Helgarpósturinn - 24.09.1982, Blaðsíða 12
>
„Auðvitað hefur það tafið fyrir mér að ala
upp fimm stráka. en það hefur gefið mér
mikið. Ég held að fólk sem á engin bðrn og
vill það ekki vegna þess að það ætlar að g era
svo margt komi etv. minnstu í verk.“ segir
Ragnheiður um þann vanda að sameina hlut-
verk uppalandans og listamannsins. Og hún
heldur áfram: „Sú lífsreynsla sem maður
öðlast sem uppalandi hlýtur að koma fram í
verkum manns. Auðvitað var það ein-
angrandi að vera húsmóðir og vinna heinta.
En það veitti mér frelsi að geta sýnt erlendis,
mér fannst ég frjáls og geta gert hvað sem
mér sýndist án þess að velta því fyrir mér
hvað öðrum fyndist."
Ain með mikinm hraða
Ragnheiður á ættir að rekja til Stokkseyrar
en hún ólst upp í Pykkvabænum þar sem for-
eldr'ar hennar voru í hópi brautryðjenda í
kartöflurækt. Þar bjó hún til 18 ára aldurs, en
frá fermingaraldri var hún við nám í Reykja-
vík á vetrum. Gekk í gagnfræðaskóla í
Franska spítalanum við Lindargötu og tók
stúdentspróf frá Verslunarskólanum. En
hvar kviknaði myndlistaráhuginn?
„Ég byrjaði á námskeiði í Handíðaskólanum
sem þá var við Grundarstíg en sótti svo
kvöldnámskeið í Myndlistaskólanum við
Freyjugötu í mörg ár meðfram námi og eftir
það meðfram vinnu. Daginn eftir að við luk-
um stúdentsprófi giftum við Hafsteinn okkur
og fjórum mánuðum síðar fæddist fyrsti
strákurinn. Það gekk allt með miklum hraða
á þessúm árum. Hafsteinn vann fyrst í eitt ár
en hóf svo tannlæknanám. Ég vann á skrif-
stofu Hreyfils og svo eitt ár á keramikverk-
stæðinu Glit.
Þegar Hafsteinn var búinn með tannlækna-
námið fórum við utan, til Kaupmannahafnar.
Þar vorum við í tvö ár og ég sótti teikninám-
skeið í Glyptotekinu. Svo sigldum við heim
og þriðji strákuriunn fæddist um borð í Gull-
fossi. Hann kom eins og þruma úr heiðskíru
lofti en það bjargaðist allt. Fyrst eftir
heimkomuna bjuggum við í Kleppsholtinu og
ég fór aftur í skólann við Freyjugötuna, á
námskeið í málun. Var þar viðloðandi fram
til 1968.
Það gekk mikið á þessi árin. Við vorum
með fjóra stráka og þegar bleyjuþvotturinn
var að gera út af við mig fór ég að mála. Ég
notaði tímann milli 2 og 4 á daginn meðan
strákarnir voru á róló og vakti svo fram til 3-4
á nóttunni. Á daginn var ég náttúrlega alveg
að geispa golunni. Ég eignaðist aldrei trönur
en málaði á eldhúsborðinu eða gamalli kistu.
Árið 1966 fórum við að byggja hér í Garða-
bænum, byrjuðum á bílskúrnum og bjuggum
í honum í tvö ár. Þar fæddist yngsti strákurinn
og það var ekkert auðvelt að vera í bílskúr
með fimm stráka og iðnaðarmenn í vinnu.
Það var allt í einni kássu.
En það var ekki bara puð. Inn á milli gerð-
ist margt skemmtilegt. Ég man t.d. að þegar
starfandi myndlistarmenn og það var mikil
hreyfing á kennaraliðinu."
— Þú varst mest í málverkinu framan af.
„Já, og teikningu. Haustið 1969 hélt ég
málverkasýningu og þá var égeiginlega búin
að mála mig þreýtta. Ég hef ekki snert á
pensli síðan. En þetta sama haust fór ég á
grafíknámskeið sem Einar Hákonarson hélt í
Myndlista- og handíðaskólanum. Síðan hef
ég haldið mig við grafíkina. Mér fannst hún
spennandi, ekki síst að vinna í málm. Ég hef
eingöngu fengist við málminn, æting heitir
aðferðin.
