Helgarpósturinn - 24.09.1982, Blaðsíða 22
22
regar sumargróðurinn sölnar á haustin
byrjar blómatíminn í menningarlífinu og nær
hámarki upp úr áramótum þegar annar
gróður er livað líflausastur. Menningarmust-
erin ('pnast hvert á fætur öðru þessar vikurn-
ar og skipuleggjendur menningarlífsins eiga
annríkt.
Stjórnvöld landsins eiga líka annríkt. f>eir
háu herrar eru að reyna að afstýra efnahags-
legum stórslysum og í þeim átökum fer oftar
en ekki á þann veg að almenningur verður að
axla byrðarnar. Þessi sami almenningur held-
ur svo uppi menningunni í landinu með því að
kaupa bækurnar, sækja sýningarnar, tón-
leikana og aðrar uppákomur. Mvaða áhrif
hefur það þá á menninguna ef ráðstöfunarfé
almennings minnkar? Hættir hann að sækja
sýningar, og kaupa plötur? Eða lætur hann
frekarselja ofan af sér kofann en að neita sér
unt leikhúsferð?
Ekki var það að heyra á forsvarsmönnum
stóru leikhúsanna tVeggja aö þeir óttuðust
fækkun áhorfenda í vetur. Að vísu kváðust
Engin kreppa í kúltúrnum
þeir eigaerfitt með að segja til um þaðsvona í
byrjun leikárs. „En þeð hefur verið dúndur-
sala í aðgangskortunum, síst minni en í
fyrra,“ sagði Stefán Baldursson leikhússtjóri
í Iðnó.
Kollega hans í Þjóðleikhúsinu, Sveinn Ein-
arsson, tók í sama streng. „Það virðist engin
kreppa vera hjá áhorfendum. Aðsóknin var
mjög góð í fyrra og forsala aðgangskorta er
með albesta móti núna,“ sagði hann.
Fyrir nokkrum vikum bárust þær fréttir að
þrjú kvikmyndahús heföu sagt upp öllu
starfsfólki sínu og formaöur Félags kvik-
ntyndahúsaeigenda lét hafa það eftir sér að ef
svo færi sem horfir gæti aðsóknin að kvik-
myndahúsunum dregist saman um allt að
35% á þessu ári. Bíóin eiga, auk eínahwgs-
vandans, við annað vandamál að glíma sem
er myndbandavæðingin.
Arni Kristjánsson í Austurbæjarbíói var
þó ekkert á því að loka. „Mér fannst þetta nú
óþarflega mikill barlómur í formanninum
okkar," sagði hann. „Hinu erekki að neita að
töluverður samdráttur hefur orðið í aðsókn.
Vídeóið hefur haft þau áhrif að aðsóknin hef-
ur færst til á milli daga. Áður voru fimmtu-
dagarnir okkar bestu dagar,nú eru þeir orðnir
ósköp venjulegir en sunnudagarnir hafa lifn-
að við. Þess ber að gæta að hér í Reykjavík
hefur bæst við stórt bíó með sex sölurn og það
veldur vitaskuld harðnandi samkeppni, að-
sóknin dreifist meira. Þessi samdráttur veld-
ur því að við verðum að endurskipuleggja
reksturinn og haga seglum eftir vindi. En
þetta er ekki svipur hjá sjón miðað við þann
skell er viðfengumþegarsjónvarpiðbyrjaði
árið 1966, þá sást varla maður í bíói í 2-3 ár,"
sagði Árni.
Vídeóið tekur tíma frá fólki, tíma sem ann-
ars hefði farið í annað, aðra afþreyingu vænt-
anlega. Þá fer ekki hjá því að bókin komi upp
í hugann. Hvernig stendur bókin sig í sam-
keppninni við þennan nýja miðil?
Ekki höfðu starfsmenn Borgarbókasafns-
ins orðið varir við ótvíræð merki um sam-
drátt. Ingvi Þór Kormáksson deildarstjóri í
aðalsafninu sagði að bókaútlán hefðu aukist
um 10 þúsund ífyrra. Eina verulega breyting-
in sem varð á útlánum var sú að þeim fækkaði
verulega sem sækja bókabílana, en þeir
þjóna fyrst og fremst úthverfunum í Breið-
holti og Árbæ. „Hins vegar varð fjölgun í
Morð á sakleysingjum
undir Davíðsstjörnu
I orði þræta Begin og nánustu samstarfs-
menn hans í Israelsstjórn enn fyrir að bera
nokkra ábyrgð á múgmorðunum sem fylgdu
á eftir innreiö Israelshers í Vestur-Beirút. í
verki hafa Begin, Sharon og Shantir játað
sekt sína, með því að koma ítrekað í veg fyrir
;.ð óháð dómsránnsókn fari frarn á aðdrag-
anda hryöjuverkanna. Fyrst höfnuðu þeir til-
lögu samráðherra sinna, og Navons forseta
ísraels, um óháða rannsókn aðila meö vald
dómara til að stefna vitnum og halda þeirn við
sannleikann. Síðan var svipaðri tillögu
stjórnarandstöðunnar vísað á bug.
