Helgarpósturinn - 24.09.1982, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 24.09.1982, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 24. september 1982 joSsturinn, Fyrir tæpum tveimur árum höfðu ekki margir hugmynd um hver Tómas Andrés Tómasson var. í dag vita það nokkru fleiri - og langflestir vita hver Tommi í Tomma- hamborgurum er. Hann hefur verið umdeildur maður á þessum tíma, frá því hann opnaði fyrsta hamborgarastað sinn. Síðan eru staðirnir orðinir átta - sá nýjasti var opnað- ur í Hafnarfirði um síðustu helgi. Þá vakti Tommi athygli á sér fyrir óvenjulega auglýsingu í Morgunblaðinu, auglýs- ingu, sem vakti hörð viðbrögð ýmissa aðila. Þá hefur disk- ótekið Villti tryllti Villi einnig sætt gagnrýni fyrir meinta ölvun unglinga þar innan dyra, gagnrýni, sem virðist ekki byggja á sérlega sterkum rökum. Hvað um það, Tommi hamborgarakóngur er í Yfirheyrslu Helgarpóstsins í dag. Nafn:Nafn: Tðraas Andrés Tómasson St'arf: Veitingamaöur Heimili: Heiðargerði lo2, Fæddur: 4. apríl 1949 Heimilishagir: I sambúð með unnustu, Helgu Bjarnadóttur. Tveir synir frá fyrra hjónabandi. Bifreið: Mercedes Benz 2ðo SE árg# 1902 Ahugamál: Vinna Vil byggja Hótel Einar Benediktsson - BorAaðu hjá okkur og haf'ðu konuna sem hohbý, segir í Tommahamborgaraaug- lýsingu. Lítur þú á konur sem tómstunda- gaman? Er konan þm hobbý? , - Þessi klausa í auglýsingunni var skrýtla, sem ég sá í blaði skömmu áður en auglýsingin var birt. Hún var eingöngu sett fram sem grín, til að kalla fram bros. Hvort konan er hobby þá vil ég segja, að hjóna- band er takmark flestra, eðlilegasti lifimát- inn er að búa nieð konu. En sannleikurinn er sá, að það kemuroft þreyta í hjónabönd. Þau eru skemmtilegust fyrstu árin og mest spennandi í titfinningalífinu. Ef hjónunt tekst að viðhalda þeirri spennu, þá má segja að þau hafi hvort annað fyrir hobbý. Öllum er eölilegt aö hafa sér tómstundagaman og ef fólk getur haft hvert annaö fyrir tóm- stundagaman, þá veröur ekki á betra kosið. Hugsaðu þér hvað mörg hjónabönd eru í klessu. þar sem fólk talast ekki við nema það allra nauðsynlegasta. Ef folk vertals- veröum tíma hvers dags til að hugsa hvort uni annað, þá hlýtur það að vera yndisleg- asta sambúö, sem til er. - En hver er þá munurinn á konum og körlum? - Það er enginn munur á konum og körl- um í þessu sambandi. Skrýtlan hljóðaði svona og ég var ekkert að breyta henni. Málið er þetta, að í hefðbundnu hjóna- bandi er það konan, sem eldar matinn. Það er því ekkert óeðlilegt við að skrýtlan hafi hljóðað svona, hvort sem fólki hefur þólt hún sniðug eöa ekki. - Jafnréttisráð, barBaverndarráð, Neytendasamtökin og fleiri hafa gagnrýnt auglýsingu þwa fyrir nýjum hamborgara- stað í Hafnarfírði, segja hana siðtausa, smekklausa, með óttkindimi og sve fram- vegis. Finnst þér sjálfum, að auglýsingin hafi verið sntekkleg eg skemmtileg? - Hún var líka sögð hallærisleg. Per- sónulega finnst mér auglýsingin mjög góð. Mér þykir þó mjög leiðinlegt að hún skuli hafa hitt svona illa í mark hjá ákveðnum hópi fólks. Það er til fólk, sem finnst hún fyrir neðan allar hellur - strákarnir tveir á myndinni eru