Eg var í tvö ár á þessum kvöldnám-
skeiðum. Þarna var fólk eins og Björg Þor-
steinsdóttir, Valgerður Bergsdóttir, Jens
Kristleifsson, Anna Sigríður Björnsdóttir,
sem nú hefur reyndar helgað sig tónlistinni.
Þorvaldur Skúlason var þarna líka. Árið 1969
endurlífguðum við svo Grafíkfélagið og í jan-
úar 1970 hélt félagið sína fyrstu sýningu. Við
sendum hana á fjóra staði úti á landi, til ísa-
fjarðar, Akureyrar, Neskaupstaðar og Vest-
mannaeyja. Hún hlaut alls staðar góðar
undirtektir nema á Akureyri. Þar var hún sett
upp í Gagnfræðaskólanum og var aðgangur
ókeypis fyrir nemendur. Ég veit ekki hve
margir þeirra sáu sýninguna, en það borguðu
sig aðeins tveir inn á hana.
Aielier 17
En mig langaði út, mér fannst ég vera ein-
og vorum þar út sumarið.
Þarna var mjög blandaður hópur saman-
kominn. Það voru ekki nema 2 eða 3 Frakk-
ar, hinir voru frá Ástralíu, Laos, Indlandi,
Ameríku, Svíþjóð, Noregi, Spáni og Japan.
Við fengum þarna vinnuaðstöðu og Hayter
korn og leiðbeindi þeim sem þess óskuðu. Að
öðru leyti vann fólk sjálfstætt enda voru flest-
ir búnir að starfa lengi sem myndlistarmenn.
Maður lærði mikið þarna, hver kom með
eitthvað frá sér og ég græddi mikið á þessu,
bæði vinnubrögð og eins á að kynnast svo
ólíku fólki. í frístundum skoðuðum við öll
þau söfn og gallerí sem við komumst yfir,
enda furftum við ekki að hugsa um annað.
AiMððiegar sgnlagar
Þarna fékk ég fyrstu nasasjónina af alþjóð-
legum sýningum. Við fórum á grafíkbíen-
alinn í París og fórum oft, því þar var svo
margt að skoða. Mér fannst þetta spennandi
og reyndi að læra af myndunum sem ég sá.
Árið eftir, 1971, gafst mér kostur á að taka
þátt í fyrsta alþjóðlega grafíkbíenalnum. Það
var í Ljubljana í Júgóslavíu og kom þannig til
að Einar Hákonarson hafði fengið verðlaun
þar tveim árum áður og mátti bjóða tveimur
listamönnum með sér. Ég var annar þeirra.
Eftir þetta fór ég sjálf að fá boð um þátttöku
og fór líka að senda myndir á sýningar. Þann-
ig fór þetta af stað.
Ég hélt samt ekki einkasýningu hér heima
sem ég hef upplifað. Þetta var afskaplega
eftirminnileg ferð, en andrúmsloftið var
mjög þrúgandi. Þetta var tveim mánuðum
áður en uppreisnin hófst og það ríkti afskap-
lega undarlegt andrúmsloft. Fólk hópaðist
mikið saman og það var drukkið stíft. Það
voru einu sinni mótmæli og ástandið virtist
vera ákaflega viðkvæmt. Enda var ég ekki
hissa þegar uppreisnin hófst.
Fólk þarna í Póllandi var alltaf að tala um
stríðið og eftir að hafa verið í Auswitz var
þetta eins og að vera í stríðinu. Fólkið losnar
aldrei við þetta. Við vorum boðin heim til
pólks listamanns sem hafði misst flesta ætt-
ingja sinna í Auswitz. Honum var sagt að
pabbi hans hefði dáið úr „hjartaáfalli", en
þegar hann heimsótti Auswitz eftir stríð fann
hann nöfn föður síns, bróður og mágs krotuð
á vegg í einum fangaklefanum. Þessi lista-
maður gerði verkið sem hangir uppi þarna
frammi. Ef þú skoðar það sérðu að áferðin er
eins og fingraför. Fingraför fortíðarinnar,
kallaði hann það.
