Helgarpósturinn - 24.09.1982, Blaðsíða 15
JplSsturinrL
Föstudagur 24. september 1982
15~
Stefán Jónsson þingmaður
f~ lAlþýðubandalagsins í
.✓ Norðurlandskjördæmi eystra
mun nú ákveðinn að fara ekki í
framboð þar aftur. Ástæðan er
sögð sú að Stefán sé ekki öruggur
m'eð sig í kjördæminu og hafi lítinn
áhuga á því að falla í forvali eða
prófkjöri. Alþýðubandalagsmenn í
kjördæminu eru þegar komnir á
fulla ferð og má búast við hörðum
slag um þingsætið. Um tíma þótti
líklegt að Soffia Guðmundsdóttir á
Akureyri yrði sjálfkjörin í sætið,
enda hefur hún gegnt varaþing-
mannsembætti flokksins í kjör-
dæminu. En Soffía þótti nokkuð
tvístígandi í síðustu bæjarstjórnar-
kosningum og var jafnvel talin einn
af hugmyndasmiðum kvennafram-
boðsins á Akureyri og stuðnings-
maður þess í upphafi, þótt síðar
sneri hún við því baki. Þykir Alla-
böllunum fyrir norðan þetta ekki
nógu gott, og telja að Helgi Guð-
mundsson sé betur kominn að
þingsætinu. Er það einnig talið
honum til hróss að hann sé úr röð-
um verkalýðsmanna í Alþýðu-.
bandalaginu, en víst er líka að
sumum mun finnast hann of rót-
tækur í skoðunum, og þá er einnig
talið að vinsældir hans séu mjög
takmarkaðar annars staðar en á
Akureyri....
hinsvegar frekar mælt í tugum en
hundruðum þúsunda dala, svo ljóst
er að einhver kemur til með að taka
á sig dágóða skuldasúpu....
/?VNokkur togstreita er komin
íupp í Landsbankanum í sam-
y bandi við Breiðholtsútibúið
sem bankinn opnaði nýlega í
Mjóddinni. Útibússtjóri þar er
Bjarni Magnússon sem áður var
útibússtjóri í einu stærsta útibúi
bankans, Múlaútibúi. Mun
útibússtjórum annarra
Landsbankaútibúa í Reykjavík
þykja nóg um hve nrarga viðskipta-
vini Bjarni hefur þegar nælt í,
sérstaklega úr Kópavogi, og finnst
að bankinn hafi hossað nýja úti-
búinu óþarflega mikið in.a. með
auglýsingum, en útibúið sendi
dreifibréf til allra heimila í Breið-
holti og til forsvarsmanna þeirra
fyrirtækja í Kópavogi sem voru í
viðskiptum við Landsbankann...
Kaupendur blaðsins Verndar,
f 1 sem gefið er út af sam-
J nefndum sanrtökum og fjallar
um málefni fanga, hafa mátt bíða
talsvert eftir þriðja tölublaði þessa
árs. Það mun nú vera að berast
kaupendunr þótt ekki sé það víða
til í lausasölu. Ástæðan er sú. að
tveir stjórnarmenn í Vernd, þeir
Bragi Sigurðsson blaðamaður og
Asgeir Hannes Eiríksson verslun-
armaður tóku sig til ásamt Þóri
Sæmundssyni auglýsingastjóra og
gáfu út blað í fjarveru ritstjórans.
Guðmundar Árna Stefánssonar.
Er efni í þessu tölublaði með nokk-
uð öðru svipmóti en verið hefur í
ritstjórnartíð Guðmundar Árna.
Til dænris er grein eftir Ásgeir
Hannes sem ber heitið Grýtum
bastilluna og er þar lagt til að Litla-
Hraun verði rifið í tætlur. í staðinn
verði föngunr konrið fyrir á þremur
sveitabæjum víðsvegar um landið.
Bragi leggur til í grein að fangelsis-
mál verði tekin af dómsmálaráðu-
neytinu og þess í stað sett undir
heilbrigðis- og félagsmálaráðu-
neyti. Vakti framtak þeirra litla
hrifningu ákveðinna manna og
kvenna í Vernd og voru í fyrstu
uppi hugmyndir um að stöðva
dreifingu blaðsins....
/£\ Þegar þáttunum af Jóhanni
I J Kristófer lýkur í byrjun októ-
ber tekur sjónvarpið til sýn-
inga breskan framhaldsþátt sem
nefnist Private Schultz. Hann fjall-
ar um þær fyrirætlanir Þjóðverja í
síðari heimsstyrjöld að eyðileggja
fjárhag Bretaveldis með því að
dæla ómældum fúlgum í fölskum
pundum inn í landið. Þá höfum við
heyrt að sjónvarpið hafi tryggt sér
sýningarrétt á ýmsum góðum kvik-
myndum sem sýndar verða á
laugardögum í vetur. Má þar nefna
Dauðann í Feneyjum eftir Lucino
Viconti og Alice Dosen't Live
Here Anvmore eftir bandaríska
leikstjórann Martin Scorsese...
/P\Samkeppni flugfélaganna
f jtekur á sig ýmsar myndir.eins
■J og vikið hefur verið að í þess-
um dálkum áður. Nú velta menn
fyrir sér hvernig Arnarflug ætlar að
bregðast við nýju bragði hinna
ríkisstyrktu Flugleiða. „Iceland-
áir“ í Sviss býður nú kostakjör á
ferðum þaðan til íslands og Banda-
ríkjanna. Farið er með rútu
(ókeypis) frá Zúrich, Basel og
Genf til Luxemborgar og flogið
þaðan. Þannig er Svisslendingum
boðið að fljúga til íslands og heim
aftur fyrir aðeins 489 franka, sem
svarar liðlega 3300 krónum íslensk-
um. Ætli menn hins vegar að fljúga
héðan og til Luxemborgar kostar
farið nærri helmingi meira, eða
tæpar 6400 krónur, sem svarar 939
frönkum. Það gildir um svokallað
APEX-fargjald (7-90 dagar).
Helgartúrar kosta hins vegar um
4800 krónur, eða liðlega 711 fr.
Frá Luxemborg fá svo farþeg-
ar ókeypis rútuflutning til Zúrich,
Basel eða Genfar...
A Þann þrítugasta september
Y Jnæstkomandi verður uppboð
J á Reykjavíkurflugvelli. Þá
verður sögufræg vél - „sexan" sem
íscargó „á“ boðin upp, en hún mun
veðsett fyrir um 4 milljónir dala
með vöxtum og öllu. Gangverð á
svona vél í þokkalegu standi mun
VEXTIR
Vextir eru nú 3,5% á ári og jafnir allan
lánstímann.
BINDITÍMI
Skírteini í2. flokki 1982 verða
innleysanleg að þremur árum liðnum, þ.e.
frá 1. október 1985. Á binditíma hefur
jafnan verið hcegt að selja spariskírteini
með skömmumfyrirvara á hinum
almenna markaði.
UTIL FYRIRHÖFN
Fjárfesting í spariskírteinum er mun
fyrirhajhar- og áhyggjuminni en fjárfesting
ífasteign og skilar auk þess
öruggum arði.
SKA TTFRELSI
Skv. gildandi lögum um tekjuskattog
eignarskatt kemur ekki í neinu tilviki til
skattlagningar á vaxta- og verðbótatekjur af
spariskírteinum hjá mönnum utan
atvinnurekstrar.
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
SKYNSAMLEG FJÁRFESTING
-TILSÖLUNÚNA-
SEÐLABANKI ÍSLANDS