synir mínir, auðvitað finnst mér svona viðbrögð leiðinleg. En þessi mynd af okkur feðgunum er tekin í skemm- tigarði, þar sem börn eru að skemmta sér. Ég man eftir bíómynd, sem sýnd var fyrir nokkrum árum, Bugsy Malone. Hún bygg- ðist algjörlega á börnum, sem léku glæpa- menn. Pá sagði enginn orð. En mér fannst auglýsingingóð-og sem auglýsinghitti hún 1 mark, því hún hefur fengið ákaflega mikið umtal. - Finnst þér allt í lagi að nota syni þína í áfengisauglýsingar, eins og ein myndin í auglýsingunni var? - Þetta var ekki áfengisauglýsing. Það var einfaldlega verið að endurskapa það andrúmsloft, sem var á árunum 1920-30, á bannárunum. Þá var þetta dæmigert svið þessara manna, sem eru kallaðir Chicago- bófar. Það er bara farið aftur í mannkyns- söguna. Ég hefði líka getað farið lengra aftur - til dæmis 200-300 ár og látið taka mynd af okkur í sjóræningjagöllum. - Áfram með brennivínið. íbúar í ná- grcnni við ViHta trylha Vilia hafa kvartað yfír drykkjuskap og óiátum gestanna og segja þá geyma áfengi fyrir utan til að geta staupað sig á miHi laga i diskótekinu. Er áfengisneysla á VfHta Villa þannig óbeint leyfð eða jafnvel hvatt til hennar? - Þessir íbúar, sem þú talar um, eru tvö lesendabréf, sem hafa birst í einu dagblað- anna. Það fólk er alls ekki samnefnari fyrir íbúana í hverfinu. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því, að það gæti hafa verið á einhverjum föstudegi einhver óróleiki í hverfinu. En það er mesti misskilningur, að krakkarnir fái að fara út á miðju balli til að staupa sig. Við erum með ákaflega stífa leit að brennivíni og flöskunum, sem við þurf- um að taka af fólki, fækkar stöðugt. Passa- skylda er ströng og þeir krakkar, sem kom- ast inn án þess að hafa náð réttum aldri, eru þau, sem hafa lagað til nafnskírteini. Mér þykir mjög leiðinlegt ef fólkið í hverfinu verður fyrir ónæði. En við skulum líta á staðsetningu Villta tryllta Villa. Staðurinn er niðri við sjó og á bilinu frá Skúlatorgi niður í miðbæ er ekki einn einasti mannabú- staður. íbúarnir búa alls ekki í næsta ná- grenni við staðinn. Mörg önnur veitingahús eru verrstaðsett hvað þetta varðar. Mér þykir að sjálfsögðu slæmt ef gestirnir raska ró fólks í nágrenninu en þá er spurningin hvað á að gera við þetta fólk? A að reka unglingana upp á fjöll og geyma þau í rétt- um eða á að koma fram við unglingana sem fólkið, sem á að taka við landinu? Áfeng- isneysla inni er mjög litil. Mjög lítil. - Forstöðumaður cinnar félagsmið- stöðvar í borgiuni fuHvrðir, að ástæðan fyrir minnkandi aðsókn hjá sér sé sú, að MafptNtgarBÍr fái að drekka óárcittir hjá þér. Hvað befnr hnwn fyrir sér í því? - Eftir því sem mér hefur skilist eftir að þetta viðtal við hann birtist, þá var það ekki beinlínis þessi meining, sem hann vildi koma til skila. Unglingarnir fá alls ekki að drekka óáreittir hjá mér. Ég held líka að það sé ekki af völdum Villta tryllta Villa, sem aðsókn að félagsmiðstöðvunum sé dræm. Kvöldið sem um ræðir, 3. septem- ber, var Risarokkið í Höllinni og þar voru um tvö þúsund manns, mest unglingar. Það er ekkert óeðlilegt að samkoma af því tagi hafi áhrif. Aðalástæðan