Saga úr sirlðlnu
Við heyrðum líka sögu annars listamanns.
Hann var af ríku fólki kominn, foreldrar hans
áttu landareign við rússnesku landamærin.
Þetta fólk var mjög andsnúið Rússum og ótt-
aðist komu þeirra þegar stríðið hófst. Þau
buðu drengnum, sem þá var fjórtán ára, að
koma honum úr landi til Ítalíu. en hann vildi
kassinn ekki innihalda byssur heldur sælgæti.
En þessi maður sagði að þessi Þjóðverji hefði
gjörsamlega tekið sig á taugum. „Ef ég,
seinna á ævinni, hefði staðið frammi fyrir
honum með byssu hefði ég sennilega skotið
hann,“ sagði hann.
Ragnheiður er önnum kafin kona. Eins og
áður sagði er hún nýbúin að fá verðlaun á
sýningu í Noregi, í vor kom út bók til heiðurs
Halldóri Laxness sem hún myndskreytti og
nú er hún að vinna 80 eintök af einni mynda
sinna fyrir ráðstefnu sem haldin verður í
Finnlandi næsta vor. Ráðstefnan er haldin af
UNESCO en Norðurlöndin standa straum af
kostnaði við hana. Til þess að afla fjár verður
ma. gefin út mappa með grafíkverkum, eitt
frá hverju Norðurlandanna. Hún vinnur sín-
ar myndir í bílskúrnum í Garðabænum.
„Fyrst eftir að ég byrjaði í grafíkinni leyfði
Hörður Ágústsson mér og fleirum að vinna í
húsnæði Myndlista- og handíðaskólans í
Skipholti. En það var leiðinlegt að hanga
þarna í mannlausu húsinu á kvöldin og auk
þess var draugagangur í því. Árið 1972 eign-
aðist ég mína fyrstu pressu og kom henni fyrir
í bílskúrnum hérna heima. Fyrir tveimur
árum fékk ég svo þessa,“ segir Ragnheiður
og sýnir okkur heljarstóra pressu sem tekur
mikið að gólfplássinu. „Þessi er ensk og
handsmíðuð. Hún vegur hálft annað tonn og
maður gerir í grafíkinni. Þau kenna manni að
velta hlutunum fyrir sér áður en maður byrjar
á plötunum.
Eftir Parísardvölina fer ég að gera per-
sónulegri hluti. Einangrunin gerði okkur
grafíklistamönnum erfitt fyrir hér heima og
það var ómetanlegt að sjá það sem hafði ver-
ið gert og var að gerast. Síðan hef ég reynt að
komast sem oftást til útlanda til að fylgjast
með. Það er nauðsynlegt.“
— f sumum mynda þinna má sjá að þú
hefur orðið fyrir áhrifum frá kvennabarátt-
unni.
„Já, það var ósköp eðlilegt. Á þeim tíma
voru mikil umbrot í kringum mig og með
sjálfri mér. Ég var að berjast. Ég man að árið
1974 skrifaði Bragi Ásgeirsson um samsýn-
ingu sem ég tók þátt.í. Þar talaði hann um
listamennina og svo „5 barna húsmóður í
Garðabænum". Ég var ekki iistamaður. Það
var því eðlilegt að ég fjallaði um þetta. Ég
vildi verða það góður listamaður að ég væri
gjaldgeng hvar sem væri. Það veitti mér mik-
ið öryggi að komast inn á sýningar erlendis.
Þar skipti ekki máli hvort ég var karl eða
kona, það voru myndirnar sem réðu. Að vísu
kom það fyrir að ég fékk bréf frá þeim sem
héldu sýningarnar með árituninni „Hr. Jóns-
dóttir?, en það skipti mig engu máli ef þeir
vildu taka við myndunum mínum. En einu
listgrein sem aðrir hafa þekkt í aldaraðir. Við
eigum vitanlega erfitt uppdráttar og erum
einangruð. En það er alltaf að bætast við fólk
og eftir því sem það öðlast reynslu fer því
fram. En ef við lítum til Norðurlanda þá
sómir íslensk grafík sér ágætlega. Svíar eiga
td. aðeins örfáa mjög góða grafíklistamenn
og Finnar sömuleiðis."