Nú liggja fyrir svo ítarlegar frásagnir 1
frettamanna og annarra sjónvarvotta af því
sem gerðist í flóttamannabúðunum Chatila
og Sabra á fimmtudag, föstudagog laugardag
í síðustu viku, að ekki þarf frekari vitna við
um þátt ísraelshers, æðstu stjórnar hersins og
voldugustu ráðherra í blóðbaðinu.
Morðsveitirnar komu að mestum hluta úr liði
Saads I Iaddads majórs, sem er ekkert annað
en hjálparsveit israelshers. Þær voru fluttar á
vettvang frá stöðvum sínum í syðstu héruöum
Líbanons í ísraelskum herflugvélum skömmu
eftir að atlaga ísraelshers að Vestur-Beirút
hófst.
Ariel Sharon réttir Mcnachem Begin miða á
þingfundi í Jerúsalcm.
Varðsveitir úr ísraelsher voru allt í kringunt
flóttamannabúöirnar og gættu þess að Palest-
ínumenn gætu ekki forðað sér. Á næturþeli
skutu þær á loft vígvallablysúm, svo fórnar-
lömb morðsveitanna áttu þess ekki kost að
lata myrkur skýla sér fyrir böðlunum. Mok-
sturstækjum, sem notuð voru til að hylja lík
með braki í búðunum, var að lokum ekið á
brott með skúffur á lofti fullar af líkum til
dysjunar á afviknum stöðum.
Fundi ísraelsstjórnar á fimmtudag var
skýrt frá ákvörðun herstjórnarinnar aö senda
liðsmenn Haddads og falangista inn í flótta-
mannabúðirnar. Á föstudagsmorgun höfðu
ísraelskir stríðsfréttaritarar orðið þess
áskynja, að verið var að vinna hryðjuverk
undir untsjá ísraelshers. Þeir komu vitneskju
sinni á framfæri við yfirherstjórnina og ráð-
herra í Israelsstjórn, en haldið var áfram að
brytja varnarlaust fólkið niður í hálfan annan
sólarhring eftir þá viðvörun.
Frumkvöðull árásarinnar á Vestur-Beirút
og múgmorðanna í flóttamannabúðunum er
Ariel Sharon landvarnaráðherra. Áhlaupið
sem hann fyrirskipaði á eigin spýtur á Vestur-
Beirút fyrstu dagana í ágúst var stöðvað.
Eftir brottflutning hermanna PLO og brott-
för alþjóðlega gæsluliðsins sem sá um
brottflutninginn, greip Sharon fyrsta tækifæri
til að hertaka borgarhlutann, og úr því
bardagamenn PLO voru gengnir honum úr
greipum, sendi hann illþýði úr röðunt Líbana
Föstudagur 24. september 1982
jjústurinn
Bústaðaútibúinu svo verið gæti að fólk væri
bara orðið leitt á takmörkuðu úrvali bíl-
anna,“ sagði hann.
í Sólheimaútibúinu kvaðst Ingibjörg Jóns-
dóttir hafa orðið vör við það í júlí í fyrra, að
þá hefði útlánum fækkað verulega enda var
þá verið að setja upp vídeókerfi í blokkunum
í nágrenninu. En síðan hefurekkiorðið fækk-
un, útlánin hafa staðið í stað.
Ekki finnum við áhrif vídeósins í bókasöfn-
unum. En hvað segja bóksalar? „Það hefur
orðið samdráttur í bóksölu sl. tvö ár,“ sagði
Óliver Steinn formaður Bóksalafélagsins,
„en hvort það er fyrir áhrif af vídeóinu veit ég
ekki, það hefur ekkert verið kannað."
Hvorki Óliver Steinn né starfsmenn Borg-
arbókasafns gátu svarað þeirri spurningu
hvort ákveðnir bókaflokkar hefðu orðið verr
úti en aðrir vegna vídeósins. Því hefur verið
haldið fram að vídeóið freisti fyrst og fremst
lesenda afþreyingarbóka, en engar tölur eru
til um það hvernig sala þeirra hefur gengið né
um útlán á söfnum.
