Helgarpósturinn - 24.09.1982, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 24.09.1982, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 24. september 1982-^j^:/; írjnn Sagan á bak við kaup Arnarflugs á eignum Iscargo Iscargo, rambaði á barmi gjaldþrots eftir Ómar Valdimarsson Myndir: Jim Smart þegar fulltrúi samgönguráðherra kom samningaviðræðunum á Stjórn Arnarfiugs hf. hefur nýveriö falliö frá þvi aö kaupa öll hlutabréf i iscargo hf. fyrir hundraö þúsund krónur. IJm þaö var samiö í mars sl., þegar Arnarflug keypti flugvél Iscargo og fleiri eignir, aö Arnarf lug gæti keypt öll hlutabréf í félaginu á þessu verði. Nú fannst þeim hreinlega ekki taka því — hlutabréfin væru ekki bess viröi. Ef ekki hefði orðið af kaupum Arnarflugs á eignum Iscargo blasti gjaldþrot viö siöarnefnda fyrirtækinu. Þegar þá var komiö sögu taldi bankastjórn Útvegsbank- ans sig ekki eiga annarra kosta Völ enda gekk rekstur Is- cargo illa og fyrirtækið stóð ekki í skilum viö viöskipta- banka sinn. útvegsbankamenn voru guöslifandi fegnir þvi aö geta fært skuldbindingar Iscargo yfir á Arnarf lug og halda öllum tryggingum óbreyttum. Það var Kári Einarsson verkfræöingur, fulltrúi Stein- qríms Hermannssonar samgönguráðherra í stjórn Flug- leiða, sem hafði frumkvæði að því, að kaupin fóru fram. Arnarflug keypti eignir Iscargo á 29 milljónir króna. Merkust eignanna var vitaskuld Lockheed Electra flugvél, sem þá var metin á 1.5—2.0 milljónir bandarikja- dala, en er i dag metin á 1.5—1.8 milljónir dala. Aðrar áþreifan- legar eignir Iscargo, sem Arnar- flug keypti, eru virtar á 5—6 milljónir króna. „óáþreifan- legar” eignir, sem fylgdu með i kaupunum, voru þvi verðlagðar á 8—10 milljón krónur. Árni Gunnarsson alþingis- maður, sem kynnt hefur sér þetta mál og vakti máls á viðskiptunum á alþingi i mars sl., þegar kaupin voru afstaðin, taidi þá augljóst, að Arnarflug hefði verið að borga stórar fjárfúlgur fyrir flugleyfi (sem Iscargo hafði á leiðinni Reykjavik—Amsterdam) er hefði átt að fást fyrir ekkert, skv. loft- ferðasamningi Islendinga og Hol- lendinga. „Steingrimur seldi flug- leyfiö..." „Ég er sannfærður um, að Arnarflugsmenn vissu ekki fyrr en um seinan, að þeir hefðu ekki þurft að kaupa flugleyfiö”, sagöi Árni i samtali við blaöamann Helgarpóstsins i vikunni. „Allt þetta mál lyktar mjög af póli- tiskri fyrirgreiðslu. barna var verið að bjarga fyrir horn fjár- málaspekúlanti Framsóknar- flokksins( sem kominn var i kröggur. Ég tel hreint út sagt, aö Steingrimur Hermannsson sam- gönguráðherra hafi selt Arnar- flugi flugleyfið. Arnarflugsmenn voru plataðir, um það er enginn vafi i minum huga”. Gunnar Þorvaldsson, forstjóri Arr.arflugs, er ekki eins sann- færöur um aö hann og samstarfs- menn hans hafi verið plataðir: „Meirihluti stjórnar fyrirtækisins táldi þessi kaup vera i þágu hags- muna Arnarflugs”, sagði hann. Ég held að það sé enn of snemmt að segja til um hvort við höfum gert góð kaup. Við geröum okkar á sinum tima fuUa grein fyrir kostum og göllum þessa samn- ings. Okkur þótti nokkurs virði það, sem við höfum kallaö „óá- þreifanlega” hluti, eins og til dæmis velvilja og sambönd Is- cargo, aöstööuna á Reykjavikur- flugvelli og þá ekki siöur aögang að flugskýli”. Aþreifanlegir hiulir voru fyrst og fremst flugvélin, varahlutir i hana (sem Gunnar Þorvaldsson segir að séu a.m.k. 200 þúsund dala virði), sex húskofar og skúrar á Reykjavikurflugvell: (samanlagt fasteignamat þeirra er undir 2 milljónum króna), lyft- ari, bill verkfæri, skrifstofuáhöld og búnaður. Fyrir þetta voru borgaðar 29 milljónir, þar af 24.2 milljónir i formi yfirtekinna skulda Iscargo við Útvegsbank- ann. útvegsbankinn i ábyrgö Það voru ekki sist viðskipti Is- cargo við bankann sem á end- anum leiddu til þess að Iscargo hætti flugrekstrinum og seldi Arnarflugi. Þegar Iscargo keypti flugvélina 1979sóttu forráðamenn fyrirtækisins fast á bankann um fyrirgreiðslu. Aldrei fengust þar lán en bankinn gekk i ábyrgð fyrir 2/3 hlutum flugvélaverðsins, 1.7 milljónum dala. Iscargo stóö svo ekki i skilum og þá var