjóðarsátt í Líbanon á
grundvelli kröfu um brottför allra erlendra
herja.
Sharon landvarnaráðherra sat að sögn ísra-
elska útvarpsins leynifundinn í Nahariyya, og
hann kvað uppúr með það fyrir skömmu, að
fengist ekki friðarsamningur við Líbanon í
framhaldi af innrás ísraelshers í landið,
myndi ísraelsstjórn sjá svo um að suðurhér-
uðin næst landamærum ríkjanna hlytu „sér-
staka stöðu". Var þar með gefið til kynna, að
Sharon fylli þann flokk í ísraelsstjórn sem vill
skipta Líbanon og gera suðurhluta landsins
að yfirráðasvæði Saads Haddads majórs, sem
eftir innrás ísraelshers hefur fengið að færa út
yfirráð sín allt norður fyrir borgina Sídon.
Jafnskjótt og kunnugt varð um niorðið á
Gemayel, hófst Sharon handa að koma því í
festi þó, að gífurlegur munursé á afkomunni.
Hún er allt frá því að vera um þennan fræga
núllpunkt, upp ítalsvert hærra tapen meðal -
talstölurnar sýna.
f fyrra var gerð á vegum sjávarútvegsráðu-
neytisins könnun á rekstrarstöðu togaranna.
Hún sýndi, að af 250 milljón króna tapi mátti
rekja 75 milljónir til þeirra 15 togara af minni
gerðinni sem bættust við flotann á árunum
1977-1980.
„Það er ljóst, að þessir togarar eiga stóran
hluta af tapinu, og væru þeir teknir út mundi
meðaitapið af minni skuttogurunum lækka
um 5%. Það er því spurning um það hvort
ekki á að leysa vanda þessara togara sérstak-
lega - eða jafnvel láta þá fara á hausinn,"
segir Steingrímur Hermannsson sjávarút-
vegsráðherra um þetta.
En auðvitað eru þessar tölur enn hrikalegri
nú. Frá því 1980 hafa bæst við nærri 20 togar-
ar, sem hljóta að eiga enn stærri hlut í tapinu
en hinir 15. Þegar þetta er lagt saman er það
því ekki langt frá því að standast sem útgerð-
armaður á Suðurnesjum sagði við mig: „Það
eina rétta hefði verið að halda úti 50 togurum
í stað 99 eins og nú er og láta þá jafna aflanum
um landið. Aðal fiskiríið á síðan að vera á
bátunum, sem eru mörgum sinnum ódýrari
og skila betri og verðmætari fiski."
Og hvað sem öllu líður virðist það aðeins
vera eðlileg sjálfsbjargarviðleitni, þegar
báta- og togaraeigendur sigla með aflann til
Bretlands og Þýskalands þar sem þeir fá hann
staðgreiddan. Það er ekki að ástæðulausu
sem mönnum er ekki orðið sama hverjum
þeir selja fiskinn. Hvort þeir selja hann
innanlands lágu verði á lager frystihúsanna
eða hærra verði á erlenda fiskmarkaði á með-
an ráðherrar eru að reikna út hvernig á að
koma í veg fyrir að undirstöðuatvinnuvegur
okkar fari á hausinn.
verk sem hann fékk ekki framgengt fyrstu
dagana í ágúst, hernámi Vestur-Beirut.
Landher. flota og tlugher ísraels var beint að
borgarhlutanum, þar sem lítið gat orðið um
varnir eftir brottför sveita PLO og meðan
enn stóð yfir afhending virkja og vopna sveita
vinstrisinnaðra Líbana í hendur ríkisins.
Eins og málum er háttað í Líbanon, er ólík-
legt að nokkru sinni verði kannað til hlítar.
hverjir það voru sem kornu fyrir á þriðja
hundrað kílóum af sprengiefni innan dyra í
aðalstöðvum falangistaflokksins og sprengdu
Gemayel og flokksforustuna í loft upp, ein-
mitt meðan vikulegur fundur hennar stóð
yfir. Það eina sem unnt er að fullyrða, er að
þarna hafa verið að verki rnenn sem ekki
vöktu grunsemdir varðmanna úr falangista-
hernum.
Viðbragðsflýtir Sharons ber því vott, að
honunr var fráfall forsetaefnis Líbanons
kærkomið tækifæri til að láta sóknarmátt ís-
raelshers enn einu sinni móta rás viðburð-
anna í samræmi við hugmyndir sínar um
drottnunaraðstöðu Israels yfir nágrannaríkj-
unum. Þar getur ísraelski landvarnaráðherr-
ann og tilvonandi eftirmaður Begins gert sér
von um þegjandi samkonrulag í yfirstandandi
lotu við Assad forseta Sýrlands. Skipting Líb-
anons að sinni í sýrlenskt og ísraelskt her-
námssvæði væri báðum að skapi. Það ástand
nryndi styrkja valta valdastöðu Assads
heinrafyrir. Þar að auki væri skipting Líban-
ons milli nágrannaríkjanna áhrifaríkasta ráð-
ið til að stöðva frekari viðleitni til varanlegrar
friðargerðar í löndunum fyrir Miðjarðarhafs-
botni. hvort heldur á grundvelli samkomu-
lagsins frá Camp David, tillagna Reagans
Bandaríkjaforseta eða áætlunarinnar sem
æðstu menn arabaríkja sendu frá fundi sínum
í Fez.
Sharon vill hafa frjálsar hendur til að beita
hernaðarmætti ísraels hvar og hvenær sem
svo býður við að horfa, og Assad er feginn að
grípa í hvert hálmstrá sem framlengt getur
valdadaga hans.
1 \