— En hvað með íslenska myndlist al-
mennt?
„Mér finnst andrúmsloftið hérlendis mjög
örvandi, hér er hægt að fara um hverja helgi
og skoða nýja sýningu, að vísu misgóðar. En
það er staðsetning landsins sem skapar þetta
andrúmsloft. Við finnum fyrir einangrun og
þess vegna sækja allir til útlanda. Og þeir fara
ekki allir til Kaupmannahafnar eins og forð-
um heldur út um allan heim. Svo koma þeir
til baka með sína reynslu og áhrif. Erlendis er
auðvitað víða mikið að gerast en þar er líka
mikið af hreinu rusli. Ég var t.d. í New York í
vetur og sá margar sýningar. Þarna er allt svo
risavaxið, bæði galleríin og listaverkin. En ég
sá aðeins örfáar sýningar sem ég hafði ánægju
af. Það var margt vel unnið og fagmannlega,
en það höfðaði ekki til mín. En söfnin þar eru
stórkostleg."
— Svona í iokin, ætlarðu að halda þig
við grafíkina eða megum við eiga von a mál-
verkum frá þér?
„Nei, ég hef enga löngun til að mála. Það
gæti þó verið að ég tæki upp á því að teikna.
Höfum það svarthvítt og enga lognmollu.“
Hdlum það svarlhvni «g enga lognmollu
vlöial:
npísiur HaraMsson
mgndlr: Jim Smari
HagnheiDur
JDnsdDHir f
HelgarpDsisviDiaii
99
99
m %
Þegar viö Jim Ijósmyndari böröum aö dyrum í húsinu sérstæöa í
Garöabænum lauk þeim upp ungur maöur, söngvari í þekktri rokk-
hljómsveit. Við spuröum hvort þaö væri ekki hérna sem Ragnheiður
Jónsdóttir myndlistarmaöur ætti heima. „Mamma,“ kallaöi hann og
bauð okkur innfyrir.
Að utan er húsiö eins og hálfniðurgrafið. Arkitekt þess er Högna og
eins og í fleiri húsum sem hún hefur teiknað er jarövegi ýtt upp meö
útveggjum til stuðnings og einangrunar. Inni fyrir reyndist bjart og
rúmgott og þar hittum viö listakonu sem náö hefur langt í sinni list,
öölast viðurkenningu og verölaun á grafíksýningum víöa um heim. En
þessi „fimm barna húsmóðir í Garðabænum", eins og einn myndlistar-
gagnrýnandinn kallaði hana, hefur mátt hafa fyrir því að ná svo langt.
við vorum að fylla í grunninn á húsinu, þá fór
næstelsti strákurinn að sækja sunnudaga-
skóla með vinum sínum. Einu sinni þegar
hann kom heim spurði ég hvað presturinn
hefði sagt þeim. „Núna var það Jesú bróðir
besti, þeir drápu hann og lögðu í grunninn,"
var svarið."
ú or málvcrklnu
— En ef við víkjum aftur að myndlistinni,
hvaða kennara hafðir þú?
„Þeir voru margir. Ásgerður Ester Búa-
dóttir, Erró leit þarna inn, Ragnar Kjartans-
son, Hafsteinn Austmann, en lengst var ég
hjá Jóhannesi Jóhannesssyni. Freyjugötu-
skólinn var góður skóli, þar kenndu eingöngu
angruð hér. Svo vorið 1970 fórum við Björg
Þorsteinsdóttir til Parísar. Við höfðum ekk-
ert fast í höndunum, ætluðum bara út. Við
fórum fyrst til Johnny Friedlander sem rak
grafíkverkstæði og fengum að vera þar
tvisvar í viku. Það fannst okkur of lítið svo við
fórum í Atelier 17 sem við höfðum heyrt af.
Það stofnaði grafíklistamaður að nafni Hayt-
er árið 1927 og rekur enn, orðinn liðlega átt-
ræður. Við fórum á staðinn skjálfandi á bein-
unum með myndirnar okkar undir hendinni.
Við vorum óheppnar því Hayter var ekki við
heldur argentínskur aðstoðarmaður hans.