er þó vitanlega sú, að það er kreppa í landinu, fólk ver minna fé til skemmtana en áður - og þegar svo er, leita menn skýringa á minnkandi aðsókn hjá því, sem liggur beinast við. Félagsmið- stöðvarnar sækja 13-15 ára krakkar, ald- urstakmark hjá okkur er 16 ár, nema á sunnudagskvöldum. - En ef það er kreppa í landinu, er þá aðsókn að Villa? - Það hefur verið uppselt á föstudögum og laugardögum síðan við opnuðum. - Hver var raunvcrulcgur tilgangur með opnun Villta tryllta Villa? Ætlar þú að græða pcninga á krökkunum, kcppa við fé- lagsmiðstöðvarnar eða liggja hugsjona- ástæður að baki? - Sjálfsagt einhver blanda af þessu. Þetta er minn atvinnumáti. Ég er veiting- amaður og hef unnið við rekstur af þessu tagi í 15 ár. Staðurinn kostaði fjórar og hálfa milljón í uppbyggingu og það má koma ansi mikið inn áður en menn fara að græða. Mér finnst eiginlega lágmark að maður fái til baka það, sem maður leggur í þetta. Þetta er atvinnufyrirtæki - ég skaffa þarna a.m.k. fimmtán manns atvinnu - en jafnframt er alveg ljóst, að það vantaði stað af þessu tagi. Það gengur alls ekki, að hið opinbera standi í rekstri af þessu tagi. Fél- agsmiðstöðvarnar eru einmitt gott dæmi um það. Þær eru ekki sóttar enda eru þær ekki það, sem höfðar til fólksins. Það dugar ekki að setja eina félagsmiðstöð í hvern bæjarhluta og segja svo: Gjöriði svo vel, hérna skuluð þið skemmta ykkur og hvergi annars staðar. Krakkarnir vilja fá að velja alveg eins og við þessi eldri. - Hvað reiknar þú með að vera lengi að ná inn þessari hálfu fímmtu miHjón með núverandi hamborgara-, gos- og aðgöngu- miðasölu? - Það getur tekið nokkur ár. Það gefur auga leið að þetta er mikið fé. Ég er með leigusamning til tíu ára. Á þeim tíma vonast ég til að fá fjárfestinguna aftur. - Nú sýnist manni að það séu taisvert örar skiptingar á starfsfólki á stöðunum hjá þér. Má marka af því, að fólk hér sé á smán- arlaunum? - Nei. Það er algengt að stelpurnar hér fái 10-12 þúsund krónur útborgaðar á mán- uði. Svo verður hver og cinn að dæma fyrir sig hvort það eru smánarlaun eða ekki. Ég held að það sé mjög sæmilegt rniðað við það, sem gerist almennt á vinnumarkaðin- uni. Hvað varðar örar mannabreytingar, þá er það orðið þannig bæði hér og erlendis, að það er ákveðinn kjarni, sem heldur sig við starfið. Annar hluti starfsfólksins er á stöð- ugu flakki. Kannski er 40% af starfsfólkinu fasti kjarninn, hitt er lausafólk. Ég hef reynt að fá hingað fólk með nokkra mennt- un, t.d. stúdentspróf eða þjálfun í skrifstof- ustörfum, en þessi vinna höfðar hreinlega ekki til þess. Því hrýs hugur við að vera með tuskuna á lofti. Þessu fólki finnst það bara ekki við sitt hæfi að vera að þrífa, standa í matartilbúningi og anga af matarlykt allan daginn. Þetta er eins og í fiskiðnaði, fólk stendur stutt við. Sumir kunna vel við sig, aðrir illa. - Þú ert sjálfur augljóslega ekki hang- andi á horriminni, þú ekur um á dýrum bíl og virðist pattaralegur. Er ekki til í dæm- inu að starfsfólkið njóti afraksturs erfiðis- íns með þér, arðsins, sem er augljóslega af þcssum stöðum? - Þessum stöðum er ekki rétta orðið. Það er rnun auðveldara