En svo við víkjum aftur að efnahagsmál-
unum og áhrifum þeirra á menninguna þá
sagði Óliver Steinn að bóksalar yrðu rnjög
fljótt varir við samdrátt í ráðstöfunartekjum
fólks. „Þegar illa árar geymir fólk sér að
kaupa bækur sem það langar í, það hikar við
að festa peningana sína í bókum þegar óvissa
ríkir. Ég get nefnt eitt glöggt dæmi um þetta.
í desember árið 1951 var allsherjarverkfall.
Þá var ég að vinna í ísafold og við fundum að
sala datt niður um leið og verkfallið hófst.
Daginn sem því var aflýst var komin dúndr-
andi jólasala. Þegar sjávarafli bregst hefst
keðjuverkun sem snertir verslunina og þar
með bókina mjög snemma," sagði Óliver.
Hins vegar eru bókaaútgefendur ekkert
bangnir og útgáfa virðist ætla að verða síst
minni í ár en áður. „Mér heyrist á mönnum
að það komi óvenju mikið út í ár," sagði
Óliver. „Það eru allir nteð meira en áður.
Þetta gæti þó átt eftir að breytast ef til prent-
araverkfalls kemur eða ef verulega harðnar á
dalnum í peningamálunum," bætti hann við.
Sinfóníuhljómsveitin var að koma úr
mikilli landsreisu og sagði Sigurður Björns-
son framkvæmdastjóri að aðsóknin hefði ver-
ið geysigóð. „Það var svo til alls staðar fullt
■ IMMLEWD'
teíl H VI m Wmm mmtm §t
VFIRSVIM
hús, mas. í íþróttaskemmunni á Akureyri
komust færri að en vildu. Alls sóttu uþb.
3.500 manns þessa 13 tónleika. Síðast þegar
hljómsveitin fór í tónleikaferð, það var árið'
1979, þá komu aðeins 1.400 áheyrendur."
í Norræna húsinu sagði Ann Sandelin for-
stöðumaður svipaða sögu. „Við höfum ekki
orðið vör við minnkandi aðsókn, þvert á móti
hefur verið mjög góð aðsókn á sýningar og
tónleika. Það er nú stundum sagt að þegar
harðnar á dalnum í efnahagsmálum þá
blómstri menningin. Ég man eftir því frá
Finnlandi að í kringum 1975 var mikil lægð í
efnahagslífinu. En menningin blómstraði, þá
hófst t.d. merkileg þróun í leiklistinni sem
enn sér ekki fyrir endann á,“ sagði Ann
Sandelin.
Stefán Baldursson nefndi einnig þessa
kenningu og sagði að það væri reynslan hjá
Leikfélagi Reykjavíkur að ástandið í efna-
hagsmálunum endurspeglaðist ekki í aðsókn
að leiksýningum. „En samdrátturinn birtist
okkur í auknum kröfum um sparnað. Við
reynum að verða við þeim og höldurn í við
okkur með að lausráða fólk,“ sagði Stefán.
Svipaður tónn var í Sveini Einarssyni. „Við
verðum að haga okkur í samræmi við ástand-
ið í efnahagsmálunum," sagði Sveinn.
Hvað segir þjóðleikhússtjóri um áður-
nefnda kenningu um að menningin blómstri í
kreppunni?
„Ég veit nú ekki. En þegar erfiðleikar
steðja að þjóðfélaginu verður okkur ekki
skotaskuld úr því að eiga erindi við áhorfend-
ur. Við höfum lagt mikið upp úr frumsköpun,
að íslenskir höfundar geti átt stefnumót við
íslenska áhorfendur og fjallað unt þjóðfélag
sem enginn þekkir betur en þeir. Ef hitinn
eykst í þjóðfélaginu er enn meiri ástæða til að
fjalla um það,“ sagði Sveinn Einarsson.
Hað er því ekkert kreppuhljóð sem berst úr
menningarmusterunum. Þar draga menn
tjöldin frá og taka almenningi tveim hönd-
um, rétt eins og kynnirinn góði í kvikmynd-
inni Cabaret:
Willkommen, Bienvenu, Welcome!
til að vinna á konum þeirra, börnunt og for-
eldrum.
