Helgarpósturinn - 24.09.1982, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 24.09.1982, Blaðsíða 2
Miklar umræður eru nú manna á meðal um störf stjórnarskrárnefndar og eink- um þó þær breytingar á starfsemi Alþingis sem hún hefur boðað: kjördæmabreytingar og fjölgun þingmanna. I þeim umræðum skaut upp þeirri kenningu að ástæðan fyrir tillögunni um fjölgun þingmanna væri sú að það væri eina leiðin til að tryggja öllum núver- andi þingmönnnum áframhaldandi þingsetu. Fjölgun þingmanna hef- ur það markmið að jafna atkvæðis- rétt og hafa sumir spurt hvort ekki væri nær að færa menn til, þe. fækka í fámennari kjördæmum og fjölga í þeim fjölmennari en halda tölunni óbreyttri. Ef sú leið væri farin gætu flokkarnir lent í ærnum erfiðleikum með að koma þeim mönnum sefn detta út á lands- byggðinni inn á lista á suðvestur- horninu. Prófkjörin koma í veg fyrir að flokksforystan geti fært menn til og ráðskast með þingsætin að eigin geðþótta. Þetta mun stjórnarskrárnefnd hafa gert sér Ijóst og þar með er komin skýringin Við viljum ^ vekja athygli leigjenda og leigusala á því, að Félagsmálaráðuneytið gefur út eyðublöð fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Notkun þess tryggir réttindi beggja aðila. ,/ vL..A ANub Hið löggilta eyðublað fyrir leicrusamninga um íbúðarhúsnæði fæst án endurgjalds hjá bæjar- og sveitarstjómum og á skrifstofum okkar. Önnur samningseyðublöð eru ekki gild. £§3 Húsnæðisstofi isins Helgai—' ‘ --- Föstudagur 24. september 1982 pústuhnrí. á tillögu hennar um fjölgun þing- manna.... Auglýsing innheimtudeildar Z' i útvarpsins hefur vakið nokkra ^ athygli, þó ekki sé mikil hrifn- ing á fyrirbærinu. Margir hafa veit því fyrir sér hvort svona auglýsing- arséuekkidýrarígerðamk. virðist ekkert sparað í sérsaumuðum bún- ingum, leikmynd og öðru skrauti. Hjá innheimtudeildinni fengum við upplýst að útlagður kostnaður við gerð auglýsinganna, sem eru fjórar, muni vera liðlega 40 þúsund krónur og er þá ótalinn mikill inn- anhússkostnaður eins og leiga á tækjum, stúdíói og útsending o.fl. Innheimtudeildin er á því að þetta sé dýrasta leiðin til að vekja athygli á afnotagjöldunum. Þetta er í fjór- ða skipti sem svona auglýsingar eru gerðar í sjónvarpinu en innheimtu- stjóri kvað erfitt að meta það hvort þær bæru árangur í betri heimtum. Það færi eftir árferði í efnahags- málunum og fleiru hvernig inn- heimtist. þeim íslensku kvikmyndum f Isem frumsýndar hafa verið til S þessa hafa að jafnaði komið fram „ný andlit“ svokölluð, nýir leikarar úr hópi áhugafólks sem ekki hefur á sér stimpil leikarafé- lags eða leiklistarskóla. Skiptar skoðanir hafa verið um ágæti þess að nota mikið af slíku fólki í kvik- myndum, en oft og einatt hefur hins vegar frammistaða þess verið eftirminnileg. Þegar litið er til baka til þessara íslensku mynda koma upp í hugann margir slíkir leikarar sem síðan hefur ekkert til spurst, — trúlega vegna þess að fyrr- nefndan stimpil skortir. Og nú heyrum við að tveir af þessum ungu kvikmyndaleikurum sem ótvírætt sönnuðu ágæti sitt hafi ætlað að reyna að verða sér úti um löggiltan leikarastimpil með innritun í Leik- listarskóla íslands, — Guðný Ragnarsdóttir sem lék annað aðal- hlutverkið í Landi og sonum og Margrét Gunnlaugsdóttir sem við sáum í Okkar á milli. En þá bar svo við, eftir því sem við heyrum, að löggildingarstofnunin sagði nei takk. Þær fengu ekki inngöngu í skólann. Þykir ýmsum sem þarna hafi efnilegum leikkröftum verið hafnað.... -A1 7; Forstjóraskipti munu nú rstanda fyrir dyrum í Rann- sóknarstofnun landbúnaðar- ins. Björn Sigurbjörnsson sem gegnt hefur því starfi um árabil hef- ur fengið þriggja ára frí til að taka við einu af æðstu embættunum hjá FAO — Matvæla og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna. í forstjórastól rannsóknarstofnunar- innar sest í staðinn Gunnar Ólafs- son, sem verið hefur aðstoðarfor- stjóri og áður leyst Björn af í svip- uðum tilfellum.... Leiðrétting Ö í klausu í síðasta Helgarpósti f J um sendiherraskipti í London ■/ var ranglega farið með stað- reyndir. Að sögn utanríkisráðu- neytisins hefur enginn dráttur orð- ið á því að Einar Benediktsson taki við sendiherrabústaðnum í London og Sigurður Bjarnason snúi heim. Langt sé síðan þau skipti hafi verið dagsett 1. október. Einar Benediktsson er nú búsettur hér heima en tekur við í London um mánaðamótin september — október. Beðist er velvirðingar á þessum villum. m m n wjð i endurbælur varanlegri gluggar Enn bætum við gluggaframleíðslu okkar með breytingum, sem miða að meiri endingu og vandaðri frá- gangi. Allt frá upphafi höfum við kapp- kostað að nota eingöngu valið efni sem hefur í sér mikla fúavöm auk þess sem það er baðað í fúavarnar- efnum. Nýi þéttilistinn er einnig framför og stuðlar að enn betri framleiðslu. Nýju gluggarnir okkar standast bæði þínar kröfur og þær kröfur sem íslenskt veðurfar gerir. Við gerum verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Sendið okkur teikningar eða komið og sannfærist um framleiðslugæðin - hjá okkur færðu meira fyrir hverja krónu. Öil undirstykki eru með hallandi falsi sem tryggir örugga framrás vatns og varnar þannig fúamyndun. Endurbættar samsetningar karma og pósta eru sem áður kembdar og tappaðar saman. Þær tryggja enn meiri stöðugleíka sam- skeytanna. m lii Nýr, kröftugur þéttilisti tryggir bestu hi irAntinrlfcmiAia fóanlegu þéttíngu gegn vindi og vatni. IIUIUclVBmhllllUja ystjnn er festur í spor í karmstykkinu. Hann NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 má taka úr glugganum, t.d. við málun eða Söluumboð í Reykjavik: IÐNVERK H.F. fúavöm. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.