að setja upp veit- íngahús heldur en að reka það með árangri. í Bandaríkj unum fer 90% af öllum veitinga- •itöðum á hausinn fyrsta árið. Þetta er eitthvað lægra hér en reglan er sú santa. Veitingastaðir hér eru að skipta um eigend- ur - í augnablikinu eru fjórir til sölu, svo vitað sé. Það er nýbúið að skipta um eigend- ur að a.m.k. einum. Þú spyrð hvort starfs- fólkið eigi ekki að taka þátt í arðseminni. Ég spyr á móti hvort starfsfólkið sé tilbúið að taka þátt í tapinu. Ég held að fólk vilji miklu frekar fá ákveðin laun refjalaust. - Hvernig stendur Tommi hamborgara- kóngur í póiitík? - Á þessu stigi málsins er ég ekki mjög pólitískur. - Styðnr þú einhvern flokkanna með fjárframlögum? \ - Ja, ég gaf á síðasta kosningadag í krjng- um 50 boðsmiða í mat hér til hvers og eins stjómmálaflokks. Þeir gátu svo dreift þvV á milli sinna starfsmanna. \ - Nú viitu byggja veitingastaði og ham\ foorgarakeðju í Vatnsmýrmni í nágrenni við\ Norræna húsið... \ - Nei, hótel. Mig langar að byggja al- mennilegt hótel með aðstöðu fyrir ráð- stefnuhald og þvílíkt. Hótel í stíl við Hótel Holt, elegant hótel. Ég ímynda mér að þetta svæði sé ein besta staðsetning, sem hægt er að hugsa sér í Reykjavík í dag. Það er stutt í Umferðarmiðstöð og flugvöllinn, miðbæinn, háskólann, í beinum tengslum við þjóðvegi landsins. Þetta hótel á að heita Hótel Einar Benediktsson. Og í framhaldi af því vil ég byggja annað, sem á'að heita Hótel Bjarni frá Vogi. Þetta eru mikil- menni, Einar Benediktsson var einhver mesti ævintýramaður íslands. Yfir honum er ákveðinn Ijómi - hann var þjóðhetja að mínu mati og sömuleiðis Bjarni frá Vogi - Hvað er þitt takmark í lífínu - að græða peninga? - Nei, ekki endilega. Það verða náttúr- lega allir að sjá fyrir sér. Mig langar að láta gottafmérleiða. Þegarég byrjaði 1. janúar 1981 var ég ekki með mikið í höndunum. Ég átti 16.400 krónur og íbúð, sem ég lagði undir. Síðan þá höfum við selt tæplega 700 þúsund hamborgara. Ég hef alltaf reynt að gera eins vel og mér hefur verið unnt. í dag eru á minum vegum og félaga minna opnir átta veitingastaðir. Að meðaltali sækja þá daglega um 2500 manns. Ég er með 86 manns í vinnu, það fók byggir sína afkomu á þeirri vinnu. Ég er í því alla daga að vaka yfir þessu og gæta þess, að gæði vörunnar séu í lagi. A þessum tíma hef ég gefið um hálfa milljón króna í góðgerðastarfsemi. Mitt fyrirtæki skilar núna söluskatti, sem ég hef rukkað fyrir ríkið, 600 þúsund krónum af sölunni í ágúst. Ég er búinn að kaupa 120 tonn af UN nautakjöti, sem svarar 900 nautum og ársframleiðslu um átján meðal- bóndabæja. Ef búa fjórir á hverjum bæ, þá eru þetta 72 manneskjur, sem lifa á því, sem ég er að gera. Svo set ég auglýsingu í blað og þá ætlar allt vitlaust að verða. Ég er í því að vera eins góður strákur og ég get. Samt er fullt af fólki úti í bæ, sem þekkir mig ekki rassgat í bala, að rægja mig alla daga. Ég sætti mig við það. Eg reyni bara að vera góður maður, lifa samkvæmt kenningum Biblíunnar, svo einkennilegt sem það kann að virðast. myndir: Jim Smart—' eftirómar Valdimarsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.