- r
Israelskir hermenn hafa gefið Sharon viður-
nefnið „feiti slátrarinn”. Þremenningarnir
sem nú ráða öllu í ísraelsstjórn, Begin, Shar-
on og Shamir utanríkisráðherra, eru frum-
kvöðlar þaulskipulagðrar og tæknivæddrar
hermdarverkastarfsemi í löndunum fyrir
Miðjarðarhafsbotni. Begin var æðsti maður
Irgun hryðjuverkasamtakanna meðan þau
frömdu hvert sprengjutilræðið af öðru, sem
bitnuðu jafnt á breskum yfirvöldum og
óbreyttum borgurum íþjónustu þeirra, bæði
gyðingum og aröbum. Shamir stofnaði Stern
flokkinn, sem vann sér það helst til frægðar
að myrða Folke Bernadotte, Svíann sem gert
hafði að sérgrein sinni að bjarga föngum úr
klóm nasista, þegar honum hafði í umboði
Sameinuðu þjóðanna tekist að koma á
vopnahléi í Jerúsalem rnilli araba og ísraels-
manna.
Sharon stjórnaði Sveit 101 í ísraelsher,
sem hafði það hlutverk í áratug að gera árásir
á Palestínumenn og búðir þeirra í nágranna-
löndum ísraels. Það verður æ útbreiddari
skoðun í Líbanon, að Israelsmenn hafi staðið
að sprengingunni í aðalstöðvum falangista,
sem varð Bashir Gemayel, kjörnum forseta
Líbanons, að bana, en morðið varð svo átylla
til árásar ísraelshers á Vestur-Beirút og alls
sem á eftir fylgdi. Þykjast menn þekkja á
verknaðinum fingraför Mossad, ísraelsku
leyniþjónustunnar, sem er verkfæri Sharons.
Hluti af samkomulaginu um brottför sveita
PLO frá Vestur-Beirút var fyrirheit Philips
Habibs, fyrir hönd Bandaríkjastjórnar, að
öryggi skylduliðsins, sem þeim var gert að
skilja eftir, yrði tryggt. Engu að síður hvarf
alþjóðlega gæsluliðið brott frá höfuðborg
Líbanons mun fyrr en ráð hafði verið fyrir
gert, og átti Reagan Bandaríkjaforseti frum-
kvæði að brottför þess. Með því veitti hann
Begin og Sharon færi til að grafa enn frekar
en áður undan stöðu Bandaríkjanna í lönd-
unum fyrir botni Miðjarðarhafs.
remenningarnir sem ráða ísraelsstjórn eru
staðráðnir í að ónýta viðleitni Bandaríkja-
stjórnar og arabaríkja að koma á friði þar
sem tillit sé tekið til réttinda Palestínumanna.
Innrásin í Vestur-Beirút og múgmorðin í
flóttamannabúðunum eru aðgerðir þessu
markmiði til framdráttar. Begin og félagar
hans eru að sýna fram á, að gagnvart ísraels-
stjórn séu hátíðleg loforð Bandaríkjanna
einskis virði. Þegar hún eigi í hlut sé banda-
rísk ábyrgð á öryggi varnarlausra kvenna og
barna einskis nýt.
Meðan Bandaríkjaforseti lætur við það
sitja að senda Begin áminningarbréf öðru
hvoru, en sér honum jafnframt skilmálalaust
fyrir vopnum og fjármunum til að fara sínu
fram, er Israelsstjórn hægt um vik að skapa
það álit, að á forsetastóli í Hvíta húsinu sitji
slíkt gauð, að heiður og hagsntunir Banda-
ríkjanna sé ofurselt þrem hermdarverkafor-
sprökkunt sem komist hafa til valda í Jerúsal-
em.
egar Reagan setti fram friðartillögur sínar
í síðasta mánuði, voru þær ntiðaðar við
langan aðdraganda að samningsgerð. At-
hafnir ísraelsstjórnar síðustu vikur hafa stytt
frestinn heldur en ekki. Mál eru koinin í þá
stöðu, að á næstu mánuðum reynir á í Líban-
on, hvort Bandaríkin hafa burði til að hemja
núverandi stjórn í ísrael. Sharon og Haddad
málpípa hans hafa báðir lýst yfir, að suður-
héruð Líbanons verði gérð að sérstöku
áhrifasvæði ísraels. Bandaríkjastjórn hefur
hins vegar sett sér það mark gagnvart araba-
þjóðum, að losa Líbanon við erlenda heri og
hjálpa innlendri stjórn að sameina landið. A
árangri hennar í því efni veltur framtíð friðar-
tillagna Reagans. Forsenda fyrir framgangi
þeirra er eindregið liðsinni Husseins Jór-
daníukonungs, og Sharon hefur lýst yfir, að
þegar ísraelsstjórn hafi lokið sér af í Líbanon
og skipað þar málum að sinni vild, komi röð-
in að Jórdan, sem gerð verði sömu skil.