Við sögðumst vilja vinna þarna en hann var
ekkert of viðmótsþýður. Hann blíðkaðist þó
þegar hann sá myndirnar og sagði okkúr að
koma aftur seinna um daginn. Það varð svo
úr að við byrjuðum í Atelier 17 daginn efiir
fyrr en árið 1976. Þá hafði ég tekið þátt í ótal
samsýningum og ma. fengið verðlaun á
bíenal í Þýskalandi. Það þýddi að ég var með-
al verðlaunahafa á næsta bíenal og fékk þar
næstum heilan vegg. Árið 1977 var mér boðið
að sýna í Stokkhólmi og árið eftir í Kaup-
mannahöfn. Á báðum stöðum keyptu opin-
berir aðilar myndir af mér.
Fingralör loriíDarinnar
Árið 1980 fékk ég boð um að vera gestur á
alþjóðlegum grafíkbíenal í Krakow í Póllandi
og fór þangað í júní. Við vorum gestir bíen-
alsins í heila viku, 3 safnamenn, sænskur
myndlistarmaður og ég. Við vorum í enda-
lausum móttökum og ferðuðumst um, kom-
um ma. í Auswitz sem er það hryllilegasta
vera um kyrrt. Þegar Rússarnir komu voru
foreldrar hans teknir fastir, móðir hans dó í
saltnámum í Rússlandi og faðir hans dó síðar
án þess hann vissi hvernig. Þau höfðu átt
myllu og þangað fór drengurinn. Skömmu
seinna komu Þjóðverjarnir. Hann bar sig
mannalega og sagðist vera yfirmaður myll-
unnar. Þjóðverjarnir hlógu að honum en
gáfu honum tækifæri. Þeir sögðust koma
aftur eftir eitt ár, þá þyrfti hann að vera búinn
að vinna ákveðið magn af korni, hvorki
meira né minna. Strákurinn naut góðrar að-
stoðar nágranna sinna og þegar Þjóð-
verjarnir komu aftur var hann búinn að mala
mikið korn. Hann faldi sig uppi á lofti í myll-
unni en Þjóðverjarnir fundu hann og sögðust
ætla að skjóta hann. Honum er stillt upp og
einn Þjóðverjanna tekur upp byssukassa og
lyftir lokinu hægt. Þegar til kom reyndist
það þurfti tvo krana til að koma henni á sinn
stað. En þótt hjólið á henni sé stórt er mjög
létt að vinna með hana.“
Parfs haiDl mcsi ábrif
Ragnheiður hefur víða komið við og haft
marga kennara, en hvar hefur hún orðið fyrir
mestum áhrifum?
„í París. Fólk þarf tíma til að læra vinnu-
brögðin, það þarf tilsögn og verður fyrir á-
hrifum. Þegar ég kom til Parísar var ég farin
að vita hvað ég viidi. Meðan ég málaði var ég
í abstraktlistinni. Hún var ríkjandi og það
þótti hálflummó að vera figúratívur. Þetta
breyttist í París, þá gat ég farið að vinna úr
þeirri reynslu sem ég hafði. En ég er alltaf að
Íæra. Ég læri mikið af þeim mistökum sem ég
geri. Það er erfitt að bæta úr mistökum sem
sinni var ég beðin um að senda einkasýningu
til Svíþjóðar á þeirri.forsendu að ég væri ein
af fáurn konum sem væru áberandi á þessum
alþjóðlegu grafíksýningum."
— Nú-skipta myndlistarmenn sér gjarna
upp í hópa eftir listastefnum. Hvað finnst þér
um það?
„Mér finnst það setja fólki skorður ef það
rígbindur sig við ákveðnar fastar línur. Mér
finnst gaman að skoða allskonar verk, sem
geta verið gjörólík, bara ef þau eru góð.
Stundum fer ég á sýningar og verð svo hrifin
að ég geng út á tánum. En ég bind mig ekki
við neina ákveðna línu.
— Hvernig finnst þér íslensk grafík á vegi
stödd?
■„Hún er á uppleið. En við erum svo rniklir
byrjendur, við erum fyrst að byrja núna á
4