ábyrgðin hækkuð um 500 þúsund dali sem voru áfallnir vextir og kostnaður. Áður hafði bankinn gengið i tals- veröar ábyrgðir fyrir félagiö og tekið veð i húskofunum á Reykja- vikurflugvelli. Auk veðsins i vél- inni krafðist bankinn — og fékk — veð i fasteignum hluthaf- anna, ekki sist fasteignum Krist- ins Finnbogasonar framkvæmda- stjóra Iscargo (eins og sést t.d. á þvi aö þegar Arnarflug keypti eignir Iscargo var handveð, sem Kristinn hafði sett bankanum, lækkað i 2 milljónir króna) Persónulegar ábyrgðir hluthaf- anna voru gengistryggðar, þannig að bankinn taldi sig veí tryggðan og með „allt sitt á þurru”, eins og heimildarmaður blaðsins i Útvegsbankanum orð- aði það. Rekstur Iscargo gekk ekki vel þótt útlitið hafi verið bjart þegar Kristinn og félagar hans gengu inn i félagið. En þá skall á heims- kreppan margfræga og erfið- leikar i flugrekstri fóru mjög vax- andi. Samningur, sem Iscargo hafði gert um vöruflutninga milli Evrópu og Iran, fór meira og minna út um þúfur þegar strið braust út milli trana og Iraka. Segiraf senjor Díego Salas Þegar Iscargo fékk svo leyfi til áætlunarflugs var ætlun Kristins og félaga hans að skipta um flug- vél og kaupa farþegavél i stað vöruflutningavélarinnar. Fljót- lega fengu þeir tilboð frá Perú. Það vildi þannig til, að i fyrra- haust kom til landsins Perú- maður nokkur, senjor Dieeo Salas Gandasegui er kynnti sig sem lögfræðing kjötframleiðslu- fyrirtækis i Lima, Refrigerados el Pinguinos. Þessi maöur var jafn- framt aðalumboðsmaður Flug- leiða og Air Bahama i Perú og ágætlega kunnugur ýmsum for- ráöamönnum Flugleiða. Hann vildi kaupa vélina og þann 16. október i fyrra geröi hann samn- ing við Iscargo um kaup á vélinni fyrir 2.350 þúsund dali. Samning- inn átti að endurrita formlega mánuði siðar og var hann fljót- lega staðfestur með skeyti frá Julio de la Paz, forstjóra Refrigagarados el Pinguinos. Vélina átti að afhenda Perú- mönnum um mánaðamótin nóvember/desember i fyrra. Allt var talið klappað og klárt og þvi höfðust Iscargomenn ekkert að Við að útvega verkefni fyrir flug- vélina. Þegar mánuöurinn var liðinn óskaöi Diego Salas eftir mán- aðarfresti til viöbótar og svo enn öðrum. Svo leið og beið og á end- anum varð Ijóst, að Perúmenn- irnir ætluðu ekki að standa við samninginn — undir lokin var Is- cargomönnum meira að segja sagt á skrifstofu Refrigerados el Pinguinos að senjor Diego Salas væri þvi fyrirtæki ekkert viðkom- andi. Og það er ekkert leyndar- mál, að Iscargomenn spyrja sig nú hvort það hafi verið einber til- viljun, að þessi maður hafi verið aðalum boðsmaöur Flug- leiða — hvort Flugleiðir hafi átt einhvern þátt i öllu þessu ævin- týri. Gjaldþrot blasir við Nú var heldur illt i efni. Útvegs- bankanum var mjög farið að leið- ast þófið og vanskil Iscargo. Bankastjórnin hafði dregið i íengstu lög að ganga að fyrirtæk- inu, krefjast uppboðs á flugvél- inni, öðrum eigum fyirirtækisins og eignum hluthafanna. Útvegs- bankamenn þræta harðlega fyrir að það hafi verið til að vernda Kristin Finnbogason eða aö það hafi verið fyrir orð flokksbræðra hans i bankaráði eða stjórnarráð- inu. Það hafi einfaldlega verið vegna þess, aö um tima hafi litið svo út að vélin væri svo gott sem seld og svo hafi það verið „þetta mannlega”, sem olli þvi, að ekki var gengið að eignunum. Einnig voru uppi ráðagerðir um að auka hlutafé i Iscargo. „Abyrgðir bankans voru langt umfram það, sem eðlilegt má íeljast”, sagði Árni Gunnarsson, alþingismaður. „Það er öruggt mál, að ef eigandi Iscargo hefði veriðeinhver Jón úti i bæ þá hefði bankinn verið búinn að ganga að honum. En þetta var ekki einhver Jón heldur séra Jón”. Undir þetta tekur einn heim- ildarmaður i flugrekstri innan- lands: „Iscargo heföi verið farið á hausinn fyrir löngu ef þar hefði ekki verið Kristinn Finnbogason. Það er enginn Jón Jónsson, sem kaupir sér flugvél fyrir rúmar tvær milljónir dollara og fær bankaábyrgð fyrir þvi”. Kristinn Finnbogason er er- lendis og þvi var ekki hægt að bera þetta undir hann. Arni Guð-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.